Alþýðublaðið - 03.12.1959, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.12.1959, Blaðsíða 2
AÐALFUNDUR Loftleiða h. íf. var haldinn í veitingastofu ifélagsins á Reykjavíkurflug- velli s. 1. föstudag. Formaður fíélagsstjórnarinnar, Kristján Ciuðlaugsson hrl., setti fund- íttin, en kvaddi Gunnar Helga- sosi hdl. til fundarstjórnar. Á ffundinum voru mættir eigend- ur eða uniboðsmenn 80% liluta- fjárins, og var fundurinn því flögniætur. Formaður gaf í upphafi al- wnennt yfirlit um rekstur félags «ins á liðnu starfsári, en vék því snæst að samningaumleitunum, er fram hefðu farið á þessu ári um sameiningu eða samstarf íslenzku flugfélaganna. Gat hann þess, að stjórn Loftleiða 'hefði boðizt til að taka þátt í stofnun nýs flugfélags, er hefði eingöngu með höndum rekstur •iimanlandsflugs, en þeirri til- rlögu var hafnað af hálfu full- trúa Flugfélags íslands. Rakti 'hann því næst aðdraganda og undirbúning stjórnarinnar að 'fiugvélakaupum, sem endan- lega var gengið frá á s. 1. sumri, að fenginni ríkisábyrgð og á- byrgð Landsbanka íslands. -Þakkaði hann stuðning, sem fé- lagsstjórnin hafði notið innan íélags og utan í þessu sam- bandi. Þessu næst tók til máls fram kvæmdastjóri félagsins, Alfreð Elíasson, og skýrði m. a. frá eft- irfarandi: Samtals voru flogn- ar 254 ferðir árið 1958, þar af 243 í áætlunarflugi, en 11 auka ferðir, sem bæta varð við til þess að anna að einhevrju leyti mikilli eftirspurn. Árið áður voru farnar 273 ferðir. Árið 1958 voru fluttir 26.702 far- begar, en ár ð áður 24.919, þ. e. 7,2% aukning. Vöruflutningar jukust um 6.8%, en póstflutn- i,'gar minnkuðu. Flugvélarnar flugu 3.270.317 km. á 10.248 klst. og voru að meðaltali rúm- ar 9 klst. á lofti á sólarhring. í árslok 1958 voru starfsmenn félasrsins 181, þar af 110 í Reykjavík. Fyrstu 10 mánuði þessa árs voru fluttir 31.478 farþegar, 252 tonn af vörum og 22 tonn af pósti. Miðað við sama tíma fvrra árs, hefur farþegatalan hækkað um 33%. Varaformaður félagsstjórn- arinnar, Sigurður Helgason, framkvæmdastjóri, las og skýrði reikninga félagsins fyr- ir árið 1958. Heildartekjur fé- lagsins námu rúmum 77 millj. kr., afskriftir voru tæpar 3 millj. kr. og hagnaður tæp Vz millj. kr. Hefur reksturinn orð- ið mjög hagkvæmur í ár, 25% tekjuaukning. miðað við sama tíma í fyrra (til 1. nóv.). Stjórn Loftleiða var e'nróma endurkjörin, en hana skipa: Kristján Guðlaugsson, formað- ur, Sigurður Helgason, vara- formaður, Alfreð Elíasson, E. K. Olsen og Ólafur Bjarnason. Endurskoðendur: Stefán Björnsson og Þorleifur Guð- mundsson. HWMVWWWWMWWIWMIWM SJÓMENN eru minntir á stjórnarkjörið, sem nú stendur yfir í Sjómanna- félagi Rvíkur. Er kosið ; alla virka daga í skrif- stofu félagsins á venjuleg- i um skrifstofutíma, kl. 3— 6 e. h. Listi stjórnar og trúnaðarmannaráðs er A- listi. UWWWWWtWWWMWWMWW S'amþykkt var að nafnskrá öll handhafahlutabréf félagsins hið fyrsta. S^jórninni var veitt heimild til að hækka hlutaféð úr 4 í 6 millj. kr., en sú heim- ild verður ekki notuð nema nauðsyn beri t'l. Samþykkt var að skora á alþingi og ríkis- stjórn að fella niður 10% skatt af farmiðum til og frá útlönd- um, rætt var um húsnæðismál félagsins o. fl. í dag SIGURÐUR Benediktsson heldur bókauppboð í Sjálfstæð- ishúsinu í dag. Alls eru 114 númer í slt.'ánni, þeirra á með- al margt fágætra bóka eins og í fundarlok þakkaði formáð- ur fundarmönnum góða fund- arsókn og stjórninni og starfs- mönnum öllum hina ákjósan- legustu samvinnu. Gat hann þess, að hluthafar hefðu ávallt látið sér mjög annt um hag og rekstur félagsins, svo sem fund arsóknin bæri vott um, en það væri stjórnnni ómetanlegur styrkur í öllu starfi hennar. fyrr á þessum uppboðum. Helst er að nefna Aðvörunar- og sannleiksraust, eftir Þórð Diðriksson, gefin út í Höfn ár- ið 1897. Almanak fyrir árin 1841—1860. Finnur Magnússon og Jón Sigurðsson gáfu út. —j Mat-urta-Bók (Eggeits Ólafs- sonar) gefin út af Birni Hall- dórssyni í K.mh. árið 1774. j * V HURÐIR! Mjög stórar hurðir og geymslurými Hurðaropnun 15,24 cm. víðari