Alþýðublaðið - 13.11.1959, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 13.11.1959, Blaðsíða 5
AKRANESI í gær. — 10 bátar lönduðu hér í dag 550 tunnum. Hæstur var Ólafur Magnússon með 130 tunnur en næsthæst- ur var Höfrungur með 125. 'Voru hinir með minni afla, allt niður í 10—12 tunnur. Síldin er smá en feit og fór nokkuð af henni í söltun. Bátarnir fóru allir aftur út í dag en veður fer versnandi. MISJAFN AFLI KEFLAVÍKURBÁTA. KEFLAVÍK í gær. — 15 Kefla- víkurbátar voru á sjó í nótt. 6 þeirra lönduðu hér hinir lönd- uðu í Sandgerði eða komu ekki inn. Hæstur hér var Guðfinnur með 106 tunnur en alls reynd- ist afli þeirra 6, er hér lönd- uðu, 230 tunnur. í Sandgerði landaði Svanur frá Keflavík 110 tunnum. Helguvíkin, sem einnig er frá Keflavík, land- aði 80-—90 tunnum. 1J UM næstu helgi munu Lúðra sveit, Karlakór og Tónlistar- félag Keflavíkur efna til sam- eiginlegra hljómleika, merk.ja- sölu og ársfagnaðar til fjáröfl- unar fyrir Tónlistarhús Kefla- víkur. Hljómleikarnir verða i Bíó- höllinni laugardaginn 14. nóv. kl. 8.30. Ársfagnaður félag- anna fer fram í Ungmennafé- lagshúsinu að loknum hljóm- leikunum. Merki verða seld á sunnudag. olíukyní KLUKKAN 2.57 í fyrrinótt* var slökkviliðinu í Reykjavík tilkynnt í síma að kviknað væri í húsinu mr. 40 við Nýbýlaveg í Kópavogi. Hafði kviknað í út frá olíukyndingu. Þegar slökkviliðið kom á vett vang, var allmikill eldur í klæðningu á milli þilja. Fóru slökkviliðsmenn þegar inn í húsið, en einnig varð að ijúfa gat á þakið til þess að komast að eldinum. Allmiklar skemmdir urðu á húsinu og mun það ekki vera íbúðarhæft að svo stöd.du. Eigandi hússins er Ágúst Kjartansson og var hann fjar- verandi við vinnu er eldurinn kom upp. Kona hans og tvö börn voru heima. Hafði konan látið loga á olíukyndingunni í kuldanum. Hún varð að flýja úr húsinu með börnin vegna elds og reyks. FUJ- /Máffundanáni- skeid FUJ í Rvík FUJ í Reykjavík er að hefja málfundastarfsemi vetrarins og verður fyrsti fundurinn n. k. þriðjudagskvöld kl. 9 stund- víslega í Ingólfskaffi, uppi (inn gangur frá Ingólfsstræti). Leiðbeinandi á málfundum fyrst um sinn a. m. k. verður Pétur Pétursson forstjóri. Þátttakendur á námskeiðinu í fyrravetur eru hvattir til að mæta, auk þess Sem nýir fé- lagar ættu sýrstaklega að sækja málfundina í vetur. — Stjórn- in. V. K. F. Framsókn. — Fjölmennið á afmælis- fagnaðinn í Iðnó á laug- ardaginn kl. 7,30 s. d. Takið með ykkur gesti. Aðgöngumiðar afgreidd- ir á skrifstofunni í dag og á morgun. Friðun minka Framhald af 3. síðu. verk sitt hrapallega, svo hrap allega, að þeir heinlínis halda vciínidarhendi yfir skaðvald- inum, sem þeir voru settir til að útrýma. Margir veiðimanna eru bændur, sem á sumrín hafa allt öðru að sinna en veiða mintí, svo sem skiljan- legt er. Hins vegri.1 er afstaða þeirra til annarra, sem vilja leggja lið við minkadrápið, algjör- Iega óskiljanleg, er þeir í mörgum tilfellum banna að- komumönnum minkaveiðar í sínu umdæmi og segjast „hara ætla að veiða sjálfir, eir þeir hafi tímia til“. Á það var bent í upphafi er frumvarp til laga þessara lá fyrir albingi, að auðveldlega gæti framkvæmd Íaganna haft það í för með sér, að minku'rinn yrði friðaður á stór um svæðum, gagnstætt því, sem til var ætlazt. Þetta hefur nú komið { ljós. Heimaríkir garpar, sem veiðimálastjóri hefur falið verk, sem þeir hinir sömu vcru engir menn til að