Alþýðublaðið - 17.10.1959, Side 10
$
ÉG hef sjaldan beðið nokk-
urrar leiksýningar með jafn-
mikilli eftirvæntingu og sýn-
ingar Þj óðleikhússins á „Blóð
brullaupi“ spænska skáldsins
Frederiio Garria Lorca, þess-
arar undarlegu, ljóðrænu og
ofsafengnu sýnar, „hálf í und-
irheimum, hálf í manna-
byggð“; þessa átakanlega óðs
um hnífinn og moldina, þess-
arar óumflýjanlegu glímu við
ástina, blóðið og dauðann. í
mér var fagnaðarvon, en líka
tiggur: Hér myndu mætast
; suðrænt skap og norrænt
skap, suðrænir hættir og nor-
rænir, suðrænn andi og nor-
rænn. Garcia Lorca er þjóð-
legt skáld, „og hinn rammi
safi rennur frjáls í gegnum
rót er stóð í sinni moldu
kyrr“. Myndum við eiga lista-
menn er gætu flutt o'kkur
verðmæti listaverksins svo að
okkur þætti ekki „illa rætt
Hins vegar verður formi
Blóðbrullaups ekki lýst með
einu orði; þetta er einkenni-
legt leikrit. Byrjunin er all-
raunsæileg og persónurnar
tala saman á alþýðumáli eins
og það verður fallegast, hnit-
miðað, vandað, en býr þó yf-
ir lýrikk — þannig tala líka
persónurnar hjá íranum
Synge og stundum hjá íslend-
ingnum Jóhanni Sigurjóns-
syni. í brauðkaupsatriðunum
leyfir Lorca okkur að kynn-
ast að nokkru spænskum þjóð
háttum, sem hann unni svo
mjög, og fléttar þar inn í
margan skáldskapinn í þjóð-
vísnastíl. En í síðasta þætti
stígur hann skrefið til fulls og
nú er allt í bundnu máli.
Máninn og dauðinn tala til
okkar og við kynnumst við-
arhöggsmönnum, sem við vit-
um ekki hvort eru af þessum
heimi eða öðrum; þeir eru
eins og draummenn í forn-
bókmenntum okkar, tala
skáldlega og í gátum, en
Einnig Brecht fer með efnið
á persónulegan hátt, hann er
ekki fyrst og fremst fagur-
keri, heldur boðberi.
Efnisþráðurinn í Blóð-
brullaupi er ekki flókinn, en
gefur þó tilefni til mikilla
dramatískra átaka, og um
þennan þráð spinnur Lorca
sinn ljóðræna glitvefnað.
Hvort tveggja þarf að komast
til skila í listrænni einingu?
Ef finna ætti sýningu Þjóð-
leikhússins heiti, yrði það
eitthvað á þessa leið: Lorca
snúið á íslenzku. Þetta er
ekki sagt leikstjóranum, Gísla
Halldórssyni, til hnjóðs,
sennilega hefur hann valið
réttu leiðina, kannski jafnvel
einu leiðina. Allt fylgist þar
að. Hannes Sigfússon hefur
fylgt fordæmi Magnúsar Ás-
geirssonar, er hann þýddi
vögguþuluna, og valið leikrit-
inu mjög svo íslenzkan bún-
ing. Hann beitir t. d. mikið
höfuðstöfum og stuðlum, og
meira að segja í þeim hluta
Lárusar Ingólfssonar virðast
sæmilega spænsk ásýndum,
en hins vegar éru þau tæplega
svo listrænn j þátttakandi í
leiknum sem hér gafst tæki-
færi’til. Landslagstjöldin eru
lágkúrulég, eni einna bezt tók-
ust tjöldin í tveim síðustu at-
riðuHUm.. Einfaldleikinn hafði
þar góð áhrif. En í heild voru
tjöldm '-.ekki gerð af inn-
MoBirin verður manni
minnisstæðasta persóna leiks
ins” fyrir túlkun Arndísar
Björnsdóitur. Hún fær mann
að vísu ekki til að trúa því að
hún sé örgeðja alþýðukona
vaxin upp í spænskri mold.
En leikur hennar er rismikill
og svipmikill, en þó einfald-
ur í sniðum, en um leið svo
mannlegur, að hitt skipti ekki
svo miklu máli. Þessi kona
var í ætt við ýmsar stoltar og
heifræknar konur í norræn-
um bókmenntum, og í lokin
er leikur Arndísar upphafinn;
hún verður táknmynd móður
í sorg, hver sem hún er og
hvar sem hún er, í Andalúsíu
eða á Seltjarnarnesinu. Við
hlið hennar verður Brúðgum-
inn og Brúðurin helzti svip-
laus í meðförum 'Vals Gústafs
sonar og Guðrúnar Ásmunds-
dóttur. Skilningur hans er
eflaust réttur: fáskiptinn en
blossar upp á milli, en túlkun
hans var dauf. Guðrún leikur
og undarlega sett“, eða mynd-
um við áhorfendur vera þess
búnir að taka við? Hið þjóð-
lega yrði alþjóðlegt, almann-
legt.
