Alþýðublaðið - 10.01.1960, Side 2

Alþýðublaðið - 10.01.1960, Side 2
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ingólfur Kristjánsson. — Ritstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fulltrúi ritstjórnar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. i — Símar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 906 — Að- setur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgata 8—10. — 1 Áskriftargjald: kr. 35,00 á mánuði. Eysteinn í gær - Eysfeinn í cíag SÚ var tíðin, að Eysteinn Jónsson var fjár- málaráðherra og þótti í alla staði hinn grandvar- asti og ábyrgasti í þeirri stöðu. Hann sýndi litla þo'linmæði, ef menn töluðu af léttúð um fjármál og neituðu að horfast í augu við staðreyndir. Fyrir aðeins fimmtán mánuðum flutti Eyst- einn síðustu fjárlagaræðu sína. Þar ræddi hann meðal annars um hið mikla lánsfé, sem ríkisstjórn- in hafði þá fengið um hríð, og sagði: „Ég hef fcent á það undanfarið, að þessar lán- tökur eru óvenjulega stórfelldar og að við getum ekki gert ráð fyrir að taka á næstunni svo há lán, jafnvel til svo nauðsynlegra framkvæmda“. Nú er Eysteinn ekki lengur fjármálaráðherra, heldur situr í Edduhúsinu og stjórnar skrifum Tím i ans. Og hljóðið hefur breytzt. Ríkisstjórnin hefur bent á, hið sama, sem Ey- steinn skildi svo vel fyrir 15 mánuðum, að íslend- ingar geta ekki haldið áfram að taka erlend lán í sama mæli og hingað til. En nú kallar Tíminn i þessa skoðun Eysteins „samdráttarstefnu“ og krefst þess, að tekin séu jafn mikil lán héreftir sem hingað til, þótt ólíklegt sé, að lánin fáist. Tíminn sagði 12. nóvember, 1958: „Engin þjóð leikur sér að því að efna til skulda. Það er of dýrt sport“. Nú finnst Tímanum það engu skipta. þótt þjóð in verði að nota 11% af gjaldeyristekjum sínum í vexti og afborganir, og varla sé til gjaldeyrir til fcaupa á veiðarfærum til vertíðarinnar. Það er sorglegt að sjá, hvernig Framsóknar- menn hringsnúast í krinum sjálfa sig og segja eitt í stjórn og annað í stjórnarandstöðu í þessu máli. í lánamálunum sér hver heilvita maður hina réttu braut: Við megum ekki binda okkur svo þunga lánafcgga, að þeir verði til trafala eða eigi þátt í að stórauka gjaldeyriserfiðleika. Hins vegar er sjálfsagt og eðlilegt að halda áfram að taka hag jstæð lán til langs tíma til að halda við uppfcyggingu landsins. Við tökum erlend lán fyrir erlendum kostnaði við framkvæmdir, en verðum að fara var lega í að jafna greiðsluhaHa með lánum, enda þótt mótvirði þeirra sé notað til að lána fyrir innlendum kostnaði við framkvæmdir. Nyir mkrifendur að Alþýðublaðinu fá Jélabiai SunnudagsbEaSsins ókeypis fyrst um sinn. Áskriftarsími Alþýðublaðsins er 14-909. 2 10. jan. 1860 — Aljsýðublaðið Vilhjálmur S. Vilhjálmsson: Gagnrýni á bókaútgefendur VILHJÁLMUR S. VIL- HJÁLMSSON ríthöfundur tók þátt í umræðum í útvarpssal 27.. desember um hækur og bókaútgáfu á haustinu. „ÉG HEF verið beðinn aS segja skoðun mína á bókaútgáfu á þessu hausti eða öllu heldur fvrir þessi jól. Ég skal játa, að ég fylgist nokkuð með bókaút- gáfu og les allt sem ég kemst höndum undir og úr nær öllum áttum. Ef til vili er afstaða mín til bóka nokkuð sérstæð. Ég gef allt fyrir innihaldið, en veiti var’ta athýgii umbúounum, að minnsta kosti meðan ég er að iesa. Þó sk.