Alþýðublaðið - 29.08.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 29.08.1959, Blaðsíða 4
 Útgefanui Alpyðuflokkurinn. Ritstjórar: Benedikt tiiondal, Gisli J. Ast- pðrsson og Helgi Sæmundsson (áb.). Fulltrúi ritstjðrnar: Sigvaldi Hjáim- arsson. Fréttastjðri: Björgvin Guðmundsson. Ritstjórnarsímar: 14901 og 14002. Auglýsingasími: 14906. AfgreiSslusími: 14900. - Aðsetur: Alþýðu- húsið Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgata 8—10. Harmsaga Póllands ÞJÓÐVILJINN segir, að þeir menn, sem ó- virði griðasáttmála Stalíns og Hitlers, kunni ekki nútímasögu. Þetta er dálítið annað um komm- únista, enda hafa þeir vizku sína frá öðrum eins sagnfræðingi og Stalíjn sáluga. jSvona geta ís- lendingar orðið vel læsir á rússnesku alfræðiorða- bókina — með öllum breytingunum! Samtímis þessari upplýsingaþjónustu um á- gæti griðasáttmála Stalíns og Hitlers birtir Þjóð- viljinn í gær athyglisverða grein um harmsögu Póllands. „Af hverjum 1000 hlutu 220 bana. Sex og hálf milljón Póverja missti lífið í heimsstyrj- öldinni og rúmurn þriðjungi þjóðareignanna var tortímt.“ Þetta eru staðreyndir úr sögu síðári heimsstyrjaldarinnar. En hvernig falla þær við ást og aðdáun Þjóðviljans á griðasáttmála Stalíns og Hitlers? Víst má með sanni segja, að Vesturveldin sættu sig allt of lengi við yfirgang nazismans á árunum fyrir síðari heimsstyrjöldina. En þau verða ekki sökuð um örlög Póllands. Árásin á Pólverja sannfærði Vesturveldin um eðli og til- gang nazismans, og heimsstyrjöldin var hafin. En hver var þáttur Rússa í þessari sögu? Hvern- ig brugðust þeir við, þegar hersveitir Hitlers æddu með báli og brandi austur yfir Pólland? Þá voru Rússar orðnir vinir Þjóðverja, griða- sáttmáli Stalíns og Hitlers kominn til sögunn- ar og kommúnistar allra landa orðnir viðundur veraldar — líka útibúið hér á landi. En Rússar létu sér ekki nægja að horfa á Þjóðverja brytja Pólverja niður. Þeir réðust á Pólland hinum megin frá og stungu hnífnum í bak Pólverjum, meðan brjóst þeirra blæddi af völdum nazism- ans. Rússar eiga þánnig bróðurpartinn í harm- sögu Póllands. Ætli sex og hálf milljón Pólverja hafi ekki dáið með lofsöhg á vörunum um griðasáttmála Stalíns og Hitlers? Og sannarlega er það lærdóms rík, að sagnfræði Þjóðviljans um griðasáttmálann er frumsamin af íslenzkum kommúnistum. Greinin um harmsögu Póllands rr^in aftur á móti þýdd úr Land og Folk. Alþýðubandalagið hér á Islandi er með öðrum orðum hlýðnara og auðsveip- ara Stalín sáluga en málgagn danskra kommún- ista, sem fékk þó rússneska snöru um hálsinn fyrir nokkrum mánuðum. Flokkurinn með þann sam- vizkublett á aðeins að hafa verið stofnaður til að þjóna íslenzkri alþýðu. Svei aftan! ósitar eftir að leigja húsnæði fyrir lítinn leikskóla á hentugnm stað í bænum. Æskileigast væri stór stofa með sér inngangi og snyrtiklefa. Tilboð sendist á skrifstofu félagsins Tjarnarg. 10 C fyrir 15. sept. n.k. Sími 15941. H a n n es Laugardagur — ýV Andvaka stjórnmála- menn. Erfitt að skipa lista. ýý Dæmi um óstundvísi. Lögreglan og umferð- in. SAGT ER að mjög erfiðlega gangi að minnsta kosti hjá sum- um stjórnmálaflokkunum að koma saman listum við haust- kosningarnar. Þetta mun koma fyrirsvarsmönnum flokkanna yfirleitt á óv.art, að þeir hafi ekki gert sér grein fyrir því, að svona mikið ósamkomulag myndi leiða af breytingiinum á kjördæma- skipuninni, heima í héruðunum. Hér mun þó fyrst og fremst um að ræða persónulegan metnað manna, samheldni