Alþýðublaðið - 14.11.1959, Side 9
FYRSTA sundmót vetrarins
verður haldið á þriðjudagr og
miðvikudag í næstu viku og er
Jjað Sundmót Ármanns. Sund-
aefingar {jru nú hafnar fyrir
rúmum mánuði og eru margir
komnir í góða æfingu.
Keppt verður í þessum grein-
um fyrri daginn, 100 m. skrið-
sund karla, 100 m. bringusund
drengja, 100 m. bringusund
kvenna, 200 m. skriðsund kv.,
100 m. baksund karla, 50 m.
skriðsund drengja, 50 m. skrið-
sund telpna, 50 m. flugsund
karla, 200 m. bringusund karla
og 4x50 m- skriðsundi karla og
seinni daginn: 400 m. skriðsund
karla, 50 m. bringusund drengja
100 m. bringusund karla, 100
m. skriðsund kvenna, 50 m.
baksund karla, 50 m. bringu-
sund telpna 3x100 m. þrísund
karla, 200 m. bringusund kv.
og 100 m. skriðsundi drengja.
Keppendur- eru frá Akureyri,
Keykjavíkurfélögunum, Ár-
manni, Ægi, ÍR 0g KR. Einnig
eru keppendur frá Hafnarfirði,
Keflavík, Akranesi og úr Skaga
firði. Þá hefur Sunddeild Ár-
manns boðið hingað til keppni
5 manna sundflokk frá Austur-
Þýzkalandi og er það gagnboð
fyrir utanför 8 manna flokks
frá Ármanni til Rocstock s, 1.
Eumar.
Þeir sem koma eru skriðsund
konan Gisela Weiss, 16 ára
gömul, ein bezta skriðsundkona
Austur-Þýzkalands. Hún vann
fyrir rúmum mánuði sænsku
stúlkurnar í unglingalandskepp
ni milli landanna. Keppir hún
við Ágústu Þorsteinsdóttir í
100 og 200 m. skriðsundi og
verður það eflaust tvísýn
keppni.
Þá kemur Júrgen Dietze, bak
sundsmaður. Hann er vaxandi
maður í mikilli æfingu. Einnig
er hann fjölhæfur sundmaður,
syndir meðal annars skriðsund
og flugsund.
Frank Wieganl, er 16 ára
skriðsundmaður. Hann á bezt
57,7 sek. á 100 m. skriðsundi
karla en met Guðmundar er
58,2 sek. — svo mjótt verður
þar á milli.
Seinni daginn leiða þeir sam-
an hesta sína í 400 m. skrið-
sundi en þar eru Þeir einnig
mjög svipaðir.
Þá kemur Konrad Enfee, —
bringusundsmaður og er hann
þeirra félaga sterkastur. í dag
er hann EVrópumethafi í 200
m. bringusundi karla. Eru
bundnar miklar vonir við hann
á Olympíuleikunum í Róm
næsta sumar. Fararstjóri með
flokknum verður Gerhard Levv-
in, hann er varaforseti Sund-
sambands Austur-Þýzkalands.
Keppt verður á þessu móti
um tvo farandbikara, annar
bringusundsbikar, gefinn til
minningar um Kristján Þor-
grímsson og hinn skriðsundbik-
ar sem erfingjar Sigurjóns heit
ins Péturssonar gáfu úr dánar-
búi hans. Eru báðir þessir bik-
arar kostagripir. Er ekki að efa
að spennandi keppni verði í
Sundhöllinni í næstu viku og
fólk fjölmenni þangað.
BANDARÍKJAMENN eru
bjartsýnir um framkvæmd
vetrarleikjanna í Squaw
Valley í febrúar n. k. — Aldr-
ei hafa Vetrarleikir verið eins
vel skipulagðir,“ segir Thore-
an, einn af framkvæmdastjór-
um leikjanna.
Þetta er hann Guðmundur Gíslason okkar bezti skriðsunds-
maður. Hann hefur náð ágætum árangri á æfingum undan-
farið og á þriðjudaginn keppir hann við efnilegasta skrið-
sundsmann A-Þýzkalands.
Hann Don Talbot, þjálfari
Jon Konrads, er bjartsýnn. Við
skýrðum hér á síðunni um
daginn frá fullyrðingu Talbots,
þar sem hann sagði, að Kon-
rads myndi synda á 17 mínút-
um og þeim tíma þyrfti hann
að ná í Róm. — Nú hefur hann
breytt þessum spádómi og seg-
ir, að Konrads muni synda á
betri tíma en 17 mín.