-t. ég játa, ?ð ég fyll- ist gremju þegar lélegt efni er húið í glæsilegan búrnng og verða vonbrigði mín þá enn sár- ari. -— En þó að ég lesi mikið og eigi fáa vini ems goða og bækur, þá held ég að betra hefð'i verið að velja einhvern annan bókabéus en mig til þátt- töku í þessum þætti. Þó að ég segi stundum álit mitf á bókum, þá hef ég aldrei viljað láta líta á mig sem bókmenntagagnrýn- enda. Umsagnir mínar í pistl- unum eru aðeins sprotnar af vilja mínum til þess að rabba við lesendur mína, sem ég lít á sem sérstaka trúnaðarvini. En fyrst ég er hingað kom- inn þá er bezt að vera ekki að knýfa það neitt heldur segja á- lit mitt. -— Ég ætla mér ekki þá dul að gagnrýna einstakar bækur heldur verða orð mín að- eins almennt spjall um bóka- útgáfu — og mun þetta þá einna helst verða gagnrýni á bókaút- geféndur. Ég er algerlega andvígur þeirri stefnu, sem er mjög áber- andi og virðist fara í vöxt að búa lélegar bækur í glæsilegan skrúða. Yfirleitt er ég andvíg- ur skrautumbúðum. Ég vil láta binda góðar bækur í sterkt og vandað band. Þær bera kostnað. Þær eiga það skilið að vera heimilisprýði. Þær eru það and- iega talað — og mega líka gefa það til kynna með því að prýða heimili í bókaskáp eða á borði. Ég get varla ímyndað mér falsk ari mynd en nauðaómerkilega bók í glæsilegum búningi. Þetta hef ég rekið mig á fyrir þessi jól alveg eins Og ég hef orðið var við þessa sýndarmennsku áður hjá bókaútgefendum. En það, sem hefur valdið mér mestum vonbrigðum, er, mér liggur við að segja bragð- vísi útgefenda. Ég les nær allt sem gefið er út og kallast al- þýðlegur eða þjóðtegur fróðleik ur. Ég les allt slíkt þegar það birtist í blöðurn — og ég blusta eins oft og ég get þegar það er flutt í útvarp. Nú er það al- gengt, að gefnar eru út bækur um slík efni, sem mig fýsir mjög að ná í, en ótrúlega oft rek ég mig á það, að ég hef verið blekktur. í bókinni eru útvarps- erindi, sem ég hef hlustað á fyr- ir fáum mánuðum eða blaða- greinar, sem ég hef lesið fyrir skömmu. Þessar bækur eru ekki gefnar út sem safn erinda helcj- ur eru þær í glæsilegum um- búðum og auglýstar af kappi án þess að þess sé nokkursstaðar getið, að innihaldið sé þvælt. Á þessu hefur mjög borið á þes.su hausti og hefur það valdið fleiri mönnum gremju Og von- brigðum en mér. Annars væri heldur ekki um að sakast. Ég ræddi í fyrradag við mikinn og góðan bókamann. Hann er með sama marki brenndur og ég, að bann ann þjóðlegum fróðleik. — Hann fór í bókaverzlun og keypti bók, sem var honum mjög Framh. á 14. síðu. ■fe' Sambúð Reykjavíkur, Kópavogs og Hafnar- fjarðar. •fe Rafmagnssporfcraut myndu greiða fyrir samgöngum. 