Alþýðublaðið - 09.10.1959, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 09.10.1959, Blaðsíða 10
Kristinn o-g Steinunn í hlutverkum STUNDUM förum við í leik- hús fyrst og fremst til að hlæja, til að varpa af okkur á- hyggjuro og hversdagsieika- kennd og gleyma okkur eina kvöldstund: Við gerum þá enga meiri kröfu til leikhússins en aö því takist að veita okkur þessa gleði. Stundum tekst það, stund um ekki, en það er gróflega ó- skemmtilegt að þurfa að ganga krossbölvandi út af slíkri sýn- ingu, Við gengum út af sýningunni í Framsóknai'húsinu á sunnu- dagskvöldið, að vísu ekki skelli- hlæjandi, en þó hellur létt á brún og raulandi fyrir munni okkar um rjúkandi ráð, undur- snjallt pólití. keppnina hjá kön- um og brjóstið á Helga Sæm. Þetta var „fyrsta frumsýning11 hjá Nýju leikhúsi (ágætt nafn) og viðfangsefnið heitir „Rjúk- andi ráð“, söngleikur í þrem þáttum eftir Pír. Ó. Man, hver eða hverjir, sem það nú kunna að vera. Það var alveg rétt að ( taka það fram, að þetta er söng- j leikur eða söngvaleikur, Því að það er fljótsagt, að lögin og sumir lagatextarnir eru það | bezta í sýningunni. Jón Múli Árnason, sem hefur samið tón- : listina, er þarna kominn með lögin, sem við fáum á heilann : næstu vikurnar. Sumir textarn- | ir eru nokkuð skemmtilegir, ' einkum ef maður lætur sér nægja að hlýða á þá frá sviðinu, ®en lætur vera að gaumgæfa þá í leikskránni; hitt er það, að 1 enginn þeirra er gerður af sama listfengi og beztu vlsurnar í „Delerium búbónis“, svo að tekið sé nsertækt dæmi til sam anburðar. Sjálf historían verð- ur með bezta vilja varla köliuð annað en léttmeti, jafnvel þótt örli á áöeilu, sem er reyndar ekki markvís. En þeir atburðir, sem þarna gerast, koma mör- landanum ekki ókunnuglega •fyrir. sjónii', þótt með ólíkind- um sé. Fyndnin í samtólunum er umbúðalaus og höfðar kann- ski ekki ýkja mikið til heila- starfsemi áhorfandans eða fínni tauga, en er stundum hressileg. Oft eru tækifærin illa nýtt, en annars staðar helzti mikið (Rjúkandi ráð, brennandi á- hugi; eldlegur etc., íkveikjufær, ergelsisfær etc.,), svo að áhorf- andinn nennir ekki að roynda sig til að hlæja lengur. í heild sinni hafði maður þó gaman af þessu. En nú er sagan ekki hálfsögð fyrr en kemur til kasta leik- stjórans og leikendanna. Maður kynnist þarna ýmsu merkis- fólki, sem manni kemu.r kunn- uglegar fyrir sjónir en enskir lávarðar og ýmsir aðrir fasta- gestir á leiksviðum okkar. Þarna er Stefán Þ. Jónsson veit ingamaður, duglegur kaupsýslu maður fremur en heiðarlegur; Kristinn Hallsson gerir hann viðkunnanlegan í öllu braski sínu og leikur af töluverðum kúltúr. Um söng hans er ekki að tvíla, og intermezzóið söng hann af mikilli hjartans list (lyst), enda komst það til skila. Hins vegar dettur rnannj sein- ast í hug orðið kúltúr, þegar Steinunn Bjarnadóttir birtist á sviðinu í undarlegum múnder- íngum, svo að örgustu fugla- hræður blikna eða verða aðlað- andi. En Steinunni er hins veg- ar gefið þetta, sem öllum er jkki gefið: að þurfa ekki annað en sýna sig á sviðinu til að koma fólki til að hlæja. Og því skyldi maður þá mögla? Stein- unn er þarna marghrjáð þvotta- kona og langþreytt á skjólleys- inu í húskofa sínum og ófor- betranleik sonar síns. Þessi son ur, strokufangi, sem non irri- dicule heitir Skarphéðinn Níl- sen, ei' gervilegur og mannbor- legur í meðförum Erlings Gísla sonar, sem sýnir lipurð og sviðs öryggi. Ennfremur kynnumst við dóttur Stefáns og vinu Skarphéðins. Sú heitir Ásdís pg tekur þátt í fegui’ðarsamkeppni. Það dylst ekki, að Guðrún Högnadóttir, sem hana leikúr, er viðvaningur á sviðinu, én hún er hispurslaus og furðu ör- ugg. Svipbrigðin eru nokkuð fá-'; biotin, en