Alþýðublaðið - 24.11.1959, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 24.11.1959, Blaðsíða 9
Víkingursig o 'KEPPNIN í meistaraflokki karla á Reykjavíkurmótinu verður stöðugt meira spenn- andi með hverjum leik. Á sunnudagskvöldið voru háðir þrír leikir, sá fyrsti var milli Ármanns og Yíkings og það ó- trúlega skeði, að Víkingar sigr- uðu eftir geysispennandi leik með 10 mörkum gegn 9. Eftir árangur Ármanns í fyrri leikj- um mótsins, t. d. sigrinum yfir KR, koma þessi úrslit mjög á óvart. Fram sigraði Þrótt örugglega með 11 gegn 7, en síðasti leik- urinn milli Vals Og ÍR varð geysi tvísýnn og lauk með jafn- tefli, 13 mörkum gegn 13. Þau úrslit koma ekki mjög á óvart. Valur hefur sýnt ágæta leiki, gerði jafntefli gegn Fram og Víking og tapaði fyrir KR með einu marki. Staðan í meistaraflokki karla er nú sú, að KR er efst með 6 stig, síðan koma Fram, Víking- ur og ÍR, öll með 5 stig, Ármann og Valur hafa 4 og Þróttur 2. í meistaraflokki kvenna sigr- aði Ármann Þrótt með 10 gegn 5 og Valur Víking 5:3. Það er augljóst, að baráttan um meist- aratitilinn í kvennaflokki stend ur milli KR og Ármanns eins og undanfarin ár. Frá ársþingi FRh ndskeDDn h , -liði Aus f Island einnig með í 4-landa keppni á Bislet. ÁRSÞING Frjálsíþróttasam- bands íslands var háð í Reykja vík á laugardag og sunnudag. Þingið var fjölmennara en ver- ið hefur oft áður og mikill á- hugi ríkti um framgang frjálsí- þrótta í landinu. Brynjólfur Ingólfsson, for- maður sambandsins, flutti ýtar- lega skýrslu stjórnarinnar, sem sýndi mikið og gotf starf. Með- al annars kom íram í skýrsl- unni að stjórn FRÍ hefur ákveð ið landskeppni i frjálsíþróttum í september næstkomandi milli íslands og B-liðs Aaustur- Þýzkalands, en B-lið A-Þjóð- verja er sterkara en A-lið margar þjóða Evrópu. Keppni þessi á að fara fram í iðnaðar- borginni Schwerin dagan 11. og 12. september, eða nokkrum dögum eftir Olympíuleikana í Róm. Þess skal einnig getið, að sumarið 1961 koma A-Þjóðverj ar til Reykjavíkur og þá fer fram landskeppni milli þjóð- anna hér. Þessi keppni er að því leyti merkileg, að hún er algerlega á jafnréttisgrundvelli, en það er í fyrsta sinn sem FRÍ tekst að ná svo hagstæðum samningum um landskeppni. Auk þessarar keppni má einn ig telja víst, að ísland verði með í nýstárlegri landskeppni 4 þjóða á Bislet 20. og 21. júlí næsta sumar. Þjóðirnar, sem verða með í Þessari keppni, eru auk Islands Noregur, Danmörk og Belgía og hver þjóð sendir einn þátttakanda í hverja grein. Getur hér orðið um mjög skemmtilega og jafna keppni að ræða. Frjálsíþróttasambandinu hefur einnig tekizt að ná hag- stæðum samningum um þessa keppni, þannig að Norðmenn greiða allan uppihaldskostnað og ferðakostnað að mestu. Að lokum skal þess getið, að hugsanlegt er að unglingalands lið okkar, einn í hverja grein taki þátt í landskeppni sex þjóða í Austur-Þýzkalandi næsta sumar, en ekkert er þó ákveðið í þeim efnum enn sem komið er. Ef úr þessu verður munu þátttöóuþjóðirnar verða A-Þýzkaland og Norðurlanda- þjóðirnar fimm. í stjóm FRÍ fyrir næsta starfsár voru einróma kjörnir Brynjólfur Ingólfsson formað- ur Og með honum í stjórn Jó- hann Bernhard, Lárus Hall- dórsson, Björn Vilmundarsom og Jóhannes Sölvason. For- menn hinna föstu nefnda sam- Ftramhald á 2. síðu. Hljóp 1409 km., næs! 5000 km. NÝLEGA setti Don Shep- hard frá Suður-Afríku frækilegt met í lang- hlaupi. Shephard hljdp frá Lands End í S.