Alþýðublaðið - 16.09.1959, Side 11

Alþýðublaðið - 16.09.1959, Side 11
MHPMmHmiMtHtHMmuiuHimiiiiiiiiftirffkMMUiiini 22. dagur OTfiiiiiiiiutiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiijcniiifiiimniniiM urnar. Og hún sltildi að það var vissara að þegja, en allt í einu langaði hana til að standa uppi í hárinu á hon- um. ,,Ég gat ekkert sofið í nótt“, viðurkenndi hun seinna. „Það er bezt að þú farir strax að sofa, elskan mín“. Hún stóð á fætur og hann tók hana í faðm sér. „En mig langar til að hafa þig hjá mér. Ég vildj helzt alltaf hafa þig hjá mér“. „Hans, ætlarðu að biðja Herr Kommandanten að tala við. mig um föður minn?“ sagði hún biðjandi. Hann sleppti henni snöggt. „Þetta er það eina, sem þú hugsar um — pabba þinn! Af hverju reynirðu ekki að hugsa um mig til tilbreyting- ar? Ég er sá eini, sem get hjálpað þér — ekki pabbi þinn, það getur enginn annar“. „Ég veit það, Hans. Þú hef- ur veri'ð mér góður“. „En ég vil að þú treystir mér framvegis. Ég veit að þú getur ekki þolað orðið „skip- un“, þú reisir hárin eins og broddgöltur ef ég nefni það, en ég endurtek samt: Linda, þú mátt ekkert gera, sem ég hef ekki beðið þig um og þú verður að segja mér allt, annars ertu í hættu og það mikilli hættu stödd!“ Hann var skipandi og mjög alvar- legur. „Ég skal muna það“, lofaði hún. En hún hugsaði með sjálfri sér, ég lofaði bara að muna það, ekki að gera það. Hún gat ekki sagt honum frá Davíð, sem bjó þar rétt hjá. Þó að Davíð reyndist vera morðingi, gat. hún ekki gert það. 15. Hún svaf eins og steinn alla nóttina og vaknaði ekki fyrr en litla þjónustustúlkan kom. inn með morgunverðinn næsta morgun. Hún dró gluggatjöld- in frá og fyrir utan skein sól- in skært. En henni fannst djúpið fyrir utan gluggann vera svo nálægt og hún skalf og breiddi sængina yfir sig. Maturinn var góður og henni fannst allt léttara og bjartara eftir að hún var bú- in að borða. Hún var enn mjög hrædd um pabba sinn og hún var fangi hér, en hún var ekki yfirgefin. Davíð var Þegar þjónustustúlkan kom inn til að taka bakkann, var hún með þau skilaboð, að Herr Kommandanten hefði leyft að Linda heimsækti föð- ur sinn klukkan ellefu. „En get ég ekki fengið að tala við Herr Kommandanten áður?“ spurði Linda örvingl- uð. „Það veit ég ekki, Fráulein. En það getur Herr Mannheim sagt yður, þegar hann kemur til að fylgja yður til föður yð- ar“. Og það varð hún að láta sér nægja. Hún fór í bað og klæddi sig í annan baðmull- arkjólinn, sem hún hafði meðferðis. Það voru bækur og tímarit í herberginu og hún reyndi að lesa en gat það ekki. Hvað varð nú um leikflokk- inn í Austur-Berlín? Var þeim haldið þar eftir eða fengu þau að fara til ’Vestur- Berlínar? Og ef Frankie nálægt og enn nær var Hans. tæk bóndastelpa, hún er mér ekki samboðin. Þér skiljið það víst, Fráulein? Hún var með heimskingjanum honum Gerhardt Hellmann þangað til ég skarst í leikinn. Og þá var það ósköp skiljanlegt að hún vildi hann ekki lengur!“ Aftur leit hann aðdáunaraug- um á hana. „Það er svo fljót- legt að skipta um skoðun þeg- ar maður hittir einhvern, sem manni lízt betur á“. Það var ekki hægt að misskilja augna- tillitið, sem hann sendi henni. Eins og daginn áður hringdi hann bjöllunni, þrýsti andlit- inu að lúgunni og dyrnar opnuðust. Þau staðnæmdust fyrir framan herbergisdyr föð ur hennar. Rudolph gekk inn án þess að berja að dyrum. Hún hefði getað slegið hann fyrir. Þetta sýndi svo mikinn skort á háttvísi. Sama hjúkrunarkonan sat hafði verið myrt, hver hafði þá gert það?“ Biðtíminn var lengi að líða og hún stóð snöggt upp, þegar barið var að dyrum: „Hver er það?