Alþýðublaðið - 25.10.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.10.1959, Blaðsíða 4
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ingólfur Kristjánsson. — Ritstjórar: Benedikt Gröndal, Gísli J. Ástþórsson og Helgi Sæmundsson (áb.). — Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmarsson. Fréttastjóri: Björg- vin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglýs- ingasími 14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgata 8—10. VALD KJÓSENDANNA KOSNINGABARÁTTUNNI er lokið og að því komið, að kjósendurnir kveði upp sinn dóm. Þeirra er valdið í dag og á morgun. Vald kjósendanna er m'ikið í lýðræðislandi. Þeir ákveða með atkvæði sínu stjómarstefnu þjóðarinnar næsta kjörtímabil og velja fulltrúana á löggjafarsamkomuna. Þeir eru hæstiréttur stj órnmálabaráttunnar. Ákvörðun þeirra ræður úrslitum. Þeir eru dómarar stjórnmálaflokkanna. íslenzkir kjósendur eru sannarlega vanda sínum vaxnir. Þeir njóta frelsis mikilla og dýrmætra mannréttinda. Þeir eru stórhuga og menntaðir. Mesti auður íslendinga er fólkið, sem landið byggír. Ákvörðunarréttur þess er ótvíræð- ur. Ályktunarhæfni þess verður ekki dregin í efa. Virðingin fyrir kjósendum er líka meiri í þessum kosningum en nokkru sinni fyrr. Umræður stjórn málamannanna hafa verið málefnalegar. Þeir vita að dómarar þeirra krefjast einlægni og drenglynd- is, en láta ekki glepjast af áróðri og blekkingum. Og íslenzkir kjósendur eiga þessa virðingu skilið eins og ákvörðunarrétt sinn. Auðvitað eru kosningarnar örlagaríkar eins og högum er háttað í landinu. íslendingar eiga við ýmis vandamál að stríða. En framtíðarmöguleik- arnir eru margir og miklir. íslenzka þjóðin getur vissulega gengið bjartsýn að starfi nútíðar og framtíðar. Hún hefur reynzt meiri vanda vaxin en 'leysa erfiðleika líðandi stundar. Aðalatriðið er að horfast í augu við staðreyndír og vilja og þora að gera rétt. Alþýðublaðið skorar á kjósendur að fjölmenna þjóðinni grein fyrir stefnu og viðhorfi Alþýðu- flokksins. Afstaða hans fer ekki milli mála. Og nú er kjósendanna að kveða upp sinn dóm með hag og heill þjóðarinnar fyrir augum. Alþýðublaðið sorar á kjósendur að fjölmenna að kjörborðinu í dag og á morgun og greiða atkvæði samkvæmt sannfæringu sinni — velja um menn og stefnur af ábyrgðartilfinningu og samvizkusemi. Alþýðuflokkurinn er þess fullviss, að dómararnir ræki hlutverk sitt vel. Efsfu menn A-listans í Reykjaneskjördæmi Emil Jónsson. Guðmundur í. Guðmundsson. Benedikt Gröndal, Pétur Pétui’sson. Efsfu menn A-lisfans í Suðurlandskjördæmi Unnar Stefánsson. Ingólfur Arnarson. EINS og Alþýðublaðið skýrði frá í gær er hinn stórvirki jarð- bor kominn niðuir á 2200 metra dýpi á horni Suðurlandsbraut- ar og Nóatúns í Reykjavík. Gunnar Böðvarsson verkfræð- ing;ur skýrði blaðinu Svo frá í gævr, að enn gæti borinn farið 200 metra niður til viðbótar, en nú þegar væri. hola þessi orðin langdýpsta gufuborhola í heimi. Á ítalíu er venjulega borað niður á 500 