Alþýðublaðið - 29.08.1959, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 29.08.1959, Blaðsíða 5
EIRÍKUR ÖGMUNDSSON verkamaður, sem lengi stóð í fylkingarbr j ósti í kjarabar- áttu verkalýðsins í Vestmanna eyjum, er einn af fjórurn mönnum, sem enn eru á lífi af þeim, sem kosnir voru í fyrstu bæjarstjórn kaupstaðar ins fyrir réttum f jörutíu árum. Fréttamaður Alþýðublaðs- ins hefur átt tal við Eirík og innt hann eftir endurminning- um frá fyrstu baráttudögun- um í Eyjum, sem voru á marg- an hátt sögulegir. Eiríkur er 75 ára gamall, fæddur í Svínhólum í Lóni, 4. júní árið 1884, en missti föður sinn á þriðja aldursári og var eftir það alinn upp hjá Eiríki J.ónssyni í Hlíð, en fór þaðan til Papeyjar og var fermdur í Papeyjarkirkju fjórtán ára gamall, tveim ár- um fyrir aldampt. — Jón Finnsson prestur að Hofi í Álftafirði fermdi mig, segir Eiríkur. — Hann kom út þrem dögum fyrir ferminguna og sat yfir mér með gamla kverið alla þessa þrjá daga, og þetta var eina fræðslan mín. Papey var þá önnur eða þriðja jörð að dýrleikum á öllu Austurlandi, æðarvarp og mörg önnur hlunnindi. Þar var tuttugu manns í heimili og ég var tólfta barnið fóstur- foreldra minna. Éftir tveggja ára Papeyjar- dvöl fór Eiríkur til Fáskrúðs- fjarðar og þaðan til Norðfjarð- ar, en þrítugur brá hann sér á vertíð í Eyjum og hefur ver- ið þar síðan. — Ég ætlaði mér ekki að ílendast hér, en réði mig hing- að sem beitingamann fyrir 160 krónur á vertíðina; við beittum tveir saman, en fé- lagi minn dó, og mér leidd- ist, gerðist því aðgerðarmað- ur og fékk 300 krónur á ver- tíðina, svo að ég græddi á skiptunum. En næsta ár fór ég að búa, keypti bát og stund- aði sjó. í millitíðinni kynntist Ei- ríkur konu sinni, Júlíu Sig- urðardóttur, og eignuðust þau sex börn, misstu son á stríðs- árunum, en fimm eru á lífi. SfOFNADI VERKA- MANNAFÉLAG. Hverjar orsakir lágu til af- skipta þinna af kjaramálum launþega? — Mér fannst dauft yfir at- vinnulífinu í Eyjum og kjör verkamanna bág, miklu verri en á Austfjörðum, engin at- vinna haustmánuðina, þangað til vertíð hófst, kaupið var 25 aurar um tímann, jafnt nætur sem daga og 10—12 klukku- stunda vinna algeng. Ég fékk strax áhuga á kjara bótum og árið 1916 fór ég að brölta í bessu, en bá var mik- ið atvinnuleysi. Gísli John- sen, stærsti atvinnurekandi í Eyjum, ætlaði að byggja þerri- reit fyrir ofan Heiði og bað mig að stjórna verkinu. Með mér voru sextán menn og höfðum við 35 aura um tím- ann, allir í reikningi hjá Gísla og úttekt fyrir vinnuna. Og ég setti upp skilyrði, neitaði að taka að mér verk- stjórnina, nema við fengjum útborgað í peningum og varð þetta að samkomulagi. Feng- um við nú útborgað í hverri viku, og kaupið var 3.50 á dag. Um haustið tókum við að tala saman í alvöru. Þá var Dagsbrún komin og þaðan fengum við félagslög. Allur fjöldinn tók vel í stofnunina, jiema starfsmenn Gísla John- Samtcd við Eirík fígmumhson^ fulltrúa fyrstu hæjarstjórn í Eyjum verkamanna í sen, sem ekki þorðu að vera með,. nema tveir, Guðlaugur Hansson og Nikulás í Sædal. Við gengum í hvert einasta hús í bænum, þar sem verka- menn voru og smærri útgerð- armenn og í októbermánuði árið 1917 var stofnað verka- mannafélagið Drífandi með 300 félagsmönnum. Ég var kosinn formaður og var það fyrstu árin og síðan Guðlaug- ur Hansson. KOLAVERKFALLIÐ. — Kjarabaráttan var oft hörð á þessum árum, en einna kunnast mun kolaverkfallið árið 1926, þegar Gísli Johnsen ætlaði í skjóli atvinnuleysis að lækka kaupið úr 1,30 í eina krónu um tímann. Verk- fallið var algert í 2—3 daga og kolaskipið fékkst ekki af- greitt, því að enginn vildi vinna, nema nokkrir fasta- menn Gísla. Það stóð í viku- þrasi að verjast lækkunartil- rauninni og láta ekki kúga sig — það var markið. Nokkrir starfsmenn byrjuðu að skipa upp einn morguninn utan af höfn og einn bíll var tekinn í brúk, en ég sagði við karl- ana á bryggjunni, að þeir skyldu