Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.07.1897, Blaðsíða 22

Skírnir - 01.07.1897, Blaðsíða 22
24 Misferli og mannalát. prestsksp 1890. Kona hans var Jónína Björnadóttir. Hann var hraust- menni og drengur góður.— Jónas Guðmundsson uppgjaf8prestur,andaðÍBt að Sknrði á Skarðsströnd 23. okt. (f. í Þverárdal 1. ágúst 1820). Hann út- skrifaðist frá Bessastaðaskóla 1843, tók embættispróf í guðfræði við há- skólann 1850, varð kennari við latínuskólann 1851, en vígðist prestur að Hítardal 1872. Hann ljet af prestskap 1890 vegna sjónleysis, er hann fjekk þð síðar bót á- Kona hans var Elinborg dóttir Kristjáns sýslu- manns Magnússens á Skarði. Hann þótti ágætur ræðumaður og fróður um margt. Eptir hann eru prentaðar hugvokjur og fleiri ritlingar um guðfræði. Hann átti og þátt í latnesku málfræðinni eptir kennendur Reykjavíkur skóla. — Af yngri námsmönnum ljetust allmargir: Pjetur Thorlerg (eonur landsbðfðingja Bergs Thorbergs) andaðist í Kaupmanna- höfn 10. apríl, Arni Beinteinn Gíslason, stúdent, skólakennara Magnús- sonar, andaðist í K-iupmannahöfn 18. apríl, Jón Uunólfsson, stúdent, bónda á Holti á Síðu, andaðist í Reykjavík 21.júní, Þórður Ogmundsson, skóla- piltur, andaðist á Yxnalæk 22. júlí, Þorlákur Jónsson, Btúdent (frá Gaut- löndum), drukknaði i Kaupmannahöfn 24. des. Allt voru þetta efnismenn, vel látnir og til góðs líklegir, ef þeim hefði enst aldur og heilsa. Hjer skal getið nokkurra merkra manna úr leikmannaflokki, er öoduðust þetta ér : Sigurður Sigurðison, hreppstjóri áLitlugröfi Borgarhrcpp (12. jan.) merk- ismaður og atkvæðamaður þar í hjeraði, Sigurður Pálsson, fyrrum bóndi í Haukadal (d. 21. mars) fornmannlegur og fróður öldungur, Gvðbrandur Sturlaugsson í Hvítadal (d. 14 apr., f. 17. júlí 1821), einn af merkari bændum vestan lands og fróðleiksmaður, Jón Ólafsson bóndi í Hlíðarhús- um (d. 28. júní, f. 7. nóv. 1835), einn af helstu útvegsbændum við Faxa- flóa og lengi orðlagður aflamaður, Gísli Jónsson, bóksali í Hjarðarholti í Dalasýsiu (d. 6. ágúst, f. 15. sept. 1866), einkar vel gefinn maður og efnilegur og hverjum manni hugþekkur, Gunnlaugur Briem, verslunar- stjóri í Hafnarfirði (d. 24. ágúst, f. 18. ág. 1847), „ágætur fjelagsmaður og áhugamaður um sjerhvað það, erhannhugði iandi oglýðjtilnyfsemdar horfa“. — Af látnum merkiskonum skalnefna þessar: Bagnheiður Ghristiansson (d. 14. febr., f. 22. nóv. 1824), ekkja Kriatjáns amtmanns Christianssons, en Jónsdótirt land læknis Dorsteinssonar, góð kona og hjálparfús við bág- stadda. Ingunn Jónsdóttir (d. 4. apr., f. 12. mars 1817), dóttir Jóns Býsiumanns Jóns3onar á Melum og ekkja Magnúsar umboðsmanns Ólsens á Þingeyrum. Af börnum þeirra eru á lífi Björn Ólsen, rektor, og Margrjet kona Ólafs læknis Guðmundssonar. Hún var einkar þjóðrækin, fróð og

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.