og geymslurými 14% til 26% meira en í næsta sambærilegum bíl. AFTURRÚÐA! Sérstak lega skemmtileg aftur- rúða sem gefur fullt út- sýni £ fyrsta skipti í sögu smábílanna. Á nýafstaðinni -bílasýningu í London. seldust 100 þúsund smábílar og -þar af voru hvorki meira ;né minna en 70 ÞÚSUND AF GERÐINNI ANGLIA. Á annari bílásýningu sem haldin var í París nýlega, seld- ust 55 ÞÚSUND ANGLIA bílar á -aðeins EINUM DEGI sýningarinnar til Bandaríkjanna EINNA. NL’ TIL SÝNIS HJÁ: FORÐ-umboðinu. KR. KRISTJÁNSSON H.F. Suðurlandsbraut 2 Sími 3-53-00 VÉL! Algjörlega ný toppventla-vél sem tók fjögur ár að fulllcomna. Vatnskæld og þess vegna áberandi hljóðlít- il. Þrátt fyrir vélarafi 41 h. ö„ eyðir vélin að- eins 6Vz 1. á 100 km. akstri GIRKASSI! Fjögurra gira. — Nær frá 0—100 km. hraða á aðeins 30,5 sek. (6,8 sek. fyrr en næsti og 13,8 sek fyr en næst-næsti sambærilegur bíll) ÚTSÝNI! Hvorki meira né minna en 15349 fer. cm. af gleri sem gefu.r óviðjafnanlegt útsýni, þægindi og öryggi. ■— (2613 fer. cm. meira gler en næsti sambæri- legur bíll). ÞÆGINDI! Hin nýja karfa bílsins gerir það að verkum að farþegar sitja þægilegar en áður hefur þekkst í þessari stærð bíla. Kostar aðeins kr. 89,700.00 £ 3. des. Hannes \ (Framhald af 4. sitfu). flokks? Guðm. heitinn land-- læknir taldi þetta, að ef íslend- ingar ætu gott, nýtt og ómengað mjöl, mikinn heilsugjafa fyrip hina íslenzku þjóð. Síðan hann reit þetta, eru nú miklu öruggari sannanir fyrir því hve nýtt og ómengað mjöl er miklu meira virði en útlenda malaða mjölið gamalt, og fáir vita hversu gam- alt. En er nú ekki kominn tími til að rumska? Guðmundur land læknir er einn hinn mætasti ís- lendingur seinni alda, og hví skyldum við ekki fara að hans ráðum? VIÐ EIGUM AÐ REISA korn- myllu við einhverja góða út- flutningshöfn, og fara nú að flytja kornið ómalað hingað heim. Hætta innflutningi mjöls- ins. Hætta að nota bleikjaða hveitið. Hér er verkefni fyrir innflytj endurna, SÍS og heildsal ana, eða þá aldeilis ríkið, sem gæti verið sem innflytjandi og eigandi kornmyllunnar, cn það- an gætu svo kaupmenn og kaup- félög fengið mjölið til dreifing- ar út um landið. ÉG HELD LÍKA að íslenzkir, læknar ættu að láta sig þetta einhverju skipta alvég eins og læknahöfðinginn Guðm. heitinn landlæknir. Við íslendingar eig- um jafnan nóg af afbragðs fiski, einnig kjöti, nægri og góðri mjólk, oftast nægilegt íslenzkt smjör. Ef við fengjum svo holl- an mjölmat í viðbót, þá gætum við útilokað ýmsa hrörnunar- sjúkdóma. Og ekki megum við gleyma hinum fjölmörgu gróð- urhúsum, sem nú framleiða allt- af meira og meira af alls konar grænmeti, sem okkur er mjög heilsusamlegt. ÉG HYGG að mjölvaran, eins og hún er notuð nú á ÍSlandi, á- samt ofnotkun á smjörlíki, sé það sem mest spillir heilsufari hinnar íslenzltu þjóðar, jafnvel kannske meira en liöfuðbölvald- arnir, brennivín og sígarettur.'* Hannes á h-ovninu. íþré«lr Framhald af 9. síðu. í 800, 1500, 3000, 5000 og 1000Q m hl.: 800 m hlaup: Svavar Markússon, KR 1:52,0 Hörður Haraldsson, Á 1:59,7 Kristl. Guðbjörnss., KR 2:00,1 Reynir Þorsteinsson, KR 2:02,1 Helgi Hólm, ÍR 2:07,2 Jón Júlíusson, Á 2:08,7 Gylfi Gunnarsson, KR 2:09,8 Friðrik Friðriksson, ÍR 2:13,5 Sigurður Guðnason, ÍR 2:14,3 Kristján Eyjólfsson, ÍR 2:15,2 1500 m hlaup: Svavar Markússon, KR 3:49,8 Kristl. Guðbjörnsson, KR 4:00,4 Kristján Jóhannsson. ÍR 4:04,2 Reynir Þorsteinsson, KR 4:19,6 Helgi Hólm, ÍR 4:22,1 Jón Júlíusson, Á 4:29,0 Gústav Óskarsson, KR 4:35,2 Friðrik Friðriksson. ÍR 4:35,6 Björgvin Hólm, 1 R 4:46,8 Þorvaldur Jónasson, KR 5:06,2 3000 m hlaup: Kristl. Guðbjörnsson, KR 8:21,0 Svavar Markússon, KR 8:46,8 Kristján Jóhannsson, ÍR 8:49,8 Jón Júlíusson, Á 9:57,8 Reynir Þorsteinsson, KR 9:58,6 Helgi Hólm, ÍR 10:14,2 5000 m hlaup: Kristl-.Guðbjörnss., KR 14:33,4 Kristján Jóhannsson, ÍR 15:10,4 Reynir Þorsteinss., KR 17:46,6 • I 10 000 m hlaup: Kristján Jóhannsson, ÍR 32:18,4 Kristl. Guðbjörnss., KR 32:29,8 Reynir Þorsteinss., KR 38:47,2 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.