sjá til þess að skrjóð- urinn færi ekki aðra ferðina. Þeir fóru upp á kolabing og veltú bílnum, en tóku bílstjór- ann út áður. En þarna urðu nokkur handalögmál. Bæjarfógeti skarst í leik- inn og samningar voru gerðir um óbreytt kaup. Við höfðum unnið deiluna. Kommúnistar vildu þakka sér sigurinn, en sannleikur- inn er sá, að verkfallið hvíldi mest á mér. En kommúnistar no.tuðu hvert tækifæri í klofn- ingsstarfi sínu og komust til valda í félaginu með Jón Rafnsson sem helzta forsprakk ann. En sízt átti ég von á því, að ég yrði rekinn úr félaginu, því hefði ég síðast af öllu trú- að, en tilkynningu fékk ég um það, rétt eftir að þeir náðu völdunum. Þeir létu kné fylgja kviði. Eiríkur Ögrriundsson. Ég var alltaf andvígur kom múnistum og það er nú bet- ur og betur að .sjást, hve sundrungariðja þeirra hefur örðið verkalýðnum dýrkeypt. STOFNUN KAUPFÉLAGS. — Árið 1918 fékk ég verzl- unarleyfi fyrir verkamanna- félagið og byrjaðf strax að panta vörur fyrir félagsmenn. Heldur fengum við ódýrari vörur með þessum hætti. — Hveitisekkinn gat ég látið á 96 krónur, en hann kostaði.hjá Gísla 108 krónur og þetta var töluverður munur. Ég lánaði húspláss og vann baki brotnu við að skipta vörum á milli manna, eftir langan vinnudag á kvöldin og oft um miðjar nætur eftir bæjarstjórnar- fundi. En aldrei fékk ég aur fyrir. Ég kunni ekki að taka laun, enda kappsmál að hafa vöruna sem ódýrasta. Tveim árum síðar var stofnað kaup- félag og ísleifur Högnason ráðinn kaupfélagsstjóri. Fé- laginu mættu erfiðleikar eftir 1930 og það fór .á hausinn, en margur hafði á sínum tíma hag af Drífandaverzluninni á meðan hún stgrfaði. VÍSIR AÐ TRYGGINGUM. — Við stofnuðum strax sjúkrasjóð, segir Eiríkur eftir nokkra þögn, — og hver fé- lagsmaður borgaði í hann .tvær krónur á ári. Við héld- um líka tombólur og skemmt- anir sjóðnum til styrktar, — stundum gáfu kaupmenn í hann og sjómenn íétu aflahlut. Mér var sjúkrasjóðurinn mik- ið áhugamál. Hugmyndina fékk ég frá Dönum, sem ég kynntist á Austurlandi, og í Eyjum byrjaði ég strax að berjast fyrir sjóði, sem átti að verða vísir að tryggingum. Þótt hann væri kannski ófull- nægjandi, gátum við snemma hjálpað þremur verkamönn- um til að fara á berklahælið. Þeir fengu 600 krónur hver og tveir þeirra komu aftur heilir heilsu, en einn dó. Sjúkrasjóð- urinn var orðinn 14 þúsundir, þegar ég fór frá félaginu, en kommúnistarnir hugsuðu aldrei neitt um hann og reikn ingar sáust aldrei. Líklega hef ur eitthvað farið í húsbygg- ingu, en hitt hvarf einhvern -veginn. Mér fannst, að verkamenn væru . of afskiptalitlir um tryggingamálin bangað fil Jón Baldvinsson og Haraldur Guðmundsson komu til sög- unnar. Ég fylgdist alltaf með tryggingamálunum. Þar sá ég drauma mína rætast. Á sviði félagsmálanna haía orðið mestar framfarirnai', sérstaklega á aðstöðu gama'l- menna og einstæðra mæðra. Sjómannsekkjan fékk á *þess- um árum 400 krónur í eitt skipti fyrir öll, en nú árlega með börnum til 16 ára aldurs. Vonandi fara tryggingarnar enn batnandi, þannig að eng- inn verði útundan í þjóðfé- laginu. Það er ekki víst, að þeim ríku líði nokkuð betnr, en að enginn þurfi að líða skort, þar er fyrir mestu. f FYRSTU BÆJARSTJÓRN. — í fyrstu bæjarstjórnar- kosningunum komu fram sjö listar og bauð verkamannafé- lagið fram einn þeirra. Jón Hinriksson var í fyrsta sæíi, en ég í öðru, og komumst við báðir að. Helztu málefnin? Hafnargerðin var aðalmáli 5 fyrstu árin, þegar ráðizt var í byggingu hafnargarðanna, en ég beitti mér einna helzt fyrir vegabótum, en áður voru hér aðeins troðningar. Fyrir fjörutíu árum voru í Vestmannaeyjum 1300—1400 íbúar, en nú eru. þeir í kring- um 5000, og.