vinna, gera hrottræka vana veiði- menn. skipa þeim burt af sínu veiðisvæði, en sýna sjálf ir engan lit á því að fram- kvæma bað verk, sem þeim var trúað fvri'r. Það er skiljanlegt að vanar refaskyttur vilii ekki láta ó- kunnuga menn blanda sér í hvernig þær veiðpr eru fram- kvæmdar. Um minkaveiðar gegnir allt öðru máli. Fjöldi hans er miklu meiri en tóf- unnar og aðstæður allrir aðr- ar. Þeirrí áskorun er hér með beint til veiðistjóra og ann- arra, sem þessi mál heyra und ir, að svo sé frá málum geng- ið. að ekki sé lagður steinn í götu þeirra manna, sem fórna vilja tíma og fyriirhöfn í að útrýma minknum. Hvað er að gerast Herlðg í Ruanda. USUMBURA, (Reuter). — Hermenn frá nágrannarík- inu Belgíska Kongó höfðu í dag varðhöld í Ruanda og Urundi með sérstökum fyr- irskipunum um að dreifa öllum safnaði vopnaðra manna. Sagði belgíski land- stjórinn, Harroy, í útvarpi í gærkvöidi, að landssvæði þetta hefði verið sett undir stjórn hersins, og belgíska stjórnin væri staðráðin í að koma á ró og spekt. Var og tilkynnt í Briissel í dag, að hermaður hefði verið settur þar til stjórnar með fullum völdum til að friða landið. A. m. k. 200 manns hafa fallið í átökunum milli ætt- bálka Watutsa og Bahuta. Er á ættflokkum þessum bæði stærðar- og fjöldamun- ur. Watutsar eru 7 fet á hæð að jafnaði, en Bahutar miklu minni, en hins vegar stórum fleiri. Hafa Watuts- ar verið yfirstétt og óttast Bahutar að vera gerðir að þrælum, er Belgir draga sig burtu. „Smog” í London LONDON, (Reuter). — Grá slæða þoku og reyks lá yfir rúmum 8 milljónum Lun- dúnabúa í dag og þoka lá yfir mestallri 'Vestur-Evrópu og truflaði samgöngur í lofti, á landi og á sjó. Er tilkynnt að mikið hafi selzt af svo- kölluðum „smog“grímum, er tekið var að framleiða eftir að þoka og reykur voru tal- in eiga þátt í dauða 4000 Lundúnabúa árið 1952. Mik- il þoka var í norð-vestur Frakklandi og Þýzkalandi, Niðurlöndum og á Norður- sjó. Fjögur skip urðu fyrir minniháttar skemmdum í árekstrum í Thamesárósum og á Norðursjó. Þá var og nokkuð um smáslys á járn- brautum í Englandi og á vegum, bæði í Englandi og í Hollandi. Skila föngum PEKING, (Reuter). — Utan- ríkisráðuneyti kínverskra kommúnista tilkynnti í dag, að Kínverjar væru fúsir til að skila aftur nú um helg- ina 10 Indverjum, er hand- teknir voru í s. 1. mánuði í skærum á landamærum Ladakh og Tíbet. Sömuleiðis vilja þeir skila aftur líkum 9 Indverja, sem féllu, og vopnum og skotfærum, er tekin voru við sama tæki- færi. Helfa auglýsingum. LONDON, (Reuter). — Brezka stjórnin hefur ráð- lagt brezkum blöðum að taka ekki við auglýsingum frá austur-þýzku firma. Hef- ur ekkert blað enn birt slík- ar auglýsingar, þó að þeim sé samkvæmt lögum full- komlega leyfilegt að gera það. Hefur utanríkisráðu- neytið það á móti auglýsing- um K.F.A., að í auglýsing- unum er skjaldarmerki kommúnistastjórnarinnar, sem Bretar viðurkenna ekki. „Euthanasia” > BONN, (Reuter). — Prófes- sor Werner Heyde, sem grunaður er um að vera samsekur um ,,euthanasiu“ (miskunnar-morð) á geð- veiku fólki í síðasta stríði, gaf sig fram við lögregluna í dag. Hafði hans verið leit- að í 12 ár. Var gefin út handtökutilskipun á hendur honum 1947, er hann háfði sloppið úr haldi. 9. nóv. s. 1. tilkynnti lögreglan í Flens- borg, að Heyde byggi þar undir föisku nafni, en hann hvarf 5. nóv., skömmu eftir að hann þekktist. . 