Alþýðublaðið - 25.10.1959, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 25.10.1959, Blaðsíða 3
Á FORSÍÐU Þjóðvilj- ans síðastliðinn föstudag er ,,frétt“ með eftirfarandi fyrirsögn: „Hverjir stálu- kauphækkuninni? “ Upphaf „fréttarinnar11 í Þjóð- viljanum er svohljóðandi: „Emil Jónsson og Alþýðublað ið hafa haldið því fram að und- anförnu að gerður hafi verið Framsókn oo kommar í sam* starfi í Há- Jónatan Sveinsson FRAMBOÐSFRESTUR við stúdentakosningar í Háskóla Is- lands rann út í gærkveldi. — Firam rnunu hafa komið þrír listar, listi Stúdentafélags jafn- aðarmanna, listi Vöku, félags í- haldsstúdenta og sameiginlegur listi Framsóknar, kommúnista og þjóðvarnarmanna í háskólan um, Efstu menn á lista Stúd- entafélags jafnaðarmanna eru þess'ir: Jónatan Sveinsson, stud. jur., Þór Benediktsson, stud. polyt., Hrafn Bragason, stud. jur., Matthías Kjeld, stud. med. Hrafnkell Ásgeirsson, stud. oec- on. og Freyr Ófeigsson, studj jur. sérstakur samningur í sam- bandi við kauphækkun Dags- brúnar á s. 1. ári, þess efnis að verðlag mætti hækka sem kauphækkuninni svaraði, og hafi Alþýðubandalagið og Fram sókn staðið að þessari samnings gerð. Þetta er uppspvmi frá rót- um“. f tilefni af þessu, hefur Al- þýðublaðið aflað sér útskiiftar úr gerðabók sáttasemjara og sáttanefnda í vinnudeilum. Fer hún hér á eftir — orðrétt: „Málið nr. 14/1958: Verka- mannafélagið Dagsbrún gegn Vinnuveitendasambandi ís- lands, Vinnumálasambandi sam vinnufélaganna og Reykjavíkur bæ. Sunnudaginn 21. september kl. 4 e. h. átti sáttanefndin enn fund með aðiljum í Alþingishús inu. A fundi þessum mætti einn- ig Lúðvík Jósepsson sjávarút- vegsmálaráðherra og vann að lausn málsins með sáttanefnd- inni. Umræðum um málið var hald iðið áfram til kl. um 7,30 en þá var gert hlé á fundinum til kl. 9 e. h. Síðan var samningaumræð- um haldið áfram það sem eftir var kvöldsins oa- alla næstu nótt og fram eftir degi 22. sept- ember. Náðist samkomulag um ýrnis atriði og voru horfur á að sættir myndu takast. Af hálfu atvinnurekenda var því þó lýst yfir, að þeir gætu ekki samþykkt kauphækkanir þær, sem um var rætt, nerna þeir fengju tryggingu fyrir því, að fullt tillit yrði tekið til þeirra við verðlagsákvarðanir og með sama hætti og hins fyrra kaups. Ræddu þeir þetta sérstaklega við sáttanefndina og sjáv.-.rút- vegsmálaráðherra. Ráðherrann ræddi málið við forsætisráðherra og gaf síðan svofelda yfirlýsingu, sem at- vinnurekendum var tilkýnnt: „Sú meginregla skai gilda við verðlagsákvæði eftir gild- istöku hins nýja Dagsbiúnar- samnings, að miðað sé við hið umsamda kaup við ákvörðun verðlagningar og nýjar verð- reglur ákveðnar sem fyrst, hafi kaupbreytingin teljandi áhrif á verðlagsútreikning- inn“. Umræður um kjarasamning GuneiSaygiir Scheving SistmáSari: GUNNLAUGUR Scheving er tvímælalaust einn fremsti listamaður þjóðar- innar. Hann er mikill al- vörumaður og hugsuður, en róttækur í skoðunum og fer yfirleitt ekki troðnar slóðir. Hann tók mjög snemma afstöðu með verka lýðshreyfingunni og hefur alla tíð stutt hana sam- kvæmt beztu sannfæringu. Þegar kommúnistaflokk- urinn var