„Blóðbrullaup" (Bodas de
sangre) samdi Lorca 1933;
hann var þá 34 ára gamall og
hafði lengi fengizt við ljóða-
gerð og leikiitagerð. Sum ljóð
in hans, þjóðleg að anda, voru
sögð á hvers manns vörum á
Spáni í þann tíð (sjálfur ferð-
aðist hann stundum um með
gítarinn sinn og söng þau), og
engin spænsk ljóðabók er
sögð hafa verið meir lesin á
þessari öld en Sígaunasöngv-
ar hans, Romaneero Gitano.
Sú Ijóðabók hans kom út árið
1928, en árið eftir dvaldizt
Lorca í Bandáríkjunum ogorti
þar ljóð allt annars eðlis en
hann hafði áður gert; bók-
menntafræðingar hafa þar m.
a. þótzt finna áhrif frá súr-
realistunum frönsku. Fyrstu
leikrit Lorca þóttu fremur
lýrísk en dramatísk, t. d. Ma-
riana Pineda (1924), sem er
frelsisóður, eða Ást Don
Pimperlins (1931), en þar
bregður Lorca á glettinn leik.
Vald á máli er* honum sem
meðfætt, en hann er að leita
sér að formi.
En með Blóðbrullaupi vann
hann úrslitasigur og það leik-
rit aflaði honum smám sam-
an heimsfrægðar. Nú kom
hvert stórverkið á fætur
öðru: Dona Rosita (1934),
Yerma (1935) og Hús Ber-
nördu Alba (1936). Hið síð-
astnefnda auðnaðist höfund-
inum aldrei að sjá á sviði;
' falangistar skutu hann til
1 bana áður en það yrði, þótti
hann nóg hafa kveðið.
Leikurinn um meyna Ro-
situ skipar nokkra sérstöðu
meðal þessara verka og er
fyrst og fremst táknrænn íeðli
sínu og formi, en hin þrjú
hafa verið flokkuð saman og
kölluð alþýðuleikir Lorca. Má
það að sínu leyti fil sanns
vegar færa, persónurnar eru
alþýðufólk, bændurnir sem
yrkja jörðina í Andalúsíu.
gegna þó sama hlutverki og
kórinn í grískum harmleikj-
um: skýra og undirbúa það
sem er að gerast. Völvan
sjálf er móðirin, hún sem í
upphafi leiksins varar við
hnífnum — bölvaldinum, og
sem rís ein upp úr hinni
miklu grátmessu kvennanna
í lokin, þegar hún hefur misst
allt vegna þessa „kutalings“.
Enn kemur manni í hug grísk
ur harmleikur, örlögin, sem
ekki verða umflúin.
Atburðarásin er jafn ein-
föld og efnið er voldugt. Móð-
irin hefur misst mann sinn
og eldri son í ættadeilu.
Yngsti sonur hennar, stolt
hennar og gleði vill giftast
stúlku, sem áður var heit-
bundin öðrum. Sá heitir Leon-
ardo og er nú kvæntur
frænku fyrri unnustu sinnar.
Leonardo er af Felixættinni,
einn af óvinunum; og móðirin
umturnast af heift og ótta,
þegar hún hefur spurnir af
því. En gangur lífsins verður
ekki stöðvaður, það líður óð-
um að brúðkaupi, og þegar
það stendur sem hæst, flýja
brúðurin og Leonardo. í síð-
asta þætti verðum við vitni
að síðustu stundum elskend-
anna, áður en brúðguminn og
Leonardo deyða hvor annan í
einvígi. Lokaatriðið er nær
samfellt harmljóð kvennanna,
sem eftir lifa, það sem Grikk-
ir kölluðu threnos. Orð móð-
urinnar í lokin minna á orð
Mauryu, sjómannsekkjunnar
í „Riders to the Sea“ eftir
Synge. Báðar hafa misst það,
sem þær áttu dýrmætast og
nú kvíða þær engu lengur.
Færðar hsfa verið að því
sterkar líkur, að Lorca hafi
þekkt til þessa leikrits Syng-
es. Víst er um það, að minnið
(mótívið) er svipað, en hins
vegar er formið annað og efn-
ismeðferð öll mjög persónuleg
og sjálfstæð hjá Lorca. Enn
eitt leikrit með svipað minni
mætti nefna. Það er „Byssa
Senoru Carrer“ eftir Bert
Brecht, og gerist einmitt á
Spáni í borgarastyrjöldinni.
