Alþýðublaðið - 06.10.1959, Side 9

Alþýðublaðið - 06.10.1959, Side 9
( lfc»röttlr Q Knattspyrnan um helgina: Á SUNNUDAGINN var fóru fram þrír kappleikir. Tveir í Haustmótinu og úrslita- leikur í íslandsmóti II. flokks. Fyrri leikur Haust mótsins var á milli Þróttar og Vals; en sá síðari milli Víkings og Fram. Úrslitaleikurinn í II. flokki var svo milli KR og Ak- urnesinga. Veður var mjög gott og á- horfendur allmargir. VALUR — ÞRÓTTÚR 2:1, Leiknum lauk með -naumum sigri Vals að því er til mark- anna tekur. En þá sögu hafa fleiri félög að segja eftir viður- eign sína við Þrótt í mótinu, sem yfirleitt hefur sýnt dugnað og baráttuvilja. Hins vegar átti Valur mörg góð tækifæri í báð- um hálfleikium, sem sannar- lega hefðu átt að endast til að skora úr nokkur mörk í viðbót. Hins vegar eru misnotuð tæki- færi lítið betri en engin tæki- færi, nema þá til þess að færa viðkomandi heim sanninn um eigið getuleysi. Þrotti tokst að skora fyrst. Var það gert úr aukaspyrnu. Há sending sveif að markinu og knötturinn datt niður á mark- teig. Hver varnarleikmaðurinn virtist ætla hinum að bægja hættunni frá, en knötturinn skoppaði síðan inn í markið. Það var ekki fyrr en á 44. mín- útu að Val tókst að jafna. Það var Albert Guðmundsson, sem jafnaði. Hann fékk knöttinn á vítateigi, lék svo á hvern varn- arleikmenn Þróttar af öðrum og síðast á markvörðinn og renndi knettinum svo örugglega í markið. Albert lék miðherja og lagði hann hvað eftir annað knöttinn eins vel fyrir fram- herja sína í framlínunni og frek ast var unnt að gera bezt, en ekkert dugði. Er 16 mínútur voru af síðari hálfleiknum skoraðj Valur mark sitt. Það gerði Bergsteinn Magnússon og næsta óvænt, úr hinni erfiðustu aðstöðu, með skáskoti frá hægri. Markvörð- urinn kom út á móti, en knött- úrinn skauzt yfir hann. Á 36. mínútu sækir Þróttur fast á og Guðmundur Axelsson kemst í skotfæri og skýtur fast o gvel, en Björgvin Hermannsson bjargaði ágætlega. Aftur hafði Þrótti nær tekizt að jafn stuttu fyrir leikslok, er Árni Njálsson hyggst gefa markverði knött- inn úr þröngri stöðu og af stuttu færi. En allt slampaðist þó af á elleftu stunlu. Leiknum lauk svo eins og fyrr segir með sigri Vals. Gunnar Aðalsteins- son dæmdi og hefði að ósekju mátt vera röggsamari. FRAM — VÍKINGUR 8:1. Þarna tókst Fram loks að nýta tækifærin, sem buðust, skjóta og skora. Já, og svo um munaði. Átta sinnum lá knött- urinn í neti Víkings. Flmm sinn um í fyrri hálfleiknum og þrisv ar í þeim síðari. Áður en 15 mín útur voru af leik höfðu þeir skorað þrjú fyrstu mörkin. Guð mundur Óskarsson, sem lék miðherja, skoraði það fyrsta. Reýnir Karlsson stuttu síðar annað og svo Guðmundur aftur á 15. mínútunni. Síðar í hálf- leiknum bættu þeir Gretar og Karl Bergmann, sem nú lék aft ur á sínum gamla stað sem h. útherji, sínu markinu hvor við. í fyrri hálfleiknum komst mark Fram aldrei í neina hættu og Geir fékk aðeins einu sinni að snerta knöttinn eftir send- ingu frá samherja. Sókn Fram var nær algjör og mark Víkings í stöðugri og yfirvofandi hættu, sem Jóhanni Gíslasyni mark- verði og Pétri Bjarnasyni mið- framverði tókst oft að bægja frá. En þeir voru beztu menn Víkingsvarnarinnar. Er fimm mínútur voru af síðari hálfleik kom sjötta mark ið. Dagbjartur naut Þar hraða síns og skaut varnaimönnum Víkings ref fyrir rass, brunaði inn fyrir og