Alþýðublaðið - 22.01.1960, Síða 15

Alþýðublaðið - 22.01.1960, Síða 15
hann aftur. „Moira gætið þér yðar. Hvar eruð þér?“ Fyrst þá minntist hún man- chineel-trjánna. „Moira! Moira!“ Einu sinni enn heyrði hún rödd hans. — „Moira! Svarið. mér! Látið ekki eins og fífl! Hvar eruð þér!“ ,,Ég er hér!“ kallaði hún. „Standið kyrr! Ég skal finna yður“. Hún heyrði brakið í grein- um sem brotnuðu þegar hann nálgaðist. „Segið eitthvað Moira, ég sé yður ekki. Segið eitthvaö og talið stöðugt". Moira vætti varirnar með tununni. „Ég stend kyrr eins. og þér sögðúð mér. Ég stend við runna með fjólúlituðum blómum og á hægri hond mér er kókospálmi. Til vinstri er tré með ljósrgænum blöðum, ég held að það sé manchineel- tré. Að baki mér er pálmi“. „Gott ég sé yður“. Það var léttir í rödd hans. „Hreyfir yður ekki, það er manchineel tré og svona léttklædd lifið þér það ekki af ef þér komið við það. Hún leit í áttina sem röddin kom úr os sá hann nálgast. „Eruð þér á stígnum?“ — spurði hún. „Ekki langt frá honum.“ „Þá verðið þér að gæta yð- ar. Þér getið brennt yður“. Hann hvarf um stund, svo heyrði hún til hans á ný. — „Verið kyrr. Það er manchin- eel tré hérna og eitt yður á vinsti hönd. Ég ætla að reyna að komast bak við yður“. Skömmu seinna stóðu þau og horfðu hvort á annað. Hún sagði hikandi: „Fyrir- gefið þér að ég var yður svona erfið“. Hann leit ekki við henni. Hann snéri sér við og gekk sömu leið að jeppanúm. „Farið þér inn í“, sagði hann kuldalega. Skömmu seinna óku þau heimleiðis; Fyrst þá leit hann á hana og sasði kuldalega: — „Ég v^rð að segja bað að mér finnst þér ha-ga yðup heimsku lega“. 26. Þegar hún var búin að skipta um föt hraðaðj hún sér niður. Hún heyrði mál- rém frú Dryden, háan og sker- and-i. Þegar hún kom að hálf- opnum dyrunum sá hún að Owen stóð niðurlútur og hlust aði á orð móður sinnar. Þegar hann heyrði fótatak hennar snérist hann á hæl og kom fram í ganginn. Hún nam staðar og neri höndunum sam an. Augu hennar voru svört af hræðslu. „’Við verðum að tala um þetta“, sagði Owen hljómlaus- ri röddu. „Já, þar er ég sammála“. „Hafið þér eitthvað að segja? iEnhverja . afsökun fram að færa? Mér finnst þetta misþyrming að fara með barnið að staðnum þar sem slysið kom fyrir en ég er fús itil að hlusta á það sem þér haf ið að Segja“. „Það var kannski rangt af mér að fara með hana þapgað það hefði kannski verið betra að bjóða börnunum hingað, en . . .“ „En hvað?“ Hún hrist höfuðið. Ekki gat hún sagt að hún hefði viljað koma Biöncu undan áhrifa- valdi ömmu sinnar. „Ég er að reyna að skilja yður“, sagði hann með ískald- ri kurteisi. „Einhverja ástæðu hljótið þér að hafa haft. Það er margt hægt að segja um yð ur en ekki að þér séuð hugs- unarlaus“. Hún varð gripin örvænt- ingu þegar hún skyldi hve reiður hann var. En hann var líka réttlátur. Hann beið svars hennar. „Að mínu áliti getur Bi- anca gengið“, sagði hún með erfiðismunum. „Hún gæti gengið og hlaupið ef hana skorti ekki sjálfstraust. Ég hélt að hún myndi kannski hlaupa þegar hún sæi sína gömlu félaga — kannski hætfa að líta á sig sem kryppl ing“. Frú Dryden gre!p fram í fyrir henni: „Þetta er ófyrir- gefanlegt! Þér leyfið yður að segja að Binkie sé að þykjast vera veik!