Alþýðublaðið - 01.09.1959, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 01.09.1959, Blaðsíða 16
Bandarísk- ur yfirmað- ur sektaður (MMUUHUUWMUHUHUUUI Hér er yfirmaður land- helgisgæzlunnar, Pétur Sigurðsson, í brúnni á einu varðskipanna. Hann fer utan næstu daga til þess að verða viðstaddur þegar spánnýju íslenzku varðskipi verður hleypi af stokkunum í Álaborg. 1 HINN 13. og 14. ágúst s.l. voru liðsmenn úr björgunar- sveit varnarliðsins að nálægt Botnsá í Hvalfirði. Gerðu þeir þá árangurslausa tilraun til þess að veiða í ánni. Lögreglustjórinn á Keflavík- urflugvelli tók málið þegar til rannsóknar, og hefur nú, eftir að dómsmálaráðuneytið hafði fjallað um málið, gert yfir- manni þeim, sem ábyrgð bar á atburði þessum, að greiða 2000 fcróna sekt, að viðbættum máls- kostnaði,. fyrir brot á lögum um lax- og silungsveiði. Auk þess voru hin ólöglegu veiðar- færi gerð upptæk. Ji 2 Fregn til Alþýðublaðsins. SELFOSSI í gær. AÐFARANÓTT sl. sunnu- dags var vörubifreiðinni X-390 stolið af hlaðinu í Dalbæ í Gaul verjabæjarhreppi. Skemmti- samkoma var þessa nótt að Fé- lagslundi í sama hreppi og setja menn bílþjófnaðinn helzt í sam band við skemmtunina og dett- ur í hug, að einhvern eða ein- hverja hafi vantað farkost til heimferðar. X-390 er Chevrolet-vörubif- reið, með ljósgrænu stýris- og vélarhúsi. Þrátt fyrir allveru- lega leit að henni nær og fjær, er hún ófundin enn„. Lögreglan á Selfossi væri þakklát, ef ein- hver gæti gefið einhverjar upp lýsingar um hinn stolna bíl og léti hana vita. — G.J. UH SIÐUSTU HELGI sátu 38 fulltrúar verkalýðssamtak- anna innan Alþýðusambands Islands víðs vegar af landinu ráðstefnu um kaup- og kjara- mál ásamt miðstjórn Alþýðu- sambandsins. Ráðstefnunni lauk á sunnudagskvöld og var þá einróma samþykkt eftirfar- andi ályktun: Ráðstefna Alþýðusambands- ins haldin í Reykjavík 29. og 30. ágúst 1959 telur nauðsyn- legt, að samningum verði sagt upp af þeim sambandsfélög- um, sem er það kleift á næst- unni vegna uppsagnarákvæða samninga. Jafnframt telur ráðstefnan rétt, að miðstjórn sambands- ins boði til nýrrar ráðstefnu með fulltrúum þeirra félaga, er þá hafa sagt upp samning- um, þegar frekari vitneskja liggur fyrir um verðlagningu landbúnaðarafurða og aðra þróun efnahagsmála þjóðar- innar. Fulltrúar sjómannafélaganna á ráðstefnunni héldu með sér sérstakan fu.nd, bar sem rædd voru kaup- og kjaramál togara- sjómanna. Samþykkti fundur- inn einróma, að rétt væri að segja upp samningum togara- sjómanna í haust og hafa þá lau.sa. (Fréttatilkynning frá ASÍ). „iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiitmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiir/ju I 12 I land- | ( heSginiii I | í gærdag ( Á VESTURSVÆÐINU, þar sem herskipið Dunkirk er að vörzlu, vciru 6 br^zkir togarar að ólöglegum veiðum í gær og sex utan fiskveiðitakmarkanna. Á Langanessvæði, sem Traf- algar gætir, voru 5 fyrir innan, en 22 fyrir utan. Loks var fyriir innan við Glettinganes, þar sem Jutland er á verði, en„6 fyrir utan. SÍLDARAFLINN er nú orð- inn alls 1.062.721 mál og tunn- ur. Allmörg skip eru hætt veið um, en þó er þriðjungur þeirra b’áta, er hófu veiðarnar, enn að. líæsti báturinn er nú Víðir II. hieð 17.613 mál og tunnur, Næstir eru Snæfell, Akutfe.yri nteð 15.456 mál og tunnui’, Faxa borgin, Hafnarfirði með 14.369 mál og tunnur og Jón Kjartans- son, Eskifirði með 14.416 mál og tunnur. VIKUAFLINN 60 ÞÚS. Vikuaflinn sl. viku var 60,- 886 mál og tunnur. Var tölu- verð veiðf í vikunni SA af Sel- ey. Bjarni Guðmunds- son deildarstjóri. HINN 