Alþýðublaðið - 20.05.1959, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 20.05.1959, Blaðsíða 10
Biskupskiör r Framliald af 5. síöu. arlega kemur einnig fyrir sjónir hvers vegna bréfið var ekki sent til allra presta inn- an Bræðralags, sem kosning- arrétt höfðu, en hins vegar til manna utan félagsins. Þessi árás á prófessor Sig- urbjörn Einarsson var fyrir- fram dæmd til þess að mistak- ast. Við prófkjör kom í ljós, að slík eining var um hann sem biskupsefni, að hán yrði ekki rofin. En sur|ir menn gátu ekki unnt honum þess að taka við æðsta embætti krist- innar kirkju á íslandi og því fóru þeir að leita einhvers, sem ryðja mætti honum úr vegi. Á það verður enginn dómur lagður, hvort séra Einar hefði ekki reynst hæfur biskup. Af okkar litlu kynnum er mér nær að halda, að svo hefði orðið. En að honum ólöstuð- um, efast ekki nema örfáir mienh um, að prófessor Sigur- björn Einarsson beri höfuð og herðar yfir aðra kirkjunnar menn á íslandi í dag. Því var framboð hvaða prests sem var á móti honum fyrirfram dauðadæmt. í upphafi greinar séra Guð- mundar eru einkum tvö at- riði, sem hafa vakið hneyksl- un manna og gremju. Hvaða presta telur hann vera skoð- analeysihgja? Það er vitað, að innan prestastéttarinnar eru ýmsir, sem hvorugu kristilega stúdentafélaginu hafa bund- izt, en hafa reynt að fara bi.1 beggja eða fylgzt rnseð þeirri þróun, sem orðið hefur á trú- málasviðinu erlendis. Þessir menn eru yfirleitt hógværir í skoðunum og litlir æsinga- menn. Það mætti því segja, að þeir hefðu sjál fstæðar skoðan- ir. Einnig mun vera hópur presta, sem er félagsbundinn, en hefur ekki sjálfstæðari skoðanir en svo, að þeir taka viðbragð og láta af skoðun, sem þeir hafa myndað sér, komi boð um það frá frammá- mönnum félagsins. Þá menn mætti kalla skoðanaleysingja, þótt félagsbundnir séu. Hvorn hópinn á séra Guðmundur við og hvorn hópinn fyllir hann? Hitt atriðið í upphafi grein- arinnar er öllu torráðnara, en reynt hefur þó verið að fara eftir líkum. Hann segir að forsjónin hafi vikið til hliðar tveim af líklegustu biskups- efnum frjálslyndra. Þeir sem nokkuð hafa fylgzt með því, sem gerzt hefur í sambandi við kirkjuna og kirkjunnar menn á undanförnu ári, þykjast geta farið nærrl um, hver annar maðurinn sé. En að séía Guðmundur Sveins- son ætli forsjóninni að hafa tekið þar í taumana, þykir meira en lítið óprestlegt og ódrengilega mælt. Mín skoðun er sú, að forsjónin hafi aldrei ætlað öðrum en prófessor Sig- urbirnf biskupsembættið í þetta sinn og því séu allar að- dróttanir í hennar garð og á- kveðinna manna út í hött. — Hver hinn maðurinn er, virð- ist öllu vandséðara, en nokk- uð almennt mun þó talið, að greinarhöfundur eigi þar við sjálfan sig, og . því verður vissulega ekki neitað, að hann hafi einhverja þá kosti, sem góðan biskup megi prýða. ísíendingar hafa nú eign- azt nýjan biskup, sem miklar vonir eru tengdar við. Eftir því sem bezt verður vitað, var hann kosinn með tilliti til eigin verðleika. Fjöldi allra yngri presta landsins hefur hjá honum numið og hefur kynnzt honum af eigin raun og hæfileikum hans. Munu jafnt hafa kosið hann prestar úr Bræðralagi og Kristilegu stúdentafélagi. „Frjálslynd- um“ guðfræðingum tókst ekki að koma sínu biskupsefnj að. Úr því sem komið er, er því ekki um annað fyrir þá að gera en að sætta sig við orð- inn hlut, og ég hef þó það mikið álit á þeim, að ég hygg þá munu gera það. Matthías Frímannsson, cansl. theol., fyrrverandi formaður og fé- lagi