Alþýðublaðið - 24.11.1959, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.11.1959, Blaðsíða 3
LÖGREGLAN greip þjóf, á aðfaranótt sunnudags, þar sem hann var að brjótast inn í verzlun við Snorrabraut. Kom í ljós síðar, að hann hafði ýmis legt annað gruggugt á sam- Vizkunni. Þetta atvikaðist þannig, að kona nokkur, sem býr við Snorrabraut, hringdi til lög- MMMUUVHmtMMHHHIIH HASKOLASTÚDENT- AR héldu „rússagildi i Sjálfstæðishúsinu sl. fimmtudagskvöld. Tvennt þykir pinkum frásagnar- vert af fagnaði þessum. í fyrsta lagi lá við stór- slysi, er „bollan“ var bor- in inn. Kveikt er í boll- unni, sem alkunnugt er og stúdent sá, er bar inn boll una skaðbrenndist á hendi og varð að flytja hann á slysavarðstofuna. í öðru lagi fékk pianó hússins fullmikið brennivín í sig og varð fyrir spjöllum er nokkuð dýrt verður að hæta úr. STOFNAÐ hefur verið Skatt stjórafélag Islands. Var gengið frá stofnun félagsins dagana 21. og 22. þ. m. í Reykjavík. Tilgangur félagsins er að vinna að persónulegum hags- munamálum meðlimanna, svo og embættislegum, svo sem foættum vinnuskilyrðum og samræmdum starfsaðferðum og afgreiðslu. Stjórn Skattstjórafélags ís- lands skipa: Jón Eiríksson, skattstjóri í Vestmannaeyjum, formaður; Eiríkur Pálsson, skattstjóri í Hafnarfirði, og Guttormur Sigurbjörnsson, skattstjóri í Kópavogi, með- stjórnendur. KL. 18.30 Amma segir börnunum sögu. Kl. 18.50 Framburðar- kennsla í þýzku. Kl. 19 Þingfréttir. Kl. 20.30 Daglegt mál. Kl. 20.35 Út- varpssagan. KI. 21 Frá tónleikum Sin f ónlíuihlj óms veitar íslands í Þjóðleik- húsinu, fyrri hluti. Stjórnandi Henry Swoboda. Kl. 21.35 Raddir skálda: Ljóð ofi Ijóðaþýðingar eftir Sigríði Einars frá Munað- arnesi. Lesarar; Vilborg Dag- bjartsdóttir, Jón úr Vör og skáldkonan sjálf. Kl. 22.10 Hæstaréttarmál. Kl. 23.20 Lög unga fólksins. reglunnar þá um nóttina, og skýrði frá því, að maður væri að brjótast inn í verzlun þar við götuna. Þegar lögreglan kom á staðinn, var maðurinn horfinn. Hafði hann einnig framið innbrot í fiskbúð í sama húsi. Á meðan lögreglan var að at huga verksummerkin á innbrot s^aðnum, heyrðist hvar rúða var brot'n hinu megin götunn ar. Þaut lögreglan begar út og grein þióf. sem búinn var að brjóta rúðu í hurð í verzlun- inni og var einmitt að teygja sig í smekklásinn, þegar hann var gripinn. Var haun þegar settur í gæzluvarðhald. Kom síðar í Ijós að hann hafði ýmislegt fleira á. samvizkunni. Málsrannsókn stendur yfir enn. Framkvæmdasljóri RENÉ SARGEANT, fram- kvæmdastjóri OEEC, efnahags stofnunar Evrópulandanna, er væntanlegur hingað til lands se.'nt í þessari viku. Kemur hann hingað tií lands frá Banda ríkjunum, þar sem hann meðal annars ávarpaði þihgmanna- fund NATO. Skýrði hann í ræðu sinni frá því, að hann mundi ræða um efnahagmál við ríkisstjórn íslands. Auk bess mun hann sennilega flyíja fyr irlestur í háskólanum um efnahagssamvinnu Evrópuþjóð anna. Hism Winston Churchill heim sótti gamla skólann sinn — Harrow — fyrir skemmstu, og skólapilt- arnir tóku á móti honum með skólasöngvum. Þá sáu menn, að sá gamli viknaði. Svo sungu dreng- irnir spánýjan skólasöng — um Harrow-piltinn, sem varð forsætisráðherra Englands þegar hættan var mest og nú er þjóð- hetja. Og þá sáu menn, að sá gamli tárfelldi. ALÞYÐUFLOKKSFELOG- IN í Reykjavík héldu sameigin legan fund um stjórnarmyndun FULLSKIPUÐ stjórn SUJ kom saman til fundar í Reykja vík um helgina. Mættir voru 24 fulltrúar frá 9 félögum, FUJ í R.evkiavík, Hafnarfirði, Kefla- vík. Akranesi, Árnessýslu, Snæ feilsnesi, Akureyri, Siglufirði cg ísafirði. B iörgvin Gu.