Alþýðublaðið - 10.01.1960, Page 5
skýrði
blaðinu svo frá í gær, að
Sesar væri á förum þaðan.
Það eru aðeins þrjár sýn-
ingar í viðbót ráðgerðar
á leikritinu, þar af ein í
kvöld. — Hér er Rúrik
Ilaraldsson í hlutverki
Bnitusar.
RÚSSNESK blöð skýra frá
því, að sovézkir vísindamenn
hafi nú í undirbúningi að
senda mannaða geimflaug til
Telja þeir að Marz sé
eina plánetan í sólkerfinu, sem
mönnum sé lífvænlegt á. Þar
er nokkur gróður, súrefni og
vatn.
Förin t.l Marz tekur 275 daga
>en leiðangursmenn verða að
bíða þar eitt ár eftir hentugu
tækifæri til þess að komast til
baka.
Rússar hafa vísað á bug öll-
um kvíða manna varðandi
væntanlegar eldflaugatilraunir
þeirra á Kyrrahafi. Segja þeir
að eldflaugarnar, sem á að*-
skjóta þangað muni lenda milli
Hawai og Fijleyja, og 400 kíló-
metfa frá næstu eyjum. Virð-
ist þá allt í lagi, ef menn leyfa
sér ekki að efast um nákvæmni
vísindatækja þeirra og ýmsa
óútreiknanlega möguleika.
Veiða helzt á
AÐEINS fjórir togarar lögðu
afla sinn á land í Reykjavík í
vikunni sem leið. Samanlagð-
ur afli þeirra var 665 lestir,
þar af helmingurinn karfi, sem
veiddist á Nýfundnalandsmið-
um.
Það vgj* Þorkell máni, sem
landaði á sunnudaginn 330
lestum af karfa veiddum við
Nýfundnaland sem fyrr segir.
Hinir þrír togararnir, sem
veiddu á heimamiðum og fengu
blandaðan fisk, voru þessir:
Jón Þorláksson landaði á mánu
daginn 125 lestum, Skúli Magn
ússon landaði á þriðjudaginn
118 lestum og Fylkir landaði
92 lestum á miðvikudaginn.
Síðan hefur eng nn togari
landað í Reykjavík og er ekki
von á neinum að svo stöddu,
að því er Hallgrímur Guð-
mundsson hiá Togaraafgreiðsl-
unni tjáði blaðinu í gær.
Togaraflotinn er nú almennt
að veiðum á heimamiðum. All-
margir hafa verið í siglingum
að undanförnu og eru um það
bil að Ijúka söluferðum á er-
lendan markað. Tveir togarar,
Úranus og Þormóður goði,
veiða á Nýfundnalandsmiðum
og munu vera langt komnir að
fylla.
Búizt er við því, að togar-
arnir sæki helzt til fanga á
heimamiðum næstu vikurnar.
PARÍS, 9. jan. — f dag lézt
Jean Gallimard, er var í bif-
reiðinni með Camus, er hún ók
á tré og hinn 46 ára Nóbelshafi
fórst. Með þeim í bílnum voru
kona Gallimard og dóttir.
Slösuðust þær mikið en eru
taldar úr allri hættu.
Jean Gallimard var náfrændi
útgefandans Gaston Gallimard.
KLUKKAN 11 í gærdag var
víðast hvar 7—9 stiga hiti hér
á landi. Heitast var á Galtar-
vita, 10 stiga hiti, en kaldast
4 stig í Grímsey og á Kirkju-
bæjarklaustri,
í Reykjavík var 8 stiga hiti,
suðaustan 8 vindstig, úrkoma
í grennd. Laegðlr voru fyrir
sunnan land.
Veðurspáin: Hvass suðaust-
an, skýjað en úrkomulaust að
mestu. Þýðviðri.
