Alþýðublaðið - 16.12.1959, Qupperneq 11
Ritstjóri: Örn Eiðsson
Golfklúbbur Reykja-
víkur 25 ára
Saga Golfklúbbs Reykjavík-
ur hefst með því að 11 Reyk-
víkingar koma saman að Htel
Borg 30. nóv. 1934. Verkefni
þessara manna er að hefja und-
irbúning að stofnun golfklúbbs
í Reykjavík.
Fundarboðendur voru tveir
læknar, þeir Gunnlaugur Ein-
arsson og Valtýr Albertsson,
sem báðir höfðu kynnst golfí-
þróttinni erlendis.
Á þessum undirbúningsstofn
fundi var samþykkt að stofna
golfklúbb í Reykjavík og kos-
in þriggja manna nefnd sem
átti að sjá um allar nauðsyn-
legar framkvæmdir. í þessari
nefnd voru: Gunnlaugur Ein-
arsson, 'Valtýr Albertsson og
Gunnar Guðjónsson.
Hinn e'ginlegi stofnfundur
var svo haldinn í Tjarnarcafé
14. desember 1934 og höfðu þá
bætzt við 46 menn, svo að stofn
endur voru 57 að tölu.
Samþykkt var að klúbbur-
inn skyldi heita Golfklúbbur
íslands, (nafni klúbbsins var
breýtt árið 1947 í Golfklúbb
Reykjavíkur) og sjö manna
stjórn kosin. í fyrstu stjórn
klúbbsins voru:
Gunnlaugur Einarsson, for-
maður, Helgi H. Eiríksson, vara
formaður, Gunnar Guðjónsson,
ritari, Gottfred Bernhöft, gjald
keri, Valtýr Albertsson, Eyjólf-
ur Jóhannsson, Guðmundur
Hííðdal.
í hópi stofnenda voru marg-
ir þekktir menn. Sveinn Björns
son, sem þá var sendiherra, og
síðar forseti íslands, sat báða
fundina og einnig núverandi
forseti, herra Ásgeir Ásgeirs-
son.
þann tilgang að æfa golf, leik
sem aðeins er hægt að æfa á
stóru svæði utanhúss, og vöidu
þann tíma ársins til að stofna
klúbbinn þegar allt var á kafi
í snjó og í mesta skammdeginu. j
En þeir vissu alveg hvað þeir
voru að gera. Þann tíma er leið
þar til að jörð yrði auð og grös
færu að gróa, notuðu þeir til
þess að læra golfsveiflur og
fleira leiknum tilheyrandi,
fengu þeir sér húsnæði,
strengdu þar net milli veggja
og æfðu sig í að slá bolta í net
þetta.
Þegar voraði var svo lagt af
stað í leit að svæði undir golf-
völl. Eftir allmikla leit og
marga leiðangra fundu þeir
hentugt tún inn við Sundlaug-
ar, svonefnt Austurhlíðarland,
það var tekið á leigu og þar út-
búinn bráðabirgðavöllur og
hann vígður 12/5 1935. Á bess-
um 6 holu velli var leikið t l
1. júní 1937.
Þá var flutt á annan bráða-
birgðavöll, inn í Sogamýri, en
ekki fengu þeir að halda þeim
velli lengi. í Kylfing segir svo:
„... Eftir hálfan mánuð hurfu
i öll flögg og merki af vellinum
í súldarveðri, en í staðinn
j komu 20 kýr. En þar sem þær
; voru á sífelldu iði, og auk þess
j fleiri en holur áttu að vera á
vellinum, voru sumir kylfing-
ar óánægðir með skiptin. Við
rannsókn kom í ljós, að lands-
drottinn klúbbs'ns hafði landið
á leigu fyrir kýr sínar, en ekki
til framleigu né golfleika. 'Varð
hanri því skelkaður mjög er
landeigandi kom og sá hóp
manna að leikum, og hvað land
ið ætlað öðrum til beitar, en
þeim fénaði, er þá hafðlst þar
við. Tókst ekki að fá landið
leikhæft aftur og varð þar frá
ag hverfa“.
Stjórn G. R. gerði sér fljót-
lega ljóst að hún varð að fá
land undir völl, land sem hægt
væri að hafa til lengri tíma.
Sótti hún því um land til bæj-
arstjórnar Rvíkur snemma árs
1936. Fékk klúbburinn land.
þar sem núverandi golfvöllur
er, voru þar skurðlr gerðir,
plægt, herfað og margt fleira
og völlurinn tekinn til leika
sumarið 1937. Á þessum velli
voru 9 holur, en hugmyndin
var að þar yrðu seinna bætt
við 9 holum til viðbótar. Þessi
völlur hefur síðan verið not-
aður, að vísu með ýmsum
breytingum, tll þessa dags.
GOLFSKÁLINN.
Á aðalfundi 1937 var sam-
bykkt að heimila stjórninni að
bvggja Golfskálann eftir teikn-
ingu Sigmundar Halldórssonar,
húsameistara. Þegar þetta gerð
ist s"óð klúbburinn í stórfram-
kvæmdum við golfvöllinn.
Bygg!ng Golfskálans á þessum
tíma va rmikið happ fyrir G.
R. og sýnir bezt þann stórhug,
sem ríkti í klúbbnum ájfyrstu
ár;*m hans.
. Fyrir riokkrum árum síðan
varð stjórn G. R. lióst að sú
hugmynd að gera 18 holu völl
á Bústaðahálsi, eins og hugsað
var í upnhafi væri ekki fram-
kvæmanleg, af ýmsum ástæð-
um. fór hún því að vinna að
bví að fá larid er gæti verið til
frambúðar, 0g þar sem hægt
væri að gera fullkominn 18
holu völl, er uppfyllti kröfur
þær er gerðar eru til slíkra
valla.