ðmunds son. form. SIJJ setti fundinn og hafði framsögn um vetrarstarf jð; Hilmar Hálfdánarson, forrn. FUJ. á Akranesi hafði fram- sögu um skipulagsmál ung- hrevfingarinnar og Jón Á. Héð irsson hafði framsögn um sk'pulagsmál Alþýðuflokksins. — Fundurinn hófst' á laugar- dag kl. 3, en var lokið kl. 5 á sunnudag. Nánari verður skýrt frá fundinum á æskulýðssíðu blaðsins og í Sambandstíðind- um ungra jafnaðarmanna. ina og stjórnmálaviðhorfið í Tjarnarkaffi í fyrradag. Gylfi Þ. Gíslason^ menntamálaráð- herra flutti ítarlega ræðu um stjórnarmyndunina og viðhorf in í íslenzkum stjórnmálum nú en síðan urðu frjálsar umræð- ur. Þessir tóku til máls: Jón Ax- el Pétursson, Þorsteinn Péturs son. Einar Guðmundsson. Sig- urður Ingimundarson og Eggert G. Þorsteinsson. Gvlfi skýrði frá samningum Alþýðuflokksins við Sjálfstæð isflokkinn um stjórnarmvndun. Flokkar þessir hefðu fyrir þing kosningarnar verið sammála um nauðsyn þess, að afnema tekjuskatt af launafólki og þeg ar það hefði komið í Ijós í stjórnarviðræðunum, að flokk- arnir gátu komið sér saman einnig um ýmis önnur mál, er Alþýðufl. telur mikils vert að náí fram að ganga, svo sem endurbætur á tryggingunum, úrbætur í húsnæðismálunum, og samningu þjóðhagáætlana, hefði verið eðlilegt, að flokkar þessir mynduðu ríkisstjórn. ÞRÍR alþingismenn sátu ár legan fund Þingmannasam- bands Atlantshafsríkjanna, er fram fór í Washington síðast liðna viku. Héldu þeir uppi málstað íslendinga í landhelg ismálinu og deildu á fram- komu Breta. Jóhann Hafstein flutti ræðu um málið, er vakti mikla athygli, og lagði á- herzlu á, að Bretar kveddu herskip sín þegar í stað heim, framkoma Breta gagnvart minnsta bandalagsríkinu A'æri óverjandi og lífshagsmunir Is lendinga í veði. Loks kvað Jó hann framhald landhelgisdeil unnar stórhættulegt sambúð Atlantshafsþjóðanna. Hinir íslenzku fulltrúarnir voru þeir Benedikt Gröndal og Þórarinn Þórarinsson. I um ræðum, sem urðu um hinn mikla og hraðvaxandi fiski- skipaflota Sovétríkjanna á Atlantshafi, varpaði Benedikí franj þeirri spurningu, hvort eðlilegt væri, að hvaða þjóð sem vildi verja til þess fé, gæti stundað fiskveiðar á haf- inu. Engri þjóð mundi látið haldast uppi að leita að olíu á hafsbotni — og hví eru þá fiskistofnarnir eina auðlind- in, sem allir geta gengið í, spurði Benedikt. Málfundanámskeið FUJ í ieyfcjavík. FUJ-félagar í Reykjavík eru minntir á málfundinn í kvöld kl. 8.30 stundvíslega í Ingólfs kaffi, uppi. Gengið inn frá Ingólfsstræti. Umræðuefni: Á að leyfa bruggun áfengs öls til neyzlu á íslandi? — Tveir framsögu- menn. Leiðbeinandi: Pétur Pétursson. Þátttakendur eru hvattir til að fjölmenna á málfundinn, Ný ir félagar velkomnir. SL. sunnudag hófust í Kópa- vogsbíói sýningar á erlendum barnamyndum með íslenzltum skýringum, sem frú Helga Vm> týsdóttir, leikkona annast. Kópavogsbíó hefur komizt að samningum við austur-þýzka kvikmyndafélagið DEFA um sýningu á nokkrum barnamynd* um, sem gerðar eru um alþekkt ævintýri. Er í ráði að framveg- is séu leiknar inn af segulbandi íslenzkar skýringar 'við mynd- irnar. Myndin, sem hafið var að sýna á sunnudaginn, heitir Skraddarinn hugprúði, eða Sjö í einu höggi, sem byggð er á sögu úr Grimmsævintýrum. — Jói'abarnamyndin verður Syngj andi tréð, en Eldfærin, gerð eft ir ævintýri H. C. Andersen, verður sýnd eftir jól. Þetta eru allt litmyndir. Svo mikil aðsókn var að fyrstu sýningum á Sjö í einu höggi, að allir aðgöngumiðar seldust upp á hálftíma, en sýn- ingar eru kl. 3 og 5 á sunnu- dögum. Alþýðublaðið — 24. nóv. 1959 ^ V

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.