Alþýðublaðið - 17.12.1959, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 17.12.1959, Blaðsíða 11
Ritstjóri: Örn Eiðsson Leicester sigraði Úlfana á laugari En sá leikur, sem mestur spenningurinn var í kringum, var Aston 'Villa — Cardiff í 2. deild. 54 þúsund sáu A Villa vinna 10. sigurinn í röð á heimavelli. í hléi hafði ekkert mark verið skorað en Adam og Hitchens sendu báðir knött- inn í netið í síðari hálfleik. í þessum áðurnefndu tíu leikj- um er markastaðan 34:4 A Villa í hag! Manchester United lék af snilld í Nottingham, vann 5—-1. Denis Viollet skoraði 3 mörk, Dawson og Scanton 1 hvor. Margir spá því, að M. U. verði brátt :með í baráttunni, um efsta sætið í I. deild. í augnablikinu er sennilega Burnley bezt í deildinni. Gegn Arsenal á laugardag skoraði Arsenal 2 fyrstu mörkin í leikn um, það voru Haverty og hinn Gefur ekki keppt á OL STÆRSTA von Banda- ríkjanna í skíðum í Squaw Valley, Bud Werner, fótbrotnaði ný- lega á æfingu í Aspen, Colordo og getur ekki keppt á Olympíuleikjun- um. Werner var á keppnis- ferðalagi í Mið-Evrópu í fyrravetur og stóð sig þá mjög vel. Hann er 23 ára. WWWWWWMWWWM f ungi Rloomfield. En Burnley lék af mikilli prýði í seinni hálfleik — og vann 4—2! Con- olly h. útherji (nýja von Eng- lands í þeirri stöðu), skoraði 3 mörk, — en það fjórða var gert úr vítaspyrnu af Adamson. En Preston er enn efst í I. deild. Náði jafntefli 2—2 í Sheffield gegn Wednesday og hver haldið þið að hafi skorað mörkin fyrir Preston. Enginn annar en Tom Finney, hinn 38 ára gamli miðherji. Sagt er að Finney hafi sjaldan leikið bet- ur en á þessu keppnistímabili. Athygli vakti það á laugardag, að Dougan skoraði 4 mörk fyr- ir Blackburn gegn Wesf Ham, en í tveim síðustu leikjum að heiman hefur Blackburn skor að 13 mörk. — Fimmtándi leik ur Rotherhams í röðinni án taps og 27 stig af 30 möguleg- um, yekur einn'g mikla at- hygli. Keppnistímabilið 1959— 60 er nú hálfnað og liðir. búa Framhald á 5. síðu. nnraunir' Á LAUGARDAG sást það bezt, að ekki er svo mikiil mun- ur á efstu og neðstu liðum I. deildarinnar í ensku knatt- spyrnunnar Botnliðið Leicester vann þá auðveldan s'gur yfir Wolves, 3 mörk gegn 0 og það er fyrsta tap Ulfanna á heimavelli á þessu keppnistímabili — „drengjunum hans Cullis“ tókst ekki einu sinni að skora. Það voru 25 þúsund, sem sáu útherjann Tommy Mac Donald og vinstri innherjann Pen Leek, skora strax á fyrstu fimm mínútum leiksins. Albert Cheesborongh bætti síðan þriðia markinu v'-Ö í seihni hálfleik. Wolves er nú í 6. sæti í I. deild. HÉR koma úrslit í nokkrum Olympíuleikjanna í knatt- spyrnu. Egyptaland vann ’ Nigeriu 6—2 í fyrri leik þessara þjóða. í Addis Abeba gerðu Abbe- sína og Uganda jafntefli 1—1. í fyrri leiknum vann Abbess- ina 2:1 í Kampala. Tyrkland og írak hafa háð báða sína leiki og þeir fyrrnefndu sigruði í báðum 7—1 og 3—2. Marokko vann Möltu 2—1, en jafntefli Varð í fyrri leiknum 2—2. Danir V-þjóð- verjar 14-14 DANIR og V-Þjóðverjar gerðu jafntefli í landsleik í handknattleik um helgina 14- 14. Leikurinn fór fram í-Ála- borg og fyrri hálfleikur lauk með 11-4 fyrir Dani. Bezti maður danska liðsins var Per Theilmann, sem hand knattleiksunnendur hér kann- ást vel við. | ÞETTA eru sigurveg- | arar IR í hraðmótinu í | körfuknattleik, sem fór | fram að Ilálogalandi s. 1. 1 sunnudag. f liðinu eru, — | talið fráyinstri: Einar Ól- | afsson, Guðm. Aðalsteins- | son, 'Einar Bollason, Guð- | mundur Þorsteinsson, | Hólmstéinn Sigurðsson, | Helgi Jóhannsson, Þor- | steinn Hallgrímsson og Ól- I 'afur Geirsson. — Lið Ílí | sýndi ágæta leiki á mótinu | — vann fyrst Reykjavíkur 1 meistara KFR með 40:25 I st. í liði KFR vantaði að vísu Ólaf Thorlacius og Gunnar Sigurðsson. — Ármann vann ísl.meistara- ,ÍS 43:24. — f úrslitum yann svo ÍR Ármann með 52: st. gegn 20, í glæsileg- um leik. ÍR-liðið var að -mestu skipað leikmönniun úr 2. flokki. Úrslit eru nú kunn í 3. flokki Rvíkur- mótsins, en þar sigraði