skoraði. Var nú upp stytta á markaregninu um 15 mínútna skeið, en þá kom sjö- unda markið, upp úr snöggum samleki, og sendingu Karls til Reynis, sem skaut þegar óverj- andi. Skömmu síðar bætti svo Dagbjartur enn einu við og skor aði þar með áttunda markið. Þrátt fyrir ofui'eflið og ósigur- inn máttu Víkingarnir eiga það að þeir létu engan bilbug á sér finna, en börðust eins og þeir gátu. Og á 27. mínútu uppskáru þeir loks dálítil laun barátfu sinnar, er þeim tókst að skora eitt mark, eftir hornspyrnu. Það var h. innherji þeirra, Skúli Jóhannsson, sem það gerði. En hann var leiknasti maður framlínunnar og sá, sem mest reyndi að halda uppi sam leik Þar með nokkrum árangri. Bergsteinn Pálsson, sem lék út- vörð, átti oft góð tilþrif og gerði það, sem hann gat til að byggja upp sóknina hverju sinni, þó oftast yrði lítill árangur af. Fram-liðið lék allt af miklum hraða og sýndi oft, eins og áður, ágætan samleik úti á vellinum að viðbættu því að nú nýttust skottækifærin eins og útkoman sýnir, miklu betur en nokkru sinni fyrr í sumar. Má vera að tiltölulega opin vörn Víkings hafi og átt sinn þátt í mark- sælni Fram að þessu sinni, en takist þeim á annað borð að sigr ast á vaskleika sínum í skot- um, sem hingað til hefur verið þeirra Akkillesarhæll í leik, getur liðið í heild horft björtum og sigurstranglegum augum til framtíðarinnar, Dómari var Einar Hjartar- son. STAÐAN í Haustmóti Mfl. Ein umferð er eftir. Lið 1. KR 2. Valur 3. Fram 4. Þróttur 5. Víkingur L UJ T 3 3 0 0 3 3 4 2 3 0 0 3 0 0 0 0 0 2 3 3 M s 7:1 7:2 11:5 2:6 2:15 UNGVERSKA félagið Honved í Búdapest setti heimsmet í 4x1 ensk míla fyrir helgina. Tíminn var 16:25,2 mín., eða 4/10 úr sek. betra en gamla metið, sem áströlsk sveit átti._ Hlaupararnir voru: ______ Kovacs 4:07,4, Szekeres 4:07,6, Ihlaros 4:09,2 og Roszavölgyi 4:00,9, sem er frábært afrek algjöudega keppnislaust. Sennilega hefur „Rosza“ aldrei verið í eins góðri æfingu og nú. Gaman væri a® sjá hann í keppni við Waern hinn sænska. KR íslandsmeisfari í II. fl„ vann í A 30 Þetta eru fimmtarþrautarkapp- arnir: Björgvin Hólm t. v. kast- ar spjótinu — en fyrir ofan er Ólafur Unnsteinsson, sem seíti unglingamet. tti glæsileg í fimmfarþrauf BJORGVIN HOLM, IR, setti glæsilegt íslenzkt met í fimmt- arþraut á laugardaginn. Hann hlaut alls 3206 stig, en gamla metið, sem Björgvin og Pétur Rögnvaldsson áítu saman, var 3090 stig. Ólafur Unnsteinsson, UMFÖ, setti nýtt unglingamet, hann hlaut 2550 stig, sem er á- gætt öfrek. Einstök afrek Björgvins voru —- langstökk: 6,97 m., spjótkast: 55,97 m., 200 m.: 23,1 sek., kringlukast: 42,28 m. og 1500 m.: 4:46,8 mín. Árangur Björg- vins í langstökki og kringlu- kasi er sá bezti, sem hann hefur náð. Hann var mjög öruggur í langstökkskeppninni/hin stökk in tvö voru 6,85 og 6,92 m. Þeg- ar Björgvin stökk 6,97 m. hitti hann ekki vei á plankann og stökkið mældist 7,10 m. fiá tá. Úrslit urðu þessi: 1. Björgvin Hólm, ÍR, 3206 st. (íslandsmet) 2. Ólafur Unnsteinsson, UMFÖ 2550 st. (6,64 — 42,04 — 23,9 — 33,64 — 4:41,8) (ísl. unglingamet) 3. Unnar Jónsson, UMSK, 2009 Þess má geta, að Norðurlanda met í fimmtarþraut er 3300 st, og það á Svíinn Göran Waxgardi frá 1944. Til marks uir\ afrek: Björgvins má einnig geta þess, að á nýafstöðnu Heimsmeistara móti stúdenta, þegar Rússinn Kuznetsow setti heimsmet, —< hefði