Talbot fullyrðir einnig, að
Konrads muni synda 200 m. á
betri tíma en 2 mín. og 400
m. á ca. 4,13 mín.
• •
Hollenzka stúlkan Gastelaars
synti nýlega 100 m. skriðsund
á 1:04,3 í Magdeburg (25 m.
laug), önnur varð Weiss, Þýzka
land, 1:06,4 og þriðja Troost,
Holland, 1:06,5. — Urselmann
fékk tímann 1:20,3 og 2:50,7 í
100 og 200 m. bringusundi.
Voorbij, Hollandi, 1:11,7 í 100
m. flugsundi og landi hennar
Lagerberg, 1:12,6 mín. Af karl-
mönnunum var beztur Gregor
með 57,8 í 100 m. skriðsundi
og 1:05,6 mín. í 100 m. flug-
sundi.
Róðrafélagið
fær kennara
RÓÐRAFÉLAG Reykjavíkur
hefur hafið vetirarstarfsemi
sína. Og er þetta 10. starfsár
félagsins. Stjórn félagsins hugs-
ar gott til þessa afmælis árs.
Hefur m. a. fengið lærðan í-
þróttakennara, sem jafnfiíamt
er reyndur ræðari, til að þjálfa
og kenna á æfingum í vetur.
Þeirri nýbreytni hefur verið
komið á að sérstakur tími er ætl
aður fullorðnum mönnum (oid
boys), sem aðeins stunda íþrótt-
ina sér til uppliftingar og hress-
ingar. Þessi tími verður í vetur
á mánudögum kl. 9.30 e. h. Þar
fá „gömlu mennirnir" að róa í
þar til gerðum róðrarvélum, og
gera léttar leikfimisæfingai'. —
Og að lokum geta þeir svo feng
ið sér hressandi bað.
Aðalæfingatími félagsins er
á miðvikudögum kl. 8.45 e. h.,
Þar fá byrjendur kennsiu við
fyrstu áratökin, og þar fá ræð-
arar undirbúning undir átök-
in næsta sumar. Báðir þessir
tímar erú í leikfimissal Miðbæj
arskólans.
Einnig verður sérstök áherzla
lögð á útiæfingar um helgar þeg
ar veður leyfir, er þá róið á
bátum félagsins á Skerjafirði.
Er það von félagsins að geta
komið upp vel þjlfaðri sveit
ræðara, sem hægt verður að
senda til keppni erlendis.
Síðast liðið sumar var félag-
inu boðin þátttaka í keppni er-
lendis, en taldi sig ekki hafa
næglega þjálfaða menn í slíka
þolraun. Enda kom boðið með
litlum fyrirvara.
Vetraræfingar félagsins hafa
reynst mjög vel, og eru ræðar-
ar mun foetur undir sumarið
búnir, en ella, og fljótari að
komast í Þjálfun.
G. St.
OPIB I KVÖLB
til kl. 1. ,
MATUR framreiddur !
allan daginn. ;
Naustartríóið leikur. j
Borðpantanir í síma 17758 og 17759 í
Áðalfundur
Ferðafélagj íslands
verður haldinn að Café Höll uppi föstudaginn-20.- nó%,
1959 kl. 8.30 síðdegis.
Dagskrá samkvæmt félagslögum.
Stjórnin.
Frá Félagi íslenzkra hljómlistarmanna.
Hið nýja símanúmer okkar er
1 4729
Útvegum all's konair músík alla virka dagu
kl. 5.30—7. nema laugardaga kl. 1.30—3«
F. í. H.
Hafið þið lesið grein
Sveins á Egilsstöðum
rr
rr
í Frjálsri þjóð? — Blaðið fæst í næstu blaðsölubíáL
Frjáls þjóð. i
Þ
ÁFÉ
Dansieikur í favöid
Forsföðukonusfaðan við barnahelmiRð;
í Vesfurborg !
er laus til umsóknar.
Umsóknir sendist skrifstofu Barnavinaf'élagsins, La.uf.
36 fyrir 25, nóv. nk. Staðan veitist frá 1. jan. 196@
að telja.
Stjórn Barnavinafélagsins. ,
Bróðir minn,
KRISTJÁN BJARNASON, ’
frá Stóru—Mörk undir Eyjafjöllum, lézt í Landakotsspítaite
fimmtudaginn 12. þ. m. ,
Fyrir hönd vandamanna.
Guðrún Bjarnadóttir.
m
Alþýðublaðið — 14. nóv. 1959 ^