Alþýðublaðið - 29.09.1959, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 29.09.1959, Blaðsíða 6
Beíza hænsna hús í heimi ENGIN HÆNSNI í brezka heimsveldinu búa eins virðu 'lega og hænsnin í Kilcregg- an, skammt frá Glasgow. Þau spásséra um parketgólf fyrir svefninn, sofa á út- skornum panelhillum og verpa í bókaskápum og eyða deginum á gólfum þeim, sem enskur og skozk- ur aðall dansaði á í gamla daga. — Þetta merkilega hænsnahús var byggt af In- verclyde-fjölskyldunni um miðja síðustu öld. Eigandi hallarinnar, Char mers Wood, skozkur im- pressario, vissi ekkert hvað hann átti að gera við aðai- bygginguna þegar hann keypti eignina fyrir nokkr- um árum. Hann bauð hana til kaups en enginn taldi sig hafa ráð á, að búa þar. — ,,Nú veit ég ekki hvort ég tími að selja, því hvað f ég að gera við hænsnin mín?“ segir hann. Wood á 2000 hænsni og þau halda til í 14 af 15 söl- um hússins. Eina herbergið, sem þau fá ekki að koma í er kapellan, en þar dansar sveiatfólkið á laugardögum. Enn eru margir í nágrenn inu, sem muna þá tíð, er Inverclydesfjölskyldan var voldug og rík. Þá var höll- in uppljómuð á kvöldin og skrautvagnar fluttu gesti % til og frá í glæsilegar veizl- ur. Nú hylja fjaðrir og skít ur gólfin í stofunum. Margir brezkir herragarð ar eru. nú aðsetur opinberra stofnana, sumar fjölskyld- ur halda við erfðagóssum sínum með því að selja gest um aðgang. Ekkert annað óðal er þó sokkið jafn djúpt og Inverclyde. Inverclyde lávarður gafst upp á að eiga það 1924 og gaf það KFITM: Var það síðan æsku íýðsheimili í nokkur ár en varð aldrei vinsælt vegna bess hve afskekkt það er. KFUM seldi það svo fyrir i'áum árum. 40 000 kaloríur ÞVÍ ELDRI sem við verð- um, því færri hitaeiningar þurfum við til þess að lifa og dafna. Þegar menn eru orðnir 25 ára, fer kaioríu- þörfin stöðugt minnkandi úr því: Hún minnkar um 3% á tíu ára millibili á aldr inum 30 til 50 ára og 7.5% á hverjum tíu árum á aldr- inum 50 til 70 ára. Upplýsingar jþessar eru hafðar eftir ssenska prófess- ornum Ernst Abrahamson. Samkvæmt rannsóknum hans þarf kona í barn'snauð 40.000 kaloríur framyfir það, sem venjulegt er. Sér- staklega eykst kaloríuþörf- in á seinni hluta meðgöngu- íímans. NEW YORK er sannar- lega stórborg. Hiin hef- ur 9.843.000 íbúa og álíka margar rottur. GINA LOLLOBRIG- IDA er um þessar mundir í London og gerir þar innkaup. Hún sagði við blaðamenn, að sér fyndist hvergi bet (a að vera en í London. Ástæður: Ég fæ að vera í friði. Ég get hvílt mig. Hér eru engir slæpingjar á götunum, sem elta mann og æpa á eftir manni. BEZTA lýsingin á mál- ugri konu, sem við höf- um heyrt: — Hún sólbrennur á tung unni um sumarmánuðina. ^ TVEIR skálkar voru nýlega handteknir í V,- Þýzkalandi. Sök: — Þeir höfðu selt fólki lyf, sem þeir kölluðu: — „Næringar- meðal fyrir heilann“. — Salan hafði verið gífurleg hjá þeim. ijjfc KVENNASKÓLAR í Bandaríkjunum virðast sannarlega gæta þess vel, að nemendurnir læri allt það, sem kann að koma þeim að gagni í lífinu. í sumum bekkjum er stelp- unum kennt að snyrta sig: mála, púðra og annað, sem kvenfólk gerir sér til fegurð arauka. DESIRÉE Svíaprinsessa grét þegar hún kvaddi Kon- stantin Grikkjaprins í Aþenu í haust. En Marga- retha systir hennar hló, — Mauritz prins af Hassen virt ist hafa haft fjörgandi áhrif á hana. Orðrómurinn segir, að Haga-prinsessurnar hafi skemmt sér vel í þriggja vikna sumarfríi í boði Kon- stantins. Hann bauð til sín tíu prinsum og prinsessum úr Evrópu og dvöldu þau á Korfu. í Svíþjóð er allt gert til að bera til baka orðróm um, að í vændum sé írúlof- un prinsessanna, en ekki er útilokað talið, að eitthvað gerist í þessu á næstunni. Konstantin, gríski krón- prínsinn, er 19 ára sjóliðs- foringi. Hann og Desirée hittust fyrst á hinum mikla dansleik, sme Baldvin Belg- íukonungur hélt í sambandi við heimssýninguna í Briiss- el í fyrra. Desirée og Kon- stantin eru fimmmenningar, sameiginlegur forfaðir þeirra^ er Vilhjálmur keis- ari. í byrjun september komu grísku konungshjón- in í opinbera heimsókn ti’l Svíþjóðar og var búist við að þá yrði opinberuð trúlof- un Desirée og Konstantins en svo varð ekki. Desirée sagði einu sinni: „Drottning vil ég ekki verða. Það er alltof ábyrgð- armikið11. Margarethe systir hennar skemmti sér þó stórum bet- ur á Korfu. Hún var stöðugt með hinum glaða Mauritz prins af Hassen, sem einn- ig er í ætt við sænsku kon- ungsfjölskylduna í gegnum Viktoríu, Bretadrottningu. * ig, SNÁÐINN horfði á móð ur sína greiða sér fyrir framan spegilinn. — Eru þetta krullur, sem þú ert með í hausnum, — mamma, — spurði hann. t—Nei, þetta eru bylgjur, góði minn, svaráði móðirin. Snáðinn leit á föður sinn, sem sat í hægindastól skammt frá og las í blaði. — Og það sem pabbi er með í hausnum, er það ströndin? STJÖRNUBÍÓ á tíu ára afmæli í dag. Það heidur upp á æfmælið með því að sýna mynd frá Columbia, Ævintýr í langferðabíl, —■ heitir hún, og í aðalhlut- verkum eru June Allyson og Jack Lemmon. Stjörnubíó hefur sýnt margar góðar myndir frá því að það var stofnað og mætti nefna myndir eins og: -fc Brúin yfir Kwai fljótið, sem var valin bezta mynd ársins 1957 og fékk sjöföld Óskars-verð laun, FANGAR FRUMSKÓGARINS FERÐIR í gegnum frum- skóginn er löng og ströng. Frans reynir allan tímann að athuga landslagið til þess að komast að raun um, hvar í veröldinni þeir félagar hafa lent á jarðkringlunní. Héðan til eilíf8 föld verðlauns með Burt Lan Deborah Kerr, Á eyrinni, me Brando í aðal Skógarferðin, með Kim N William Holde Sölumaður de eftir hinu f-ræ| Arthurs Miller -fc Stúlkan við flj Sophiu Loren, ig mætti lengi En hann kemst að urstöðu og hann gi ur ekki ráðfært s: laga sína. Hvað sk ir villimenn ætla við þá? Skyldu ] 0 29. sept. 1959 Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.