tilsvörin alls ekki svd'-' slök. Enn skal til tíndur Lárus Lýsól, vínhneigður æskumaður. Einar Guðmundsson, sem .hann leikur, er ég ekki frá að búi yf- ir upprunalegri skopgáfu, sem þó ekki nýtur sín tú fullnustu hér, maðurinn ofgerir á köfium og allui' þessi mikli hristingur á honum virtist manni stafa af öðruin sjúkdómum en simplu fylleríi og afleiðingum þess. Prologusinn fannst mér ekki takast vel hjá leikaranum, en upplesturinn úr blaðinu siiöggt um betur. Fulltrúar réttvísinn- ar, þeir Ólafui' Eldibrandur Jónsson og Guðmundur Peter- sen Smith eru forkostnlegir í meðförum þeirra Sigurðar Óla- afssonar og Jóns Kjartansson- ar, og stjórnandi fegurðarsam- keppni ekki óhnyttilegur eins og Reynir Oddsson lýsir hon- um. Ótalinn er fulltrúi heims- fegurðarráðsins (Flosi Ólafs- son) og svo nokkrar þokkagyðj- ur, sem meir eru fyrir augað en eyrað. Eins og sjá má af þessari upp talningu eru í hópi leikenda furðumargir, sem ekki geta talizt mjög sviðsvanir. Það veld ur því engri furðu, að hér eru svo sem engin leikafrek á ferð- inni, og varla hnökralaus leik- ur. Hitt veldur eiginlega meiri furðu, hversu ánægjulegt yfir- bragð sýningarinnar er þrátt fyrir allt. Sá sem heidur í alla taumana er Flosi Ólafsscn, sem virðist vera ötull og ekki hæíi- leikalaus leikstjóri. Sviðið er lítið og fátt virðist honum bein línis lagt upp í hendurnar, en maigan erfiðleikann tekst hon- um a® leysa lystilega. Hraðinn er góður, einkum er á líður og staðsetningar oft gerðar af glöggu leikhúsauga. Sum atrið- in, sem slöpp eru frá hendi höf- undai', bætir hann stórum um (t. d. þegar Stefán semur við Skarphéðin um örlög „æsku- heimilisins"), og oft dettur hon um ýmislegt skemmtilegt í hug (t. d. stóllinn yfir haus Skarp- héðins í tugthúsaríunni). Svo er annað, sem betur hefði mátt fara og smekklegar, en ég nenni ekki hér að vera með sparða- tíning. Leiktjöld Hafsteins Austmanns eru mjög við hæfi, en dansar Carmenar Benitch ' heldur ómerkilegir og kannski um að kenna hve sviðið er lítið. I Sjálf er dansmærin gædd mikl- ■ um þokka. I Það kæmi mér ekki á óvart, þótt „Rjúkandi iáð“ yrði lang- líft hjá „Nýju leikhúsi“. Það er nú einu sinni svo, að innlendir leikir um innlent fólk, hvort sem manni er nú ætlað að taka ! þá í gamni eða alvöru, höfða löngum meir til alls þorra á- frambærileg íslenzk gamansemi horfenda en framandi fuglar. Maður fagnar' því alltaf, þegar er á ferðinni hér á leiksviðinu (svo sjaldan sem Það nú er), og hispurslaus framkoma leikend- anna í Nýja leikhúsinu og leik- gleði þeirra verður heldur til þess að auka á ánægjuna. Sveinn Einarsson, Framhald af 12. síSn. kengúrurnar, en enginn vírus hefur fundizt, sem nothæfur er, Þessar bollaleggingar hafa vákið mikla andspyrnu dýra- vina og ýmissa annarra aðila, sem benda á, að kengúran sé þaj dýr, sem sérkennilegast séi'fyrir álfuna, og hún skipi heiðurssess í skjaldamerki Ástralíu. Þar af leiðandi verði að vernda hana með öllum ráðum. í sumum hériiífum eru kengúruveiðar mikið stundað- ®ar, en ekki er hægt að utrýma átta milljón dýrum með byssu íeinni saman. «k. Nú hefur verið ákveðið, að ranflSaka nákvæmlega lifnað- ayþæiti kengúrunnar með það Éjrir augum, að finna ^,veika .JÖUikta“ í neyzluvenjum henn- ar. Mjög lítið er raunverulega . vitað um lifnaðarhætti ken- gúrunnar, enda þótt hún hafi verið kunn í 171 ár. Forstjóri náttúrugripasafns Ástralíu hefur látið svo um mælt, að öll vitneskjan um kengúruna sé ekki nema sem svari einu prósenti, og að það muni taka a.m.k. fimm ár að rannsaka hana vísindalega að nokkru ráði. Kengúrum hefur fjölgað gíf- urlega síðustu árin og er ekki vitað til, að þær hafi nokkurn tíma verið fleiri en nú. Shákin íi ' i Ceylon . Framhald af 4. síðu. aM nýju, getur hún varla látið afskiptalaust. «?