Alþýðublaðið - 17.10.1959, Page 5
ÞEGAR „Gullfaxi“ — Yis-
count-flugTél Flugfélags ís-
Iands — var á leið frá Kaup-
mannahöfn til Reykjavíkur í
fyrradag og var nýlent á Raf-
rew-flugvelli við Glasgow, fór
flugvélin gegnum hóp af svart-
bökum, sem setið hafði á flug-
brautinni. Lenti einn fuglinn í
skrúfu nr. 2 og fór inn í hreyf-
ilinn.
Skemdir voru ekki sjáanleg-
ar á flugvélinni eftir þetta, en
rétt þótti að láta sérfræðinga
athuga hreyfil og skrúfu. Voru
farþegar því skildir eftir í Glas
gow og „Gullfaxi11 flogið á 3
hreyflum til London.
Er fréttir um þennan atburð
bárust Flugfélagi íslands í
Reykjavík, var ákveðið að
„Hrímfaxi1, sem verið hafði í
innanlandsflugi þennan dag, —
skyldi sendur til Glasgow til
þess að sækja farþegana. Fór
hann héðan kl. 6 í fyrradag og'
kom aftur með farþegana til
Reykjavíkur laust eftir kl. 1 í
fyrrinótt.
. . . þegar ég las frásögn
Morgunblaðsins í gær af
síðasta Heimdallarfundi. —
Þar stóð: „Hér er því mjótt
á mununum, en fundurinn
í gærkvöldi ber þess vott,
að unga fólkið skilur, að
stefna þess og stefna Sjálf-
stæðisflokksins FALLA
Efir komu „Gullfaxa“ til
London, rannsöukðu sérfræð-
ingar frá Rolls-Royce verk-
smiðjunum hreyfil nr. 2 og
skrúfuna, en fundu engar
skemmdir. Flaug „Gullfaxi11 að
svo búnu heimleiðis og lenti á
Reykjavíkurflugvelli laust eft-
ir kl. 3 í gær.
Kommúnistar
W
H IK B
PÁLL KRISTJÁNSSON, 2.
maður á lista komúnista í Norð
urlnadskjördæmi eystra, skýrði
frá því á útvarpsfundi á Akur-
cyri í fyrrakvöld, að Sósíalista-
flokkurinn. hefði boðið Þjóð-
vörn annað tveggja: 1. sæti í
Norðurlandskjördæmi vestra
eða 1 .sæti á Vestfjörðum, ef
Þjóðvörn vildi ganga í kosninga
bandalag við komma.
Ekki er vitað, hvað gera átti
við Hannibal eða Gunnar, ef
þessu boði hefði verið tekið. —
Hins vegar sýnir tilboðið, að
öllu verða kommar fegnir.
Symfóníu-
hljémleikar.
Á TÓMLEIKUM Sinfóníu-
hljómsveitar íslands í Þjóðleik
húsinu var fullt hús og er það
mjög ánægjulegt og ber vott
um vaxandi áhuga.
Etjórnandi var Þjóðverjinn
Hans Zanotelli og gerði bann
margt ágætlega, en hnökrar
voru á, og þeir virtust mér frem
ur að kenna slóðaskap spilara
en stjórnanda. Verkin voru:
Klassíska sinfónía Prokoffievs
og J úpítersinf óní a Mozarts,
sem báðar tókust veí, en þó
einkum Júpíter, sem var með
mjög góðum heildarsvip.
Hápunktur hljómelikanna
var píanókonsert Tschaikow-
skys, sem bandai'íski píanóleik
arinn ungfrú Ann Schein lék
einleikinn í. Rytmi, tempcra-
ment og afbragðs tækni ung-
frúarinnar gerðu þennan marg
spilaða konsert sérlega.ánægju
legan og hljómsveitin lét ekki
sitt eftir liggja. Ungfrúih hef-
ur greinilegt vald á hljóðfær-i
sínu og spilaði kpnsertinn af
snilld, öll litbrigði hutu sín hið
bezta og fortespilið var stór-
kostlegt. G.G.
HVERFISSTJORAR í
Melaskólahverfi eru
minntir á fpndinn í dag
kl. 2. Fundurinn verður á
skrifstofum Alþýðuflokks
ins og eru menn minntir
á að sækja fundirtn vel.
t>etla er að
gerast
Vilja ráðherra
frá
BONN, 16. okt. (Reuter).
Félagsskapur manna, er of-
sóttir voru af nazistum, hef-
ur fraið fram á, að Theodor
Oberlánder, er fer með mál
flóttamanna, verði leystur
frá störfum. Hefur félags-
skapurinn beðið Gerstenmai
er, forseta neðri deildar sam
bnadsþingsins, um að hefja
rannsókn á ásökunum í garð
prófessorsins.
Hefur ráðherrann neitað
sakargiftum um að hann
hafi átt þátt í morðum á
pólskum gyðingum í Lem-
berg 1941. Lét hann um dag
inn gera upptækt blað fyrr-
nefndra samtaka, þar sem
það var haft eftir pólska
kommúnistaf oring j anum
Gomulka,' að Óberlánder
bæri ábyrgð á drápi pólskra
prófessora í Lemberg 1941.
Stórsigur de
Gaulíe
PARÍS, 16. okt. (Reuter).
— Fyrsta traustsyfirlýsing-
in, sem farið hefur verið
fram .á, .síðan fimmta lýð-
veldið var stofnað, var sam-
þykkt í dag með 441 atkv.
gegn 23, en 28 sátu hjá. 57
þingmenn mættu ekki til at-
ar. Síðan segir hann: . . .
um stefnu de Gaulle í Algi-
ermálinu. — 10 þingmenn
sögðu sig úr Gaullistaflokkn
um á meðan á umræðunni
stóð.
