Alþýðublaðið - 25.09.1959, Síða 10
Ti! sjðs og lands
SíldveiSarnar: Nú er síld-
veiðunum lokið. Þær hafa
gengið vonum framar og
þakka sjómenn það betri tíð
og fullkomnári tækjum. Blöð-
in hafa keppzt urn að birta á-
ætlaðan aflahlut einstakra
skipa og þá að sjálfsögðu að-
eins þeirra, sem mest hafa
borið úr býtum. Þetta gefur
alranga vitneskju um raun-
verulegar tekjur hins al-
menna íiskimanns. Það kem-
ur svo margt iil greina sem
ekki er getiS um. Það er
að minnsta kosti ekki ástæða
til að öfundast yfir þessum
fáu krónum, sem þeim hefur
hlotnazt með áhættu og ær-
inni fyrirhöfn. Það eiga engir
fremur skilið að fá vel borguð
sín störf en því miður er langt
í land með að sjómenn fái
þann hlut í þjóðartekjunum
sem þeir eiga.
Vertíðin: Ekki er ráð nema
í tíma sé tekið, stendur ein-
hvers staðar. Því verður
manni á að spyrja. Hvað verð-
ur gert til að tryggja útgerð-
inni nægan mannafla á í hönd
farandi vertíð? Á að fljóta
sofandi að feigðarósi? Ætlum
við að nota áfram aðferð
strútsins, að stinga höfðinu í
sandinn og hafast ekkert að?
Eigum við að bíða vetrarins
og ákalla svo Færeyinga okk-
ur til hjálpar á síðustu
stundu? Höfum við eðliiegan
þjóðarmetnað? Er það þá að-
eins gervimetnaður þegar við
teljum okkur standa einhuga
gegn ofbeldi brezka heimsveld
isins? Eða hvernig má það þá
vera, að á sama tíma getum
við ekki mannað út skipin
sjálfir, svo hægt sé að veiða
það fiskimagn, sem við þörfn-
umst, til að lifa mannsæm-
andi sjálfstæðu lífi í landinu.
Mönnum verður á að spyrja:
Hverjar eru þá hinar alvar-
legu ástæður fyrir því að ung-
ir menn á íslandi í dag vilja
fremur stunda vinnu í landi
en á sjó? Til þess liggja að
sjálfsögðu margar ástæður, m.
a. þær, að hægt er að fá í
landi margfalt auðveldari
störf, sem þó eru jafn vel eða
betur launuð en sjómanns-
störfin. Einnig það að á sjón-
um verða frístundirnar ekki
að peningum og ekki er held-
ur hægt að eyða peningum, en
hvoru tveggja vilja menn hafa
möguleika á að gera, ef svo
ber undir. Eitt er það svo enn,
sem nefna má, að erfitt er að
draga undan skatti til sjós, en
það ku vera hægt í landi, og
fer ekki leynt í umræðum
manna að öðru vísi sé ekki
hægt að lifa. Svo virðist tíð-
arandin hafa breytzt. Áður
þótti það ekki maður með
mönnum, sem ekki hafði ver-
ið til sjós. Nú er öldin önnur.
Störfin eru ekki lengur met-
in eftir því, hve þörf þau eru
þjóðfélaginu, heldur eftir
ýmsum annarlegum sjónar-
miðum, sem fylgdu í kjölfar
auðfengins gróða eftirstríðs-
áranna.
En hvað er þá yfirleitt gert
til að laða menn að þessum
mikilvæga atvinnuvegi? Ég
efast um að jafn mikið sé lagt
í sölurnar við að fá íslend-
inga til að fara til sjós eins
og gert er til að fá Færeyinga
til að ráða sig á íslenzk skip,
hvernig sem á því stendur.
Ég veit ekki betur en útgerð-
armenn sendi erindreka sína
til Færeyja fyrir hverja ver-
tíð til að flytja áróður fyrir
því, að sem flestir ráðizt til
íslandsfarar og virðist þá ekk
ert til sparað. Þegar líður að
vertíðarbyrjun birta svo blöð
og útvarp viðtöl við útgerðar-
menn, þar sem þeir lýsa af
mikilli tilfinningu þeim voða,
sem útgerðinni og þjóðinni sé
búinn ef ekk fáist Færeyingar.