metra dýpi, þegar borað er eftir heitu vatni. En á Nýja Sjálandi er algengast að bora 1000 metra niður. ÁRANGUR EKKI FULLKANNAÐUR Gunnar Böðvarsson sagði, að enn væri ekki fullrannsakað hversu mikið vatnsmagn væri þarna, þar sem bor'að er nú. .En eins og Alþýðublaðið skýrði frá í gær, fór holan að gjósa í gær dag, en það Þýðir að vatn er fundið þarna. Verður væntan- lega unnt að segja frá árangri í þriðjudagsblaðinu. Gunnar Böðvarsson skýrði blaðinu enn fremur frá því, að líklega yrði stóri borinn næst fluttur að Reykjum og þar bor- 1 að næst. Kosningaskrifsfofur ASþfiii- flokks í Reykjaneskjördæmi KOSNINGASKRIFSTOFUR A-Listams í Reykjanesk.iör dæhn kjördagana 25. og 26. október verða sem hér segir: HAFNAhFJÖRÐUR: Alþýðuhúsið við Strandgötu, símar 50 499 og 50 538. KEFLAVÍK: Hafnar6ötu 62, sími 123. SANDGERÐI: Hjá Ólafí Vilhjalrmsyni. Suðurgötu 10, sími 70 GARÐI: Hiá Pétir Ásmundssyni, Höfn 5, simi 30 NJARÐVÍK: Holtsgötu 30, sími 701 GRINDAVÍK: Hjá Svavari Árnasyni, Borg, sími 40 GARÐAHREPPI: Silfurtún F 5, sími 50 904 KÓPAVOGI: Álfhólsvegi 37, sími 18 713 SELTJARNARNESI:, Hjá Helga Kristjánssyni, Lambastöðmn, ;sími 15 144 og hjá Kjartani Einarssyni, Bakka, sími 14 528. -XA-XA-XA-XA-XA-IA BLAÐINU hefur bc'rizt skák þeirra Friðriks og Gligoric, eins og hún tefldist úr biðstöðunni (sjá stöðumyndina). Friðrik hefur hvítt og leikur biðleikn- um og takið þið nú eftir, hvcirn ig hann fór með Gligoric: ABCDEFGH 41. BXa5, Hc2. 42. Hgl, Rf5. 43. Bb6, h5. 44. a5, h4. 45. DÍ3, Hb2. 46. Dc3, Hc2. 47. Dh3, e4. 48. Df3, DXf3. 49. gXf3 skák, Kf7. 50 a6, BXa6. 51. BXa6, Ha2. 52. a7, h3. 53. Hdl, Ke6. 54. Kgl, Hg2 skák. 55. Khl, Ha2. 56. Kgl, Hg2 skák. 57. Khl, Ha2. 58. Hel skák, Kd7. 59. Kgl, Kh4. 60. He2, Ha3. 61. Bc5, Ha4. 62. Kf2, Rf5. 63. Hb2, d3. 64. Hb8, Ha2 skák. 65. Kel, Rh4. 66. a8D, HXa8. 67. HXa8, RXf3 skák. 68. Kdl, Kc6. 69. Be3, Kd5. 70. Bf4 og Gligoric gafst upp. Svo er hérna staðan í skák þeirra Keres og Tal eftir 75 leiki: Tal (hvítt): KK3, Bd3, Rf2, g5, h4, Keres (svart): Kc8, Bd5, Rd4. -— Framhaldið er svona: 76. De5, De4. 77. Df6, Df4. 78. Rh5, Re4. 79. De6, Dg4 og Tal gafst upp. Viðtal við Tal og Petrosjan er á leiðinni í bréfi. Freysteinn. LUDVIG STORR konsúll hefur nýlega gefið Náttúru- gripasafninu safn skordýra frá Danmörku og fleiii löndum. Aðaluppistaðan í safni þessu eru fiðrildi og bjöllur, en auk þess eru í -safninu fulltrúar fleiri skordýraætta, svo sem engisprettur o. fl. Safninu fylgdi skáoui' með 10 skúffum, sém skordýrunum var komið fyrir í. Náttúrugripasafninu er mikill fengur að skordýrasafni þessu og færir gefandanum beztu þakkir sínar fyrir rausn- arlega gjöf. (Tilk. frá Náttúrugripasafninu.) CLARK GABLE átti að kippa Sophimu ;Loren út úr rúminu í kvikmynd, sem þau leika í, „Napoliflóinn“. Hann tók í lakið svo liraustlega, að allt lék á reiðiskjálfi og Sophia fékk marbletti, þegar hún skall í gólfið. 4 25. okt. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.