Kassem-hátfó
BAGDAD, 16. okt. —
(Reuter). — íraksbúar und-
irbúa nú hátíðahöld í til-
efni af því, að Kassem, for-
sætisráðlierra, komst undan
kúlum tilræðismanna og er
nú að koma af sjúkrahúsi. —
Verður gert mikið torg, —•
þar sem skothríðin fór fram
og verður sundurskotinn
bíll ráðherrans geymdur
þar.
Blöð í Bagdad skýrðu í
morgun frá nýju samsæri
gegn ráðherranum.
fsjóðnýting.
LONDON, 16. okt. —
(Reuter). — Einn af sérfræð
ingum jafnaðarmanna í efna
hagsmálum hvatti flokkinn í
dag til að ganga af þeirri goð
sögn dauðri, að hann hygg-
ist þjóðnýta hvað sem er.
Douglas Jay, fyrrverandi
yfirmaður efnahagsdeidfar
fjármálaráðuneytisins í síð-
ustu stjórn jafnaðarmanna,
setti fram þessa skoðun í
grein í tímariti jafnaðar-
manna Forward. „Orðið þjóð
nýting skemmir fyrir jafnað
armannaflokknum. Þetta er
staðreynd og það þýðir ekki
að bera á móti henni, þótt
maður kunni að harma
hana“.
íhaldsblaðið Daily Ex-
press sagði í dag, að allt
benti til, að Aneurin Bevan
væri á leið lengra til vinstri.
Neytendur horga
PEKING. 16. okt. —
Stjórn kínverskra kommún-
ista gerði í dag ráðstafanir
til að auka matvælafram-
leiðslu með því að lofa bænd
um hærra verði fyrir veiga-
miklar fæðutegundir, er rík-
inu eru afhentar. En kostn-
aðinum af þessu verður a'ö
nokkru velt yfir á neytend-
ur, að því er segir í fyrirmæl
um stjórnarinnar.
Ráðherra-
skipanir
LONDON, 16. okt. —
(Reuter). — Harold MacmiU
an tilkynnti í dag nokkrar
nýjar útnefningar í stjórn
sína, þ. e. a. s. ráðherra, sem
ekki eiga sæti í sjálfu ráðu-
neytinu (Cabinet). Carring-
ton lávarður verður flota-
málaráðherra og Christoph-
er Soames, tengdasonur
Churchills verður áfram
hermálaráðherra.
HéSvörður
skofinn.
VARS JÁ, 16, okt. (Reuter) ; *
— Yfirmaður pólska þjóð- ' ’
kvæðagreiðslunnar, sem var
skotinn til bana í gærkvöldí
af tveim mönnum, sem brut
ust inn í aðalstöðvar þjóð-
varðarliðsins og skutu á
bann. Lögreglan hefur hand
tekið tvo menn.
ernl sonar síns!
RÓM, 16. okt (Reuter). —
Leikkonan Ingrid Bergman
flaug í dag til Parísar með
börn sín þrjú, þrátt fyrir
tilraun, sem fyrrverandi eig
inmaður hennar, Roberto
Roselini, gerði til að koma
í veg fyrir það í síðustu
stundu, að drengurinn Rob-
ertino færi með henni.
S'endi hann símskeyti til
Jögreglunnar í Róm og mót-
mælti því, að hinum níu ára
gamla Robertino yrði feng-
ið yegabréf á þeirri forsendu
— að á fæðingarvottorði
hans væri ekki getið móo-
urinnar.
Skeyti Rosselinis varð til
þess, að skyndifundur var
haldinn með lögreglunni og
lögfræðingum, en ekkert var
gert í málinu og Ingrid fór
óáreitt.
í skeytinu hótaði Rossel-
lini að gera hvern þann á-
byrgan, er framkvæmdi
dómsákvöðrunina, um að
Ingrid skyldi fá börnin. —
Bendir hann síðan á, að
fyrsta barnið, Robertino, —
hafi við fæðingu verið skrá-
sett „sonur Roberto Rossel-
lini og N.N.“ og því hafi aldr
ei verið breytt, þrátt fyrir
hjónaband foreldrártna síð-
ar. Síðan segri hann: „ . . .
samkvæmt lögum er ekki
hægt að fá Robertino í hend-
ur konu, sem ekki er sannað,
að sé móoir hans“.
SALA mxða í Heimilishapp
drætti SUJ er hafin. Kost-
ar hver rniði aðeins 10 kr.
og er þetta því ódýrasta
hapdrætti ársins. Vinning-
ar eru þessir: Sófasett og
sofábcrð frá Öndvegi, borð-
stofuborð og stóll frá Önd-
vegi, borðstofuskápur frá
Öndvegi, Hamilton Beach
hrærivél frá J. Þorláksson
og Norðmann, ryksuga frá
Heklu og Rafha eldavél. —
Miðar fást á skrifstofu SUJ
Alþýðuhúsinu við Hverfis-
götu, sínxj 16724. Dregið
verður 24. desember. —
Góð jólagjöf.
smáar og stórar.
Framlei'ðsla okkar byggist á
margra ára reynslu og hag-
nýtri þekkingu.
Framleiðsla okkar mun geta
gert yður ánægðan.
VEB Berliner
Gíxxhlanipen-Werk,
Berlin 0 17, Warschauer Platz
9/10, Telegramm:
Glúhlampen-Werk, Berlin.
Deutsche Demokratische
Republik.
SEBjilJB GlÍÍHLRniPED*UI!8
Einkaumboðsmenn: EDBA H.F. Pósthólf 906. Reykjávík.
Alþýðublaðið. — 17. okt. 1959 §
WWMWtWMIWMMWWWMMWWV