Alþýðublaðið - 10.09.1959, Síða 2

Alþýðublaðið - 10.09.1959, Síða 2
V e 3 r i 3 : S-A kaldi, jigning. ☆ LISTASAFN Einars Jónsson- ar, Hnitbjörgum, er opiö á sunnudögum og miðviku- dögum frá kl. 1,30—3,30. ★ ÚTLÁNATÍMI Tæknibóka- safns IMSÍ (Ný.ia Iðnskól- anum): kl. 4,30—7 e. h„ briðjudaga, fimmtudaga, föstudaga og laugardaga. - Kl. 4,30—9 e. h. mámxdaga og miðvikudaga. — Les- stofa safnsins er opin á vanalegum skrifstofutímja og útlánstíma. ☆ MINJASAFN bæjarins. Safn deildin Skúlatúni 2 er opin daglega kl. 2—4. Árbæjar- safn opið daglega frá kl. 2 —6. Báðar safndeildir eru lokaðar á mánudögum. ☆ ÚTVARPIÐ í DAG: — 12.50 § —14.00 „Á frívaktinni“ — sjómannabáttur. 19.00 Tón leikar. 20.00 Fréttir. 20.30 „Á stjórnpallinum“, kafli úr ævisögu Eiríks Kristó- ferssonar, skipherra. Skrá- sett hefur Ingólfur Krist.j- , ánsson (Gils Guðmundsson lithöfundur les). 21.00 ís- lenzk tónlist; Tónverk eít- ir iSigurð Þórðarson. 21.30 Útvarpssagan: Garman og Worse eftir Karen Blixen, : II. lestur (Arnheiður Sig- urðardóttir). 22.30 Sinfón- ískir tónleikar. 23.10 Ðag- skrárlok. ★ GJAFIR OG ÁHEIT — til Blindrafélagsins: — Til minningar um Einar Ey.i- ólfsson frá Stokkseyri, hafa igefið, Guðrún Pálsdóttir, kr. 500.00, Salvör Pálsdptt- ir kr. 500.00 og 'Magnús Pálsson kr. 500.00 — I til- efni 95 ára hjónaafmælis . kr 500.00 frá ónefndum. Frá SS áheit kr. 1.000.00. Frá aldraðri konu kr. 200. 00. Frá Guðríði Sigurðar- dóttur Efri-Vík Landbroti, kr. 2,000.00 — Með beztu bökkum. — Stjórn Blindra félagsins. ★ BLINDRAFÉLAGIÐ vill hér með sérstaklega færa Unn steini Sigurðssyni. Vestm,- eyjum hjartanlegar bakkir tfyrir Ihina rausnarlegu ■ gjöf hans til félagsins. — Stjórn Blindrafélagsins. ★ SJÖTÍU ÁRA er í dag Guð- laug Sigurðardóttir frá Hrygg í Hraungerðishreppi — Hún dvelst í dag á hejm ili sonar síns, Sigurðar Ói- afssonar. að Austurvegi 53, Selfossi. ★ KVENFÉLAG Óháða safnað arins. Fundur í Kirkjubæ annað kvöld kl. 8,30. Þýð- ingarmikil félagsmál. — Sameiginleg kaffidr.ykkja. Engei Lund f GÆRKVELDI fór fram í Tívolí úrslitakeppnin í fegurð- arsamkeppninni um titilinn „Ungfrú Reykjavík“. Sú spm sigraði heitir Éster Garðars- dótt'ir, til heimilis að Grenimel 25. Er hún því „Ungfrú Reykja vík 1959“. Eramhald af 1. siðu. lokið. Benkö vann í 55 leikjum. í dag tefla þessir saman; hvítt hafa þeir, sem fyrr eru taldir: Petrosjan-S'mysloff, Ke- res—Tal, Benkö—Fischer og Gligoric—Friðrik. Freysteinn. Dansmey verð- ur nunna LONDON, 9. sept. (Reuter). — Nektardansmær í London hef- ur tilkynnt, að hún ætli sér að gerast nunna. Frétt þessi hef- ur vakið mikla athygli, en dans mey þessi er víðþekkt bæði sem dansmær, en einnig fyrir það, að hún sat fyrir hjá ítalska listamanninum Pietro Anni- goni í stað Margrétar prinsessu en prinsessan gat aldrei verið kyrr. Til vandræða horfði með mál un myndarinnar af Margréti, þar til kom í Ijós, að þessi dans- mær hafði nákvæmlega sömu líkamsmál og prinsessan. Dansmeyjan sagði í dag í sambandi við þessa ákvörðun sína: „Ég veit að það verður erfitt að hverfa frá „ljósköst- urunum". En ég er viss um að ég hef sanna köllun. Nú hef ég verið fyrirsæta, dansað og sýnt mig nakta. Nú vil ég gera eitt- hvað, sem máli skiptir11. KOMIN er út á vegum Iðn- aðarmálastofnunar íslands ný bókaskrá yfir allar bækur í tæknibókasafni Iðnaðarmála- stofnunar íslands. Ester er 24 ára gömul. Hún vinnur í snyrtivöruverzluninni Hygea í Reykjavíkurapóteki. Verðlaunin sem hún fær, er 10 daga fer'ð til Mallorca. Foreldr ar hennar eru Garðar Kristjáns son, útgerðarmaður, og Guð- björg Guðmundsdóttir Önnur var Heiða Guðjór.s- dóttir, til