Alþýðublaðið - 13.11.1959, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 13.11.1959, Blaðsíða 11
32. dagur ist eins og mér að þetta væri eina leiðin.“ Hann leit á hana og bölv- aði sjálfum sér fyrir eigin- girnina að geta ekki misst nana ... Vitanlega höfðu þau rætt málið og vitanlega var það eina leiðin. Eina leiðin fyrir hana að minnsta kosti. En hvernig átti hann að fara að án hennar? Honum leið svo illa, þegar hann hugsaði til þess að vakna á hverjum morgni og vita að hann sæi hana ekki þann sólarhring- inn, að vita að hún væri horf- 'in úr lífi hans fyrir fullt og allt, að hann langaði mest til að segja við hana, að hún gæti ekki gert honum þetta. Hann gæti ekki leyft það. Og svo mundi hann eftir unga manninum, sem hann hafði hitt hana með kvöldið áður. Hann var viss um að það væri einhver nýr ungur maður. Það hafði ekki verið um neinn annan mann en hann að ræða hingað til. Hann bjóst við að hann elskaði hana og hann velti því fyrir sér hve langt yrði þangað til hún færi að elska hann. „Hvenær ferðu?“ „Herra Stefford vill að ég byrji í miðjum næsta mánuði. Ég bjóst við að það yrði nægi- legur tími fyrir þig til að fá þér aðra stúlku, nema kona þín ætli að vinna mitt verk“. „Þú veizt að hún gerir það ekki. Jæja, ég óska þér alls góðs í nýja starfinu“. „Þakka þér fyrir“. Þegar hann stóð á fætur til að ganga inn í læknastofuna, stóð hún einnig upp: „Leigh?“ „Hvað?“ „Vertu ekki svona kulda- legur og harður“. „Fyrirgefðu, ég ætlaði ekki að vera það. Þetta kom mér aðeins á óvart“. „En hvernig gat það komið þér á óvart jafn mikið og við .... pparið yður hlaup u uúhi margra veralanu'- ÍHUOÍIL á ÖLIOM ($!$} -Austuxstrssti höfðum talað um það? Við höfum talað og talað —“ „Og ég hef alltaf sagt þér að ég gæti ekki afborið þá til- hugsun að missa þig“. „Ég veit það og ég hef sagt þér að ég yrði að fara. Leigh, Leigh, reyndu að skilja mig“. „Ég er að reyna það“. Rödd hans blíðkaðist þegar hann sá hve óhamingjusöm hún var. „Fyrirgefðu mér, elskan mín. Ég er andstyggilegur. Reyndu að gleyma því“. Hann leit á hana: „Hver var með þér í gær?“ „Bill Walker. Ég kynntist honum nýlega“. „Býr hann í London?“ „Já. Hann er þar þó ekki að staðaldri. Hann er tilrauna- flugmaður“. Og þannig leið vikan. Bun- ty batnaði, Florrie var kom- in á fætur og ungfrú Evans beið þess að tími hennar væri útrunninn. Það hafði verið ákveðið að ráða ekki nýja kennslukonu, heldur senda Bunty í skóla þegar hann hæf ist. Á meðan átti hún að eiga frí, því hún var ekki nægi- lega hraust til að fara að læra strax. Leigh kom inn til Jill einn daginn og tilkynnti henni að hann hefði ákveðið að Bunty færi á spítalann í nokkra daga til skoðunar og mynda- töku. Honum leizt ekki á út- lit hennar, þó hann vissi að hún væri úr allri hættu. „Ég veit að henni líður bet- ur, en mig langar til að láta „Það er hættulegt starf“. „Já, það er það“. „Og þó töfrandi starf, eitt- hvað sem hefur áhrif á róm- antíska unga stúlku“. Hún roðnaði. „Ég er ekki rómantísk ung stúlka“. Síminn hringdi og Leigh rétti fram hendina. „Ég skal svara“. Og eftir augnablik: „Það er til þín“. Það var Bill sem vildi fá að vita hvort hún gæti borðað hádegisverð með honum. Þeg- ar hún hafði lokið að tala við hann sá hún að Leigh var farinn. Mikið vildi hún óska þess að Bill hefði ekki verið í þorpinu. Þetta voru erfiðir dagar. Leigh var annað hvort kaldr- analegur og virtist vera