stofnaður 1930 mun hann helzt hafa séð í honum fyrirheit um frelsi fyrir alþýðustéttirnar, enda hefur hann stutt þann flokk meðal annars með því að gefa myndir sínar til sölu í ágóðaskyni fyrir flokkinn. En Gunnlaugur hefur eins og fjölmargir aðrir Iistamenn og hugsjóna- menn, orðið fyrir sárum vonbrigðum — og hann er maður til að viðurkenna það og taka afleiðingunum af því. Það sannar, að hann er sjálfur ekki þýlyndur vonbrigðamaður, sem dreg ur sig inn í sína skel þeg- ar það reynist rangt, sem hann hefur treyst. Það hefur mjög borið á því á síðustu árum, að lista menn og menntamenn, sem flyktu sér um kommúnista flokkinn hafa yfirgefið hann. Mun þar margt hafa valdið. Gunnlaugur Schev- ing er éinn þessara manna og gerir hann í nýkomnu hefti af tímaritinu Helga- felli grein fyrir þessu. I upphafi viðtals við rit- stjóra tímaritsins segir hann, að sér finnist stefna Sósíalistaflokksins vera orðin „taumur á heims- veldisstefnu Rússa“. Síðan helditr hann áfram: „Mér hefur alltaf verið þvert um geð að hugsa um trúarbrögð. Það er kannski þess vegna, sem ég læt kommúnismann sigla sinn sjó. ÞAÐ ÞARF EKKI LITLA ÆFINGU í BLINÐ INGSLEIK NÚTÍMA- STJÓRNMÁLA TIL AÐ GETA SÉÐ SÓL FRELS- ISINS BIRTAST í MANN- DRÁPUM OG BLÓÐI UNGVERJANNA OG TÍ- BETANNA EÐA í ÞJÓÐ- ARTUKTHÚSUNUM UM- HVERFIS JÁRNTJALD- IÐ. Þeir, sem hafa hlotið æfinguna í þessari mið- aldamennsku, ættu að fá sér kassa. Eða hvernig hefur verið farið með list- irnar í Sovét? Rússar hafa að vísu aldrei verið miklir myndlistarmenn, en upp úr byltingunni kom gróska í rússneska myndlist og við hana voru bundnar vonir. En þær brugðust eins og svo margt anna'ð. Kommúnismanum hefur tekizt að ganga af listinni dauðri. Sovézk myndlist er byggð á natúralisma, sem dagaði upp á síðustu öld. Það er ekki hægt að blása lífi í dauðan hlut. Það er eins og gráskeggj- aður öldungur tæki upp á því að verða fimm ára í þykjustunni. Fólk, sem er gengið í barndóm, ér sjald- an skemmtilegt“. Það er athyglisvert, að um Ieið og verkamenn, sem vinna við höfnina í Reykja vík, yfirgefa kommúnista, en það hefur verið áber- andi í þessari kosningabar- áttu, gefa listamenn yfir- lýsingar um það, að þeir hafi orðið fyrir sárum von- brigðum af flokknum. Sneglast ekki einmitt í þessu sú staðreynð, að flokkurinn er alls ekki í samræmi við hagsmuni verkafólksins og drauma þjóðarinnar um framtífí- ina? inn var síðan haldið áfram og náðist að lokum samkomulag um að framlengja samninginn frá 28. apríí 1955 til 15. októ- ber 1959 með tilteknum breyt- ingum. Samkomulagið hlaut hið á- skilda samþykk og var með- ferð málsins lokið. Verkfallið, sem hefjast átti á miðnætti kom ekki til fram- kvæmda. — Torfi Hjartarson (sign).