“ Hún hafði komið fram í dyr til að heyra um hvað væri ver- ið að tala og nú stillti hún sér upp fyrir framan Moiru. „Hvernig leyfið þér yður þetta?“ spurði hún lágt og ógnand'. „Þér segið að Binkie sé að látast vera veik!“ „Nei, nei,“ mótmælti Moira örvæntingarfull. „Barnið veit það ekki sjálf. Hún er ekki að leika á okkur. Þetta er aðeins ómeðvitiið hræðsla við . . .“ „Hún er ekki hrædd!“ Orð- in voru eins og svipuhögg. —• „M'nnist þess að þér talið um barn af Dryden fjölskyld- unni!“ „Ég er að tala um venjulega litla stúlku sem varð fyrir slysi fyrir ári síðan og sem þarfnast hiálpar“, sagði Moi- ra hneyksluð. „Það er grimmd arlegt að neyða fjölskyldu- stolti yðar á barn sem er of lítið og hjálparvana til að valda því“. Owen skaut inn í: „Leyfist mér að minna yður á að við erum ekki að tala um Dryden- fjölskylduna11. „Nei, v ð erum að tala um mig. Og þar sem þér haldið að ég sé sek held ég að við höfum ekki um meira að tala“. „Sek“, sagði hann heiftuð- ugur. „Það er oft að fólk frem ur glæp af göfugum hvötum. Hvatir eru svo margskonar ungfrú Davidson. Þetta er ekki í fyrsta sinh, sem mér hefur oft fundist , . .“ Hann þagnaði. Hann var svo bitur, það var engu líkara en hann hefði hatað hana léngi. 27. Hann var gjörólíkur mann- inum, sem hún hafði þekkt í fjóra mánuði. í hans stað stóð þar kaldur dómari, sem eyði- lagði nær allar hennar varnir — sem kallaði hana ungfrú Davidson! „Við hvað eigið þér með að þetta sé ekki í fyrsta skipti?“ spurði hún. „Ef þér eigið við að ég ále't að Binkie hefði betra af að ganga til að sjá syk urreyrinn, bá var það sama að ske þá. Ég vildi að Bianca gengi enn . . „Þér voruð að reyna eina af yðar heimskulegu kenning- um“, sagði frú Dryden. „Yður var sama þó hún sæti í bílnum og gréti. Ýður er sama þó hún gráti“. „Já“, sagði Moira og leit á hana. „Mér er sama þó hún gráti. Það er eðlilegt að lítll stúlka gráti. Það eru aðeins eðlileg viðbrögð hennar þegar henni líður illa“. „Þér dæmið yður með yðar eigin orðum“, sagði Dryden. Hún skyldi ekki hvað Moira var að fara. „Yður er sama hvernig henni líður ef þér fá- ið aðems að gei”a yðar tilraun ir í friði. Sonur minn sagði rétt áðan að þér væruð ekki að gera yðar til -heækkit:.dt hugsunarlaus — en honum skjátlast. Þér hafið einmitt 1 sannað að hann hefur rétt fyr ir sér. Þér eruð hugsunarlaus og grimm“. Hún átti ekkert vopn gegn þessari grimmdarlegu og ó- réttmætu ásökun. Hún leit á Owen og sagði þreytulega: — „Trúið þér þessu?“ Hann leit hugsandi á hana. Hún roðnaði en sagði ákveðið: „Haldið þér að ég sé grimm? Eftir það sem þér hafið kynnst af mér, eftir hegðun minni hér að dæma álítið þér þá að ég sé grimm og hugs- unarlaus?“ ,Þér eruð á þunnum ís“, ■— sagði hann stuttur í spuna. — „Þér hafið gert ýmislegt sem ég vil helzt ekki tala um“. Við hvað átti hann eigin- lega? Hún eldroðnaði og hún vissi að hún var sakbitin á svipinn, en hversvegna eigi.p- lega? Hvað hafði hún gert? „Ég skil yður ekki?