Björgvin orðið 3. með þennan árangur. gær RIKHARÐUR JONSSON, — fyrirliði íslenzka landsliðsins í knattspyrnu tók sér far með flugvél Loftleiða um hádegis- bilið í gæir, áleiðis til London, þar sem hann hyggst æfa og jafnvel keppa með hinu þekkta LEIKUR Akurnesinga og KR var aukaleikur í íslandsmóti II. flokks. Leikurinn fór fram vegna kæru Akurnesinga í sam- bandi við úrslitaleik þessa móts, sem fram fór í júlímánuði í sumar. Þá sigruðu KR-ingar með 3:1. Kæru sína byggðu Ak- urnesingar á því, að línuverði vantaði, en Það mun vera skylda að hafa línuverði á lands mótum. Málið gekk svo sinn gang og var leikurinn frá því í sumar dæmdur ógildur og nýr leikur látinn fara fram. En hann var svo ákveðinn á sunnu- daginn. Leikurinn fór fram á Háskóla vellinum, sem íæpast er hæfur sem æfingavöllur. hvað þá sem keppnisvöllur. Grjótharður og hallur. Með áhorfendur stand- andi á hliðarmörkum og jafnvel inni á leikvanginum sjálfum, svo línuvei'ðir geta tæpast unn- ið starf sitt þannig að vel sé. Væri sjálfsagt hægt með réttu að kæra slíka framkvæmd, ekki síður en þó línuverðina vatni. Leikurinn fór svo að KR sigr- aði aftur og nú með þrem rnörk- um gegn engu. Fyi'sta mark var sjálfsmark Bar það að með þeim hætti, þegar í byrjun ieiks, að einn varnarleikmanna Akurnes inga kom við knöttinn þegar markvörðurinn var búiiin að setja sig í stellingar til að taka á móti honum, brevtti það stefnu knattarins svo óverjandi varð fyrir markvörðinn. Annað markið gerði Svo v. innherjinn Halldór Kjartansson, eftir góða sendingu inn fyrir og fast skot, sem einnig varð markverði Ak- urnesinga, sem annars sýndi oft góð tilþrif, ofviða að verja. — Fyrri hálfleiknum la.uk þannig með 2:0 fyrir KR, en þeim síð- ari 1:0, en þá skoraði Jón Sig- urðsson innherji. Þrátt fyrir þessi úrslit sýndi lið Akurnesinga q£t góð ti’þrif, einkum úti á vellinum, en skorti snerpuna uppi við mark- ið. En slíkt er ekki einsdæmi og stendur til bóta er stundir líða Framhald á 2. síðu. knattspyrnusérfræðingunum hjá Arsenal lízt á mig. — Hlakkar þú ekki til að kynnast ensku knattspyrnunni? — Ekki er því að neita, jEng- land hefur lengi verið forystu- þjóð i knattsgyrrru og þó að aðr ar þjóðir standi Englendinguim framar, — eru fáir, sem draga í efa þekkingu og kunnáttu enskra knattspyrnumanna. — Nú var kallað á farþegana, svo að samtalið gat ekki orðið leng- ra. Íþróttasíða Alþýðublaðsina óskai' Ríkharði góðrar ferðar, og góðs árangurs í landi knatt- spyrnunnar. — Ríkharður mun. senda íþróttasíðunni bréf unœ dvölina ytra við fyrsta tæki- færi. j Ríkharður t. v. heilsar fyrirliða Bandai.'íkj. fyrir leikinn 1955. félagi Arsenal, ef tækifæri gefst. Tíðindamaður íþróttasíðunn- ar var staddur út á flugvelli — og spú^ði Ríkharð, hvað iengi hann ætlaði að dvelja ytra? — Það er allt óákveðið ennþá — ég mun koma heim um jól- in — en kannski fer ég utan aft ur, en það fer eftir því, hvernig V-Þýikaland Pólland 14:10 í handknatlleik VESTUR-Þjóðverjar signifto Pólverja í handknattleik fyrir nokkru með 14:10 (6:6) í Opp- eln. Á þessum úrslitum sézt, oSi Pólland er í framför í hancU knattleik, en í vor töpuðu þeir’ fyrir Þjóðverjum með 11:22. —« í landsleik kvenna í handknatfr" leik sigraði A.-Þýzkaland Ausá* urríki með 10:3 (7:2). j AlþýðublaðiS 6. okt, 1959

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.