Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.07.1897, Blaðsíða 21

Skírnir - 01.07.1897, Blaðsíða 21
Misferli og mannalát. 23 fóret b&tur frá Húsavik norður með4 mönnum, 8. d. týndistbitur frá Seyðisfirði með 3 mönnum. í des. (4.) fórst bátur frá Keflavík raeð 4 mönnum, 11. b. m. fjell barn á Útskálum flr stiga og beið þegar bana, 18. s. m. hrap- aði vitavörðurinn á Dalatanga flr fjalli, 29. s. m. drukknaði maður af bát á ísafirði. í s. m. lá maður frá Seyðisörði longi öti á fjalli og beið af þvi bana. Heilbrigði var allgóð Af almonnum farsóttum er belst að geta hettu- sóttar, er breiddist út með Faxaflóa sunnanvorðum, en lítiðkvað að henni. Að frátöldu hinu mikla tjóni af slysförum, sem þegar befur vorið getið, varð manndauði hjer á landi í minna lagi þotta ár. Af látnum merkis- mönnum skal þessara getið : Ole Peter Finsen, póstmeistari, andaðist í Kaupmannahöfn 2. d. mars (f. í Reykjavík 1. jan. 1832). Hann var sonur Ólafs yflrdómara Finsens og Maríu konu hans f. Möller, og var hann yngstur þeirra bræðra. Hann varð stfldent frá Reykjavíkurskóla árið 1856 og gaf sig síðan að verslun. Hann varð póstmeistari þegar það embætti var stofnað bjer 1872. Hann átti fyrst Hindriku Andreu Bjering og síðar Maríu, dóttur Dðrðar yfirdómara Jónassens. Einn af sonum hans er Ólaf- ur, læknir á Akranesi. Hann var vinsæll maður og vel látinn. — Árni Jónsson, læknir á Yopnafirði, andaðist þar 3. mars (f. í Vatnsdalshólum 31. okt. 1851). Foreldrar hans voru Jón bóndi Jónsson og Björg Þórðar- dóttir. Hann tók stúdentspróf frá latínuskólanum 1875 on útskrifaðist af læknaskólanum 1878. Hjeraðslæknir i Skagafjarðarsýslu varð hann 1879, en Vopnafjarðarhjerað fjekk hana 1892. Fyrri kona hans var Sigríður Jóhannesdóttir, en hin síðari Sigurveig Friðfinnsdóttir. Hann fjekk gott orð fyrir lækningar og þótti drengur góður, — Jóhannes Davíð Ólafsson, sýslumaður í Skagafjarðarsýslu, andaðist á Sauðárkróki 26. mars (f. á Stað á Reykjanesi 26. okt. 1855), sonur Ólafs prófasts Johnsons og konu hans Sigriðar Dorláksdóttur. Hann útskrifaðíst fráReykjavíkurskóla 1878, tók embættispróf í lögum við háskólann 1883, varð sama ár málflutnings- maður við yfirrjettinn og 1884 sýslumaður í Skagafirði. Kona hans var Margrjet Gnðmundsdóttir, prófasts i Arnarbæli. Hann var samviskusam- ur valdsmaður og hið besta þokkaður af sýslubúum sínum. — Stefán Halldórsson, fyrv. prestur í Hofteigi, andaðÍBt á Hallgeirsstöðum 5. okt. (f. 1. okt. 1845) sonur Halldórs stúdents Sigfússonar. Hann útskrifaðist frá latínuskólanum 1872, en frá prestaskólanum 1874, vígðist 1875 til prests að Dvergasteini og fjekk Hofteig 1881. Hann var leystur frá

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.