Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.07.1897, Blaðsíða 15

Skírnir - 01.07.1897, Blaðsíða 15
Árferði og atvinnumál. 17 nýting í verra lagi, víða stórskemmdust og hey í görðum af úrkomunum um kaustið. Skepnuhöld voru um vorið í allra vesta lagi; olli því aimennur hey- skortur — og hey undan næsta sumri óholl — og vorharðindin; sumstað- ar geugu og sjerstök fjárveikindi; er þess sjerstaklega getið á Möðruvöll- um í Hörgárdal. Miitisbrandur varð og noltkrum stórgiipum að bana í Hvammi í Ölfusi. Bráðasótt í sauðfje var þetta ár ekki jafuskæð eins og hin næstu á undan. Fer nú bráðasóttarbólusetning mjög í vöxt, var hún þetta haust reynd með góðum árangri af þeim Magnúsi dýralækni Einarssyni og Jóni Jónssyni, lækni Yopnfirðinga, byggjast þær tilraunir einkum á rannsóknuin og tilraunum Jensens, lektors í Noregi. Fjárkláða hefur víða orðið vart; voru nú almennar fjárbaðanir fyrir skipaðar til þoss að rcyna að afstýra þeim ófarnaði. Sjávarafli varð í rýrara lagi víða i veiðistöðum. í Faxaflóa var ein- stök aflatregða og var það inest kennt botnvörpuveiðunum. Yarðskipið „Heimdai", reyndi að vernda landhelgi þar, en þótti framan af sumrinu slyppifengt með koflum. Amtmaður bannaði mönnum samgöngur viðbotn- vörpuveiðendur, en lítt var því bauni hlýtt, því að margir innlendir menn fá hjá þoim allmikinn afla, sein þeir nota ekki sjálfir. Mál voru sótt á hendur nokkrum þeim, er óhlýðnuðust banni amtmanns, en þeir voru sýkn- aðir fyrir yfirdómi. Danska stjörnin hjelt áfram samkomulagstilraunum við stjórn Breta um friðun innmiða 4 Faxaflða, en ekki báru þær neinn árangur vegna tregðu hjá bandalögum þeim er stóðu fyrir útgerð botn- vörpuskipanna, því að þeim þótti lítillahagsmnna von af tilboðum dönsku stjórnarinnar, studdi þó Atkinson þessar tilraunir, sá er gjört hafði bráða- birgðasamninginn við landshöfðingja árið áður; kvað hann íslendinga hafa haldið samninginn en botnverpinga ekki. Hafnfirðingar sömdu og á- varp og fengu komið í „Times“; hjetu þeir á drengskap hinnar bresku þjóðar, að afsfýra slíkum ófaguuði framvegis. í sambandi við samkomu- lagstilraunirnar og þeim til styrkingar fjekk stjórnin framkomið á alþingi breytingum á gildandi bannlögnm gegu botnverpingum á nokkrum atriðum er einkum höfðu orðið að óánægjuefui fyrii stjórn Breta, eða þóttu fara í bága við almennan þjóðarrjett. — Dilskipaveiðar hjer við land heppn- uðust talsvert betur en veiðiskapur á opnum skipum; þilskipum fjölgaði mjög við Faxaflóa, því að sæta mátti góðum kaupum á seglskipum frá Bretum, er nú eru sem óðast að leggjaþau niður og taka upp útgerð á gufuskipum í stað þeirra. 2

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.