“ „Rudolph Mannheim, Fráu- lein. Ég á að fylgja yður til föður yðar“. Hún opnaði dyrnar og hann leit aðdáunaraugum á hana. „Þér eruð falleg í dag, Fráu- lein Redfern“, sagði hann. Hana langaði mest til að svara honum háði, en það var ekki vert að hún aflaði sér óvina í höllinni. Það var bezt að vera kurteis. „Þakka yður fyrir, Herr Mannheim!“ „Eigum við kannske að koma í smágönguferð í garð- inum á eftir?“ spurði hann og leit á hana þýðingarmiklu augnaráði. Hún neyddi sig til að brosa. „Það væri skemmtilegt, en ég hélt að þér ættuð vinkonu, Önnu Goetz“. „Önnu!“ Hann yppti gxlum. „Anna er ágæt, sæt og eftir- lát“. Hann brosti sjálfum- glaður. „En hún er bara fá- 4fí'V: „Þetta er gaffallinn, sem beljan borðar með.“ við gluggann. Linda leit ekki einu sinni á hana en gekk að rúmi föður síns. „Pabbi!“ Hún lagði hend- ina á öxl hans. „Pabbi, hvern- ig líður þér? Er það satt, að þú sért sárþjáður?“ „Hræðilegt, hræðilegt“,' hvíslaði hann. „Hringdu í frú Emmet, vina mín. Hún getur alltaf hjálpað mér“. „í Camweir1, sagði Linda örvæntingarfull. Pabbi henn- ar hafði verið að tala um ráðs konuna þar. Svo lá við að hún hlægi hátt þrátt fyrir örvænt- ingu sína. Faðir hennar hafði blikkað hana skelmislega. Það var eins og hann segði: Þú verður að leika með, vina mín. Ég geri það sem ég get, en þú verður að hjálpa mér! En það var erfitt, því hún var svo ánægð. „Skiljið þið þá ekki, hve mikið liggur á að ná í sérfræð ing fyrir hann?“ sagði hún og reyndi að vera skjálfrödduð. „Sársaukinn er farinn að hafa áhrif á hugsanaganginn hjá honum“. Hún hikaði en bætti svo við; „Brjálaður maður er ekki til neinna nota fyrir landið“. „Það er rétt“, svaraði Ru- dolph. „Margir þessir vís- indamenn hafa gengið af göflunum og geri þeir það, er aðeins eitt gert — þeir ganga fram af brúninni!" Hún veinaði. „Yður lízt ekkert á það, ha?“ sagði hann hinn ánægð- asti. „Ég ætla bar^ að segja yður hvað kemur fyrir föður yðar, ef hann lætur sér ekki batna“. „En hvernjg getur honum batnað meðan hann kvelst svona? Vesalings, vesalings pabbi“. Hún tók um axlir hans og lagði höfuð hans að öxl sinni. „Leyfið okkur að vera einum“, bað hún. „Nei, það er ekki í sam- ræmi við skipanir Herr Kom- mandantens, Fráulein". Hún hneigði auðmjúk höf- uðið. „Allt í lagi, Herr Mann- heim! En má ég sitja hérna dálitla stund, fyrst hann er svona veikur?“ Hann leit á armbandsúr sitt. „Tíu mínútur. Hjúkrun- arkonan verður inni á meðan.“ „Takk“, hvíslaði hún. Hún skildi að það var á- reiðanlega enginn hljóðnemi í herberginu fyrst þau voru svona hrædd við að skilja þau eftir. Það hafði sem sé enginn heyrt það, sem þau höfðu talað um daginn áður. Hún settist'á rúmstokk föður síns og strauk yfir hvítt hár hans og hvíslaði nokkur upp- örvandi orð. „Ég er viss um að allt fer vel, pabbi. Treystu því“, sagði hún aftur og aft- ur. Hana langaði til að segja honum að Davíð væri rétt hjá, en hann vissi ekki hver Davíð var. En svo minntist hún dálítils, sem henni var ó- hætt að segja honum: „Pabbi, veiztu, að einn vina þinna frá Berlín er' hér? Það er mað- urinn, sem safnaði fornu glös- unum, Herr Sell“. Faðir hennar varð skrýtinn á svipinn. ,_Er Sell hér?“ stundi hann. „Já. Er það ekki furðulegt að það er frændi hans Engil- foert greifi, sem. á þessa höll? Hann er hér í heimsókn. Ég iborðaði með honum í gær. Það var svo skemmtilegt“. „Barnið mitt —“. Hann lauk ekki setningunni en ihann tók fast um hendi henn ar. Það var sem fingur hans reyndu að bora sér inn í hana. Svo lét hann sem hann þyrfti að hóta“. Fyrirgefðu vina mín. Ég vona að frú Emmiit hafi búið tiil góðan mat“. Hjúkrunarkonan bandaði hendinni eins og til að segja: .,Nú er hann aftur að rugla“. „Já frú Emit bjó til mjög góðan mat“, sagði Linda ró- andi. „Það var verst að ég var