um atkvæði í hinum einstöku gömlu kjördæm um og afbrýðisemi og hreppa- pólitík. GERA MÁ RÁÐ FYRIR, að hér sé um stundarfyrirbrigði að ræða. Nú skal skipa að nýju von arsæti á alþingi. Þá kemur upp spurningin um það, hverjir skuli hreppa vonarsætin. í flestum kjördæmum mun vera eining um fyrsta sæti lista, en ósam- komulagið kemur fram, þegar á að fara að velja menn í önnur j sæti. Þá er um vonarpening að ; ræða, að minnsta kosti sums staðar og alls staðar, þegar um þriðja sæti á að velja. ÞETTA ER ÁKAFLEGA erf- itt hjá tveimur fylgismestu flokk h o r n i n u unum, Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. í ein- staka kjördæmi verður að setja gamla þingmenn niður. Það get- ur þýtt sama og það að svipta þá heiðri, 'sem þeir, að minnsta kosti sjálfir, telja sig hafa haft. Þetta veldur helztu stjórnmála- skörungunum miklum heilbrot- um, sáttaumleitunum og jafnvel andvökum. Vonandi hverfur þetta að afloknum kosningum. Þegar verið er að stilla upp á listana nú má segja að yfir standi fæðingarhríð hinnar nýju kjördæmaskipunar. Það er svo sem ekki óeðlilegt, þó að nokkur þjáning sé samfara þeirri fæð- ingu. ÁHORFANDI skrifar: „Stund vísi er ekki mikið tíðkuð í þessu landi. Er þetta þjóðarósómi, sem þarf að útrýma. Ýmsir forsvars- menn fyrirtækja, sem hafa fasta viðtalstíma, láta stundum bíða eftir sér langa lengi. Menn hanga í biðsölum, spyrjandi dyraverðina, hvort húsbóndinn sé ekki á lejðinni. Hann veit ekk ert. -—- Svo ef til vill eftir einn klukkutíma koma skilaboðin — forstjórinn — bankastjórinn — ráðherrann — verður ekki til viðtals í dag. Það minnsta, sem hægt er að krefjast af þessum herrum, er að þeir láti gestina vita strax, að viðtalið fáist ekki í dag. EN ÞAÐ ERU, FLEIRI óstund- vísir en forstjórarnir. Bíógestir á íslandi eru frægir fyrir að mæta seint og illa. Séu boðaðir fundir í félögum mæta menn einnig allan fundinn út og spilla friði og eftirtekt þeirra, sem vilja vera heióariegir fundar- menn. EINSTAKA j.ofnanir hafa það fyrir r að stuðla að stundvísi. T. ci r m.s. Gullfoss alltaf á réttu na, sama gera ríkisskipin. - Strætisvagnar hvetja einnig t.il stundvísi. En langferðabílar 'ru hvimleiðir vegna óstundvísi, sem virðist vera alveg hægt að forðast. Ein- ungis að bílarnir fari á slaginu, hvernig sem á stendur. Þegar farþegarnir vissu það, myndu þeir passa betur tímann. Járn- brautastjórar eriendis bíða aldr- ei eftir farþegum hvernig sem á stendur. Af Jþví læra menn stund vísi. VIÐ ÍSLENDINGAR eigum erfitt með að beygja okkur und- ir reglur. T. d. virða fæstir veg- farendur umferðarljósin, nema bílstjórarnir. Annai-s eru þau nú orðin vandfundin, alltaf meira og minna biluð Skyldum við þurfa erlenda sérfræðin/;a til að viðhalda þeim eða hvað? ÉG HELD að ef lögreglan tæki nógu fast á umferðarmálun um, þá væri hægt að fá vegfar- endur til að virða umferðarljósa garmana í Reykjavík. T. d. að hún setti verði við alla umferð- arstíga götuvitanna og sektaði miskunnarlaust alla, sem færu á móti rauðu ljósi, og byrjaði svona einn dag í viku, þá held ég að þetta mynd lagast. En sem sagt, þarna virðist mér lögregl- an að mestu eða alveg aðgerða- laus. ANNARS MÆTTI méð ýmsu móti laga umferðina í Reykja- vík. T. d. er alltof lítið af merkt um stígum yfir götur, þar sem hinn gangandi maður á að vera óhultur fyrir bílum og hjólum. Hér virðist trassaskapur ráða oft miklu. Lítils háttar lagfæringar geta margt gott af sér leitt, en óhirða og skeytingarleysi geta oft valdið stórtjóni og slysum. Og hver vill ekki forðast slíkt?