'fe Langholtsvegur aðal- fcraut. VEGFARANDI skrifar: „Fyr- ir nokkru skrifaðir þú um sam- búð Reykjayíkur, Kópavogs og Hafnarfjarðar og bentir á að í raun og veru væru þessir kaup- staðir orðnir ein heilil, þó að ekki héti svo á pappírnum. Þetta er rétt, og á það eftir að koma enn betur í ljós. Þá þentir þú á það mikla ófremdarástand, sem ríbir í símamálum miili Reykja- víkur og Hafnarfjarðar og er ég þar sannarlega á sama máli. EN AÐALTILEFNI þess að ég skrifa þér þetta bréf eru ummæli þín um það hvort ekki væri orð- ið tímabært að leggja járnbraut milli Reykjavíkur, Kópavogs og riafnarfjarðar. Ekki held ég að þetta sé rétt, hitt held ég, að tímabært sé að fara að athuga það, hvort ekki ætti að koma upp sporbraut milli þessara staða þannig að vagnarnir gengju fyrir rafmagni. Þetta er algengt erlendis við líkar aðstæð ur og ég er sannfærður um að þessi leið á einmitt mjög vel við við þessar aðstæður. MARGAR þúsundir manna fara á hverjum einasta degi milli þess.ara staða fram og aftur og aðstæður eru, þrátt fyrir góðan vilja strætisvagnanna, eða rétt- ara sagt stjórnenda þeirra, mjög slæmra og erfiðar. Með rafmagns sporbraut væri hægt að hafa bið- stöðvar fleiri en'strætisvagnarn ir hafa og út frá þeim bæði í Kópavogi og til dæmis Háfnar- firði væri hægt að hafa auka- brautir. ÞETTA vildi ég hafa _sagt af tilpfni ummæla þinna. Ég held að þú hafir hér vakið máls á þörfu máli, sem stefnt verði að til framkvæmda. Væri vel ef þessu væri nú sinnt sem allra fyrst og kaupstaðirnir þrír, og þá að viðbættum Garðahreppi, leggðust á eitt um að hrinda framkvæmdunum ,af stað. Þetta þarf mikinn undirbúning, rann- sóknir og starf. Þetta hlýtur að koma. Það er óþarfi að slá því lengur á frest og hefja ahugan- ir.“ BIFREIÐ ARSTJ ÓRI skrifar: „Hvers vegna er Langholtsveg- urinn ekki gerður að aðalbraut?, Þessi vegur er einn lengsti veg- urinn í Reykjavík og umferð um hann fer stöðugt vaxandi eftir því sem byggðin eykst þarna I kring, en hún hefur margfaldast á síðastliðnum fáum árum og fer sífellt vaxandi. Vel hefur verið gengið frá veginum, hann hefur verið malbikaður og hann er yfirleitt greiðfær. ÞAÐ ER LÍKA eftirtektarvert, að margir átta sig ekki alveg á því, að vegurinn hefur ekki að- albrautarréttindi, Ástæðan er sú, að þó að réttindin hafi ekki verið bókfest, þá er gatan þann- ig og ber þann svip meðal ann- arra vega í þessu hverfi, að veg- farendur álíta oft að hann hafi aðalbrautarréttindi, Ég legg ein- dregið til að umferðanefnd bæj- arins taki Langholtsveginn í að- albraut sem allra fyrst. ÞÁ VIL ég minnast á annað. Fyrir nokkru var sú tilkynning gefin út, að öllum bifreiðum bærj að nema staðar skilyrðis- laust þegar þær kæmu að aðal- braut og það án tillits til þess hvort sæi til umferðar eða ekki. Mikill misbrestur er á þessu — og vaða men 'út í göturnar án þess að n,ema staðar. Þess vegna þykir mér gott að sjá að lögregl- an lætur ekki sitja við tilkynn- inguna eina saman heldur hefur hún nú ekið upp á því, að sekta menn ,sem óhlýðnast. En það hef ur einmitt verið versti gallinn f umferðamálum okkar ,að lög- reglan hefur of oft látið sitja viS tilkynninguna eina, ekki hirt um. þó^að hún væri brotin“. Hannes á horninu. J

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.