Alþýðublaðið - 10.09.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 10.09.1959, Blaðsíða 4
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ingólfur Kristjánsson. — Ritstjórar: Benedikt Gröndal, Gísli J. Ástþórsson og Helgi Sæmundsson <áb.). — Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Björg- vin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglýs- ingasími 14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgata 8—10. A ustfjarðasíldin SÍLDARVERTÍÐINNI norðan lands og austan er lokið að þessu sinni. Aflinn hefur orðið það mikill, að íslendingar hljóta framvegis sem hingað til að binda vonir við síldveiðarnar, þó að undanfarin sumur hafi einkennzt af veiðileysu. Síldin hefur löngum þótt duttlungafyllsti fiskur- inn í hafinu umhverfi's ísland. Hún lætur ekki sjá sig langa hríð, en kemur svo allt í einu fljótt og óvænt eins og happdrættisvinningur. En vísindi nútímans ættu að gera fiskifræðingum okkar mögulegt að fylgjast betur með háttum hennar og athæfi hér eftir en hingað til. Og þá er komið að þeirri nauðsyn að hagnýta aflann sem bezt. Á það verðum við íslendingar að leggja ríka á- herzlu. Nú eins og stundum áður lauk síldarvertíð- inni úti fyrir Austfjörðum, og var þar um mik- inn og góðan afla að ræða. Hins vegar skortir mjög á, að aðstæður þar til hagnýtingar aflans séu viðunanlegar. Þess vegna er í senn tíma- bært og eðlilegt, að Austfirðingar hyggi á um- bætur í þessu efni. Virðist sjálfsagt að reisa nýja síldarverksmiðju sunnan 'Gerpis og hæta að- stæður til síldarsöltunar víða um Austfirði. Auðvitað kostar þetta peninga, en verksmiðju- skorturinn kostar þó mun meira. Og hér er ekki aðeins um málefni Austfirðinga að ræða, þó að áhugi þeirra sé skiljanlega mestur. Þetta verk þarf þjóðin öll að vinna. Árangurinn kemur svo beint og óbeint í hlut allra landsmanna. Aflaleysið á síldarvertíðunum undanfarin ár hefur valdið því, að margir voru orðnir vantrú- aðir á framtíð þessa atvinnuvegar, sem í gamla daga skipti okkur svo miklu. Vertíðin í sumar hefur hins vegar leitt í ljós, að síldarinnar er enn von, og hún er „silfur hafsins,“ þegar aflinn berst á land dag eftir dag í hrotunum. Þess vegna ríð- ur á því, að íslendingar séu sem bezt undir það búnir að taka við þessum verðmætum og hag- nýta þau sem bezt. Sú saga má ekki endurtaka sig, að „silfur hafsins“ komi ekki að gagni úti fyrir Austfjörðum. Austfirðingar munu vafalaust halda máli sínu myndarlega til streitu, og þeir eiga að ganga að fulltingi annarra landsmanna vísu. Sundhöll Keflavíkur Vill ráða sundkennara frá 1. október n.k. Umsóknir um starfið, sendist skrifstofu minni fyrir 20. sept. n.k. Bæjarstjórinn í Keflavík. fyrirliggjandi. MAR5 TRADING (OMPANY. Klapparstíg 20. — Sími 1-73-73- KOLI hefur aukizt veru- lega fyrir Norðurlandi undan- farin ár og telja menn það árangur af útfærslu fiskveiði- markanna árið 1952. Nú er svo komið, að margir leggja stund á kolaveiðar jafnhliða línuveiðinni og leggja þá kolanet meðfram ströndum, að því er Þorsteinn Hjálm- arsson, oddviti á Hofsósi tjáði blaðinu, er hann leit inn á ritstjómarskrifstofuna í fyrra