1 VIENTIANE, (Reuter).. — Hammarskjöld, fram- kvæmdastjóri SÞ, kom í dag til Laos í aðra heimsókn sína á þessu ári. Mun hann fara sjálfur í eftirlitsferð meðfram landamærum Laos og Norður Viet-Nam. Hann var hér síðast á ferð í fe- brúar s. 1. mMivmmmqi, komsí undan fil Bechnanalands. MASERU, (Reuter). — Frú Elísabet Mafekeng, afrísk II barna rnóðir og verkalýðs leiðtogi, sem flúði frá Suður- Afríku vegna útlegðardóms Suður-Afríkustjórnar, býr nú í þorpi nokkru í Bechu- analandi, sem er brezkt verndarsvæði. Höfðu stjórn- arvöldin gert hana útlæga frá heimili sínu í Paarl, þar sem hún hefur búið í 30 ár, til þorpsins Vryburg, 700 mílum norðar, á þeirri for- sendu, að áframhaldandi bú- seta hennar í Paarl „skaðaði frið, reglu og góða stjórn á Afríkumönnum“. 51 maður var handtekinn í Paarl vegna uppþota út af útlegðardómi frúarinnar, sem er formaður verkalýðs- félags í niðursuðuiðnaðinum og vara-forseti þjóðar-kon- gress kvenna í Suður-Afríku — Ráðherra sá, er fer með mál Bantu-negra, sagði í gær, að hann mundi ekki biðja Breta um að senda frúna heim. Munu berjast SfjórnarfEokkurinn á Filipseyjum hélt velli, en fapaði. MANILLA, (Reuter). — Óop- inber úrslit kosninganna á Filippseyium s. I. þriðjudag sýna, að þjóðernissinnaflokk ur Garlos García, forseta, heldur völdum sínum, en hins vegar hefur það veikt mjög aðstöðu forsetans sjálfs, að ýmsir af hörðustu gagnrýnendum hans innan flokksins hafa hlotið kosn- ingu. Segja góðar heimildir í dag, að Senor García verði að gera róttækar breytingar innan eigin flokks, ef hann eigi að geta sigrað í forseta- kosningunmn 1961. í kosningunum á þriðju- dag var barizt um átta sæti af 24 í öldungadeildinni og rúmlega 11.000 opinberar stöður. Héldu þjóðernissinn- ar aðallega fram þjóðernis- stefnu sinni, en andstæðing- ar þeirra sökuðu þá mjög um mútur og spillingu inn- an ríkisstjórnarinnar. Hin óopinberu úrslit sýna, að þjóðernissinnar hafa hald ið flestum stöðunum úti á landinu og eru greinilega bezt á vegi staddir í öld- ungadeildarkosningunni. Þó hafa frjálslyndir, aðal-and- stöðuflokkurinn, unnið tals- vert á. NYJU DELHI, (Reuter). — Thimayya, yfirmaður hers Indverja, sagði í dag, að ind- verskir hermenn væru reiðu búnir íil að úthella blóði sínu til að verja norður- landamæri ríkisins gegn kín- verskum kommúnistum. Hann bætti því við, að her- irm værj nægilega sterkui til að framkvæma þær varnir. Ýmsir framámenn í Ind- landi héldu ræður víðs veg- ar um landið í dag og lýstu yfir þeirri ákvörðun að standa fast fyrir. Kvaðst vara-forseti ríkisins m. a. vera fullviss um, að stefna stjórnarinnar mundi sigra. Krishna Menon, land- varnaráðherra, kom heim frá þingi SÞ í New York í dag og kvað tillögu Chou En-Lais um hlutlaust svæði meðfram landamærunum vera nokkra breytingu til batnaðar frá óhagganlegri afstöðu. Hann kvaðst ekki vilja tala um tillögur Chous nánar að sinni. „Sú stað- reynd, að bréf hefur borizt með ósk um samningaum- leitanir þýðir, að við mun- um segja þeim með hvaða skilyrðum við viljum semja“, sagði Menon. r* Alþýðuflokksfélögin í Reykjavík halda spilakvöld í kvöld kl. 8,30 í Iðnó. Verður það þriðja kvöldið í fimmkvöldakeppninni. Jón Sigurðsron, formaður Sjó- inannasamban^; íslandisl flytur ávarp. Dansað terður, þe-gar spilað hefur verið. Fjölmermið og takið með ykkur gesíi. er í kvöld Alþýðublaðið 13. nóv. 1959 R.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.