heimilis að Stórholti 14. Hún er 23 ára gömul. Hún vinnur í vefnaðarvörudeild SÍS í Austurstræti. Foreldrar henn- ar eru Guðjón Guðnason, toll- vörður, og Klara Eggertsdóttir. Verðlaun hennar eru ferð til London eða Kaupmannahafn- ar, eftir eigin vali. Sú þriðja í röðinni er Sigríð- ur Clausen, til heimilis að Snekkjuvogi 15. Sigríður er að eins 17 ára gömul. Hún vinnur í Drengjafatastofunni að Óðins götu 14 A, sem móðir hennar er eigandi að. Foreldrár hennar eru Axel Clausen, verzlunar- maður og Ólöf Jónsdóttir, verzl unarkona. Sigríður hlýtur 1000 króna peningaverðlaun. ENGEL LUND, hin ágæta þjóðlagasöngkona, hélt í gær- kvöldi söngskemmtun á vegumi Tónlistarfélagsins í Austurbæj- arbíói. Á efnisskránni voru þjóð lög frá níu löndum, hvert öðru skemmtilegra og athyglisverð- ara og öll sungin með þeirri snilldar túlkun, sem menn eiga að venjast hjá þessari söng- konu. Við fáum því miður of sjald- an að heyra í Engel Lund og kynnast þeim aragrúa af þjóð- lögum frá ýmsum löndum, senai hún- hefur r.afnað, en því meiri verður kannski ánæjjan, þegar hún loksins kemur og flytur okkur lögin sín, sungin með inn lifun, mímik og framburði, sem sjaldgæf eru, að ekki sé minnzt á „huggulegt rabbið11 inn á milli urn efni kvæðanna. Að síðustu vil ég þakka kær lega fyrir skemmtunina og hvetja menn til að sitja ekki af sér þetta tækifæri tq að hlusta á listræna túlkun þjóð- laga víðsvegar að úr heiminum. Dr. Páll ísólfsson aðstoðaði á píanóið með ágætum og af mikilli smekkvísi. G.G MIKLAR annir voru hjá Flugfélagi íslands í gær við flutning farþega og varnings milli Vestmannaeyja og „meg- inlandsins11. Hafði leiðin ekki verið flugfær í 10 daga eða frá 29. ágúst, nema hvað þrjár ferðir voru farnar um síðustu helgi. Loks varð flugfært í gær, eins og fyrr segir, og fór Flug- félagið alls sjö ferðir. Fluttir voru- samtals 230 farþegar fram og aftur og munu margir hafa verið fegnir að komast leiðar sinnar. Meðan flugsamgöngur lágu niðri fóru að sjálfsögðu Sextfu og fimm ára í dag KNÚTUR KRISTINS margir á milli með mjólkur- bátnum, en farþegarými hans er þó mjög takmarkað. Sýnir þetta dæmi um hinar stopulu flugsamgöngur til Eyja veðura vegna glöggt, hve brýnt hags- munamál Ej'-jaskeggja kemst f höfn við komu Eyjabátsins Her jólfs, sem verið er að ljúka smíði á. j: i ÓFÆRT TIL GRÆNLANDS. Þá hefur Flugfélag íslanda orðið að fresta flugi til Græn- lands í tvo daga vegna lélegra veðurskilyrða þar. Bíða nú una 60 farþegar flugfars til Meist- aravíkur og Narsaksúak, auk þess sem einhverjir bíða á þeim stöðum. Callas skilnr en I árslok ml voru 513.474 bindiíeign bókasafnanna Á ÁRINU voru 26 bæjar- og héraðsbókasöfn orðin starfhæf, en aðeins 17 árið 1956. Ö31 bæj- arbókasöfnin lánuðu út bækur nema söfnin í Keflavík, Hafn- arfirði og Seyðisfirði. Sömu- leiðis ræktu öll héraðshókasöfn in útlánastarfsemi nema fjög- ur. Aðeins 5 bæjarbókasöfn höfðu opinn lestrarsal á árinu. Það voru söfnin í Reykjavík, á ísafirði, Siglufirði, Akur- eyri og í Vestmannaeyjum. Bókaeign bæjar- og héraðs- bókasafna nam í árslok 1957 248.585 bindum, og hefur orðið mikil aukning á árinu, enda ný söfn keypt .allmikinn bóka- stofn. Nemur aukningin 21.101 bindi. Lánuð voru als 278.219 bind-i, og er aukningin 16,7%. 205 sveitarbókasöfn og lestr- arfélög nutu ríkisframlags - á árinu, alls kr. 377.575. í árslok 1957 nam bókakostur allra sveitarbókasafna og lestrarfé- laga 214.889 bindum, en 205. 