Alþýðublaðið - 06.09.1959, Blaðsíða 6
- ■ ■:■■' . :■■
Karlmenn,
ÞAU eru ekki svo fá orð-
in og orðtökin á íslenzku —
um rigninguna: húðarrign-
ing, hellirigning, ausandi
rigning, grenjandi rigning,
steypiregn, — það rignir
eldi og farennisteini og það
rignir eins og hellt sé úr
fötu, svo að nokkur dæmi
séu nefnd.
Öll þessi orð og orðtök
áttu vel við isíðaetþðinn
föstudag. Þá rigndi sannar-
lega eins og hellt væri úr
fötu. Það rigndi stanzlaust
allan eftirmiðdaginn og
rigndi enn, þegar þessar lín-
ur yoru hamraðar á ritvéi-
ina litlu fyrir kvöldmat.
Manneskjan reynir að
skýla sér fyrir hamförum
veðursins, og algengustu
varnir borgarbúa gegn rign-
ingunni eru eins og kunnugt
er regnkápur einhverskon-
ar — og regnhlífar.
Þegar við gengum um
miðb.æinn umræadan dag
og vorum orðnir holdvotir
fyrr en varði, fór ekki hjá
SIGFÚS (hann er líka á efstu myndinni)
— kannski ég hafi rekið hana í Helga Hjörvar !
því að við öfunduðum kven-
fólkið sem spígsporaðí fram
og aftur um stræti og torg,
skrælþurrt undir regnhlífun
um sínum. Engan karlmann
sáum við með regnhlíf og
þess vegna vaknaði spurn-
ing dagsins:
— Hvers vegna er ekki
algengara, að karlmenn
gangi með regnhlífar á
sama hátt og kveníóik?
Erlendis er það mjög el-
gengt, að karlmenn gangi
með regnhlífar og þykir
ekkert ,,snobberí“ eða upp-
skafningsháttur, eins og á-
litið virðist hér á Iandi.
Við ákváðum að fram-
kvæma hávísindalega rann-
sókn á einum einasta hálf-
tíma. Við gengum um bæ-
inn í leit að karlmönnum
með regnhlífar og fundum
— þrjá! í hvert skipti, sem
við hittum svo skynsaman
mann, sem bar regnhlíf til
þess að vernda frakkann
sinn, stóðumst við ekki mát-
ið og tókum hann tali. —
Áður en við segjum nánar
frá vitringunum þremur,
má skjóta því inn í, að fyrsti
maðurinn, sem vogaði sér
að ganga með regnhlíf, var
brezkur. Þegar hann sást úti
á götu, var hann grýttur af
kvenfólki!
4*
Roskinn maður var á
gangi fyrir utan dómkirkj-
una og bar þessa fyrirtaks
regnhlíf, stóra, svarta og
djúpa. Hann hitti kunningja
sinn og hið fyrsta, sem kunn
ingjanum varð að orði var:
— Það er vit í þéssu hjá
þér!
Að svo mæltu skreið
hann undir regnhlífina til
hans.
Við tókum mynd af þeim
og spurðum eigandann, — •
Björn Sveinsson, — hvort
hann hefði notað regnhlíf
í mörg ár. Nei, hann hafði
ekki gert það. Gekk með
hana núna, af því að hann
vantaði regnkápu. Hins veg-
ar kvaðst hann búast við, að
bera hana framvegis. Þetta
væri svo aldeilis prýðilegt.
Við endann á Tjarnargötu
hittum við Steinþór Sigurðs
son, listmálara — með regn-
hlíf. Hann kvaðst hafa
keypt hana á Spáni, er hann
dvaldist þar.
— Ganga karlmenn með
regnhlífar á Spáni?
— Já, ég er nú hræddur
um það. Þeir ganga með
regnhlífar engu síður en
kvenfólkið, og þar er meira
að segja eriginn . munur á
regnhlífum karla og kvenna
— Sem sagt: Algert réttlæti
karla og kvenna — Fþess-
um efnum.
— Kanntu vel við þig
með regnhlífina?
— Já. prýðilega. ■ Mér
finnst afskaplega slæmt að
láta rigna í hausinn á mér,
og þar sem ég geng alltaf
berhöfðaður, er regnhlifm
einn af mínum þörfustu
hlutum.
*
Sigfús Halldórsson, tón-
skáld, kom brunandi út úr
Alþýðuhúsinu á leið úr
vinnu sinni og spennti upp
regnhlífina sína í hendings-
kasti.
— Ertu búinn að ganga
lengi með hana þessa?
— Já, það er sennilega
ein fimm ár síðan. Ég keypti
hana í Hamborg þegar ég
fór með Fóstbræðrum.
— Segðu okkur eitthvað
nánar af þessum ágæta grip.
— Ja, ég setti hana fyrst
upp í Frakklandi og þá fór
ekki vel. Það var úti á miðri
götu og ég skellti henni
beint í augað á þrekvöxnum
lögregluþjóni. Ég dró hana
náttúrlega niður á auga-
bragði og leit skelfdur upp
á lögregluþjóninn. En þegar
hann sá, hvað ég var aum-
ingjalegur, — þá brosti
hann.
— Síðan hefur allt gengið
vel?
— Já, síðan hafa engin
slys orðið, hvorki á lögreglu
þjónum né öðrum. Það væri
þá helzt, að ég hefðj. rekið
hana í vin minn Helga Hjör-
var, — en ég hef þá ekkert
orðið var við það!
— Þetta er sem ?agt sögu-
leg regnhlíf.
— Já, það er hún, því að
auðvitað gleymdi ég henni
um borð í Gullfossi, þegar
heim kom. Hún fór aftur
til Kaupmannahafnar. en
skilaði sér.
Að svo mæltu gekk Sig-
fús niður Bánkástræti og
hélt regnhlífinni sinni hátt
og virðulega, •— skrjáfþrifr
og hamingjusamur, meðan
aðrir voru eins og hundar
af sundi dregnir.
— jafnrét
Þeir hittust fyrir utan Dómkirkjuna og hið fy
sá regnhlífarlausi sagði, var: „Það er vit í þessu
Að svo mæltu skreið hann undir regnhlíf
FANGAR
FRUMSKÓGARINS
FRANS tekst að hífa vin
sinn upp klettana. ,,Þakka
þér íyrir, Frans“, segir Ge-
org. ,,Éf ég hefði ekki notið
hjálpar þinnar . . .“ — „Við
skulum sleppa því“, grípur
Frans fram í fyrir honum.
,En segðu okkur heldur, —
hvernig stóð á þ^
hafnaðir skyndile
um“. — , Já, hei
en“, segir prófess
,,Segðu okkur, Y
fyrir þig“. „Óþok
M
g 6. áept. 1959 — Alþýðublaðið