Móðirin — Arndís Björnsdóttir.
leiksins, sem í bundnu máli
er, minnir túlkun hans ekki
svo mjög á þjóðkvæði okkar
heldur enn eldri skáldskap
íslenzkan, bæði um hrynj-
andi, orðaval og anda. Ég hef
ekki átt þess kost að bera
saman þýðinguna við erlenda
texta, en gaman væri að kynn
ast túlkun Hannesar nánar,
því að ekki var annað að
heyra en hún væri falleg og
um marga hluti merkileg. Á
þessum grundvelli skapar svo
Gísli sýningu sína og hefur
þá fast undir fótum; sýning-
in er ljóðræn og á köflum
dramatísk, en hins vegar
ólgar þar ekki spænskt blóð
heldur íslenzkt. Leiktjöld
hlutvérk sitt af miklum þokka
en því er ekki að leyna, að
hana skortir þroska til að
túlka fáorða harmsögu þess-
arar ástríðumiklu stúlku.
Framsögnin er skýr, en rödd-
in hefur engan sellóhljóm og
túlkunina alla skortir þrótt
og ástríðuhita. Það liggur við
að frænka hennar eigi meira
af ólgu blóðsins í geðþekkri
túlkun Helgu Valtýsdóttur,
og eiga þær þó að vera and-
stæður,. Helgi Skúlason er
skapheitur og karlmannlegur
(nema helzt í hreyfingum)
sem Leonardo, athyglisverð-
ur leikur, sem lofar meiru.
En eitt vantaði í samskipti
þessa unga fólks: hina suð-
rænu glóð ástríðunnar, bruna
blóðsins (eins og reyndar í
alla sýninguna). Baldvin Hall-
dórsson (Máninn) og Herdís
Þorvaldsdóttir (Dauðinn)
fóru ljómandi vel með sitt
bundna mál; gervi hennar og
framkoma (einkum á aðalæf-
íngu) áhrifaríkt. Af öðrum
leikendum er ástæða til að
geta Regínu Þórðardóttur
fyrir geðfellda túlkun á hlut-
verki móður Leonardos. Lárus
Pálsson naut sín ekki að
marki í gervi föður brúðar-
innar. Hér var ekki rétt skip,-
að í hlutver'k.
Gísli Halldórsson hefur
gengið heiðarlega til verks.
Hann hefur forðast öll ódýr
leikbrögð, allar spænskar
glansmyndir fyrir ferðamenn.
Hins vegar er sviðssetning
hans ekki verulega hug-
myndarík, og leikstjórnin
nokkuð þung. Hraðinn var oft
ekki mikill og við það komst
lýrikkin til skila, en hins veg-
ar full sveiflulaus til að
verka örvandi á áhorfendur.
Þau atriði, þar sem gleðin á
að ríkja (brúðkaupsgestir
koma etc.) tókust ekki veru-
lega vel, og seint ætlar ís-
lenzkum leikstjórum að tak-
ast að koma listrænu sniði á
hópatriði.
Hér hefði verið gaman að
ræða, þótt ekki nema lítillega
væri, um spánska leikritun,
ekki aðeins fyrirrennara
Lorca, Guimerá og - Bene-
vente, sem báðir skrifuðu um
alþýðufólk, heldur og aðra
eldri og frægari höfunda, því
að mér vitanlega er þetta í
fyrsta skipti að hér er sýnd-
ur á sviði spænskur sjónleik-
ur, ef frá er skilinn smáleik-
ur eftir ónafngreindan höf-
und, sem Leikfélag Reykja-
víkur sýndi fyrir um 50 ár-
um. En rúmið leyfir það ekki.
Ekki heldur að gera skáld-
skap Lorca nein veruleg skil;
ég vil í staðinn leyfa mér að
benda á ágæta grein eftir
Hannes Sigfússon í leikskrá
Þj óðleikhússins.
Innan um þá mannlífs-
mynd, sem næstu verkefni
Þjóðleikhússins, ensk og ame-
rísk, sýna okkur, verður þessi
Lorca-sýning sérstakur heim-
ur, vin. Þó ekki væri nema
fyrir það, er þessi sýning við-
burður, sem ég vil hvetja fólk
til að láta ekki fara framhjá
sér. Svo undarlega vildi til,
að þau atriði, sem hvað fram-
andlegust eru, t. d. bónorðs-
atriðið, reyndusí gædd hvað
mestum þokka. Er þetta ekki
bending um, að leikhúsmönn-
um okkar er óhætt að færa út
kvíarnar, nema ný lönd?
Sveinn Einarsson.
HÆSTIBÉTTUR kvað í gær-
morgun upp dóm í máli Rolanil
Pretious, skipstjóra á brezka
Iandhelgisbrjótnum „Valafelli"
Var hann dæmdur í 100 þús.
kr. sekt til landhelgissjóðs ís-
lands, en átta mánaða varð-
liald komi í stað sektarinnar,
verði hún eigi greidd innan
fjögurra mánaða.
Staðfest vorii ákvæði héraðs-
dóms um upptöku afla og veið-
arfæra og var Pretious gert að
greiða allan sakarkostnað.
j|0 17. okt. 1959. — Alþýðublaðið
> t > ( I.f.