dag. Hafa menn á Hofsósi haft töluvert upp úr kolaveið- inni en kolinn er frystur bæði heill og flakaður til útflutn- ings. Eru nokkrar raddir uppi um að snurvoðabátum yrði leyfð kolaveiðin, en varlega telja menn að þurfi að fara í slíkar veiðar fyrst um sinn, en víst er um það, að mikið er orðið af kola meðfram ströndum norðanlands. ÚTGERÐ ÞILFARS- BÁTA EYKST. Frá Hofsósi eru gerðar út nálægt tíu trillur og tveir litlir þilfarsbátar, 17 og 22 tonn, og hefur afli þeirra ver- ið allsæmilegur, enda gæftir góðar. Gera menn sér vonir um að útgerð lítilla þilfars- báta aukizt verulega á næst- unni og virðist margt benda til þess að svo verði. Eitt frystihús er í þorpinu í eigu kaupfélagsins og vinna í því 20—30 manns, aðallega kven- fólk. STEINKER f SMÍÐUM. „Við erum á Skagaströnd að láta steypa 10x10 metra steinker, sem ætlunin er að setja niður næsta sumar og lengja með því bryggjuna um 15—17 metra“. Verður að þessari lengingu mikil bót. Síðast þegar bryggjan var lengd átti að lengja hana um 60 metra, en svo illa tókst þá til, meðan á verkinu stóð, að 15 metrar brotnuðu framan af járnþili, sem rammað hafði verið niður, svo það skemmdist og varð ekki af frekari lengingu í það skipt- ið, en mikla vinnu kostaði að bjarga því, sem bjargað varð. Með lengingu bryggjunnar fæst viðlegupláss fyrir stærri skip og möguleikar opnast á því að gera bátakví innan við bryggjuna. , HAFIN BYGGING FÉLAGSHEIMILIS. Hafin er bygging félags- heimilis á Hofsósi og er ætl- unin að fullgera grunninn í sumar. Húsl5 verður 3000 rúm metrar að stærð, myndarlegt og gott hús. Ráðgert er að taka í notkun kjallara, sem steyptur verður í sumar, svo fljótt sem auðið er, því hrein vandræði eru með samkomu- hús í þorpinu, því þar er ekk- ert húsrými til skemmtana né félagslífs. Félagsheimilið verð ur því til að bæta úr brýnni börf. Góð heyskapartíð hefur ver- ið í sveitinni í sumar og gras- spretta ágæt, en margir íbú- ar á Hofsósi hafa nokkrar kindur og jafnvel kýr, þótt þeim fari óðum fækkandi. IHHmUMHWHHHVMmHHHMMIHmHMMUUIMMHW MMMMMUHMMHMMHMMHHMMHMMMIHHMIUMmW H a n n es á h o r n i n u ýý Fáfarið í Heiðmörk á þessu sumri. ýV Slæmur vegur og hættuleg beygja. 'y? Jafnrétti í launa- málum. 'k’ Laun, sem þarf að bæta. FÓLK HEFUR EKKI fjölmennt í Heiðtm.örk í sumar. Astæðuna vita allir. Það hefuir varla kom- ið sá dagur, að hægt væri að hreiðra um sig í laut. Á sunnu- daginn var har hins vegar mjög f jölmennt og hef ég varla séð þar fleiri í einu Fólk vav að j leita berja. Þar varr fremur lítið j af berjum og veit ég ekki hvort bað stafar yfirleitt af berjaleysi á þessu sumri eða af því að Heiðmörk sé ein snauð af berj- um. ÞAB ER EKKI GOTT að aka um Heiðmörk. Það er lítið hugs að um að laga vegin og afleggj- arana og er þó ekki vanþörf á því. Hár hr.yggur er kominn upp úr veginum og ^u menn Því í erfiðleikum með að forða litl- um bílum frá skemmdum. Það er eins dags verk .fyrir veghefil að fara yfir veginn. Þá er nauð- synlegt að taka af stórhættu- lega beygju Jaðarsmegin við mörkina. Hún hefur ekki vald- ið slysi enn, en þarna er slysa- hætta. EF TIL VILL segja menn, að