Alþýðublaðið - 20.05.1959, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 20.05.1959, Blaðsíða 9
c ÍÞróttip "o ÁKVEÐIÐ hefur verið að vígsla Laugardalsvallarins fari fram í sambandi við {jjóð- hátíðina 17. júní í sumar, en i byrjun júlí verði síðan hald- ið fjölbreytt þróttamót í til- efni vígslunnar. Verður það þriggja daga mót og verður þar keppt í frjálsum íþrótt- um, knattspyrnu, handknatt- leik, glímu og leikfimi sýnd. Undanfarin þrjú ár hefur verig lagt kapp á að hraða framkvæmdum vi'ð byggingu leikvangsins og hefur Laug- ardalsnefndin haft forustu um að gera leikvanginn not- hæfan sem fyrst. Var hann sumarið 1957 notaður fyrir nokkra knattspyrnuleiki og einnig sumarið 1958, í Laug- ardalsnefnd hafa átt sæti Jó- hann Hafstein, formaður, Benedikt G. Waage, Erlingur Pálsson, Jens Guðbjörnsson og Sigmundur Halldórsson. Fyrirhugað hafði verið að vígsla leikvangsins færi fram haustið 1958, en þá um sumar- ið var unnið við að ljúka þeim framkvæmdum, sem nauðsyn- legar voru fyrir frjálsíþrótta- mót, svo sem lagt síðasta lag yfir hlaupabrautina, og kast- og stökksvæði fullgerð. Af vígslu gat þó ekki orðið þá vegna utanfarar frjálsíþrótta- manna til Evrópumeistaramóts ins og annarra móta erlendis í ágúst—september og var vígsl- unni frestað þar til í júní í sumar. í vetur fól Laugardalsnefnd 'íþróttabandalagi Reykjavíkur að undirbúa vígslumótið og í marz fól bæjarráð bandalaginu að standa fyrir og annast um vígslumót vallarins í umboði bæjarins. Valin var helgin 27. —28. júní fyrir vígslumótið, en þegar ákveðið var að þing- kosningar færu fram í sumar og . mestar líkur til, að þær færu fram sunnudaginn 28. júní, var ákveðið að flytja mót ið til fyrstu helgarinnar í júlí. í apríl yar Knattspyrnusam- bandið rieytt af Norðmönnum og Dönum til þess að gangast inn á, að hér færi fram lands- leikur í sambandi við for- keppni Olympíuleikanna í knattspyrnu við Dani hinn 26. júní og var þá samþykkt að flytja vígsluathöfnina fram og leyfa afnot vallarins fyrir landsleikinn. Vigsluhátíðin verður síðari 1. ' 2. 3. Víplumóf Laugardalsvallarins 3.-5. júlí: Föstudagur 3. júlí: Setning — Skrúðganga ............ kl. 20,00 Fimleikaflokkar frá ÍBR sýna .... —20,10 Bæjarkeppni í frjálsum íþróttum, Reykja- vík — Malmö. Laugardagur 4. júlí: 4. íslenzk glíma .......................... — 13,00 5. Handknattleikur karlat Reykjavík — Hafnarfjörður ............................ — 15.00 6. Knattspyrna, Reykjavík — Landið .... — 15,30 Laugardagur 4. júlí: 7. Fimleikasýning utanbæjarmann ............. — 20.00 8. Frjálsar íþróttir, Reykiavík B — Landið — 20,15 9. Frjálsar íþróttir, Reykjavík A — Malmö .— 21.15 Sunnudagur 5. júlí: 10. Körfuknattleikur, 'íslandsmeistarar Úrval — 20,20 11. Handknattleikur kvenna, Rvík — Landið —< 20,20 12. Fimleikaflokkar utanbæjarmanna ........... — 20,50 13. Frjálsar íþróttir, Rvík B — Landið .... — 21,00 hluta dags 17. júní og verður henni hagað þannig, að vígsl- an verður að loknum þeim at- riðum þjóðhátíðarhaldanna, sem fram fara í Miðbænum um miðjan daginn. Er þess vænzt að fjölmennt verði á leikvang- inum á þessari fyrstu íþrótta- hátíð, sem haldin er á hinum riýja og glæsilega leikvangi. Hátíðin hefst kl. 16,15 með skrúðgöngu íþróttamanna úr Reyjkavík, sem ganga undir fánum félaga sinna inn á leik- vanginn. Verða síðan ávörp og verður leikvangurinn afhentur íþróttahreyfingunni til afnota. Að þeirri athöfn lokinni verða leikfimisýningar og munu stórir hópar skólanem- enda og íþróttafólks sýna leik- fimi. Verða þetta stærstu hóp- sýningar, sem hér hafa sézt og standa nú yfir æfingar undir þær í leikfimisölum bæjarins. Síðasti liður hátíðarinnar verður keppni í nokkrum grein um frjálsíþrótta. Verður þar keppt eins og áður á þjóðhátíð- ardaginn um Forsetabikarinn, sem veitist þeim íþróttamanni, sem bezt afrek vinnur á 17. júní-móti. Dagana 3.