“ sagði hún og hún var þurr í kverk- unum. „Mér finnst að þér ætt uð að segja hreint út fyrir hvað þér ásakið mig. Ég við- urkenni að það var heimsku- legt af mér að hlaupa út í skóg inn í dag, en . . ,Skóginn“, greip frú Dryd- en fram.í fyrir henni. „Hvað er þetta? Um hvað eruð bér að tala ungfrú Davidson?“ „Hún — hún.fór af stígnum og viltist í skóginum og lenti milli manchineektrjáa . . .“ „Gerði hún það? Owen — hefði hún nú haft Binkie með sér!“ „Já“, sagði Owen og beit á vör sér. „Það hefði verið voða legt. Það er nægilega slæmt og það er". „Hún getur alls ekki gætt barns! Ef hún vissi um trén . . . “ Frú Dryden leit á Moiru og sagði hvasst: „Þér vissuð að það vár hættulegt að fara af Stígnum! Þér vissuð að skóg urinn umhverfis plantekruna er fullur áf eitruðum trjám!“ 'Owen dró andann djúpt. — „Þér sk'ljið víst að þér hafið svikið alls staðar," sagði hann lágt, en ákveðið. „Sökin er mín. Ég skil að ég . . .“ Rödd- in brást honum, en svo sótti hann í sig veðrið og sagði lágt en ákveðið . . . ,,að ég bjóst við of miklu. Þér þurfið ekki að óttast að þetta hafi nein áhrif á framtíð yðar. Þér fá:ð áreiðanlega vinnu við yðar hæfi á sjúkrahúsinu í Kings- ton“. '„Eruð þér að segja mér upp?“ Hann kinkaði kolli. „Hvenær viljið þér að ég fari?“ „Það fer flugvél eftir mat- inn. Ef þér seg ð okkur hvert á að senda farangur vðar . . .“ „Nei! Nei! Nei!“ Þau litu við og sáu Biöncu sem stóð á þröskuldinum náföl í and- liti. Hún hljóp að Owen og lamdi hann með knýttum hnefanum. „Þú mátt ekki senda hana í burt! Þú mátt ekki tala svona við Moiru! — Láttu hana vera! Þú ert and- styggilegur! Ég hata þig! Þú mátt ekki senda hana burtu!“ 28. Owen tók um litlar hendur hennar og lelt undrandi á hana. „Viltu ekki að hún fari?“ „Ertu vitlaus.maður?“ kall- aði Bianca eins og eyjarskeggj arnir voru vanir að gera þeg- ar eitthvað kom þeim úr jafn- vægi. „Hún er bezt af öllum konunum sem hafa verið hérna. Ég hélt að þér fyndist það líka. Hvað er eiginlega að þér Owien frændí? Hverfe- vegna viltu að hún fari? Hvað getum v'ð gert án hennar? Þú má*t ekki láta hana fara!“ Hún reif sig af honum og gekk til Moiru. „Farðu ekki“, bað hún. „Við skulum öll biðja þig að fyrirgefa og kyssa big og þá verður allt gott aftur. Eg skal byrja, því þetta er víst allt mér að kenna. Fyrirgefðu Moira og sepðu að bú farir ekki neitt“. Moira kraup niður og tók um magrar axlir barnsins. ..Bianea mín“, sagði hún blíðlega. „Veiztu hvað þú gerðir? Þú hliópst yfir for- stofuna staflaus oa þú haltr- aðir ekki einu sinni!“ Það varð löna bögn meðan viðstöddum skildist hvað hafði skeð. Svo sagði Bianca rólega: ..Já, bað gerði ég og ésr get gert það aftur ef ég vil“. Hún sleit s'g af Moira og gekk hin rólegasta að stigan- um. Hún gekk tvö þrep og sneri sér sigri hrósandi að þeim. BELINDA DELL NSEYJAN Alþýðublaðið — 22. jan. 1960 |_5

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.