Voru margar ferðir farnar
tjl að skoða nágrenni Revkja-
víkur og staði er helzt kæmu
til greina, var síðan sótt um
land upp við Grafarvog. Hefur
klúbburinn nú fengið þarna
I landsvæði og er hafinn undir-
bún'ngur undir vallargerð. Á
næstu árum mun væntanlega
koma þarna fullkominn 18 holu
völlur, sem fullnægir þeim
I kröfum er gerðar eru til slíkra
I valla. Var völlurinn teiknaður
af sænskum golfvallararkitekt,
og hafa þeir er skoðað hafa
landjð, látið í ljós það álit að
hqrna væri hæ?t að gera fyrsta
flokks völl að öllu leyti.
KENNARAR.
Til að leggja grundvöll að
starfi klúbbsins og kunnáttu
félagsmanna í golfi fékk stjórn
in strax fyrsta veturinn kenn-
ara að nafni Walter Arneson,
dvaldi hann hér fram á mitt
árið 1936. Árið 1938 kom bróð-
ir hans Rube Arneson og var
hér í tvö ár. Meðan á stríðinu
stóð voru miklir erfiðleikar á
að fá kennara, þó var stundum
hægt að fá kennara sem dvöldu
hér í hernum, aðallega eftir að
Ameríkumenn komu hingað.
Eftir stríðið voru hér ýmsir
brezkir kennarar, sumir í tvö
ár, ýmist á vegum G. R. eða
Golfsambandsins, eða allt fram
til ársins 1955, árin 1956 og 57
leiðbeindu ýmsir félagar G. R.
Árið 1958 kenndi hér amerísk-
ur maður, Gil Gillespie, en ár-
ið 1959 tókst ekki að fá neinn
kennara, þrátt fyrir tilraunir
í þá átt.
HEIÐURSFELAGAR.
Golfklúbbur Reykjavíkur
hefur kjörið eftirfarandi menn
heiðursfélaga:
Sveinn Björnsson, forseta.
Var hann einn af brautryðj-
endum og hvatamönnum að
stofnun golfklúbbsins.
Halldór Hansen. Á sextugs-
afmæli hans, en Halldór er
vafalaust vinsælasti og iðnasti
golfleikari hér á landi.
Valtýr Albertsson. Á 20 ára
afmæli klúbbsins, fyrir for-
göngu að stofnun golfklúbbsins
ásamt Gunnl. heitn. Einarssyni.
KAPPLEIKIR
VIKULEGA.
Stjórn G. R. skipar fimm
manna kappleiksnefnd, sem
Framhald á 14. síðu.
GOLFVELLIR.
Það voru bjartsýnir menn
sem stofnuðu félag sem hafði
NÚVERANDI stjórn Golf
klúbbs Reykjavíkur. Frá
vinstri: Jón Thorlacius,
Ólafur Ág. Ólafsson,
Helgi H. Eiríksson, for-
maður, Jóhann Eyjólfs-
son, Guðmundur Hall-
dórsson 0g Guðlaugur
Guðjónsson.
MWWWWWMWWWWmWV
7% skuldabréfaián vegna
)
Skagfirðinga,
')
Út hafa verið gefin af sýslunefnd Skagafjarðarsýslu
og bæjarstiórn Sauðárkróks handhafaskuldabréf fyiir
krónur 1.000.000.00 vegna Héraðssjúkrahúss Skagfirð-
inga á Sauðárkróki.
Skuldabréfin eru géfiri ú&ttþBíárá'og' verða greidd með
jöfnum afborgunum samkvæmt árlegum útdraetti á
næstu 5 árum 15. júlí ár hvert, í fyrsta sinn 15. júlí
1960. Þau bera 7% ársvexti og eru tryggð með eignumj
og tekjum Skagafjarðarsýslu og Sauðárkrókskaupstað
ar in solidum.
Skuldabréfin eru að fjárhæð kr. 100.00, kr. 200.00, kr.
500.00 og kr. 1000.00, og eru þau til sölu hjá eftirtöldum
aðiljum:
1. Á Sauðárkróki:
í sýsluskrifstofunni,
bæj arskrifstofunni,
Sparisjóði Sauðárkróks og
Kaupfélagi Skagfirðinga.
2. í hreppum Skagafjarðarsýslu hjá sýslunefndar-
mönnum.
3. í Reykjavík, hjá Sigurði Hafstað deildarstjóra,
Skólabraut 11 á Seltjarnarnesi, og Pétri Hannes-
syni póstafgreiðslumanni, Ásvallagötu 9.
4. Á Akureyri, hjá Albert Sölvasyni forstjóra, Eiða-
vallagötu 28, og Eyþóri Tómassyni forstjóra,
Brekkugötu 3.
5. í Siglufirði hjá frú Halldóru Jónsdóttur, Hverfis-
götu 31.
Skagfirðingar og aðrir velunnarar Skagafjarðar! —<
Styðjið gott málefni með því að kaupa nú þegar skulda
bréf Héraðssjúkrahússins og flýtið með því, að unnt
verði að gera rekstrarhæft sjúkrahúsið, sem ætlað er
að ljúka á þessum, vetri.
Sauðárkróki, 10. des. 1959.
F. h. sjúkrahússtjórnar,
Jóh. Salberg Guðmundsson.
Alþýðublaðið — 16. des. 1958 ££