—5. júlí verður síð an haldið fjölbrej’,tt íþróttamót í tilefni vígslunnar og verður boðið til þess íþróttafólki frá öllum héraðssamböndum lands ins. Eins og fram kemur af upp- talningunni verður meginá- herzla lögð á keppni f frjálsum íþróttum, enda hafa knatt- spyrnumenn áður fengið að reyna völlinn. Hefur bæjarliði Malmö verið boðið til bæja- keppni með fullri landskeppn- isdagskrá og verður þessi keppni eina stigakeppnin í frjálsum íþróttum við erlend lið á þessu ári. Til þeirrar keppni verða vald ið 2 beztu menn Reykjavíkur, en undanfarin ár hefur megin- hluti landsliðsins í frjálsum í- þróttum verið frá höfuðstaðn- um og mun keppni þessi því geta komið í stað landskeppni af okkar hálfu. í Malmö hefur um langt árabil verið eitt sterk asta frjálsíþróttafélag Svía, M. A. I. og meðal frægra garpa úr því má nefna Lennart Strandberg og Lennart Strand. Fframhald á 10. síðu). Danir sigruðu Islendinga í landsíeiknum í körfuknalfleik Frá fréttaritara Alþ.bl. — Grími Gunnarssyni. DANIR sigruðu fslendinga naumlega í landsleiknum í körfuknattleik, með 41 stigi gegn 38. Leikurinn fór fram í Kaupmannahöfn s'. I. laugairdag. Báðir hálfleikir voru mjög jafnir og hrein tilviljun réði því, hvor þjóðin hlaut sigurinn. íslenzka liðið iék mjög vel síð- ustu mínútur leiksins og hvað efti-r annað munaði mjög litlu, að liðið skora-ði. Varnarlei.kur beggja liðanna var góður og það var orsök þess hve lítið var skorað. Danir náðu örlitlu for- skoti f byrjun leiksins og héldu því til loka. í hálfleik var stað- an 16:11 fyrir Dani. Kristinn, Jóihannsson, skcraði flets stig fslendiinga eða 10. — ; Þorsteinn Hallgrímsson var bezti m'aður íslenzka liðsins, en varð að yfirgefa völlinp, í síð-' ari hálfieik vegna meiðsla. —• Hann, skoraði 7 stig. Hans Jörg- en Grave>-^n skoraði flest st.ig Dana eða. 13. Þetta var 40. lands leikur Ðana í körfukriattleib, ep. sá fyrsti, sem, íslendingar leika. frlendar fréttir TVÖ Evrópumet í frjálsí- þróttum voru sett um hvíta- sunnuna. Hinn snjalli þýzki grindahlaupari, Martin Lauer, sigraði í 110 m. grindahlaupi á móti í Zúrich á 13,5 sek., sem er nýtt Evrópumet, það gamla, 13,7 sek., átti hann sjálfur. Lauer var 2,5 sek. á undan næsta manni. Heimsmetið í greininni er 13,4 sek. ★ Á frjálsíþróttamóti í Moskvu á hvítasurViudag setti Igor Ter Ovanesian nýtt Evrópumet í Iangstökki, stökk 8,01 m. Gamla metið átti Hollending- urinn Visser, en það var 7,98 m. Þessi urigi Rússi ógnar nú heimsmeti Owens (8.13 m.), sem sett var á Olympíuleikjun- um 1936. ★ Sviss sigraði Portúgal í landsleik í knattspyrnu á laug- ardaginn með 4:3, í hálfleik var staðan 2:1. Leikurinn fór fram í Genf. + Tvö frægustu knattspyrnulið Brasilíu, Vasco da Gama og Botafoga, eru nýkomin til Sví- þjóðar og munu leika nokkra leiki í Evrópu næstu vikurnar. Fróðlegt verður að fylgjast með leikjum liðanna og verður skýrt frá þeim jafnóðum á í- þróttasíðu blaðsins, * BANDARÍSKU frjálsíþrótta- mennirnir halda áfram að ná frábærum árangri. Á móti í Frenso jafnaði Ray Norton heimsmetið í 100 yds, hljóp á 9,3 sek., Charlie Dumas stökk 2,13 m. í hástökki og Dallas Long varpaði 19,03 m. í kúlu. Dallas Long var ekki upp- í sfyffu máfi lagður segir í fréttinni af mót ínu, hann varpaði aðeins 5 sm. lengra en Bill Nieder, sem var með 18,98 m. í aukakasti náði Lon^ 19,23 m. Ray Nor- ton var 2 sm. á undan Bobfoy Morrow í 100 yds og er greini- lega beztur í spretthlaupi í USA í augnablikinu. í spjót- kasti sigraði Bud Held með 79,65 m. og C. Cobb í 120 yds grind á 13,9 sek. Þrír stukku 4,50 m. í stangarstökki, Land- ström, Mel Schwarz og Bob Gutowski. ★ Franski spretthlauparínn Delecour sigraði í 100 m. á móti í París nýlega á 10,3 sek. Roger Moens náði 1:50,6 míri. í 800 m. hlaupi. Lágmarksaírek fyrir QL í Rém Á Olympíuleikjunum í Róm næsta sumar má aðeins eintí keppandi taka þátt í hverrt grein frá hinum einstöku þjó’Ö um nema þeir nái eftirtöldura árangri, sem nýlega hefur verið tilkynntur. Hámarks- þátttaka er 3 frá hverri þjóÖ í grein, eins og áður. 100 m.: 10,4 sek., 200 m.: 21,3 sek., 400 m.: 47,3 sek,, 800 m.: 1:49,- 2 mín., 1500 m.: 3:45,0 mín., 5000 m.: 14:10,0 mín., 1000 m.: 29:40,0 mín., 3000 m. hindr.: 8:55, mín., 110 m. grind.: 14,4 sek., 400 m. grind: 52,5 sek.. hástökk: 2,05 m., langstökk: 7,60 m., þrístökk: 15,60 m., stangarstökk: 4,40 m., kulu- varp: 17,00 m., kringlukast: 53,00 m., spjótkast: 76,50 m.,, sleggjukast: 62,00 m. og tug- þraut: 6750 stig. Sennilega verða það fáar þjóðir, sem geta sent 3 menn í allar grein- ar í Róm. MELAVÖLIUR r I iii& Dómari: Valur Benediktsson. Línuverðir: Sveinn HáíMánarson og Frímanri Helgason. Afþýðublaðsð — 20. maí 1959 (||

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.