ÁHANAYAKE og samstarfs rBfetin haps virðast nú ætla að rfyná að rífa sig út úr sam- !iu við ofsatrúarmenn og i öfgamenn og hefur ekki aðejns haft í för með sér fjÖldamorð og dráp forsætis- íáðherra, heldur er einnig á nffti öllum framförum og er- Iéhdum áhrifum. -ý^pnrningin er aðeins, hvort láahli eða nokkur annar er ijp&gilega sterkur pólitískt til þgss að koma á röð og reglu r;.hipdinu eða hvort þar held- úsfrátram baráttu allra gegn oRúm á þingi og í ríkisstjórn meðal þjóðarinnar. í flest- jlTYl" 'ti'ívikum hlýtur þingræð- lÉtíáð. bíða nokkurn hnekki á IfsýÍon eins og í öðrum lönd- úm Asíu, sem nýlega hafa Framhald af 2. síðu. vel. Loks kemur Gligoric ridd- urum sínum og drottningu í hættulegt samspil við kóngs- búð andstæðingsins, fær hann jafnvel betra tafl, en tekur þá þann kost að þráskáka. Að- spurður eftir skákina, hvers vegna hann hefði ekki teflt til vinnings, svarar Gligoric; „Það gat ég ekki gert — samvizku minnar vegna“. Freysteinn. Syndir • Framhald af 12. síðu. og dýrmætir. Það reið á að smygla þessum griþum gegn- um járntjaldið. Hún kvað kist- una vera á leið til Englands með skipi, en peninga vant- aði til að leysa hana út. Ábót- inn lánaði henni 550 sterlings- pund og síðan hvarf Marie á brott, Engintn þessara auðtrúa manna sá hana aftur, hvít- hærðu ástiiðiegu konuna. Dag einn hné hún niour á götu, látin úr hjartaslagi. Hún bjó á ódýru liótelherbergi og eng- inn gat séð á henni, að hún hefði milljónaverðmæti saum- uð inn í klæði sín. H, IÚN VAR grafin á kostn- að sevitarinnar. En er kirkju- klukkurnar hringdu við jarð- arför hennar hafði lögreglan lokið við að rekja slóð henn- ar. Hún var ekki dóttir auð- ugs herforingja eins og hún oftast hafði haldið fram. Faðir hennar var fátækur skósmið- ur í Graz í Austurríki. Fyrsti maður hennar var enskur þjónn, sem hún giftist til að fá enskan ríkisborgararétt. Þau komu til Dover 1948 og síðan sáust þau hjónin ekki. I nokk- ur ár vann hún fyrir sér sem ráðskona, en gerðist síðan stórsvindlari og ferill hennar er slíkur, að lögreglumenn Scotland Yard Iiafa sjaldan komizt í kynni við annað eins. Litli blómsveigurinn á gröf hennar er sagður vera frá leyniiögreglumanninum, sem kom of seint. Udmunauppboð Framhald af 12. síðu. gerð úr frönsku gobeiíni, stofu sófi Matthiasar Jochumsonar, sem áður liefur verið seldur á uppboði í Odda árið 1887, og stofuborð úr mahogny, sem var í eigu Einars Benedikts- sonar skálds. Er þetta í fyrsta sinn að minjagripir sem þess- ir eru seldir á uppboði hjá Sigurði. Ekki vill hann láta uppi, hverjir hafa átt þá síð- ast, en væntanlegum liaupend- urn verður auðvitað sagt það. LíKÓSNINGAíSKRIFSTOFA Alþýðuflokksins í Reykjavík er í Alþýðuhúsinu, onin kl. 9—7 og 8—10 hvern virkan dag, símar 15020 og 16724. Alþýðuflokksmenn eru beðnir að líta inn og veita allar þær upplýsingar sem að -gagni mega koma. Einkum er áríðandi að láta vita af þeim, sero fjarverandi verða á kjördag, hvort heidur þeir eru úti á landi eða erlendis. — Kosningasjóðurinn hefur aðsetur sitt á flokksskrifstofunni og er þar veitt viðtöku framlögum í hann. — utankjörstaðat- kvæðagreiðsla stendur nú yfir og eru allir alþýðuflokksmenn minntir á að kjósa, sem búast við að vera fjarverandi á kjör- dag. Þeir sem þurfa á fyrirgreiðslu að halda í þessu sambandi eru beðnir að hafa tal af stafsmönnum flokksskrifstofunnar. Kosið er dagle-ga í nýja Fiskifélagshúsinu við Skúlagötu kl. 10—12, 2—6 og 8—10. Á sunnudögum er opið þar 2—6 og 8—10. 10 9- okt. 1959 — Alþýðublaðið < i ( '• i IA

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.