Alþýðublaðið - 22.01.1960, Page 16
RUSSAR
BYGGJA
í ASWÁN
RÚSSNESKA stjórnin
hefur hjálpað Egyptum
um lán til þess að reisa
Aswanstífluna víðkunnu
í Suður-Egyptalandi. En
færri vita hitt, að hún
veitir einnig verulega
tseknilega aðstoð. í
Moskvu hefur verið gert
líkan af stíflumannvirk-
inu (sjá myndina) og rúss-
neskir verkfræðingar
vinna við það bæði í
Moskvu og Egyptalandi.
Og nú fyrir skömmu hef-
ur verið tilkynnt að Rúss-
ar ætli að hjálpa Egyptum
til að gera mannvirkið
allt, en áður hugðu menn,
að þeir mundu aðeins
koma Egyptum af stað.
Hjálparmenn
NÝJA DELHI. — Það virðist
oft sem svo, að Jawaharlal
Neliru forsætisráðherra Ind-
lands, standi einn við stjórn-
völinn x landi sínu. En honum
Stór loft-
belgur
í ÞESSUM mánuði á að
sleppa upp í loftið nokkrum
geysistórum loftbelgjum í
Bandaríkjunum. Sá stærsti
kvað vera um það bil eins stór
og fjörutíu liaéða hús. Það er
geimjannsóknadeild Chicago-
háskóla, sem stendur fyrir
þessuni tilraunum og er til-
gangurinn að rannsaka geim-
geisla í 35—38 þús. metra hæð.'''-
Stærsta belgnum á að sleppa
frá loftfari yfir Karabiska haf-
inu.
Rignir /oð-
skinnum
í BORGUNUM San Marino
og San Gabriel kom undarlegt
„regn.“ Menn vissu ekki fjrr
en loðfeldum og ýmissi dýrri
skinnavöru fór að rigna niður
úr loftinu.
Lögreglan í borgum þessum
hefur gefið þá skýringu á at-
viki þessu, að flugvél muni
hafa dregið á eftir sér belg
með loðskinnum, en liann
sprungið þarna yfir.
til aðstoðar eru margir menn,
sem ráða miklu um stefnu
stjórnar hans, menn, sem Ne-
hru treystir og metur. Margir
þessara manna eru lítt þekkt-
ir út á við.
Meðal þessara manna eru
hinir fjórir, sem hér birtast
myndir af.
Govind Ballabh Pant, 73
ára, innanríkisráðherra. Hann
er hatrammur andstæðingur
kommúnista og ræður mestu
um stefnu Indlands gagnvart
Kína. Hann .hefur unnið með
Nehru árum saman.
Rajendra Prasad, 73 ára,
forseti Indlands. Prasad er
rétttrúaður Hindúi, og um-
gengst Nehru eins og yngri
bróður. Enda þótt forsetinn
eigi að standa utan við stjórn
mál, hefur hann mikil áhrif á
þingmenn og ráðherra og leit-
ar Nehru álits hans í flestum
Pant ráðherra
Nehrús
stjórnarfarslegum vandamál-
um.
Lal Baliadur Shastri, 51 árs,
verzlunarráðherra. Hann er sá
maður, sem heldur saman
þjóðþingsflokknum og lægir
þar deilur. Margir telja að
Nehi-u ætli honum að taka við
forsætisráðherraembættinu
eftir sig.
Krishna Menon, varnarmála
ráðherra, 62 ára. Hann er
þekktastur af ráðherrum Ne-
hrus og þeirra óvinsælastur,
en Nehru metur hann vegna
gáfna og heiðarleika. Menon
er helzti sérfræðingur Ind-
verja í utanríkismálum.
Þá er ótalinn einn ráðgjafi
Nehrus, sem er nær óþekktur
út á við. Það er þjónn hans,
58 ára, Hari að nafni. Er hann
sífellt með forsætisráðherran-
um og sagt er að Nehru leiti
oft ráða hjá honum.
Shasíri ráðherra
Japan
TÓKÍÓ, (UPI). — Japanska
stjórnin kann að neyðast til
þess á þessu ári að gera ráð-
stafanir vegna þess, að hlutar
landsins eru smám saman að
sökkva. Telja landfræðingar
orsökina vera þá, að of miklu
af jarð-vatni, gasi og olíu
hafi verið dælt upp á yfir-
borðið. „Hin kærulausa of-
notkun þessara neðanjarðar-
efna hefur þegar valdið land-
sigi í Mið-Japan“, segja for-
mælendur stjórnarinnar.
Mest kenna þeir þetta risa-
stórum verksmiðjum, sem
nota ógrynni vatns við starf-
semi sína. Benda þeir á, að á
einu iðnaðarsvæði, við borg-
ina Nagoya, hafi 3000 verk-
smiðjur verið byggðar síðan í
ái'sbyrjun 1950.
Vatnspípur þurfa nú að ná
allt niður á 45 metra dýpi til
að ná nokkru vatni.
Það var eftir að fellibylur-
Prasad forseti
Menon ráðherra
sígur
inn Vera gekk yfir Mið-Japan
á s. 1. ári, að menn tóku fyrst
eftir því, að landið hafði sigjð.
Talsmenn stjórnarinnar
benda á, að Sameinuðu þjóð-
irnar munu bráðlega mæla
með því við aðildarríki sín, að
þau takmarki of-dælingu jarð
vatns. Mun efnahagsmála-
deild S.Þ. vera að undirbúa á-
bendingar til ríkisstjórna um
það, hvaða lögfræðilegum ráð
um megi beita til að hafa
stjórn á notkun vatnsins.
Sjald-
gæfur
api
KISORO, Uganda, des. (UPI).
— Ung bandarísk hjón. hafa
síðan í september kannað lífn
aðarhætti einhvers sjaldgæf-
asta dýrs jarðarinnar, afrí-
könsku fjallagorillunnar.
Þessi Gorillutegund, sem,
talin er vera skyldust mönn-
um af öllum öpum, fannst
ekki fyrr en 1901 og lifir að-
eins á örfáum stöðum í Ug-
anda og Belgísku Kongó.
Mjög lítið er vitað um lifna.ð-
arhætti þessara apa. Það er
verkefni George og Kay
Schaller að athuga þá og
skrifa bók um þá. Þau lögðu
í förina í september síðastliðn
um eins og fyrr segir og ætla
að vera á þessum slóðum þar
til í maí í vor. Þau eru uppi
í háfjöllum Kongó og hafa fá-
ar fréttir borizt af þeim hing-
að til. Þó er vitað, að þau hafa
fundið 25 fjallagorillur í.hóp
og kveðst George hafa góða
aðstöðu til athugana, dýrin
eru orðln spök og vön honum.
REAL MADRID hefur auki^
forskot sitt í spönsku deildar-
keppninni. R-M sigraði Valen-
cia um síðustu helgi með 2:1,
en Bilbao náði jafntefli gegni
Vallodolid. Barcelona sigraði
Elcha með 2:0. Röðin: Real Mad
rid 25 stig, Bilbao 23 og Barce-
Iona 21.