ekki með“, stundi faðir henn ar. svo hóstaði hann aftur. „En ég ætla að koma næst tþegar Herra Siell kemur í heimsókn. Hann er aðlaðandi maður. Og safnið af forn- feneysku glösunum sem hann hefur í íbúðinni sinni eiga engan sinn líka“. Hann lagði áherzlu á hvert orð. Hún starði á hann. Svo pabbi hennar hafði farið heim tiil Hans daginn sem hann hvarf! „Mér fannst svo garnan að skoða þau og á eftir töluð- um við saman“. hélt faðir hennar áfram eftir smá þögn. Svona var hann að reyna að segja hennf það, hugsaði hún. Og það sem hann sagði henni ruglaði hana en hún þorði ekkert að segja. Ef hún reyndi að tala meira um þetta færi hjúkrunarkonuna að gruna margt. Hans hafði sagt henni að prófessorinn hefði ekki kom ið heim til hans. Hann hafði fullvissað hana um að hann hefði alls ekki séð prófessor inn allan þann dag. Hverju gat hann þá ekki hafa logið fyrst hann laug þessu? Hann hafði sakaði Davíð um !að ......$parið yður Maup á roiUi margra. verzlana! WkUOOL í ÖIIUM -Austui'sbxæti LISTASAFN Einars Jónsson- ar, Hnitbjörgum, er opið á sunnudögum og miðviku- dögum frá kl. 1,30—3,30. ★ KVENFÉLAG Laugarnes- sóknar fer berjaferð nk. fimmtudag. Upplýsingar í síma 32716. ★ FlugvélarEiars Flugfélag íslands. Millilandaflug: Millilanda- flugvélin’ Gullfaxi fer til Glas gow og Kaupmannahafnar kl. 8 í dag. Væntanleg aftur til Reykjavíkur kl. 22.40 í kvöld. Innanlandsflug: í dag er áætlað að fljúga til Akur- eyrar (2 ferðir), Hellu, Húsa- víkur, ísafjarðar og Vest- mannaeyja (2 ferðir). Á morg un er áætlað að fljúga til Ak- ureyrar (2 ferðir), Egilsstaða, Isafjarðar, Kópaskers, Vest- mannaeyja (2 ferðir) og Þórs hafnar. Loftleiðir. Saga er væntanleg frá Harn borg, Kaupmannahöfn og Gautaborg kl. 19 í dag. Fer til New York kl. 20.30. Leigu vélin er væntanleg frá New York kl. 8.15 í fyrramálið. Fer til Gautaborgar, Kaup- mannahaínar og Hamborgar kl. 9.45. Hekla er væntanleg frá New York kl. 10.15 í fyrra. málið. Fer til Glasgow og London kl. 11.45. '1 SkSplaig Ríkisskip. Hekla er væntanleg til Reykjavíkur árdegis í dag frá Norðurlöndum. Ésja fer frá Reykjavík kl. 20 í kvöld aust ur um land í hringferð. Herðu breið fór frá Reykjavik í gær vestur um land í hringferð. Skjaldbreið er á Skagafirði á leið til Akureyrar. Þyrill er í Reykjavík. Skaftfellingur fór frá Reykjavík í gær til Vest- mannaeyja. Baldur fór frá Reykjavík í gær til Grundar- fjarðar og Stykkishólms. Skipadeild SÍS. Hvassafell fór í gær frá Siglufirði áleiðis til Vent- spils. Arnarfell er í Kaup- mannahöfn. Fer þaðan vænt- anlega í dag áleiðis til Flekke fjord og Haugesund. Jökul- fell fór 14. þ. m. frá Súganda firði áleiðis til New York. Dis arfell er í Norrköping. Fer þaðan til Stokkhólms. Litla- fell er á leið til Reykjavíkur frá Siglufirði. Helgafell er á Reyðarfirði. Fer þaðan 1 dag til Akureyrar og Dalvíkur, Hamrafell fór frá Batum 11, þ. m. áleiðis til íslands. Eimskip. Dettj/;ss k\n til Reykja- víkur 14/9 frá Leningrad. Fjallfoss fór frá Siglufirði í gær til Norðfjarðar, Seyðis- fjarðar og þaðan til London, Bremen og Hamborgar. Goða foss kom til New York 13/9 frá Reykjavík. Gullfoss fór frá Leith í gær til Kaup- mannahafnar. Lagarfoss fer frá Hamborg um 18/9 til Ant werpen, Rotterdam, Hauge- sunds og Rvíkur. Reykjafoss kom til New York 14/9, fer þaðan 17—-18/9 til Reykjavík ur. Selfoss hefur væntanlega farið frá Hamborg 15/9 til Reykjavíkur. Tröllafoss fór frá Gdansk í gær til Helsing- borg, Hull og Reykjavíkur. Tungufoss kom til Lysekil í gær, fer þaðan í dag til Gautaborgar, Helsingborg, Malmö og Ystad og þaðan tií Finnlands, Riga og Rvíkur. Alþýðublaðið — 16. sfept. 1959

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.