“ H ð !H TALNINGU atkvæða í alþing iskosningunum, sem fram fara í dag og á morgun, verður ekki alls staðar lokið fyrr en á mið- vikudagskvöld. Er það vegna mikilla erfiðleika á að ná at- kvæðakössum saman á einn stað og hefur t. d. verið ákveðið að talning í Vestfjairðakjör- dæmi hef jist ekki fyrr en á mið vikudag. Kosning hefst kl. 9 árdegis í dag í Reykjavík og öðrum kaup stöðum landsins, en kl. 10 yfir- leitt annars staðar. Kjörfundi lýkur alls staðar í kvöld kl. 11. Aðeins má kjósa einn dag, þar sem kjördeild er innan kaup- staðar eða kauptúns að öllu leyti, en í sveitum og þorpum má kjósa tvo daga. Þar sem kjörfundur verður látinn standa áfram á morgun, hefst kosning kl. 12 á hádegi og verður að hafa kjörfund opinn í 5 klukkustundir minnst. Má búast við, að utan suðvestur- hluta landsins verði kosið í tvo daga. Talning atkvæða hefst í Rvík kl. 6 annað kvöld og að öllu for- fallalausu í Reykjaneskjör- dæmi kl. 8, en talið verður í Hafnarfirði. Atkvæði í Suður- landskjördæmi verða talin á Hvolsvelli og Vesturlandskjör- d-æmi í Borgarnesi og er búizt við, að þar verði talið annað kvöld. Hins vegar er líklegt, að á Austurlandi verði talið á þriðjudag á Seyðisfirði, en á ísafirði verður talið úr Vest- fjarðakjördæmi á miðvikudag. í Norðurlandskjördæmi vestra verður talið á Blönduósi, en í Norðurlandskjördæmi eystra á Akureyri. Ekki er ákveðið, hve nær talning atkvæða hefst þar. Eins og af þessu sést, er ekki að vænta heildarúrslita þessára alþingiskosninga fyrr en í fyrsta lagi á miðvikudagskvöld. í DAG, 25. októbeir er Verka- kvennafélagiS Framsókn 45 ára. Fyrsti formaSur þess var Jónína Jónatansdóttir, en fyrir 25 árurn tók núverandi formað- uir, Jóhanna Egilsdóttir, við stjórn félagsins. Á fyrsta stofnfundi félags- ins voru 62 meðlimir, en um síðustu áramót töldust félags- konur alls 1427. — Verka- kvennafélagið hefur frá önd- verðu barizt fyrir auknum rétt indumi og bættum kjörum verkakvenna. Sýna kaupgjalds- tölurnar bezt árangurinn, en á fyrsta tug þessarar aldar', áður en félagið var stofnað, var það algengt að konur gengju til kol-, salts- og timburvinnu nið- ur við höfn ásamt karlmönnum, en kaup kvennannna var aðeins 12 aurar á klst., þegar karl- mannskaupið var 25 aurar á klst: enginn matartími og því síður kaffitími. Kaup kvenna var 12 aurar á tímann, hvort sem unnið var í dag-, nætur- eða helgidaga- vinnu og unnu þær oft 16 tíma á sólarhring við kolauppskipun eða bess háttar. Svo langt hefur Verkakvenna félagið Framskón nú náð, •að kvenmannskaupið er 78% ai karlmannskaupinu í stað 50% áður, dagvinna er talin 8 tímar, eftiivinna milli kl. 5—7.15 síð- degis, en næturvnna eftir kl. 7,15 á kvöldin. Eftirvinnukaup- ið er 50% hærra en dagkaup- ið, næturvinnukaupið 100% hærra dagkaupinu. Tímakaup verkakvenna í lægsta taxio cr nú 16,14 kr., en í hæsta taxta 20,67 kr. Félagið hefur tekið þátt í hvers konar kvenréttinda- eg kvennasamtökum, og þannig tekið höndum saman við önnur kvenfélög til þess.að koma fram ýmsum mannúðar- og framfara málum. Má;þar til nefna, að fé- lagið hefur í samvinnu við önn- ur félög jekið barnaheimiiið- Vorboðann um f jölda ára. Enn er mörgu ábótavant, en félagsstjórnin hyggst halda bar- áttunni ótrauð áfram með eink- unnarorðunum — Sömu íatsn, fyr'i,- söinu vinnu. Stjórn félagsins hafði í hyggiu, að halda veglegt afmæl ishóf þennan dag, en vegna al- þingskosninganna verður háti.ð- inni fresta þar tii í næsta mán- uði. j Alþýðublaðið — 25. okt. 1959 ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.