sama um hana eða hann bað hana um að breyta um skoðun og yfirgefa sig ekki. Hún vissi að hann var afbrýðisamur við Bill. Hann hafði spurt hana hvað hún hefði gert það og það kvöldið og þegar hún sagði honum það hafði komið þjáningarsvipur á andlit hans sem særði hana að innstu hj artarótum. GRANHAS!NfRertu eiginIega 1 framan’ skoða hana og taka myndir af henni. Það er auðveldara að gera það þar en hér. Hún fer á morgun. Þá getur hjúkr- unarkonan líka farið, það var beðið um hana annars staðar frá. Adele getur gætt Bunty þegar hún kemur aftur heim. „Ég get hjálpað henni“. „Þú verður ekki hér“. „Ég fer ekki strax“. „Tíminn líður mjög hratt“. „Ég veit það“. „Hvar ætlarðu að búa í London?“ „Ég veit það ekki. Ég verð hjá vinkonu minni til að byr-ja með og meðan ég leita að íbúð fyrir okkur mömmu“. „Þú ert búin að ákveða þetta allt“, sagði hann bitur- lega. Hún vissi að hann vonaði að hún skipti um skoðun. Hún óskaði þess að tíminn væri liðinn og kveðjustundin við Leigh héngi ekki éins og beitt sverð yfir höfði hennar. Hana langaði til að vita hvernig þeim Adele kæmi saman, en hún kunni ekki við að spyrja. Andrúmsloftið var allt annað síðan Adele kom heim. Eng- inn var hamingjusamur leng- ur. Jafnvel Florrie, sem allt- af hafði verið glaðleg, var nú geðvond og skapstirð. „Þetta eyðileggur mann, ungfrú Faulkner, þegar ann- að eins og þetta kemur fyrir, veit maður ekki hvar maður stendur“, sagði hún, þegar Jill kom fram í eldhúsið þá um kvöldið til að spyrja hvort matur Bunty væri til, svo hún gæti farið með hann upp til hennar, en það gerði hún nú á hverju kvöldi til að fá að bjóða henni góða nótt. „Það er alveg rétt hjá þér, Florrie“. „Þér voruð heppin að fá ekki matareitrun, ungfrú“. „Já, svo sannarlega“. Florrie hrærði í súpunni sem hún var að elda. „Það verður rólegt hér þeg- ar Bunty fer á spítalann- og hjúkrunarkonan og ungfrú Evans fara. Þó get ég ekki annað en viðurkennt að ég verð fegin að sjá í rassinn á þeim“. „Florrie, hjúkrunarkonan er ágæt!“ „Það þarf mikið fyrir henni að hafa. Og hvað viðkemur ungfrú Evans þá skilst mér að hún fari í næstu viku, er það ekki?“ „Það held ég“, „Gott. Ég á frí eftir matinn á morgun sem betur fer. Ég fékk ekkert frí í síðustu viku, því þá var ég veik. Þá verður frú Sanders að búa til mal- inn, því ekki getur frú Ford komið. Hann Albert hennar litli á afmæli. Og ekki getur ungfrú Evans gert neitt!“ „Sennilega getur nú frú Sanders séð um matinn ein“, sagði Jill brosandi. „Það get- ur ekki verið svo erfitt“. Florrie leit hæðnislega á hana. „Ég er viss um að hún læt- ur mig elda matinn áður en ég fer og hitar hann svo upp. Hún er það latasta ...“ Jill mætti stundvíslega í vinnuna morguninn eftir eins og venjulega. Leigh ætlaði að fara með Bunty á spítalann snemma morguns. Hjúkrunar konan færi með þeim og héldi svo til London. Hún leit inn til Bunty, sem sat og borðaði morgunverðinn í rúminu. „Ég fer á spítala í dag“. „Ég veit það, en þú kemur bráðum aftur“. Henni til mikils léttis hafði Bunty tekið fréttunum um að hún ætti að vera á spítala í nokkra daga með óvenjulegri ró. „Ætlarðu ekki að koma að heimsækja mig, Jill?