þetta hafa verið mikil uppgangsár í Eyjum. Eiríkur Ögmundsson býr enn með Júlíu konu sinni í húsi, sem byggt er árið 1883 úr höggnum steini og hlaðið á sama hátt og kirkjan og Aust- urbúðin, eða Bryde-húsin svo kölluðu, og veggir hússins eru 15 tommu þykkir. í þessu húsi var fyrsti barnaskóli í Vest- mannaeyjum. Síðastliðin sautján ár hefur Eiríkur verið verkstjóri hjá Helga Benediktssyni og geng- ur enn að störfum. — Ég velti því stundum fyr- ir mér, segir hann, — hver aðstöðumunur verkamanna er nú og fyrir 40 árum. Unga fólkið trúir okkur ekki, gömJu körlunum, það kvartar um vinnuþreytu og sér vankant- ana víða, og krefst umbóta. Það er gott að áfram stefni til nýrra tíma, en fólk fylgist Framhald á 10. síðu '38 ijjiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinnmnnnnmnnnnpnnnnnnnmimnnmnnnnnnnimunnninnnniiiniinuiintiiiiiiiiiiiiiuiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiir E, -G REYNDI að finna eit | hvað fallegt, — gatan var san | arlega ekki falleg, en á þeii | stutta tíma, sem ég gekk þc | um, fann ég þó aftur falleg | hluti. Fallegt blóm í garði - | elskendur — sem voru hvo] | öð”” "ú' ''svo lengi, sem þa ~j nú varir, hugsaí ég). En samt,. - það sem þau n .áttu, —haming. __________ una, ■— gat enj inn nokkurn tírr tekið frá þeim. - Qg svo kom tvö gömul á móti mér. Þa leiddust. Hún staulaðist. ; fram. — Það var auðvelt a Fyrir konur = sjá, að fæturnir voru útslitn- l ir, en hendurnar voru hlýjar | og mildar. Þessar gömlu mann I eskjur höfðu verið vinir langt I líf, og það var sjáanlegt, að | ef annað þeirra dæi, þá mundi | hitt visna upp, — það fundu i allir, sem sáu þau. Smám saman þegar ég gekk | eftir götunni, sá ég fleira og fleira fallegt, Gatan sjálf var svo viðbjóðsleg, að ég varð að leita ákaft fegurðarinnar, en sú leit er eitt það yndislegasta, sem við getum gert, — við finnum alltaf fegurðina, sem við leitum að, ef við óskum þess af öllu hjarta. Munið þið ekki eftir ævin- týri H.G. Andersen um töfra- spegilinn, sem brotnaði, þegar hann féll til jarðar? Þeir, sem fengu brot af þessum spegli í augun, gátu ekki sóð neitt fallegt nokkurs staðar. En fle&t okkar þekkjum leitina eftir einhverju fegurra og betra, — og þessa fegurðarþrá er alls staðar að finna jafnvel í yztu myrkrum. Þegar við enn vorum ung og óspillt, trúðum við á með- bræður okkar. Við trúðum á guð, biblíuna, kristnina — og einnig handaverk guðs. — Vissulega kom það fyrir þá stúlku, sem þetta skrifar, að hundur beit hana, og fólk hamingjun. aí * gerði gys að henni og brást henni á einn eða annan hátt. Það særði hana unz hún lærði að trúa á illskuna og allt hið viðurstyggilega í lífinu. Hamingjan var svo skelf- ingulostin, að hún flúði langt í burtu, þegar henni skildist það, að það er eitthvað for- stokkað og vanabundið yfir lífi sums fólks, svo að það sjálft gerir sér í rauninni aldrei ljóst sitt rétta eðli. En hún sneri aftur þennan merkilega veg til baka, og stúlkan fékk.aftur trú á öllum og traust. Það er alltaf eitt- hvað gott til, jafnvel í hinum versta, við verðum bara að leita þess og ekki gefast upp í leit okkar að hinu jákvæða, — og hamingjan kom svo hljóðlátlega til hennar eitt kvöld, þegar kirkjuklukkurn- ar hringdu við sólsetur á ind- verskum sléttum. Ennþá hljómið þið, æsku- klukkurnar mínar, Ef til vill er heimurinn ekki svo slæm- ur. — Það eru þó ætíð til klukkur, sem hringja, — fólk, sem leitar eftir innri friði, innri hamingju. Þeggr okkur verður það ljóst, að við getum ekkj vænzt hamingjunnar utanfrá —, þeg ar hver vonarneisti er útkuln- aður, þá komumst. við ef til vill að hinu undursamlegasta, sem til er. Við finnum, að hamingjan, sem við leituðum að út um a.llt, hana er aðeins að finha í okkur sjálfum. Þá er liðinn sá tími, þegar við segjum við aðra —, ást- vini okkar —, gerið mig ham- ingjusöm. Við byrjum á byrj- uninni, snúum okkur að okk- ur sjálfum og spyrjum;--- „Hvemig get ég gert aðra ham ingjusama,“ og þá erum við komin á rétta leið, — við erum að vinna úr því efni, sem við eigum til þess að gera okkur sjálf HAMINGJUSÖM. Alþýðublaðið — 29 ágúst 1959 £

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.