694 bindum ári fyrr. Út voru lánuð í 177 söfnum 113.572 bindi; aukning 13,7%. Bókaeign heimavistarskóla og hæla nam ca. 50.000. Sam- tals voru því í árslok 513.474 bindi í almenningsbókasöfnum í árslok 1957, eða rúmlega 3 bindi á hvem íbúa landsins. Guðrún frá Lundi Framhald af 12. síðu. ekki hálfdrættingur á' við Guð- rúnu, talan er 982 á móti 411. Hvernig farnast þá ljóðskáld- unum hjá bókaþjóðinni miklu? Davíð Stefánsson er 43, í röð- inni í skýrslu Bæjarbókasams Reykjavíkur, Tómas kemst ekki á skrá. í skýrslunni um söfnin utan Reykjavíkur er Davíð hinsvegar 26. Konurnar standa sig með á- gætum í vinsældakeppninni. — Af 17 vinsælustu höfundunum hjá Bæjarbókasafni Rvíkur 1957 eru fimm konur (Guðrún frá Lundi, Ragnheiður Jóns- dóttir, Elinborg Lárusdóttir, Þórunn Elfa og Jensína Jens- dóttir). Sörnu konur skipa fimm af fimmtán efstu sætum útiána- lista bæjarbókasafnanna utan höfuðstaðarins. 'í almenningsbókasöfnum á öllu landinu er Guðrún frá Lundi efst (3817 bindi), Guð- mundur Hagalín annar (2882) og H.K.L. þriðji (2542). Davíð Stefánsson er tuttug- asti. . t ' Framhald af 1. síðu. aður við laun verkamanna á árinu á undan, þ. e. frá hausti til hausts. Nú telja bændur sig eiga kröfu á 'hækkunum vegna launahækkana hjá verkamönn- um, sém urðu áður en lögin um niðurfærslu verðlags og launa tóku gildi. Hækkun þessi nem- ur samkvæmt útreikningi Hag- stofunnar 3,18%, sem fyrr segir. héraðstœknir SEXTÍU OG FIM'M ÁRA er. í dag Knútur Kristinsson héraðs læknir í Flatey á Breiðafirði. Knútur er fæddur að Söndum í Dýrafirði 10. sept. 1894, son- ur hins merka kennimanns, — Kristins Daníelssonar, og konu hans, Idu Halldórsdóttur, yfir- kennara Friðrikssonar. Ætt hans er óþarft að rekja nánar. Hinar styr-ku stofnar, sem að honum standa, eru landskunnir. Knútur ólst upp í foreidrahús- um ogð naut hollrar leiðsögu hins merka föður. Hann varð stúdent 1914, iauk ernbættis- prófi í læknisfræði 1922, stund- aði framhaldsnám í Danmörku. Hann var skipaður héráðslækn- ir í Höfn í Hornafirði 1931 og dvaldist þar í 12 ár. Síðar var hann læknir að Reykhólum, svo í Laugarási í Biskupstung- um og nú síðast að Flatey á Breiðafirði. 1932 kvæntist Knutur Huidu Þórhallsdóttur Daníelssonar kaupmanns í Höfn í Hornafirði, hinni mestu dugnaðar og ágæt- iskonu. Þau hjón eiga eina kjör dóttur, gifta Ragnari Bjarna- syni hér í bæ. Auk þess hafa þau alið upp tvö fósturbörn. — Heimili þeirra læknishjóna er alþekkt fyrir einstaka gestrisni og glæsibrag, og kemur þar gleggst fram stjórnsem húsmóð urinnar og ljúfmennska og vel- vild heimilisföðurins. Knútur er trúr málsvari jafn aðarstefnunnar og traustur Al- þýðuflokksmaður. Hann hefur nokkrum sinnum verið í fram- boði fyrir flokkinn. Vinir Knúts og konu hans, en þeir eru marg- ir, senda honum hughéilar árn- aðaróskir í tilefni þessa merkis- dags, sem marka engin tíma- mót í lífi hans, því að Knútur Kristinsson er og vevður ungur og framsækinn á meðan heiis- an leyfir. Vinur. í sáll vtS Scala MÍLANÓ, 9. sept. (Reuter). —i Tilkynnt hefur verið, að María Callas muní nu skilia við mann sinn. Endanlega hefur þó ekki verið gengið frá skilnaðinum cnn. María Cailas dvaldi í dag f lúxusíbúð sinni í Míianó, neit-* aði að tala við blaðamenn og afþakkaði boð um forlíkun í máli þeirra hjóna. Skipakóngurinn Onassis, sem sagður var eiga sök á uppi- standinu, flaug í gær frá Míl- anó til Feneyja, þar sena skemmtisnekkja hans liggur og siglir áleiðis til Nice með frú sinni. Deilan milli frú Callas og Lá Scala óperunnar hefur aftur á móti fallið niður og búizt er við að hún hefji þar aftur söng í janúar n. k., en deilan hefuT staðið yfir í ár og söngkonau sagði skilið við allt þar, þegar missættin upphófust. j 2 10. sept. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.