Alþýðublaðið - 29.12.1959, Page 3

Alþýðublaðið - 29.12.1959, Page 3
Fast Græn landsflug Metsala hjá ÁVR á Þorláksmessu REYKVIKINGAR hafa ekki verið Þurrbrjósta um jólin, ef dæma má eftir áfengissölunni á Þorláksmessu. Þá var selt á- fengi í báðum vínbúðunum í Reykjavík fyrir samtals 2,5 milljónir króna, sem er nýtt met á þeim vettvangi, og er þá mikið sagt. í Austurríki við Snorrabraut var selt fyrir liðlega 1.350 þús. ■kr., en í Nýborg við Skúiagötu var salan aðeins minni, eða um 1.150 þús. kr. Er þetta nýtt met í krónutölu, sem fyrr segir, og útlit fyrir að flöskutalan hafi ekki verið lægri en í fyrra, þrátt fyrir nokkra verðhækkun á áfengi snemma á þessu ári. Þá má geta þess, að nú fyrir jólin var keypt óvenju mikið af góðum vínum. T. d. fengu menn Gordons-gin, eins og hver vildi hafa, en það hefur sjaldan verið fáanlegt sökum gjaldeyris skorts. Whisky var mjög mikið keypt að þessu sinni sem oftar, enda 15—20 ágætis tegundir af því á boðstólum- Nokkuð var keypt af frönsku rauðvíni og kampavíni, sem ekki er alltaf fáanlegt í „rík- inu“. Að lokum er rétt að taka fram, að blaðið hefur frétc að farið sé að sjá á birgðunum af hinum betri vínum, sem Áfeng- isverzlunin hefur upp á að bjóða! Tottenham tapaöí fyrir Leeds LONDON, 28. des! (NTB-Reu- ter). — Tottenham, sem er efst í brezku deildarkeppninni, tap- aði í dag fyrir Leeds með 1:4. Var þetta umkeppni eftir leik ina á annan jóladag. Leeds er í mikilli hættu með að falla niður úr 1. deild. Hlauf opið beinbrof UMFERIÐARSLYS varð um klukkan 1,30 á aðfaranótt að- fangadags á Njarðargötu, móts við Vetrargarðinn. Maður varð þar fyrir bifreið og hlaut opið brot á hægri fótlegg. Hann heitir Jörgen Sigurjóns son, til heimilis að Seljalandi við Seljalandsveg. Hann var fluttur á Slysavarðstofuna. Rannsóknarlögreglan biður sjónarvotta að slysinu, sérstak- lega bifreiðarstjóra sem áttu leið þarna um, að gefa sig fram. LÖGRÆÐINGAR Aðalfundur lögfræðmgafélags íslands verður haldinn í dag í I. 'kennislustofu háskólans kl. 17, 30. Venjuleg aðalfundarstörf. í svefni AKUREYRI í gær. TOGARINN Kaldbakur kom heim umi jólin frá Englandi. — Er togarinn átti skammt eftir ófarið til Islands lézt einn skip- verjanna, Sigurjón Kristinsson, 55 ára að aldri í svefni. Er ekk- ert vitað um dánarorsök lians, Kaldbakur hélt hið skjótasta inn til Húsavíkur en ekkert varð að gert. Sigurjón heitinn var f jölskyldumaður. — G.S. UM MARGRA ára skeið, hef ur Flugfélag íslands annast mjög umfangsmikil leiguflug til Grænlands fyrir ýmis fyrir- tæki, sem þar hafa atvinnu- rekstur. Þessi flugþjónusta hef ur aukizt ár frá ári og verið sérlega farsæl. Farnar hafa ver ið hátt á sjöunda hundrað ferð ir án þess að nokkurt óhapp hafi komið fyrir. Nú hefur Flugfélag íslands á kveðið að hefja reglubundið á- ætlunarflug til Grænlands og hefur þegar sótt um leyfi til þess, til danskra og íslenzkra stjórnarvalda. Tvö síðastlið'n sumur hefur Flugfélag íslands annast reglu bundin leiguflug frá Reykja- vík til Kulusuk og Syðri- Straumfjarðar einu sinni í viku fyrir danska aðila, auk annarra leiguferða. Þá fór Sólfaxi fimm ferðir frá Reykjavík til aust- urstrandar Grænlands s. 1. sum ar fullskipaður ferðafólki ís- lenzku og erlendu og komust færri með en vildu. Gefur þetta nokkra hugmynd um, að hér á landi er mikill áhugi fyrir Grænlandsferðum. Auk