Hvað er svo gert til að beina
áhuga ungu drengjanna og
unglinganna að fiskveiðun-
um? Ég held að það sé því
miður alltof lítið, en það sem
gjört hefur verið, hefur þó
borið góðan árangur, að því er
ég bezt veit. Á þessu sviði eru
mikil verkefni fyrir höndum
og væri það vel til fundið að
útgerðin legði í einhvern kostn
að við að kynna þessi mál
betur meðal þjóðarinnar. 'Við
verðum að skapa það almenn-
ingsálit, að það verði aftur
ungs manns stolt að hafa
glímt við Ægisdætur. Við ró-
um öll á sömu skútu, þó mis-
jafnt sé verkefnið, en eitt eig-
um við þó sameiginlegt og
það er skyldan til að halda
henni á floti, ef við bregðumst
því, þá bregðumst við sjálfum
okkur. í því moldviðri blekk-
inga og stjórnmálaáróðurs,
sem beint er að okkur og við
mögnum sjálf, er hætt við að
við vörumst ekki brimið og
boðana í tæka tíð svo hægt
verði að sigla rétta stefnu til
öryggis og farsældar, sem okk
ur er búin, ef heilbrigð skyn-
semi fær að hafa yfirhöndina.
Ef til vill eru menn, sem
trúa því í raun og veru, að
hægt sé að lifa á Islandi í dag
án þess að draga fisk úr sjó.
Vonandi eru þeir samt ekki
of margir. Þeir tímar eru
kannske framundan, en of
fljótt finnst mér samt að snúa
baki við þeirri atvinnugrein,
sem gefur okkur allt að 95%
útflutningsverðmætanna.
Trillubátahöfn í Reykjavík:
Ég sá það í einu dagblað-
anna um daginn, að ekki er
talið fært fyrir ríki og bæ að
búa svo að trilluútgerðinni
hér að hægt sé í raun og veru
að stunda þá atvinnugrein.
Mikið lifandi ósköp getur stór
um mönnum vaxið lítill hlut-
ur í augum, ef þeir vilja hann
ekki sjálfir. Það er næstum
því ótrúlegt að ekkert sé hægt
um að bæta, þar sem ekkert
hefur verið gert áður.
í Reykjavík, sem eins og
aðrir landshlutar, á mikið
undir útgerðinni, væri ekki ó-
eðlilegt þó eitthvað væri gert
til að hlú að þessari atvinnu-
grein, sem gæti verið nokk-
urs konar millistig sjómennsk
unnar fyrir unglinginn milli
leiks með smábáta á tjörnum
og stærri fiskiskipa. Margur
dugandi sjómaður hefur hafið
sína sjómennsku á litlum
trillubát og fengið áhugann
og kunnátíuna þaðan. Ég veit,
að ef vilji og skilningur er
fyrir hendi, þá er hægt að
koma miklu góðu til leiðar.
Oft er þörf en nú er nauðsyn.
Á. B.
í? Félagslíf
ÍR SKÍÐAFÓLK
Aðalfundur Skíðadeildarinnar
verður í Þjóðleikhússkjallar-
anum (litla salnum) föstudags
kvöldi 25. þ. m. kl. 8.30.
Skíðadeild ÍR.
Frí skákmótinu í Bled
Framhald af 4. síöu.
Seinleg aðferð, en virðist hafa
borið góðan árangur. Annars
mun Gligoric vera mestur
málamaður þeirra keppend-
anna. Auk móðurmálsins talar
hann ensku, þýzku, rússnesku,
frönsku og spönsku. ítölsku
skilur hann að mestu og vafa-
laust fleiri mál að einhverju
leyti.
Þegar við Keres erum orðnir
einir eftir við borðið, notum
við tækifærið til þess að spyrja
hann u mskák hans við Benkö,
sem hinn síðarnefndi tapaði á
tíma, þegar hann átti eftir að
leika aðeins einum leik á til-
skylda tímanum.
„Hvert er álit þitt á loka-
stöðunni á móti Benkö?“
„Hún er nokkuð jöfn“, segir
Keres, „en Benkö ætlaði skakkt
í framhaldið, og hefði þá vænt-
anlega tapað peði“.
