Alþýðublaðið - 01.09.1959, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 01.09.1959, Blaðsíða 13
fliplmyr Þór sexfugur FYPJR þjóð, sem vill á skömmum tíma lyfta sér úr fá- tækt og örbirgð til beztu lifs- kjara nútíma þjóðfélags, eru fáir menn meira virði en þrótt- miklir athafnamenn, sem eru sí og æ að byggja — mannvirki, atvinnutæki og stofnanir. ís- lendingar hafa komizt langt á skömmum tíma, og geta ekki sízt þakkað það mörgum slíkum mönnum, sem þjóðin hefur eign azt. Einn hinna mikilvirkustu ís- lenzku athafnamanna, Yilhjálm ur Þór, aðalbankastjóri Seðla- 'bankans, er sextugur í dag. Hann getur á þessum tímamót- um litið yfir langan star'fsdag, allt frá því er hann 12 ára gam- all dró mjölsekki í kerru um götur Akureyrar, til hinna síð- ustu ára, er hann hefur gegnt störfum ráðherra og veitir nú forstöðu æðstu peningastofnun Þjóðarinnar, Seðlabankanum. Vilhjálmur fæddist Og ólst upp að Æsustöðum í Eyjafirði, en fékk 12 ára sendilsstarf hjá Kaupfélagi Eyfirðinga á Akur- eyri. Þar reis hann til vaxandi ábyrgðar, varð skrifstofumað- ur, fuJltrúi og loks kaupféiags- stjóri ái'ið 1924. Um langt skeið var nafn Vilhjálms tengt KEA, og það teiur hann enn í dag sitt erfiðasia verkefni, að halda um stjóravöl þess fvririækis í 'Kreþpuástandi fyrstu ái-anna, en mega.ekki hefjast handa um fxamkyæœdir. Þegar b itnaði í ári stóð ékki á honum, og hof hann margvíslegt uppbyggir.ga- starf. Fra hans tíma eru fies'.ar aí \ erksmiðjum samvinnu- n.anna á Akurejnri, vevz-unar- hús hóieibygging og Ijö'.da- ir.org onnur fyrirtæki. Á akömmum tíma varð Vil- hjá.mur þjóðkunnur fyrir störf sín á Alrureyri, én bar var har.n t1 1939. Var honum þá falin íramkvæmdastjórn Islar.ds- deildar htimssýningarinnar i New Vork, og upp úr því varð hann iyrsti aðalræðismao ji 1s- lenchriga í Bandarík unum. Næsia skrefið var starf bunka- stióra í Landsbankanum og 1942 varð hann atvinnu- og ut- anríkisráðherra í utanþings- stjórn Björns Þórð'arsonar. I stríðslok tók Vilhjálmur Þór við forstjórastarfi hjá SÍS tg hóf þá af mikilli víðsýni margþætt uppbyggingastarf. Gekkst hann fyrir byggingu stórverksmiðju á Akureyri,. skipakaupum, stofnaði Sam- vinnutryggingar og margfald- aði starfsemi Sambandsins á öllum sviðum. M.á segja, að Vd- hjálmur hafi umskapað Sam- bandið í núverandi mynd — ' gert það að Því stórfvriríæki, sem það er. Eftir tæpan áratug lét hann af forstjórastarfinu, varð aftur bankastjori við Landsbankann og fyrsti aðal- bankastjóri Seðlabankans, er hann var stofnaður. Vilhjálmur Þór hefur aflað sér ótrúlegrar þekkingar á flest um sviðum viðskipta- og at- hafnalífs. 'Ynd|í hans er ;að byggja upp ný fyrirtæki, nýja framleiðslu, nýja þjónustu, og hann gengur að slíkum störfum af einstökum stórhug og þrótti, eins og árangurinn af starfi hans ber gleggst vitni, hvort sem litið er til KEA, SÍS, Áburðarverksmiðjunnar eða annarra sviða. Vilhjálmur er að sjálfsögðu þekktastur sem harðskeyttur og duglegur athafnamaður, en, hann á sér aðrar hliðar. Hann er m'annvinur, sem ann öllu því, sem fagurt er. Á bak við allt hans starf er sá einlægi tilgang- ur, að stuðla að betra og feg- urra lífi fyrir fólkið í landinu. BGr. Framh. af 11 síðu. verulega vel unnið og tilvik Skúla og skalli snilldarlega framkvæmt. Úr þessu má segja að mörkin hlaðist á Þrótt. Hólm bert skorar stuttu síðar, og Skúli enn, er 10 mín. voru eftir. Á. 40. mrn. er dæmd