Alþýðublaðið - 06.09.1959, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 06.09.1959, Blaðsíða 10
Haukur Morthens syngur með hljómsveit Árna Elvars í kvöld Matur framreiddur kl. 7—11. Borðpantanir í síma 15327 SNQCLF5 CAFE Opnar daglega kl. 8,30 árdegis. ALMENNAR VEITÍNGAR allan daginn. Ódýr og vistlegur matsölustaður. Reynið viðstóptin. IngóHs-Café. PÆGl LEGilí Amerísklr KJÓLAR KÁPUR og % síðar DRAGTIR JURTAMJOLK ER HOLL FÆÐA Garðastræti 2 Sími 14578 BilreiSasíjórar, athugið! Höfum fyrirliggjandi gólf- mottur (Orginal í: Chevrolet- fólksbíla 1949—’57 og Chev- rolet vörubíla 1947—’55 Á. — Einnig stýrisenda í fólksbif- reiðar: Chevrolet 1955—’57 Kaiser Volkswagen Oldsmobile Chrysler, De Soto, Dodge, Plymouth og Willy’s- jeppa. — Miðstöðvar, 6 og 12 volta. Gísii Jónsson & (o. Ægisgötu 10. Sími 11745. Varahlutir EFNI í skólabuxur og blússur. Molskinn — Æpaskinn og köflótt efni. Verzlunin Snéf Vesturgötu 17 í Willy’s-jeppa. — Blöndungar, Benzinbarkar, Kveikjulok, þéttir, platínur, kveikjuhamrar, straumlokur, kertaþráðasett, ampermælir, hitamælir, olíumælir, stýris- sektor, miðstýrisbolti m/leg- um. — Allir stýrisendar. — Kúplingsdiskar, kúplingsleg- ur, startbendex, gormar í startara startkransar, hjöru- liðskrossar, hjöruliðsflansar, vatnsdælur, viftuspaðar, — vatnskassahosur, húddkrækj- ur, spindilboltar í Willy’s- Station. Gfsli Jónsson & Co. Ægisgötu 10. Sími 11745. ÓDÝRAR GALLABUXUR á drengi og einnig mol- skinnsbuxur. — GLASGOWBÚÐIN, Sími 12902. Freyjugötu 1 Barna- bomsur Á SÍÐARI árum hafa bæði Barnahjálp Sameinuðu þjóð- anna (UNICEF), Matvæla- og landbúnaðarstofnunin (FAO) og Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunin (WHO) fengizt við tilraunir í því skyni að bæta mataræðið, og þá einkum mataræði barna á uppvaxtar- árunum, í löndum þar sem þætiefnaskortur í mat er al- mennur. Stefnt er að því að nota þær nytjajurtir sem fyrir eru í hverju landi til að framleiða bætiefnaríka fæðu, sem falli börnum í geð. Árang urinn af þessum rannsóknum hefur reynzt jákvæður: fund- izt hafa ýmis efni sem hafa talsvert magn af próteini og öðrum nytsömum næringar- efnum og falla jafnframt börnum í geð. Umræddar stofnanir Sam- einuðu þjóðanna hafa gert víðtæka alþjóðlega rannsókn á ýmsum fæðutegundum, fyrst og fremst fiski, kókos- hnetum og aukaafurðum þess olíuiðnaðar sem þyggist á sojabaunum, hnetum, sól- fylgju- og sesam-fræjum. Barnahjálp S.Þ. hefur safnað niðurstöðum rannsóknanna í skýrslu, sem verður lögð fyr- ir stjórn Barnahjálparinnar í september. •í skýrslunni er lögð áherzla á, að rannsóknirnar hafi sannað það, að mikilvægar nýjar fæðutegundir séu fyrir hendi á þeim svæðum þar sem þætiefnaskorturinn er hvað tilfinnanlegastur. Ákveð in samsetning þeirra jurta- efna, sem fyrir hendi eru, hefur sama næringargildi og mjólk og framleiðslan er ekki dýrari en svo, að lægst laun- uðu stéttirnar geta veitt sér fæðutegunda í Nígeríu, Japan, Mið-Ameríku og á Formósu. Þá hafa nokkur önnur ríki, sem hafa áhuga á málinu, sent umræddum stofnunum tilmæli um aðstoð. þennan sjálfsagða munað. Það hefar komið í ljós, að börn sem þjást af „kvashiorkor“ (veiki, sem stafar af miklum próteinskorti) þola þessar fæðutegundir og hafa ekki neitt við bragðið að athuga. Sérstök tegund af mjöli úr baðmullarfræi, sem hingað til hefur verið álitið óhæft til manneldis, er t. d. sérlega hollt fyrir böm. Loks hefur verið sýnt fram á það með tilraunum, að efni, sem eru sjálf óheppileg til manneldis sökum próteinskorts, geta orð ið tilvalin fæða þegar þau eru þlönduð öðrum próteinríkum, efnum. í Indónesíu hefur um tveggja ára skeið verið rekin „mjólkurverksmið.ja“, sem notar sojabaunir og sesamfræ sem hráefni. Hún framleiðir árlega ,200—300 tonn af þurr- mjólk, og eru 150 tonn árlega látin í té þörnum og mæðrum fyrir milligöngu heilsuvernd- arstöðva og sjúkrahúsa. Það, sem afgangs er, er sent á markaðinn blandað kakaó- eða vanilla-bragði og selt sem eins konar fljótandi sojamjólk Verksmiðjan var reist með tæknilegri og fjárhagslegri aðstoð Matvæla- og landbún- aðarstofnunarinnar og Bama- hjálparinnar. Með hjálp þess- ara sömu stofnana og Alþjóða heilbrigðismálastofnunarihn- ar er nú í ráði að gera tilraun með framleiðslu svipaðra •öndunar í ýmsum sjúkdóms- og slysatilfellum. Acetongasið er unnið úr