„Hvað um leikinn Bc5 hjá
Benkö eftir að þú hefðir drep-
ið hrókinn?“
„Já, það er rétti leikurinn,
en Benkö ætlaði að leika Bb2.
Eftir Bc5 hefði ég svarað með
Hd8. Þá er staðan lík, ef til vill
eitthvað betri hjá svörtum, en
ætti að vera jafntefli“.
„Já“, segjum við, sem höf-
um einmitt rannsakað þessa
leið, og komizt að þeirri niður-
stöðu, að hún sé ef til vill lítið
eitt betri hjá hvítum, en eigi
að leia til jafnteflis, „en þajð
er vitaskuld alveg vonlaust að
sleppa úr svona mikilli tíma-
þröng“.
Og svo minnumst við orða
Larsens, þegar óþekkti skák-
maðurinn spurði hann, hvað
hann ætti að segja við félaga
sína í Stuttgart um mótið hér
og keppendur, þegar hann kæmi
heim til sín.
„S'egið þeim“, sagði Larsen,
„að Keres, Smysloff og Gligor-
ic séu orðnir of gamlir, að Pet-
rosjan tefli of varlega í unnum
stöðum, að Benkö kunni ekki
að meðhöndla klukkuna, að Tal
sé of ungur, að Fischer hafi
kvef, og ef,“ bætir hann svo
við brosandi, um leið og hann
lítur á Friðrik, „ef ég hef
gleymt einhverjum, þá er hann
líka lélegur“.
Við kveðjum Keres og fáum
okkur morgungöngu á pósthús-
inu með bréf gærkvöldsins. Af-
greiðslustúlkan segir, að það
verði að opna bréfið, ef það á
að sendast í ábyrgð. Við skrif-
um utan á nýtt umslag. Sinn
er siður í landi hverju. Þetta
er ekki verra en að láta rit-
skoða bréf sín að sér forspurð-
um. Við höldum heimleiðis.
Hérlend kona hrópar á okkur
á götunni og talar móðurmálið
en ekki þýzku, eins og svo
margir hér. Hún vill fá enn
eitt nafn á kortið sitt. Þegar
við segjum henni á rússnesku,
að þetta sé aðeins fréttamaður
sem hún er að tala við, þá svar-
ar hún, að það skipti engu máli.
Freysteinn.
Vegna rúmleysis verður að
sleppa síðari hluta bréfsins. í
stað þess birtum við skák
þeirra Friðriks og Fischers.
Hvítt: Friðrik Ólafsson
Svart: Bobby Fischer.
SIKILEYJARVÖRN:
1. e4—c5
2. Rf3—d6
3. d4—cxd4
4. Rxd4—Rf6
5. Rc3—a6
6. Bc4
(Þetta er uppáhaldsleikur Fis-
chers en Friðrik hefur athugað
hann talsvert í sumar og beitti
honum með góðum árangri í
einvíginu við Inga R.).
6. —e6
7. a3
(Þessi leikur er ekki eins venju-
legur og 7. 0-0 eða 7. Be3).
7. —Be7
8. 0-0—0-0
9. Ba2—b5
10. f4—Bb7
11. f5—e5
12. Rde2
(Dræpi svartur nú peðið, 12.
—Rxe4 væri 13. Rxe4—Bxe4.
14. Rc3—Bb7. ý5. Dg4 hugsan-
legt framhald. 15. —d5 strand-
ar þá á 16. Bh6—Bf6. 17. Bxg7
—Bxg7. 18. f6 og hvítur vinnur
drottninguna).
12. —Rbd7
13. Rg3—Hc8
14. Bg5—Rb6
15. Rh5—Hxc3!?
(Nú hefði 15. —Rxe4 strandað
á 16. Bxe7—Dxe7. 17. Rxe4—
Bxe4. 18. Dg4 og hvítur vinnur)
16. bxc3—Rxh5
17. Bxe7—Dxe7
18. Dxh5—Bxe4
19. Dg4—d5
20. f6—Dc5
21. Khl—g6
22. Hael—He8
23. Dh4—h5
24. Dg5
(Hvítur hótar nú 25. Hxe4—
dxe4. 21. Dxg6 með máti í
næsta leik).