“ Hannes á horninu. BRENNUft þóttu tíðar á sænsku eyjunni Öland í Eystrasalti á árunum 1957 og 1958 og kom þar, að lögreglan tók að rannsaka málið. Bárust böndin að bónda nokkrum þar í eyjunni, Göran Johansson að nafni. Var hann tekinn fastur og settur í fangelsi fyrir skemmstu. Var hann fundinn sekur um fimm íkveikjur á fyrrgreindu tímabili eftir' ein hver umfangsmestu málaferli í sænskri réttarsögu. Hefur málið þegar kostað ríkið eina milljón sænskra króna og á vafalaust eftir að kosta meira, því að dóminum verður á- frýjað og auk þess verður Göran ákærður fyrir aðrar firnrn íkveikjur á áiinu 1958. Dómurinn, sem Görin fékk að þessu sinni, hljóðaði upp á fimm ára betrunarhússvinnu. Gallinn á öllu þessu er þó sá, að ÞAÐ BRENNUR ENN Á ÖLAND. Seinast fyrir nokkrum' dögum var kveikt í þar, og þá sat Göran í fang- elsi, svo að ekki getur það hafa verið hann í það skiptið. Oft verða brunar þegar tungl er í fyllingu, og í Svíþjóð er nú farið að tala um „tungl- sýkis-brennuæði“. — Er Gör- an fékk að vita dóminn, var hann á fanga-sjúkrahúsi eftir sjálfsmorðstilraun, og þegar verjandi hans tilkynnti hon- um dóminn, brast hann í grát — hann hafði alltaf trúað á sýknu. Dómarnir. Göran Johansson var dæmd ur fyrir fimm fkveikjur, sem að framan getur. Tvær hjá nágrönnum sínum, eina í korn skemmunni í Hagby, eina í útihúsum á sínu eigin býli og eina í íbúðarúsi sínu í Hagbv. Þá var hann einnig dæmdur fyrir undirbÚQÍng að fjár- drætti í sambandi við brun- ana í útihúsum sínum og í korngeymslunni. Komst rétt- urinn að þeirri niðurstöðu, -að í hvorttveggja skiptið hefði fjárhagsaðstaða Görans verið slík, að hann hefði ekki getað staðið við skuldbindingar sínar. Loks var hann dæmdur fyrir fjársvik gagnvart tveim kaupmönnum, þ. e. a. s. á- vísanafalsanir. Dómsíns yfir Göran Jo- hansson vai' beðið með mikilli eftirvæntingu um alla Sví- þjóð, og voru blöðin rifin út daginn sem dómurinn var kveðinn upp. Geðrannsókn varð að gera, áður en hægt væri að dæma hann. Eftir langa rannsókn var gefin skýxsla, þar sem sagði, að við vissar íkveikjur hefði Johans son hlotið að þjást af sálræn- um vanka, en ekki væri um það að ræða, að hann væri á neinn hátt brjálaður. 30 íkveikjur. VIRÐIST UM AÐ RÆÐA Síðan 1950 hafa orðið 30 brunar á Öland, er virðast stafa af mannavöldum. Áiin 1957 og 1958 var sérlega mikið um bruna á svæðinu umhvsrf is Hag-by, þar sem Göran Jo- hansson rak býli sitt ásamt konu sinni. Almannarómur benti fljótlega á Göran sem hinn seka. Hann var handtek- inn, en látinn laus aftur vegna skorts á sönnunum. Brunarnir héldu áfram og skelfing tók að grípa um sig meðal fólks í byggðarlaginu. Fólk þorði bókstaflega ekki að fara í rúmið á kvöldin af ótta við, að brennuvargurinn tæki til á nýjan leik. Mikið lögreglu lið var kvatt til og um tíma voru 40 lögreglumenn í smá- bænum Hagby einum saman. Nákvæm rannsókn beztu lög- reglumanna Svía var sett í gang og loks var Göran hand tekinn á ný og sakaður um brennurnar 1957. Brann ef-tir heimsókn Görans. EFTIR HEIMSÓKN HANS Á meðan Göran Johansson sat í fangelsi gerðist einn at- hyglisverðasti hluturinn í málinu. Johanssonar var vandlega gætt, en þó n-aut hann nokkurs fi'elsis. Sunnu- dag nokkurn fékk hann að fara í heimsókn til heimilis síns í fylgd með tveim fanga- vörðum. Kona hans og þrjú (Framhald á 10. sííuX 4 29. ágúst 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.