óþarfi sé héðan -af á þessu sumri að laga veginn og taka beygjuna af, og það getur ver- ið. því að gera má ráð fyrir, að fólk fjölmenni ekki í mörkina héðan af. En þetta er þá til um- hugsunar fyrir þá. sem þessu ráða, til næsta vors. KENNARI utan af landi skrif ar: „Ég er jafnaðarmaður og vil að allt vinnandi fólk njóti rétt- lætis í kaupgjaldsmálum, hvort sem bað klæðist buxum eða pilsum Álit mitt er að dálkar þínir í Albýðublaðinu hafi kom ið mörgu góðu til leiðar. Og vil ég því leyfa mér að biðja þig góðfúslega að koma eftirfarandi línum á framfæri í dálkum þín- um við fyrsta tækifæri. UM NÆSTU mánaðamót fara heimavistarskólarnir í sveitum landsins að hefja starf sitt. Und anfarin ár hefur gengið allmis- jafnlega að fá ráðskonur að barnaskólunum. Orsakirnar munu vera þær, að kaup ráðs- kvennanna er svo lágt, saman- borið við ábyrgð þá og erfiði, sem starfinu fylgir. að atvinn- an bykir ekki eftirsókparverð. Síðastliðinn vetur frá áramót- um. var ráðskonukaupið fyrir að hafa milli 20 og 30 manns í fæði kr. 3052,20 á mánuði. Vinnutími ráðskonunnar mun yfirleitt vera frá kl. 8 að morgni til kl. 10 að kvöldi. — Hvexnicf mundu ungar stúlkur í Reykjavík kunna við svona kjör? Efast ég um að þær mundu una vetrarlangt í vist- ■ MENNINGAR- og vísinda- stofnún Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) gefur öðru hverju út yfirlit yfir menntunar- ástandið í heiminum. Nefnist það „Basic Facts and Figures“ og tekur síðasta heftið til árs- ins 1958. í yfirlitinu segir, að milli 43 og 45 hundraðshlutar af í- búum heimsins séu enn ólæsir inni Ennfremur er ráðskonan jafnbundin flesta sunnudaga. MÉR er ekki kunnugt, að enn sé nokkur fastur grundvöllur urn kaupgjald til þessara stétt- ar. Enda eru ráðskonurnar dreifðar um allt land og hafa því ekki haft tækifæri til að stofna sitt eigið stéttafélag. — Einhverjar uppbætur fengu ráðskonurnar á s. 1. ári. Enn- fremur skal þess getið, að s. 1. skólaár fengu ráðskonurnax* ekki greitt kaup sitt fyrr en síðustu daga desembermánaðr ar af þeim ástæðum að þaar voru ekki komnar á gjaldskrá til ríkisféhirðis fyrr. En á starf- inu munu flestar hafa byr (að fyrstu dagana í október. AÐ ENDINGU vil ég benda á. að ráðskona við heimavistar- skóla þar sem börn dvelja á aldrinum 8—13 ára verður að sinna fleiru en matreiðslunni. Hún er húsmóðirin, sem vinri- ur að því að gjöra dvöl barn- anna í skólanum sem ánægju- legasta og í vissum tilfellum getur komið fyrir að hún þurfi að sinna móðui'störfunum. — Góð xáðskona, sem sýnir börn- unum umhyggjusemi, má ekki bera minna úr bítum á mánuði en kennarar. Finnst mér að kaup ráðskonunnar megi ails ekki vera minnan en kr. 4000.00 á mánuði. þann tíma sem hún starfar við skólann. Kr. 32.000. 00 fyrir 8 mánaða starf. -Hannes á horninu. og óskrifandi. Afríka hefur hæstu hlutfallstöluna, en þar munu 80—85 hundraðshlutar íbúanna vera ólæsir og óskrif- andi. í Asíu er hundraðstalan milli 60 og 65, en í Evrópu milli 7 og 9. f BANDARÍKJUNUM ERU BLÖÐIN ÞYKKARI! Tölurnar sýna, að Banda- Framhald á 10. síðu, 4 10. sept. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.