“ „Jú, auðvitað, elskan mín. Þú verður bara ekki svo lengi að ég geti komið oft“. Það hafði verið rétt hjá Florrie að það var rólegt í húsinu þegar Bunty var far- in. Eftir hádegi voru þær tvær einar í húsinu Adele og hún, því Leigh var í sjúkravitjun- um, Florrie í heimsókn og ungfrú Evans var einnig að heimsækja vini sína. Hún fór inn í dagstofuna um fimmleytið og spurði Ad- ele hvort hún vildi te, því hún vissi að hún hafði ekki fengið sér neitt að drekka. „Nei, þakka yður fyrir, ég fæ mér sjálf“. Þær höfðu tæplega yrt hvor á aðra síðan um kvöldið, að Jill hafði sagt henni að hún væri á förum. Adele hafði verið kurteis þá sjaldan að Jill varð á vegi hennar, en það var greinilegt að hún beið þess eins að losna við hana. Adele gekk ,að glugganum og horfði út í myrkrið. Smá hávaði fékk hana til að kipp ast við. „Hvað var þetta?“ „Hvað var þetta?“ „Ég býst við að það hafi verið krakkar með flugelda. Það er Guy Fawkes nóttin'1. „Það er alveg rétt. En sú villimennska“. „Börnunum finnst það skemmtilegt“. Jill fór aftur inn til sín og reyndi að halda áfram að vinna. Hún leit á dagatalið. Fimmti nóvember. Það var ekki langt þangað til að hún færi. Hún trúðf því tæþiega að það væri rétt. Það var svo stutt unz hún og Leigh kvedd ust í síðasta sinn, þvf hann virtist hafa sætt sig við að hún væri á förum. Hann Frá Guðspekifélaginu. — Fundur í stúkunni Sep- tímu í kvöld kl. 8.30 í Guðspekifélagshúsinu, Ingólfsstræti 22. Séra Jak ob Kristinsson flytur er- indi: „Tilgangur lífsins“. Utanfélagsfólk er vel- komið. Kaffi á eftir. HJÓNAEFNI: — Laugardag- inn 7. nóv. opinberuðu trú- lofun sína Hrefna Hall- grímsdóttir frá ísafirði og Héðinn Hjartarson, Höfða- braut 1, Akranesi. Det Danske Selskak heldur hið árlega ANDESPIL sitt í Tjarnarcafé í kvöld kl. 8. WAVWifít <•. I Millilandaflug: ívífui.v.-.-.-.sílíí: hafnar kl. 8.30 x dag. Væntanieg . !:• ur aftur til R.- víkur kl. 16.10 á ÚÍÍÍSSÍÍXÍÓXÍÍ morgun. GuLl- íííSþShöÆi-íö faxi fer til Os- lóar, Khafnar og Hamborgar kl. 8.30 í fyrra- málið. Innanlandsflug: í dag er áætlað að fljúga til Akur- eyrar, Fagurhólsmýrar, Hólmavíkur, Hornafjarðar, ísafjarðar, Kirkjubæjar- klausturs og Vestmannaeyja. A morgun er áætlaö að fljúga til Akureyrar, Blönduóss, Eg ilssaða, ísafjarðar, Sauðár- króks og Vesmannaeyja. Loftleiðir. Helcla er væntanleg frá New York kl. 7.15 í fyrra- málið. Fer til Glasgow og Amsterdam kl. 8.45. Ríkisskip. Hekla kom til Ak ureyrar í gær á vesturleið. Esja fer frá Akureyri í dag á austurleið. Herðubreið er á Austfjörðum á norðurleið. Skjaldbreið fer frá Reykja- vík á morgun vestur um land til Akureyrar. Þyrill er í Reykjavík. Skaftfellingur fer frá Reykjavík í dag til Vestmannaeyja. Skipadeild SÍS. Hvassafell lestar á Húna- flóahöfnum. Arnarfell fóþ í gær frá Rostoek áleiðis til ís- lands. Jökulfell er í New York. Fer þáðan væntanlega þann 16. áleiðis til íslands. Dísarfell er á Kópaskeri. LitlafeJ.l er í olíuflutningum í Faxaflóa. Helgafell losar á Austfjarðahöfnum. Hamra- fell fór 7. þ. m. frá Reykja- vík áleiðis til Palermo og Ba- íum. Eimskip. Dettifoss fór frá Patreks- firði í gær til Flateyrar, Tsa- fjarðar, Norður- og Austur- landshafna og þaðan til Liv- erpool. Fjallfoss fór frá New York 6/11 til Reykjavíkur. Gullfoss fór frá Hamborg 11/11, fer þaðan í kvöld til Khafnar. Lagarfoss hefur væntanlega farið frá Ant- werpen í gær til Hull og R.- víkur. Reykjafoss er í Ham- borg. Selfoss kom til Reykja- víkur 11/11 frá Hull. Trölla- foss fer frá Reykjavík í kvöld til New York. Tungufoss fór frá Gautaborg 11/11 iil Reykjavíkur. Alþýðublaðið — 13. nióv. 1959 11

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.