þess berast félaginu stöðugt fyrir- spurnir frá ferðaskrifstofum og einstaklingum erlendis um flug för til Grænlands. Fyrir um það bil tíu árum fór flugvélar Flugfélags íslands fyrstu Græn landsferðirnar. Síðan hafa þær verið þar tíðir gestir, flutt fólk og varning til ýmissa staða. Þessir flutningar hafa, sem fyrr segir vaxið ár frá ári, og er nú svo komið, að Flugfélag ís- lands telur sig geta leyst verk efni sín í Grænlandsflug'inu betur og hagkvæmar bæði fyr- ir sig og viðskiptavini sína, á þann hátt, að stofnað verði nú til reglubundinna áætlunarflug ferða til hinna helztu staða þar, jafnhliða einhverju leiguflugi. SAMKEPPNI FER HARÐN ANDI. Önnur ástæða þess, að Flug félag íslands hefur fyrir sitt leyti ákveðið að stofna til áætl u.narflugs til Grænlands er sú, að samkeppni um flugfluttning ana þangað fer stöðugt harðn- andi. Flugfélag íslands hefur nú um tíu ára skeið leyst Græn- landsflug af hendi á þann hátt, að aflað hefur íslenzkri flug- liðastétt aðdáunar þeirra manna erlendra, sem aðstæður þekkja. Flugfélag íslands sækir um leyfi til áætlunarflugs á flug- leiðunum Reykjavík—Kulusuk —Syðri-Straumfjörð fram og aftur og einnig um flugleiðina milli Reykjavíkur og Narssars suaq. Ef umbeðin leyfi til bessa fyrirhugaða áætlunarflugs til Grænlands fást, sem fastlega má vænta, er ráðgert að hefja vikulegar ferðir milli Reykja- víkur, Kulusuk og Syðri- Straumfjarðar í byrjun maí- mánaðar næsta árs. Ekki hefur ennþá verið ákveðið, hve tíð- ar ferðir milli Reykjavíkur og Narssarsuaq verða. — Myndin er úr Grænlandsflugi. IMMMWMMMMWMMMMMM Happdrætti SUJ DREGIÐ var í Heimilis- happdrætti SUJ á að- fangadag. Voru númerin, er upp komu, innsigluð og verða birt þegar skil hafa borizt frá öllum, er fengu miða senda en eiga enn óuppgert. Eru menn hvatt ir til að gera skil sem fyrst svo að unnt verði að birta númerin hið fyrsta. Skrifstofa happdrættisins er £ . Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Hafnfirðingar. f dag kl. 5—7 e. h. verður tekið við greiðslu fyrir miða í Heimilishappdrættinu í Alþýðuhúsinu við Strand- götu. WMMWMWWWWMMMOWM / faðmlögum inn um gluggann MAÐUR nokkur fór hinn 3. i jólurn í veitingahúsið Röðul tij þess að lyfta sér upp eftir kyrrstöðu jólahelginnar. Mað- urinn mun hafa fengið sér all duglega í staupinu. Er ekki betur vitað, en að hann hafi glaðst og skemmt sér lengi vel. Um kvöldið kom að því, að maðurinn fann hiá sér hvöt til þess að hringja út í bæ. Hann sneri sér því að hinum svo- nefnda útkastara veitingahúss ins og bað um að fá lánaðan síma. Útkastarinn kvað erfitt um það, þar sem síminn væri í notkun. Maðurinn greip þá símtólið og skellti Því svo harkalega á borðið, að litlu munaði að það brotnaði. Útkastarinn ályktaði, að kom þyrfti í veg fyrir frekari óspektir. Dreif hann því mann inn út fyrir dyr veitingahúss ins. Að því loknu hugðist út- kastariitn fara inn aftur, cn maðurinn sem vildi mótmæla meðferðinni á sér, hrinti hon- nm, Þar sem sá vildi ómögu- lega falla einn, greip hann í manninn. Féllu þeir báðir í faðmlögum inn um stóran glugga veitingahússins. Gesturinn skarst illa á hendi og hné. Hann var fluttur á slysavarðstofuna til aðgerðar. Útkastarinn skrámaðist lítil- lega, en föt hans munu hafa eyðilagst. Alþýðublaðið — 29. des. 1959 J

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.