kal- cium-karbid með vatni og dælt í þar til gerð gashylki. Súrefnið er unnið úr loftinu og þrýst inn í stálhylki með ca. 150 kg. þunga. VARUÐ VIÐ FRAMLEIÐSLU. Kalkið, sem framleitt er í ÍSAGA er notað til húsbygg- inga. Ýtrustu varúðar þarf að gæta í sambandi við fram- leiðslu þessa, ekki má komast eldur að acetongasinu og verð- ur að fara svo varlega, að raf- magnsljós eru höfð úti og starfsmönnum að sjálfsögðu forboðið að reykja innan stöðv- arinnar. Það hættulegasta við- víkjandi súrefnisstöðina er að fita má þar hvergi koma nærri. Þessara öryggisráðstafana hefur verið svo vel gætt þessi 40 ár, að aldrei hefur orðið hið minnsta slys við framleiðslu þessa. Núverandi stjórn ÍSAGA skipa þessir menn: Guðm. Hlíð- dal, fv. póst- og símamála- stjóri, Valgeir Björnsson, hafn- arstjóri og Þórður Einarsson, fulltrúi. FYRIRTÆKIÐ ÍSAGA varð 40 ára 30. f. m. Fyriirtækið var stofnað árið 1919 fyrir for- göngu áhugamanna um þessi efni, en í fararbroddi var þá- verandi vitamálastjóri Þor- valdur Krabbe. Meðal stofn- enda voru auk hans: Sveinn Björnsson, síðar forseti, Þórð- ur Egilsson, héraðslæknir, Ludvik Kaaber, landsbanka- stjóri, Ágúst Flygenring, al- þingismaður, Hallgrímur Bene- dilctsson, stórkaupmaður, Gísli Johnsen, stórkaupmaður, Har- aldur Böðvarsson, útgerðar- maður og Guðmundur Hlíðdal, verkfræðingur. Naut félagið mikilsverðrar aðstoðar sænska félagsins AGA, sem hefur einkaleyfi á fram- leiðslu acetongass. Það var sænski verkfræðing- urinn dr. Gustav Dalen, sem fann upp efni um síðustu alda- mót, sem gat dregið í sig og geymt sprengingarhættulaust Aceton-gas í stálhylkjum, en fram til þess tíma hafði það verið ákaflega hættulegt í meðförum. í byrjun stríðsins var farið að nota aceton-gas til logsuðu og logskurðar hér, en þó einkum sem ljósgjafa í vit- um. Það kom því snemma í ljós, hvílík nauðsyn var á stofnun siíks fyrirtækis hérlendis, þar eð oft gat verið erfitt með inn- flutning gassins. MIKIL FRAM- LEIÐSLUAUKNING. Aceton-gasvélarnar, sem fengnar voru hingað fyrst, framleiddu 4 teningsmetra á klst. Nú hefur þessi fram- leiðsla margfaldast þannig, að þær vélar, sem nú eru notað ar, framleiða um 30 tenings- metra á klst. Árið 1926 var komið upp súrgasstöð og framleiðsla henn ar var í fyrstu aðeins 3 ten- ingsmetrar á klst. Sú fram- leiðsla hefur nú aukizt upp 44 teningsnLtra á klst. Stöðugt vex eftirspurnin eftir framleiðslu ÍSAGA bæði í borgum og sveitum. Bændur hafa margir logsuðutæki á heimilum sínum og enn er acetylgasið notað sem Ijósgjafi í vitum landsins, og þótt raf- magnsvitum fari sífellt fjölg- andi. er gas. ætíð haft til vara. Aeetýl og súrefni saman er notað til logsuðu og skurðar til hvers konar véla- og iárnsmíði. Súrefni er m. a. notað til inn- Yérkalýðsmálaþlng Framhald af 5. síðu. til gagnrýni og Qftirlit með gerðurn opinberra starfs- ■manna.. Þjóðirnar eiga að velja sér stjórnendur við leynilegar og frjálsar kosningar, og kjörnir fulltrúar verða að standa á- byrgð gerða sinna. Lögin skulu sett af þingkjörnum mönnum, engir aðrir aðilar mega setja lög. Lögin standa ofar öllu. Hin sósíalistíska verkalýðshreyfing styður hin lýðræðislegu grundvallarlög- mál. Á Nýfundnalandsmiðum — 2 Þorskurínn Framhald af 5. síðu. saltfiski í veiðiferð, úr því að tregfiski er á karfa, svo að þau ná ekki að fylla sig af honum. Meðan við eigum ekki stærri skip til að stunda út- hafsveiðar getum við tæplega fullnýtt allan afla, sem á skip kemur, því að til þeirra hluta kæmu aðeins verksmiðjuskip til greina. Það er annað mál, sem ekki verður rakið hér. En eins og útlit er fyrir að hald- ið verði áfram að sækja þessi mið, þá er það skýlaus krafa að þorskurinn verði hirtur og saltaður, Þáð er vel samrým- anlegt karfaveiðunum, þar sem karfinn er oft með minna móti á næturnar. Hver maður getur sett sig í spor skipstjóra, sem verða að biðja áhafnir sínar að moka þorskinum í sjóinn aft- ur, vegna þess að ekkí var höfð fyrirhyggja á að hafa salt um borð. En það á kann- ske þannig að vera, eins og hjá karlinum, sem ætlaði að veiða lúðu, en fékk nógan þyrskling og henti honum jöfnum höndum, en fékk enga lúðuna. Þegar í land kom var hanrí spurður hvernig hann hefði fiSkað. Hann lét vel yf- ír afisnum, en sagðist hafa fleygt honum. Vélstjóri. 10 6. sept. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.