Alþýðublaðið - 16.12.1959, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 16.12.1959, Blaðsíða 14
Ein legursla bókin sem út hefiir komið á síðari árum Ferðabók Dr. Helga Pjeturss í bók þessari eru saman komnir yfir 50 ferðaþættir, sem hinn frábæri ritsnillingur og ágæti náttúrufræðingur ritaði á langri ævi sinni. Ritið skiptist í þrjá höfuð kafla: Grænlandsförin 1897, sem hefur að geyma sérstæða ferðasögu höfundar itil Græn- lands í vísinda erindum. Þar er að finna mjög skemmtilega lýsingar á lifnaðarhátt- um Eskimóanna fyrir aldamót, er þeir enn lifðu sínu frumstæða lífi. Annar þátturinn ber heitið. I>að líkist eng- inn löndum og segir þar frá ferðum Dr. Helga um ísland, óbyggðir, örævi og sögu- lega istaði. Er þarna brugðið upþ fjölmörg- um heillandi fögrum náttúrulýsingum auk þess sem í þessum köflum felst mikill fróð- leikur um náttúru landsins. * * 4 V ! Ferðabók Dr. Helga Pjeturss er öndvegisrit og kjör gripur, sem hvert menningarheimili þarf að eignast Skemmtileg ferðabók Rituð af mikilli stílsnilld Bókfellsútgáfan Þriðji hluti bókarinnar ber nafnið Suður í lönd, og eru þar ferðapistlar frá dvöl höf- undar í Englandi, Norðurlöndum, Þýzka- landi, Sviss og Ítalíu. Inn í þessar ferða- sögur er ofið mörgum skemmtilegum frá- sögnum af frægum mönnum svo sem Cæsar, Coethe, Napoleon og Brandes jafn- framt því, sem dregnar eru upp eftir- minnilegar myndir af ýmsum stórborgum Evrópu, isvo sem Vín, Berlín Munchen, London. París og Milano, eins og 'þær voru fyrir heimsstyrjöldina. Halldór Pétursson hefur skreytt bókina fagurlega fjölda pennateikninga. Vilhjálmur Þ. Gíslason sá um útgáfuna, valdi efnið og ritáði formála. fþrólíir Framhald af 11. síðu. sér að öllu leyti um kappleiki sumarsins. (Fyrsti kappleikur- inn (Bogey-keppni) fer fram fyrsta laugardaginn í maí). Eru kappleikir vikulega allt sum- arið, samtals um 20 kappleikir, sem kylfingar geta tekið þátt í Lýkur keppnitímabilinu með Bændaglímu í lok september. Képpt er um bikara sem ein- Stáklingar og fyrirtæki hafa gefið G. R. Bæjarkeppni í golfi milli Vestmannaeyinga og Reykvík- inga fer fram árlega og er skiptzt á að keppa í Eyjum og í Reykjavík. Núverandi stjórn er skipuð eftirtöldum mönnum: Helgi H. Eiríksson, formað- ur; Guðlaugur Guðjónsson, varaformaður; Ólafur Ág. Ól- afsson, gjaldkeri; Jón Thorla- cius, Sigurjón Hallbjörnsson, Guðmundur Halldórsson með- stjórnendur. FLOKKSFÉLAG&R ALÞYÐUFLOKKSFELAG Reykjavíkur heldur almennan félagsfund annað kvöld kl. 8,30. Verður rætt um verðlagsmál landbúnaðarins. Frummælandi verður Sæmundur Ólafsson, einn af fulltrúum neytenda í viðræðunum við framleiðendur undanfarið. Sæmundur átti um langt skeið sæti í sexmannanefnd þeirri er fjallaði um verðlags- mál landbúnaðarins eða allt þar til nefndin lagð'.st niður fyrir skömmu. í viðræðunum undanfarið milli framleiðenda og neytenda um breytingar á lögum um framleiðsluráð og nýja sexmannanefnd var Sæ- mundur einn af fulltrúum neytenda. Er hann því gerkunn ugur þessum málum öllum og mun marga vafalaust fýsa að he.yra það, er hann hefur frá málum þessum að segja. Skipt uin yfirmann Framhald af 4. síðu. við tilraunir Krústjovs til þess að draga allt vald í hend- ur miðstjórnar flokksins. Hef ur hann óttast öryggislögregl- una allt frá því að Bería stjórnaði henni sællar minn- ingar. Menon (Framhald af 4. síðu). Times, sem er hálfopinbert málgagn Kongressflokksins birti þá forustugrein með fyr- irsögninni: ,,Menon verður að fara“. En Nehru hefur alltaf varið gerðir Menons í þing- inu og hann virðist ætla að standa fast á rétti sínum til þess að velja sjálfur ráðherra sína. SKÁTAR söfnuðu fé fyrir Vetrarhjálpina í Vesturbænum í fyrrakvöld. Söfnuðu þeir 31 þúsund krónum. Miðvikudagur 16. desember: 12.50—14.00 „Við vinnuna“. 18.30 Út- varpssaga barnanna,- 18.55 Framburðar- kennsla í ensku. — 20.30 Daglegt mál. - 20.35 Með ungu fóiki — 21.00 Tónleikar: Þjóðlög og dansar frá Júgóslavíu. 21.20 Framhaldsleikritið: „Umhverfis jörðina á 80 dögum“. 22.10 Leikhús- pistill (Sveinn Einarsson). 22.30 Djassþáttur á vegum Jazzklúbbs Reykjavíkur. 23.10 Dagskrárlok. Gerum við bilaða Krana og klósett-kassa Vafnsveifa Reykjavíkur Símar 13134 og 35122. Bifreiðasalan og leigan Ingóifssfræti 9 Sími 19092 og 18966 Kynnið yður hið stóra úr val sem við höfum af alls konar bifreiðum. Stórt og rúmgott sýningarsvæði. Bifreiðasalan og lelgan Ingóffssfræti 9 Sími 19092 og 18961? u 16. des. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.