vítaspyrna á Þrótt fyrir „hendi“ SigUrður Albertsson skýtur, en yfir. Loks er mínútu lifði leiks skora Kefl- víkingar fjórða markið í þess- um hálfleik, en áttunda markið í leiknum og það gerði Skúli einnig. í hörkusókn uppað markinu, hrökk knötturinn til hans, frá einum varnarleilc- manna, en hann skaut þegar og knötturinn lá í netinu. * Maður skyldi hafa haldið að leikur þessi yrði átakaharðari en raun bar vitni um, einkum þó af Þróttar hálfu. En satt að segja virtist aldrei vera neinn baráttuvilji í Þr'óttarliðinu að þessu sinni, það var engu líkara en liðið væri aðeins að inna af hendi skyldu, við einhverja aðra en sjálft sig, með því að fara til þessa leiks, skyldu sem ekki væri unnt að komast hjá, en því betra, því fyrr sem henni væri fullnægt. Þróttur hefir oft sýnt mikinn baráttuvilja og dug í leikjum sínum, því kom þetta næsta á óvart nú, eins og á stóð. EINANGRIÐÍf- Þér fáið einangrunarkostnaðinn endur- greiddan á fáum árum í spöruðu elds- neyti. Það borgar 'sig bæði fyrir yður sjálfan og þjóðfélagið í heild, að spara eldsneyti svo sem unnt er, og þar að auki er hlýtt hús (vel einangrað) mun notalegri vistarvera en hálfkalt (illa einangrað). í eftirfarandi töflu er útreiknaður árlegur sparnaður í hitakostnaði, ef einangruð er 100 m2 steinplata yfir íbúðarhæð og þak yfir plötu er óeinangruð. Sé platan ó- einangruð kostar hita- tapið árlega Sé hún ein- angruð með steinull af þykkt: varður hita- kostn. kr. og sparnað- urinn kr. Og leinangr- unarefnið kostar kr. kr. 2.500,00 6 cm steinull 9 om steinull 400,00 270,00 2.100,00 2.230,00 4,400,00 6.000,00 12 cm steinull 225,00 2.275,00 8 000,00 Útreikningarnir eru framkvæmdir í samræmi við það sem venja er til um slíka útreikninga, og er ojíuverðið reiknað kr. 1,00 pr. líter. Lækjargötu — Hafnarfirði — Sími 50975 Framlínan var mjög sundur- laus, Halldór Halldórsson, sem var hennar bezti maður, gerði virðingarverðar tilraunir til að fylkja henni fram til áhlaupa, en það tólcst lítt. Að undanskild um markverðinum, sem vann eins og hann gat, og stóð sig oft hetjulega, var vörnin mjög opin. Framherjar mótherjanna prjónuðu sig í gegnurn hana, oftast að vild. Keflvíkingarnir aftur á móti börðust eins og Ijón, þeim var Ijóst til hvers 'var að vinna, og duga varð eða drepast ella. í framlínunni voru það útherj- arnir 0g miðherjinn, sem voru beztu menn. Högni hefir ekki átt betri leik. Hann dreifði sókn inni, með því að senda útá kant ana, og þeir Slcúli og Páll, léku báðir af mikilli prýði. Páll hef- ir heldur ekki átt betri leik í annan tíma. Hafsteinn var sterk asti maður varnarinnar, eins og svo oft áður. Þessi stórsigur ÍBK var fyllilega verðskuldað- ur, því vel var fyrir lronum unnið." Guðbjörn Jónsson dæmdi leikinn og gerði hann bað með ágætum. EB. ★ MARGT efni, bæði innlent og erlent verður að bíða til morg- uns vegna Þrengsla. Framhald af 6. síðu. það frumstæða til lífsins við- halds. Þá ríkti öryggisleysi — og allsleysi hjá alþýðu. — En breytingin var snögg. Tvívegis afmæli þess atburðar er ekki fyrr en næsta vor. r Óskast á sveitaheimili í lengri eða skemmri tíma. Æskilegt að hún væii vön sveitastörfum. Upplýsing- ar hjá Jóni Jónssyni, Rán- argötu 1A, Reykj'avík. Hafnarfjörður. Tek myndir auk virkra daga á sunnudögum kl. 3—4. 12 foto teknar aðeins hér. Anna Jónsdóttir. Alþýðublaðið — 1. sept. 1959

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.