í Bræðralagi, kristilegu félagj stúdenta. Framhald al 4. síðu. sölu í húsum. Sölvi vildi reyna þessa atvinnugrein, og bráitf kom í ljós, að 'hann var ágætur sölumaður og eignaðist hann brátt mikinn, fjölda viðskipta- vina, sem. keyptu eingöngu af honum; — og vildu ekki kaupa af öðrum. Hér kom til greina glaðlyndi Sölva og Ijúfmennska, enda staðnæmdist hann í hverju eldíhúsi, þáði kaffiSopfi hjá hús- freyjunni, sem sá um innkaup þessa lestrarefnis, rabbaði um heim’a og geima — og tók jafn- vel aif mifclum skilningi þátt í áhyggjum, gleði og sorgum'fjöl- skyldunnar. Og þessa atvinnu stundaði Sölvi til dauðadags. Margt hafði breytzt, útgáfur höfðu tekið miklum stakka- skiptum, bókahúðir risu upp á hverju götúhorni og sjoppur, sem seldu blöð, miklu víðar, en Sölvi hélt velli. Það byggðist á gamalli vináttu. Þegar móðirin hætti að kaupa tó’k dóttirin við og þannig áfram. Árið 1929 missti Sölvi konu sína og var þá m'ikill harmur kveðinn að þessum: lífsglaða manni. Þá lét hann á sjá. En hann varð svo hamingjusamur að eignast brátt annan lífsföru- naut: Lilju Matthíasdóttur og voru þau frá fyrstu kynnum allt áf eins og þau væru nýtrúlofuð. Var smitandi og upplífgandi að sjá og finna hamingju þéirra. Maðurinn minn, VALDIMAR ÞÓRÐARSON verkstjóri, frá Brekkuholti, sem andaðist hinn 14. þessa mánaðar, verður' jarðsunginn frá Fríkirkjunni fimmtudaginn 21. maí kl. 14. Athöfninni verður útvarpað. Fyrir hönd barna og annarra aðstandenda Sigríður Þorgrímsdóttir. Þau Jónína Qg Sölvi eignuð- ust níu böm, og eru sex á lífi, Þau höfðu bamaián, o ghygg ég að fáar fjölskyldur hafi verið hamingjusamari en fjölskylda Sölva. Við d/viða sinn á-tti Sölvi tuttugu og sex bamatoörn og fjörufcíu og sex barnabarnabörn. Sölvi Jónsson var, eins og ég hef áður sagt, hvers manns hug ljúífi. Hann gekk teinréttur um göturnar þar til hanni Íag&ist banaleguna fyrir nokkrum mán uðumi, alltaf mjög' léttuir á sér, broshýr og glaður. Ég sagði við hann í haust þegar hann heim- sóttj mig síðast, að hann væri einn þeirra, semi yrðu hundirað ára. Þá virtist mér hann enn vera í fullu fjöri. Nú er hann hoiifinn af sjónairsviðinu, bros hans stirðnað, en sarnt, faros manna eins og SölV’a Jónssonar, glaðlyndi þei-rra og ljúfmennska hafa áhrif inn í framtíðina og lífga upp stundir okkar, sem höldurn áfram að ganga um þessa borg. Það er því ekki að undra þó að við söknum svip- drátta slíkra manna í ásjónu hennar. VSV. íþróStir Framihald af 9. síðu. Má gera ráð fyrir tvísýnni og skemmtilegri keppni. Samhliða fer fram keppni í frjálsum íþróttum milli B-liðs Reykjavíkur og frjálsíþrótta- manna utan af landi. Er nú unnið að frekari undirbúningi þeirrar keppni af hálfu nefnd- ar frá F. R. í. og F. í. R. R. Þá verður einnig keppt í handknattleik, bæði karla- og kvennaflokki, milli úrvalsliða úr Reykjavík og liða utan af landinu. Þá fer fram knatt- spyrnukappleikur milli Reykja víkur og úrvalsliðs utanbæjar- manna og verður það fyrsti leikur þeirrar tegundar hér. í körfuknattleik verður leikur milli íslandsmeistaranna og úr- valsliðs annarra félaga. Enn- fremur verður efnt til sýninga í glímu og fimleikum, bæði hópsýningar og einstakir flokk- ar. í tilefni vígslu leikvangsins verður útbúinn sérstakur minn ispeningur, sem Halldór Pét- ursson listmálari hefur teikn- að. Mun hann veittur öllum, sem þátt taka í mótinu og koma þar fram í sýningum. Standa vonir til að mótið verði fjölmennasta íþróttamót, sem hér hefur verið haldið og að það marki eftirminnileg tímamót í íþróttasögu landsins. Minningarspjöld D. A. S. 