Alþýðublaðið - 17.12.1959, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.12.1959, Blaðsíða 3
 W3& Kapphlaup við þiófa TVEIR innbrotsþjófar voru nýlega handteknir af rannsókn- arlögreglunni, eftir að þeir liöfðu verið staðnir að innbroti. Rannsókn leiddi í ljós, að þeir hafa fleiri innbrot og þjófn- aði á samvizkunni. Forsaga málsins er sú, að kona nokkur varð vör við, að tveir menn voru eitthvað að sýsla við bakglugga skartgripa- verzlunar Guðmundar Þor- steinssonar í Bankastræti. — Gerði hún lögreglunni þegar aðvart. Þegar Jögreglan kom á vett- vang, voru mennirnir á inn- brotsstað, en tóku þegar til fót- anna, þegar þeir sáu lögregluna. Hlupu þeir í sitt hvora áttina. Öðrum þeirra varð fótaskortur Oo' var þá gripinn. Hinn komst undan, en var handtekinn dag- hm eftir. Ike hvílíst Á innbrotsstað fannst poki, sem þjófarnir höfðu fyllt af skartgripaöskjum, en — öskj- urnar voru tómar. Við máls- rannsóknina kom í ljós, að þeir höfðu brotizt inn á tveim öðr- um stöðum þessa sömu nótfj Þeir játuðu einnig á sig þrjú önnur innbrot og fjórar tilraun- ir til bifreiðaþjófnaðar. Báðir innbrotsþjófarnir eru búsettir í Reykjavík og eru um tvítugt að aldri. Belgíukóngur fil Kongó Brússel, 16. des. (NTB-Reuter). BALDVIN, Belgíukonungur fór í dag flugleiðis til Leopold- ville í Belgíská Kongo í óvænta heimsókn. Mun konungur heim sækja öll sex héruð Kongo og mun ferðin taka 15 daga. U. S. S. ESSEX, 16. des. (Reuter). FLUGMENN f bandaríska flughrnum höfðu flugsýningu fyrir Eisenhower forseta, er hann hvíldi sig í dag um borð í beitiskipinu Des Moines, á, leið frá Grikklandi til Túnis. Ýmsir af fylgdarliði Eisenhow- ers fóru um borð í flugvélaskip- ið Essex til hádegisverðar, en hann hvíldist um borð í beiti- skipinu. Hann vann í dag að ræðu þeirri um ástand þjóðar- innar, sem hann mun flytja Bandaríkjaþingi í næsta mán- uði Uppi er fótur og fit í Tún- is að taka á móti Eisenhower. Samningarnir um landbúnaðinn París, 16. des. (NTB-Reuter). TYRKIR hafa tilkynnt hin- um NATO-löndunum, að þeir óski eftir að taka þátt í við- ræðum um Austurlönd nær, er fari fram meðal æðstu manna. Munu Tyrkir hafa látið í ljós, að ekki væri sýnileg nein við- leitni hjá fíússum til að draga úr spennu í Austurlöndum nær. LESENDUR hringja enn og bera upp ýmsar spurningar varðandi það samkomulag, sem náðst hefur um verðlagningu landbúnaðarafurða. Blaðið vill því ítreka svör við nokkrum þeirra spurninga, sem því hafa borizt. 1) Kjarni deilunnar s. I. sumar Var sá, að framleiðsluráð landbúnaðarins h æ k k a ð i verð á kjöti innanlands til að verðbæta útflutt kjöt. Neyt- endafulltrúar mótmæltu, en hæstiréttur dæmdi þetta lög- legt. Þá gengu neytendafull- trúar úr sex manna nefnd- inni. Flokksfélagið ræðlr búvöruna ALÞYÐUFLOKKSFELAG Reykjavíkur heldur félagsfund í kvöld kl. 8,30 í Iðnó. Til um- ræðu verða verðlagsmál land- búnaðarins og verður Sæmund- ur Ólafsson fulltrúi neytenda í 6-mannanefndinni frummæl- andi. Eru flokksmenn hvattir til þess að fjölmenna á fundinn til þess að ræða og kynna sér þessi mikilvægu mál. Nú hefur þetta deiluatr- iði verið leitt til lykta á þann hátt að samkvæmt nýju lögunum má ekki hækka verð innanlands til að verðbæta útflutning. — Þetta er mikill sigur fyrir neytendur. í öðru lagi er bændum tryggt sama verð fyrir út- flutta vöru og þá, sem seld er innanlands. Þetta er mjög mikils virði fyrir bændur. 2) Áður fyrr gat framreiðslu- ráðið ákveðið dreifingar- kostnaðinn og smásöluverð- ið, eftir a® 6-mannanefndin hafði samið um verðlags- grundvöll fyrir heildsölu- verð. Nú hefur verið ákveðið, að neytendur hafi hlutdeild í ákvörðun á dreifingar- kostnaði landbúnaðaraf- urða, og er þetta mjög mik- ilsvert atriði fyrir þá. 3) Vegna þess að neytendur fá með þessu framgengt höfuð- kröfum sínum í sambandi við deiluna í sexmíannanefnd- inni, ganga fulltrúar þeirra aftur í nefndina og liún verð- ur nú starfhæf á nýjan leik. SEX MANNA NEFNDIN MUN SEMJA UM NÝJAN VERÐLAGS GRUNDVÖLL LANDBÚNADARAFURÐA. Þar er því eftir höfuðatriði málsins — að ákveða sjálft verðið. 4) Bráðabirgðalögin, sem stjórn Alþýðuflokksins setti, áttu að gilda til 15. desemher. — ÞAU GILTU ÓSKERT ALL- AN ÞANN TÍMA, ÞRÁTT FYRIR ALLA SVARDAGA FLOKKA OG MANNA. — Meira að segja hafa þessi frægu bráðabirgðalög verið efnislega endurnýjuð, því verðlagið helzt óbreytt, unz nýr grundvöllur verður til hjá sex manna nefnd eða þeim gerðardómi, sem sker úr, ef hún ekki vertfur sam- mála. Jólagjafir til skólabarna NOKKUR undanfarin ár hafa skolabörn Banda rikjunum börnum sent viðsvegar um heim jola- milligöngu fyrir pakka Myndin Rauöa Krossms. hér er tekin í barnaskol- anum að Jaðri þegar börn in þar voru að opna pakk ana sma En Rauði Kross- inn hér sér um dreifmgu pakkanna hér á landi, og skiptir þeim milji skol anna Falagjafir FATAGJÖFtlM til bágstaddra á flóðasvætfinu í Fréjus verður veitt móttaka daglega milli kl. 5—7 í prestsbústatfnum í Landa koti 70 ÁRA er í dag Guðrún Kristjánsdóttir, Hellisgötu 7, Hafnarfirði. Guörún er Hafnfirðingur og hefur alið allan sinn aldur þar í bæ. Hún er gift Jóhannesi Narfasyni og hafa þau eignazt 5 börn, sem öll eru uppkomin. Gin- og klaufa- veiki í Finnl. Helsingfors, 16. des. (NTB-FNB). GIN- og klaufaveikifaraldur geisar í Austur-Finnlandi og breiðist ört vestur á bóginn. — Til þessa hefur um 200 stórgrip- um verið slátrað. 30 dýralæknar vinna allan sólarhringinn við bólusetningu. Alþýðublaðitf — 17. des. 1959 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.