20. ágúst sl. var Bjarni Guðmundsson skipaður deildar- stjóri í upplýsingadeild utan- ríkisráðuneytisins frá 1. ágúst 1959 að telja. Á SUNNUDAGSKVÖLD vildi það hörmulega slys til á býlinu Grafarholti í nánd við Akur- eyri, að lítil stúlka lenti í drif- öxli á milli sláttuvélar og trak- torsdrifs og beið bana. Atburður þessi gerðist um 8-leytið í fyrrakvöld, en bónd- inn á bænum, Víglundur Arn- ljótsson, var að slá með drátt- arvél, þegar hann finnur, að þyngist fyrir ljánum. Er hann gætir betur að, sér hann, að dóttir hans, á sjötta ári, hafði lent í driföxlinum. Vissi haxm áður ekki til, að hún væri þar í grennd. Telpan var enn með lífi; en meðvitundarlaus, þegar hún. náðist. Var hún í skyndi flutt á sjúkrahús, en þar lézt hún skömmu síðar. Þess er getið til, að litla stúlk an hafi hlaupið á eftir vélinni og hafi ætlað að skríða upp í sætið til föður síns, en föt henn Ekki búnirað hirða firggu HEYSKAPUR hefnr gexigið mjög erfiðlega í Skaftafells- sýslum í sumar vegna óþurrka. Kastar þó fyrst tólfunum í Aust ur-Skaftafellssýslu, en þar hafa aldrei komið tveir þurrkdagar saman í sumti: og einstakir þurrkdagar fáir, Eru bændur uggandi um vet- urinn, þar sem heyskapur hef- ur gengið svo erfiðlega. Mýrdalssandur er enn með öllu ófær bílum, og enginn bíll hefur farið þar yfir sandinn síðan á þriðjudag. ^ ar flækzt í öxlinum með þess- um hörmulegu afleiðingum. Gunnhildur, en svo hét telp- an, var dóttir hjónanna Víg- ludar Arnljótssonar og. Herm- ínu Marinósdóttur. Hún var þriðja yngst ellefu systkina. EISENIIOWER og Macmill- an komu frám í' sjónlvarpi ^ kvöld og var því varpað út. um Bretland og ýms.; Evróulönd, Umræðum þeirra var útvarpið um alla Evrópu og Norður- Ameríku. Macmillan kynnti Eisénhow- er og sagði, að þeir hefðu átt gagnlegar viðræður um helg- ina. Eisenhower. sagði, áð sam- búð Breta og Bandaríkjamanna hefði aldrei verið betri en nú. Hann minntist á samveldislönd Breta og éinkum Kanada, serta hefði sameiginleg 3000 mílna landamæri með Badaríkjunum og eini landamæravörðurinn væri vinátta þessara larida. Eisenhower sagði, að Krú- stjov yrði að láta sér skiljast, að friður er fyrir öllu, ef hann | gerði það væru miklar líkur á ! fundi æðstu manna. Um Vestur-Berlín sagði Eis- enhower, að ekki kæmi til mála að yfirgefa tvær milljónir, sem þar lifðu frjálsu lífi. Hann kvað heimsóknir milli austurs og vesturs nauðsynlegar og gagn- legar. FYRIR NOKKRU er lokið | niðurjöfnun á Sauðrákróki. Var jafnað niður kr. 2498130,00 og er í þeirri upphæð innifalin 10%, sem leyfilegt er að bæta við útsvörin. Gjaldendur voru 400. Þessir einstaklingar og fyrir- tæki höfðu yfir 15 þús. kr. út- svör: Kaupfélag Skagfirðinga kr. 156 860,00. Olíufélagið h.f. kr. 78 430,00. Olíuverzlun ís- lands h.f. kr. 50 330,00. Fiskiver Sauðárkróks h.f. kr. 40 000,00. Fiskiðja Sauðárkróks h.f. kr. 40 000,00. Ole Bang (lyfjabúð) kr. 36 720,00. Har. Júlíusson ' (verzlun) kr. 26 940,00. Tré- smiðjan Hlynur h.f. kr. 20 590, 00. Vilhj. HaUgrímsson (trésm.) kr. 20 000,00. Guðjón Sigurðs- son (bakarí) kr. 19 050,00. Frið- rik J. Friðriksson læknir kr. 18 490,00. Hákon Pálsson raf- veitustj. kr. 18 100,00. Árni Þor Þjörnsson lögfr. kr. 18100,00. Konráð Þorsteinsson (verzlun) kr. 16 840,00. Kr. P. Briem (verzl.) kr. 16 710,00. Þorvaldur Þorvaldsson (verzl.) kr. 15 920, 00. Steindór Steindórsson verk- stjóri kr. 15 320,00. Sveinn Ás- mundsson byggingameistari kr. 15 250,00. Þórður Sihvats raf- virki kr. 15 140,00. Fréttaritari

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.