'ást hjá Happdrætti DAS, Vest- ixveri, sími 17757 — Veiðarfæra zerzl. Verðanda, sími 13786 — ijómannafélagi Reykjavlkur, ffaii 11915 — Guðm, Andrés- iyni gullsmið, Laugavegi 50, tími 13769. —- í Hafnarfirði f ’ósthúsinu, skni 50267. Guðný Guðvarðard. Framhald af 5. síðu. ' í Hafnarfirði og í stjórn þess, einnig sat hún Alþýðusam- bandsþing og starfaði í kven- féiagi Alþýðuflokksins. Féiagsmálin. leysti hún af hendi með dyggð og dreng- skap, eins og allt annað, sem hún tók sér fyrir hendur, þótt oft væri tími naumur þar sem hún vann þá utan heim- ilis, eins og flestar konur hér í bæ gerðu • í þá daga. Svo kröfðust einnig skyldurnar sem eiginkona og móðir, krafta hennar, og hún brást þeim aldrei. Kærleikur hennar og um- hyggj a fyrir fjölskyldu sinni og samtíðarfólki, var óbil- andi. Þótt hún ætti við van- heilsu að stríða í mörg ár, þá var starfsviljinn svo mikill, að henni féll aldrei verk úr hendi svo fremi að hún gæti fylgt fötum. Guðný var gáfukona mikil og listfeng. Hún unni öllu sem fagurt var, hún var trygglynd og vinföst, ein af þeim manneskjum, sem strá í kring um sig birtu og yl hvar sem þær fara. Við fráfall hennar er þung- ur harmur kveðinn að okkur, sem þekktum hana bezt, en þó þyngstur að manni henn- ar og börnum. — Ég, sem þessar línur rita, hef svo margs að minnast og margt að þakka eftir 23ja ára kynn- ingu. Minningarnar þjóta um huga minn þegar ég kveð hana í síðasta sinn. Við höfðum drjúpum hrygg í dag er hinztu kveðju sendi, því nú er.breytt um búsins hag burt er móður hendi, sem var svo ástrík, undur hlý ýms að lækna sárin, og láta gleðiljós á ný Ijóma í gegnum tárin. Þú kveiktir von í hvers manns sál kærleikans með eldi, þú varnarlausra varðir mál svo vel að hinzta kveldi. Þú áttir trúaryl og ljós og andans göfgi sanna í hjörtum græddir rós við rós — rósir minninganna. Nú ert þú horfin héðan frá að heilsa nýjum degi, og guð er leiðarljós þitt á landsins nýja vegi. Eilífðin el aðeins stund þar óðar tíminn líður, unz við eigum endurfund þú eftir okkur bíður. S.K. . . . & LSKIPAUT(itRB RtKISiNS Herðubreið austur um land í hringferð hinn 23. þ. m. Tekið á móti flutningi til Hornafjarðar, —- Dj.úpavogs, Breiðdalsvíkur, —- S töðvarfjarðarj Mj óaf j arðar, Borgarfarðar, Vopnafjarðar, Bakkafjarðar og Þórshafnar í dag. Farseðlay seldir á föstu- dag. Dunnarskvöld í Þjóðleikhúsinu fimmtudaginn 21. maí kl. 8,30. Ávarþ: Bjarni Benediktssos Inngangsorð: íSteingrimur J. Þorsteinsson. * Uipplestrar: Úr Borgarættinni — Asdrés Björnsson Úr Fjallkirkjunni — Lárus Pálsson Úr Sálumessu — Þorsteinn Ö. Stephensen ★ Samlestur úr Svartfugli — persónur: Séra Eyjólfurt: Helgi Skúlason, Bjarni; Róbert Arnfinnsson, Steinunn: Helga Valtýsdóttir, Seheving sýslumaður: Ævar Kvaran. ★ Reiðarslag: leikrit í einum þætti Leikstjóri Lárus Pálsson, þýðasdi Þorsteinn Ö. Stephensen. Leikurinn fer fram í stofu á íslenzku prestssetri. Hlutverkaskrá: Presturinn: Gxsli Halldórsson, Frúin: Guðbjörg Þorbjarnafdóttir, Vinurinn: Jón Aðlls. Læknirinn: Þorsteinn Ö. Stephensen. Aðgöngumiðar seldir í Þjóðleikhúsinu. Bandalag ísl. listamanna ' Almenna bókafélagið Helgafell, Landnóma. Innfökupróf í Samvinnuskólann Bifrðsl fara fram í Reykjavík síðara hluta september. Umsóknir berist skólanum eða fræðsludeild SÍS fyrir lok ágústmánaðar. Samvlnnuskóljnn Bifröst 20. maí 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.