Alþýðublaðið - 29.10.1959, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 29.10.1959, Blaðsíða 8
93 TH. SÖRENSEN bygg- ingarmeistari frá Álaborg ann sér aldrei hvíldar. Þeg- ar hann kemur heim úr vinnu sinni tekur hann strax til við tómstundastarf sitt, sem er dálítið óvenju- legt. Hann byggir úr eld- spýtustokkum •—- róleg og skemmtileg iðja, en allt ann að en auðveld og hlýtur að taka á þolinmæðinni. Sör- ensen byggir eingöngu mó- del af skipum og á borði hans standa nú þrjú full- smíðuð skip. Síðasta verk hans er nákvæm eftirlíking á hafskipinu „Bergens- fjord“, sem er í stöðugum siglingum milli Evrópu og Ameríku. ,,Bergensfjord“ Sörensens samanstendur af 25 000 eldspýtustokkum og smíðin tók háift annað ár. Sörensen er eiginlega sjó maður, en sakir veikinda varð hann að yfirgefa hafið og gerðist þá byggingar- meistari í landi. Hugur hans var þó allur bundinn við hafið og skipin og þess vegna svalaði hann þrá sinni til hafsins með því að byggja sín eigin skip, — heima í stofunni sinni. Fyrst byrjaði hann á því að smíða lítið fiskiskip í líkingu víð þau, sem hann sjálfur var á. Þegar það hafði heppnast prýðilega réðist hann í stærra verkefni. Hann smíð- aði módel af „United Sta- tes“. Það fóru ekki ,,nema“ 13 000 eldspýtustokkar í það. En „Bergensfjord" var hið eiginlega sveinsstykki Sörensens. Þegar hann hóf smíði þess hafði hann lært til hlýtar býggingarkúnst- ina. Sörensen fékk léðar teikningar af „Bergens- fjord“ í Osló og það var ekki aðeins skrokkur skips- ins og yfirbygging, sem hann smíðaði. Hann smfð-. aði lika eftirlíkingu á vél- unum og setti rafmagnsljós í módelið sitt. Hann er bú- inn að vígja „eldspýtna- Bergensfjord11, setti það á flot í baðinu heima hjá sér og það kom í ljós, að það var fullkomlega sjófært og HANN er heldur ang- urvær á svipinn, apa- sltinnið, enda ærin á- stæða til: Búið að loka sirkusinum og enginn hefur lengur neitt gagn af einum litlum apaketti. Honum hefur verið stiilt út og við hlið hans er skilti, sem á er letrað: „Ég er til sölu. Sir- kusinum verður lokað“. Enginn kom. Enginn vildi greiða örfáa skild- inga fyrir svona lítinn og fallegan og vel upp- alinn apakött. Þýzka blaðið Der Stern birti þessa mynd og skoraði á einhvern dýravin að kaupa apann og veita honum húsaskjól og nauð synlegt aðhald. allt í stakasta lagi með það. í sumar var Sörensen á ferðalagi. í Kaupmanna- höfn og sá þá, hvar hið eig- inlega „Bergensfjord" lá þar við bryggju. Hann gat ekki stillt sig um að fara um borð í skipið. Og hann var ekki í vandræðum með að rata um . völundarhús þessa stóra hafskips. Hann þekkti hvern krók og kima og komst að raun um, að sér hefði héppnast að gera fullkomna eftirlíkingu af skipinu. Sörensen hugleiðir þessa dagana, hvaða verkefni hann eigi að taka sér fyrir hendur til þess að glíma við í skammdeginu. Sennilega verður það skólaskip eða kóngaskip hjá honum að þessu sinni. SAMTÍNINGUR ^L- STÚLKUBARN með 2 höfuð fæddist nýlega í bænum Niagara Palls í New York-ríki. Það lézt eft- ir 36 klukkustundir. Sam- kvæmt upplýsingum lækn- anna á fæðingardeildinni hafði barnið einnig tvö hjörtu og tvo maga og tvo hryggjaliði. Talið er að ekki hafi verið um Síamstvíbura að ræða, heldur aðeins venjulega tvíbura, sem ekki hafi skilizt að við íyrstu þróun fóstursins. ^ ÞÚ SKALT aldrei tala um sjálfan þig. Ef þú hælir sjálfum þér, þó ekki sé nema örlítið, þá trúir þér enginn. Ef þú hins vegar gagnrýnir sjálfan þig og við urkennir galla þína, þá trúa allir hverju orði sem þú seg- ir og sagan berst manna á meðal eins og eldur í sinu. ☆ VINSÆLDIR kvik- myndaleikara í Banda- ríkjunum eru reiknaðar á undarlegan máta. Það gerist á þann hátt, að sá leikari, sem þarf að hafa flesta lög- regluþjóna sér til verndar á almannafæri, — hann er talinn mestur og vinsælast- ur. Góður listamaður telst sá, sem þarf fjóra lögreglu- þjóna, en prýðilegur lista- maður sá, sem þarf sex. — Elvis Presley er samkvæmt þessari kenningu meira en lítill listamaður, því að hann þarf átta lögregiu- Þær dönsku skæðar Svíar mega sveimér fara að fara sig á Dön- um, þegar kvikmyndadísakapphlaupið í Holly- wood er annars vegar. Þeir hafa eignast þrjár frægar stjörnur undanfarin ár: Ingrid Berg- man, Anitu Ströyberg og May Britt. Danir hafa eignazt eina: Evu Norlund, en nú hefur ein ný bætzt við hjá þeim og hún ekki af lakara taginu, eins og myndin hér til hliðar ber vissulega með sér. Kvikmyndadísin heitir Grethe Thyssen og á myndinni er hún á leið á frumsýningu á fyrstu kvikmynd sinni. þjóna sér til verndar. Sá, sem hefur slegið öll met í þessum efnum er rokksöngv arinn Fabian. Hann er ný stjarna hjá þeim fyrir vest- an og var upgötvaður fyrir skömmu síðan þar sem hann sat á tröppunum 1 sér í PhiladelphÍE og stappaði niður Hann þarf tíu lögr sér til verndar og rösklega 1500 doll kvöldi. | Heinumei í yfirvaraskeggi 1 SKEGG þykir fínt nú á dögum. Maf B bregður sér varla svo niður í bæinn, að el 1 verði á vegi manns unglingur með skeggh jg ung — og vill brenna við, að heldur lítil ra H sé í ,,gróðrinum“ hjá sumum. Hér á myndinni er listmálari að nafni Jo 1 Roy og hann hefur það sér til ágætis að h: jj nýlega slegið heimsmet í lengd á yfirva: m skeggi. Hann bætti metið um tvo og háli 1 sentímetra og er það nú hvorki meira ■ minna en 60 sentímetrar. Fyrrverandi heir B meistari í yfirvaraskegglengd var Rentn jj Dowson frá Dowestoft. J|!ií:i!l!l]!]]]]]]ll]l]l]l)lll[ll * ililllllllllllllllllllllíllllllllllllllilliilMiiliiilllllillllllllllllllllllllllllllilil'HlllllíiiIllllll). FANGAR FRUMSKÓGARINS FRANS fylgist með atburð- unum úr felustað sínum og heldur niður í sér andanum af spenningi. Maðurinn, ■— sem var á vakt, hleypur að eldflauginni og kallar á hjálp. Sanders kemur að vörpu spori og er með skammbyssu í hendinni. — Villimennirnir sækja nú að elflauginni með eiturspjótin á lofti. Sanders samt mönnum s við járnhurð eldf ar og tekur að byssu sinni það g 29. okt. 1959 Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.