ÍR — en áður höfðu KR, Ár- mann og ÍR vei-ið jöfn og urðu <að keppa aftur til úr- slita og þá sigraði ÍR eins oe- fyrr segir, — Ljósm.: Sveinn Þormóðsson. Pálmi Hannesson: Mann- raunir. Bókaútgáfa Menn ingarsjóðs. Prentsmiðjan Oddi 1959. HÉR er á ferðinni 3. bindi rit- gerðar Pálma Hannessonar rektors. Þetta bindi inniheld- ur frásagnir af mannraunum og svaðilförum, flestum í ó- byggðum íslands, og skóla- ræður. Efnið er því óskylt, en hvort um sig geðþekkt tll lestrar. Auk þess er framan við meginefnið grein um Pálma eftir Jóhannes Áskels- son jarðfræðing. Er hún rituð af náinni þekkingu og byggð á löngum kynnum. Er húrí því hin merkasta í alla staði og mjög greinagóð sem mannlýs- ins og heimild um náttúru- fræðinginn, skólamanninn, ferðamanninn og rithöfund- inn, Pálma Hannesson. Eins og öllum landsmönn- um er kunnugt var Pálmi ein- hver kunnugasti maður á öræfum íslands. Hann undi löngum í fríum sínum frá erf- iðum störfum við ferðalög og rannsóknir í óbyggðunum. En í tómstundum á vetrum sinnti hann ritstörfum og ritaði lýs- ingar af ferðum annarra, er lent höfðu í ævlntýrum, vill- um og svaðilförum á heiðum og á langferðum yfir öræfi Is- lands. Frásagnir þær, sem hann stílsetti eru ábyggilega langsnjallasta, sem skráð hef- ur verið af því tæi á íslenzku máli. Frásagnirnar eru lif- andi, og ritaðar á hressilegu og fögru máli, og þekking Pálma á leiðum og ferðalög- um í illviðrum endurspeglast á heillandi hátt í mannrauna- þáttum hans. Fyrsta frásögnin í Mann- raunum er af villu- og svað- ilför Kristins Jónssonar, vinnumanns á Tjörnum, er hann villtist suður yfir þver öræfi Islands, matarlaus og vanbúinn að öllu. Þessi svað- ilför Kristins á sér enga hlið- stæðu um alla íslenzka sögu. Svo er hún e'nstæð. Frásögn Pálma af þessari för er mjög fjörlega rituð og greinagóð. Það hafa allir mikla ánægju af að lesa hana. Önnur frásögnin er af dirfskuför Sturlu í Fljótshól- um, er hann fór suður yfir Sprengisand snemma vors 1918. För, Sturlu heppnaðist vel og mátti það heita hin mesta heppni, að honum tókst að komast suður yfir fjöll á þeim tíma, seint á útmánuð- um. Sturla var með harðfeng- ustu og dugmestu mönnum og ferðamaður ágætur, fyrir- hyggjusamur og áræðinn og kunni manna bezt skil á vötn- um og ófærum til öræfa á hvaða tíma árs' sem var. En fullkeypt varð honum í ferð- inni 'suður. Sprengisand þetta vor, og mun seint verða leikið eftir honum. 'Villa á Eyvindarstaðaheiði er líka mjög merkileg frásögn og á það sameiginlegt með hinum fvrrnefndu að allt fór vel þó illa horfði. Frásagnirnar eru allar skemmt legar og vel haldið á heimildum, hvort heldur eru rhaðar eða teknar eftir fólki. Ée tel mikinn feng að því að fá þær í bók, þar sem hægt er að gan?a að þeim til lestrar hegar löngun er til. Síðasta frásögn bókarinnar heitir Hverf er haustgríma og er draugasaga mjög hressileg. Hú.n er rituð á sígildu þjóð- sagnamáli, þó stíll hennar sé mjög svo samfelldari en hjá sumum, sem þjóðsögur haía ritað á þessar: öld. Síðarj hluti bókarinnar eru skólaræður, sem Pálmi flutti við ýmis konar tækifæri. Um þær fjölyrði ég ekki. Læt öðr- um það eftir. En hins skal get- ið. að ánægjulegt þótti mér að lesa þær og kjarnyrði rektors verða hverjum hug- stæð sem les ræðurnar. Frágangur þessarar bókar er ágætur og í alla staði hinn smekklegasti. Bókin er prent- uð í Odda og er vinna, bæði á prentun og bandi ágæt, eina og annarra Oddabóka. 4aiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!iiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiimuiiii"iii»iHiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiíimiiiiiiu Jón Gíslason. LÖGMANNAFÉLAG ÍSLANDS Fundarboð Aðalfundur félagsins verður haldinn í Tjarnarcafé uppi föstudaginn 18. des. 1959 kl. 5 sd. DAGSKRÁ: 1. Aðalfundarstörf. 2. Lífeyrissjóður lögmanna. 3. Önnur mál. 1 Borðhald eftir fund. Stjórnin. Alþýðublaðið — 17. des. 1Ö59Í

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.