24. — Rc4
25. Bxc4—bxc4
26. He3—Df8
27. Hbl—Hb8
28. Heel—Hxbl
29. Hxbl—Bxc2
30. Hb7—Bf5
31. De3—Be6
(31. —Be4 strandar á 32. Db6—
Kh7. 33. Da7 en 31. Db6 á 32.
Dh6—Df8. 33. Dxf8—Kxf8. 34.
Hb8 mát).
32. Dxe5—Dxa3
33.. h3—Dclf
34 Kh2—g5
35. Ha7—h4
36.. Hxa6—Kh7
37. Hal!—Df4t
(37. —Dxal. 38. Dxg5 og mátar
í næsta leik, og 37. —Dd2. 38.
Hdl).
38. Df4t—gxf4
39. Hfl—d4
40. cxd4—Kg6
41. Hxf4—Bf5
42. Hf3—Kxf6
43. He3—Kg5
44. g3—Bd3
45. d5
og Fischer gafst upp vegna
prinsessunnar á d5.
Sveppur
Framhald af 12, síðu.
Áhrifaefni berserkjasvepps
berast óskemmd gegnum r.ýr-
un. Þess vegna hirtu sumir
allt þvag hinna „veldrukknu"
og kneifðu það hver af öðrum!
Hafa hinir fornu, austrænu
herkonungar Æsirnir ef til vill
þekkt þessa drykkjusiði? Tal-
ið er að Indíánar hafi líka
fyrrum farið á sveppafyllirí
og látizt jafnvel af eitrun.
Svíinn Th. Mörner segir að
í norsk-sænska ófriðnum 1814
hafi deild hermanna frá
Vermalandi gengið berserks-
gang. Þeir grenjuðu og felldu
froðu, eftir að hafa etið ber-
serkjasvepp. Talið er að ekki
löngu eftir árið þúsund hafi
berserksgangur verið bannað-
ur í No'regi með lögum og síð-
an mjög réanð. Bendir það til
að litið hafi verið á berserks-
gang sem eitthvað, er mönn-
um væri sjálfrátt og ættu að
geta hindrað, ef þeir vildu.
Skyldu hinir fornu berserkir
hafa geymt hin illræmda
svepp þurrkaðan í pússi sínu
og neytt hans áður en ganga
skyldi til orrustu? Af þessu
sést að Jochum Eggertsson
hefur fundið merkilegan
svepp, frægan í fornum sög-
um — og hættulegan enn í
dag.
Ing. Dav.
Framhald iaf 12.sf6u.
nóg, þá viljum við fá víðáttu-
meira Iand“. Nautgripir eru
ennþá gjaldmiðill blökku-
manna í Suður-Afríku og auð-
ur er talinn í nautum og „lob-
o!an“ eða brúðarverðið er á-
vallt greitt í nautum.
Hvorki lögregla né ríkis-
starfsmenn búast við öðru en
óeirðir brjótist út í Natal aft-
ur á næstunni. Og nu hafa
blökkumenn séð, að óeirðirn-
ar borga sig. Uppþotin í Cato
Manor í sumar leiddu til kaup
hækkunar verkamanna.
Rússar í USA
Framhald af 12. siðu.
sadda á pylsum, hamborgur-
um og öðru slíku og er farið
að langa í borsj og rúgbrauð.
Kaffið þykir þeim sterkt og
gott.
Rússarnir segjast ekkert
botna í, hvað umferðin er lítil
á sunnudögum síðdegis, sá
tími sé mesti umferðartíminn
í Sovétríkjunum.
Yfirleitt eru rússn, blaða-
mennirnir hrifnir af Washing-
ton og Bandaríkjamönnum.
Ingvar Ásmundsson.
Auglýsing m sveinspró
Sveinspróf fara fram. í þeim iðngreinum sem lög-
giltar er, í október/nóvember 1959.
Meisturum og jðnfyrirtækjum ber að senda formanni
viðkomandi prófnefndar umsóknir um próftöku nem-
enda sinna, ásamt venjulegum gögnum og prófgjaldi,
kr. 600.00, fyrir 6. október n.k.
Reykjavík, 22. september 1959,
Iðnfræðsluráð.
| 25. sept. 1959 — Alþýðublaðið