Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.07.1897, Blaðsíða 17

Skírnir - 01.07.1897, Blaðsíða 17
Árferði og atvinnumál. 19 legur kostnaður og atvinnutjðn, er stafaði óbeinlínia af jarðskjálptunum, má telja hið beina tjón um 150.000 kr., hrukku samskotin mikið til fyrir þeirri upphæð og þó ekki fullkomlega; 2 monn ferðuðust um jarðskjálpta- svæðið að tilhlutun samskotanefndarinnar, þeir Jón snikkari Sveinsson og Þórður Quðmundsson frá Hálsi, til að kynna sjer sem nákvæmast tíðindi þau, er þar höfðu gjörst, og hag manna, höfðu þeir með sjer uppdroetti til húsagjörða epfir J. S., fleiri slíkar tillögur komu fram um almennar bætur á húsaskipun þar, og má vænta að nokkuð geti orðið af framkvæmd- um á þeim. Menntamúl. Bmbættispróf við háskólann tóku nokkrir íslendingar. í guðfræði: Haraldur Níelsson (I. eink.) og Friðrik Hallgrímssou (II.,eink.), og í læknisfræði: Kristján Kristjánsson og Sæmundur Bjarnhjeðinsson, báðir með II. eink., í lögfræði: Maríno Hafstein og Oddur Gíslason, báðir með I. eink.; skólakennarapróf tók Helgi Pjeturssou með besta vitnÍBhurði. Embættispróf við prestaskólann tðku: Jón Þorvaldsson (I. eink.), Sig- tryggur Guðlaugsson (II. eink.) og Þorvarður Þorvarðarson (III. eink.). Heimspekispróf tóku 8 íslenskir stúdentar við háskólann og 9 við presta- skólann. Frá lærða skólanum útsknfuðust 20 stúdentar (2 með ágætiseinkunn, 8 með I. einkunn, 8 moð II. einkunn og 2 með III. eink.), þar af var ein stúlka, Elinborg Jakobsen, som er hinn fyrsti kvennstúdent hjer á landi. Frá Möðruvallaskóla útskrifuðust 20 (2 með ágætiseink., 9 með I. eink., 7 með II. eink,, 2 með III. eink.). Frá Flensborgarskóla útskrif- uðust 16, on 6 tóku þar kennarapróf. Frá stýrimannaskólanum útskrif- uðust 12. FjárBtyrk úr landssjóði fjekk þetta ár 21 barnaskóli (12 á Suðurlandi, 6 á Vesturlandi, 6 á Norðurlandi og 1 á Austurlandi). Kennslustyrk fjekk 161 barnakennari í sveitum, þeir voru langflestir í Eyjafjarðar- sýslu (22). Nýr skóli var stofnaður í Reykjavik, hússtjórnarskóli fyrir stúlkur, forgöngu þessa fyrirtækis hafði frú Elín Eggertsdóttir (Briem), en for- stöðukona skólans er Hólmfríður Gísladóttir. Hjer skal getið nokkurra islenskra rita, er útkomu þetta ár. Ný blöð voru stofnuð 2 í Reykjavík; heitir annað ísland, ritstjóri Þorsteinn Gísla- son, en hitt Nýja öldin, ritstj. Jón Ólafsson, er nú kom vestan um haf; er svo sagt að þetta sje í 18. sinn, sem kaim er i ritstjórn; nýtt blað 2*

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.