-V. horni Englands til O. Groats í Norður-Skotlandi, en vega lengdin er 1409 km. Tími Shephrirds var 20 dagar, 7 klst. og 30 mín. Að meðal- d L tali hljóp hann því 85 km. 5 á dag og bætti 30 ára gam- alt met um 10 daga! Hinn frækni hlaupari hyggst nú fara til Banda- ríkjanna, en þar ætlar hann að hlaupa frá New Oork til Los Angeles en sú vegalengd er 5000 km. ÞÁTTTAKENDUR Póliands í Ólympíuleikunum í Róm dvelja um þessar mundir í grennd við Split í Júgóslavíu, en þar er nú hlýtt og gott veður til æfinga. % FRAKKLAND reíknar með að senda 274 þátttakendur til Rómar, 50 í frjálsíþróttir, 29 í sund og sundknattleik, 24 ræð- ara og 21 í skylmingar- % BANDARÍKJAMENN ætla að hafa marga starfsmenn til staðar ef meiðsl verða á kepp- endum og áhorfendum í sam- bandi við Vetrar-Olympíuleik- ina í Squaw Valley. Alls munu um 200 manns starfa í því sam þandi, auk lækna, hjúkrunar- kvenna, sex sjúkrabílar og nokkrar helikopter-vélar. í 400 m. grind SUÐUR-AFRÍKUMAÐU R - INN Spence hljóp nýlega 440 yds á 46,1 sek., landi hans Ev- ans 47,4 sek. og V-Þjóðverjinn Oberste 47,8 sek. Mótið var' háð í borginni Bloemfontein, en hún er í 1370 hæð yfir sjávarmáli. Potgieter náði frábærum tíma í 440 yds grindahlaupi eða 50,2 sek., annar varð Thoburn 52,4, þriðji Smith 52,8, en þeir eru báðir frá S-Afríku, fjórði varð Joho, V-Þýzkal. á53,4 sek. í öðr um greinum náðist einnig góð- ur árangur, Molzberger stökk 7,54 mi í langstökki og Kruger 4,28 m á stöng, en hann er frá S-Afríku. ■■■■■■■i ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■ )■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■l TRESMIÐAV frá Þýzka Alþýðulýðveldinii Nýfízku gerð - sterkbyggðar - afkasfamiklar Bandslípívél, gerð BSCH Mjög góð reynsla er feng in af þessari vél, sem not- uð er til slípunar á slétt- um og spónlögðum hurð- um, skúffum, römmum o. fl. — Einföld í notkun. Að lokinni slípun er verk- efnið tilbúið fyrir póleringu og bæsun. Vélin hefur sterkbyggða sam tengda undirstöðu. Stærð slípiborðsins er 2500 x 800 m.m. Aflþörf innbyggðs mótors 5 KW. Bandslípivél af gerðinni BSCH 185 samskonar og að ofan en stærð slípiborðsins 1850 x 800 m.m. Mótor 5 KW. Ofangreindar vélar má einnig fá með lóðréttri slípiskífu og hallanlegu slípiborði. Ennfremur getum við boðið: Handband-slí pivél, gerð HBSCH. Hentug innstilling slípi- þrýstings. Sparneytin á slípibelti. Innbyggður mótor 0,7 KW. 1450 snún/mín. — Slípi- flötur 100 x 140 mm. Vélar þessar eru framleiddar af: WEB Ellefelder Maschinenbau, Ellefeld i. Vogtl. Útflytjandi: WMW-EXPOHT, Berlin W 8 Mohrenstr, 60/61 Deutsche Demokratische Republik. W Allar upplýsingar veitir einkaumboð okkar á íslandi: HAUKUR BJÖRNSS0N HEILDVERZLUN Pósthússtræti 13 — Reykjavík: Símar: 10509 — 24397 : ... Símnefni: Valbjörn. ; Alþýðublaðið — 24. nóv. 1959 ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.