Alþýðublaðið - 26.11.1959, Síða 1

Alþýðublaðið - 26.11.1959, Síða 1
8£?88á$S8$S$888£í$3£3 x':';:: Verður ekkert til á flöskurnar? 40. árg. — Fimmtudagur 26. nóvember 1959 — 253. tbl. Esso-málið: ALÞÝÐUBLAÐIÐ skýrði frá því, fyrir nokkru, að Bene dikt Sigurjónsson, lirl., sem er lögfræðingur Hauks Hvann- bergs í Essomálinu, hafi kært til Hæstaréttar úrskurð rann- sóknardómaranna, Gunnars Helgasonar og Guðmundar Ingva Sigurðssonar, um það, að Hauki Hvannberg sé óheimilt að hverfa úr landi, að svo sjtöddu. Hélt Benedikt því fram, að Haukiir þyrfti að fara til út lánda til þess að leita sér lækn inga. í gær kvað HæStiréttur upp dóm sinn. Var úrskurður rann sóknardómaranna staðfestur. Fær Haukur Hvannberg því ekki að fara úr landi. Hér á eftir fer dómur Hæstaréttar í málinu „'Valdstjórnin gegn Hauki Hvannberg“: „Með kæru 12. nóvember 1959, sem hingað barst 19. s. m., hefur varnaraðili samkvæmt 3. tl. 173. gr. laga nr. 27/1951 skotið 11 Hæstaréttar hinum kærða úrskurði og krafizt þess, að úrskurðinn verði felldur úr gildi og honum verði heimiluð brottför úr landi til lækninga. Með skírskotun til forsenda hins kærða úrskurðar ber að staðfesta hann. Dómsorð: Hinn kærði úr- skurður áað vera óraskaður“. NEW YORK, (NTB— REUTER). Frú Anthina Mary Onassis sótti í dag um skilnað frá manni sínum Aristótelesi Onassis. Vatninu hleypt á eftir 2-3 vikur. FRAMKVÆMDUM við Efra- Sog hefur miðað vel áfram und anfarið. Er nú lokið við að „fóðra“ göngin og þau því til- búin að öllu leyti. Eftir er að steypa í síðasta skarðið í þróna, að því er Árni Snævarr verk- fræðingur tjáði blaðinu í gær. Árni sagði, að líklega yrði vatninu hlevpt á til reynslu eft ir 2—3 vikur. Áætlað var að virkjunin yrði tilbúin um há- tíðar og sagði Árni, að vonir stæðu til, að sú áætlun stæðist. Um 170 menn vinna nú að framkvæmdunum eystra. Hef- ur ekki verið ne.nn hörgull á mönnum undanfarið og því unnt að vinna að virkjunar- framkvæmdunum af fullum krafti. Blaðið hefur hlerað Að Jónas Haralz ráðuneytis- stjóri verði aðaln'æðumað ur stúdenta 1. desember. Að benzínsölustöð Skeljungs h.f. við Miklubraut, sem reist var í fyrra, verði senn flutt þaðan. Ástæðan: Miklabrautin nýja á að verða þar sem stöðin er! FYRIR nokkrum dögum síð- an kom hingað til lands sænsk bókasending til bóksala eins. Var hún stöðvuð í Pósthúsinu í Reykjavík, þar eð Póstmeistari taldi efni bókanna eða tímarit- anna brjóía í bág við almennt velsæmi og um leið í bág við al þjóðlegar póstamninga. Samn- ingar þessir munu kveða svo á, að ekki skuli þær bækur eða tímarit flutt í pósti, sem eru siðspillandi á einhvern veg. Alþýðublaðið átti í gær tal við Magnús Jochumsson, póst- meitsara, um þetta mál. Kvaðst t hann hafa stöðvað þessa send- ingu, þar sem hann liti svo á að innihaldið væri siðspillandi. Hefur hann ritað lagadómara If'éf um mál þetta og bíður nú úrskurðar þess. BLAÐIÐ skýrði frá því í gær, að maður hefði ruðst inn í Landsbankann á þriðjudags- morgun með bægslagangi mikl um og hótað að lífláta banka- stjórana. Var maðurinn kom- inn inn í herbergi Péturs Bene diktssonar, bankastjóra, þegar dyravörðurinn, Björn Vigfús- son, náði honum og tókst að koma honum út úr bankanum. Rannsóknarlögreglan tók að sér málið í gærmorgun. Jón Halldórsson, rannsóknarlög- reglumaður, yfirheyrði starfs- fólkið í bankanum, sem gaf hon um lýsingu á manninum. Hálf tíma síðar hafði Jón handteklð Framhald á 5. síðu. Reykvíkingar munu drekka mjólk fyrir um 700,000 krónur á dag. Til efni myndanna hérna — sem teknar voru í Mjólk urstöðinni í gær — er at- kvæðagreiðsla Stéttar- sambands bænda (sjá 3. síðu) um það, hvort bænd ur eigi að hætta að selja neytendum mjólk. Verði það ofan á, mun stúlkan á efri myndinni hætta að handleika mjólkurflösk- urnar, maðurinn á þeirri neðri hætta að sveifla mjólkurgrindunum. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiluiiiiiiiiiiiuiiimiiiiimiuiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiMiiiiiiiiitmmumiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiitiiiiiiiiiiiir Loítíeiðaflugvél vestur m haf - - ? SVARIÐ ER I OPNUNNI .................................... a|||||H!llllUIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIUIIIIIIIIIIIUIHIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIII[IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIIIIimill

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.