WASIIINGTON, 9. janúar. —
Bandaríkjamenn hafa enn
bjargað sjö mönnum af isjak-
anum Charlie. Eru þá eftir 18
af 27 mönnum, sem upphaflega
voru á jakanum við vísinda-
störf. Fyrir 12 dögum fór jak-
inn að molna og verður að
flytja mennina af honum. Ekki
er talin hætta' á öðru en það
takist.
rita-
nefnd
ALÞINGI samþykkti 11. maí
s. i. að koma á fót nefnd til þess
að vinna að endurheimt ís-
lenzku handritanna í Kaupm,-
höfn undir forustu ríkisstjórnar
•ir.nar. Nefndin er nú fullskipuð
og hélt fyrsta fund sinn s.l.
þriðjudag. í nefndinni eiga þess
ir sæti:
Alexander Jóhannesson próf.
tilnefndur af Sjálfstæðisflokkn
um, Einar Ól. Sveinsson próf.,
tilnefndur af heimspekideild
háskólans, Stefán Pétursson,
þjóðskjalavörður, tilnefndur af
Alþýðuflokknum, Sigurður Óla
son hrl. tilnefndur af Fram-
sóknarflokknum og Kristinn E.
Andrésson fyrrv. alþingismað-
ur af Alþýðubandalaginu.
Uppboð
i Paris
PARÍS, 9. jan. (Reuter). — í
gær var haldið upp boð í París
á myndum er ýmsir frægustM
málarar Frakka gáfu til aSstoð-
ar við íbúana í Fréjus, sem
verst urðu úti er Malpasset-
stíflan brast í desember s. 1.
Seldust myndirnar fyrir
samtals 221.398 dollara. Hæsfc
"°rð fékkst fyrir tvær myndir
eftir Picasso, önnur seldist. á
29.999 en hin á 26.395 dollara.
Meðal þeirra, sem gáfu mynd
ir voru Chagal, Raoul, Dufy,.
Braque og de S'egonzac.
Málhindur
FYRSTI málfundur Féíags
ungra jafnaðarmanna í Reykja-
vík á þessu ári verður næstkom
andi þriðjudagskvöld í Ingólfs-
kaffi (uppi) og hefst kl. 8.30
stundvíslega.
UNGUR varðskipsmaður
fór á fimmtudagskvöldið á
dansleik í - Vetrargarðinum.
Var hann nokkuð við skál.
Piltinum fannst heldur dauft
á dansleiknum, en hann gerði
þó sitt bezta til þess að reyna
að skemmta sér og fá sem
mest fyrir aðgangseyrinn.
Þar kom, að pilti leiddist
deyfð sú, sem honum fannst
vera á dansleiknum. í vasa
sínum hafði hann kínverja
sem hafði orðið eftir síðan á
gamlárskvöld. Honum þótti
tilvalið að sprengja ann og
sjá hvaða áhrif það hefði á
samkomugesti.
Hann kveikti síðan í kín-
verjanum og kastaði honum
út á dansgólfið. Dansfólkið
hrökk í kút við hvellinn af
sprengingunni, og skemmti
varðskipsmaður sér vel. En
nú kárnaði gamanið, því eitt-
hvað óvenjulegt var að kín-
verjanum. Hann her.tist í loft
upp og hafnaði í p'ilsi einnar
dansdömunnar. Kviknaði í
pilsinu, en fljótlega tókst að
slökkva í því. Nú komu úí-
kastarar staðarins til skjal-
aursa og handsömuðu piltinn.
Hann var síðan afhentur lög-
rcgiunni. Stúlkan gerði 360
króna skaðabótakröfu vegna
þriggja brunabletta á pilsinu.
Varðskipsmaður hefur lofað
að greiða skaðann, áður en
liann fer á flot til þess að fást
við sprengingar í þágu land-
varna.
Frökenen
fauk
ÞESSI fröken er ennþá
svo ofarlega í hugum
manna (þó að hún sé
horfin af Tjarnarsviðinu),
að við tókum myndinni af
henni fegins hendi, þegar
hiin barst okkur í gær.
Það er tvennt óvenjulegt
við myndina. 1 fyrsta lagi
er hún tekin á ísnum
skömmu áður en frökenin
fauk, og í öðru lagi mun-
um við ekki eftir að hafa
séð þessa hlið heanar á®-
ur. —
— 10. jan. 1960
Alþýðublaðið