Alþýðublaðið - 29.01.1960, Page 4
é
[ .. .
29. janúar 1960 — Alþýðublaðið
KoNUNCÍSRÍKIÐ Nepal hef-
ur um aldaraðir lítið komið
vtð sögu heimsins. Lélegar
samgöngur, hæstu fjöll ver-
aldar og sk lyrðislaust ein-
veldi hefur komið í veg fyrir
samband við umheiminn.
Nú er þetta gjörbreytt.
'Samgöngurnar við umheim-
inn eru erm erfiðar, en ein-
angrun Nepals er lokið. Þar
ríkir nú þingræðisleg kon-
ungsstjórn á lýðræðislegum
grunni. Nenal er aðili að Sam-
einuðu þjóðunum og er jafn-
vel komið inn í hringiðu
heimsstj órnmálanna.
Núverandi ríkisstjórn Nep-
ats fylgir svipaðri stefnu og
þjóðþingsflokkur Nehrus á
Indlandi, byggir á lýðræðis-
iegum sósíalisma og er and-
ví2 kommúnisma. Straumurf
tíbet^kra flóttamanna til
landsins undanfai'na mánuði
hefur ekkert gert til þess að
draga úr andúð Nepalbúa á
kommúnistum. En stiórn
landsins er í erfiðri aðstöðu.
Landið liggur milli Kína og
Indlands og bað væri blátt á-
fram hættuleg stjórnarst.efna
að ersja stóra bróður í norðri
að óþörfu. En því er ekki að
neita, að liðssafnaður Kín-
verja á norðurlandamæi’unum
hefur reynt allmjög á þolin-
inæð' Nenalbúa og þgir hafa
neyðst íil þess að auka út-
gjöld sín til landvarna. Samt
sem áður hnfa Nepalbúar jafn
an sýnt Kínverjum vinsemd
og stóðu m. a. að tillögu um
uootöku Pekingstiórnarinnar
í Sameinuðu þjóðirnar ásamt
Indlandi í haust.
Nepal er tæplega þrisvar
sinnum stærra en ísland að
flatarmáli, og íbúarnir eru
um tíu milljónir. Landið skipt
ist landfræð-lega í þrennt,
nyrzt er mesta fjalllendi
heims, Everest og aðrir háir
tindar. Um miðbik landsins
eru fjöllin lægri og syðsti
hlutinn er frjósamar sléttur.
Höfuðborgin, Katmandu, er
um miðbik landsins, og það-
an leggja flestir H malayaleið
angrar upp seinni árin. Vegir
eru fáir í landinu og eina iárn
brautarlínan er aðeins 40 kíló
metrar á lengd og liggur að
ndversku landamærunum.
Nepalbúar eru af ýmsum
-sr pn vól -kum kvnf lokkum,
elandaðir Indverjum, sem
komu í stórhópum til lands-
í.ns á 16. og 17, öld, Pn sama
tungumál er talað í öllu land
ínu. Segja má, að nútímasaga
Nepals hefjiist 1769 er leiðtogi
Gurkha-ættbálksins hertók
Katmandudahnn og gerðist yf
irkonungur alls Nepals. Nú-
verandi konungur er kominn
af besS’im Gurkhahöfðing.ia í
beinan karlleg.p. Konungsætt-
in stuðlaði mjög að auknum
raanningartengsl.um við Ind-
veria os Búddaklaustur risu
udd í landinu. (Búdda ex fædd
ur i Nepal).
1346 náði ungur herforingi,
Rana og. nafni. völdum í land-
inu og til .ársins 1951 voru
Neraalskonungar . raunveru-
leffa. verkfæri í hönúum, Rana-
ætta rinnar. , . .
Eftir heirhsstyrjöldIna síð-
avi barst fersk hreyfi.ng um
alls Asiu. Indverjar öðluðust
siálfstæði og lýðræðislegar
ríkiss.tjórnir -voru s.ettar á
stofn í niö'-gum löndu.m,- þar
sem ríkt hafði einræði um
aldaraðir,- ■
Nepal fór ekki varhluta -af
þessari f-elsishreyfingu og. gat
landfræð leg einangrun engu
þar um br.evt.t. 1946 stofnuðu
ungir landflótta Nepalbúar
Þjóðþingsflokk Nepal. Fyrsti
formaður hans var Koixala,
sem nú er forsætisráðherra
landsins. Bróðir hans gtofnaði
síðar hið öfluga samband iðn-
verkafólks í Nepal, en í bví
eru flestir þeir, sem vinna að
helztu iðngreinum landsins,
bómullarrækt, eldspýtnagerð
og vefnaði. Aður en samband-
ið var stofnað unnu konur og
börn í verksmðjum fyrir
sama og engin laun. Atvinnu-
; HÖFUNDUR eftiríarandi greinar er Nepal-
l miaður, Gunada Majumdar að nafni. Hann er
framarlega í stjórnmálabaráttunni í Nepal og
Á 3
þióðþingsflokkurinn í Nepal vax stoínaður á |
heimili hans. :j
• Majumdar hefur mjög komið við sogu verka Sj
lýðshreyfingar Nepal frá því fyrsta. Greinin er
rituð fyrir tímarit Alþjóðasambands frjálsra jj
verkalýðsfólaga Free Labour World.
rekandinn var einráður um
allt. Verkfallið, sem samband-
ið gekkst fyrir 1950—51 varð
til þess að binda endi á yfir-
ráð Rana-ættarinnar í Nepal.
Fyrstu frjálsu kosningarn-
ar fóru fram í Nepal haustið
. 1951 og hlaut þjóóþingsflokk-
urinn meirihluta, en 1959 var
stjórnarskrá lands ns breytt
og háðar kosningar með full-
um kosningarétti allra full-
orðinna. Kosningarnar urðu
mikill sigur fyrir þjóðþings-
flokkinp ,sem hlaut 74 bing-
sæti af 109. í neðri deildinni
en 13 af 18, í efri de ld. Síð-
ap Rana-ættinni var vikið frá
hefur verið unnið að margs
konar félagslegum umbótum,
stofnaður hefur verið hæsti-
réttur og háskóli.
Er Koirala myndaði stjórn
sína lofaði hann margvísleg-
um umbótum. Sérstaka á-
herzlu lagði hann á nýsköp-
un landbúnaðarins og stofnun
smárra iðnfyrirtaekja. MikA
magn af málmgrýíi finnst í
landinu en er ónotað að mestu
enn sem komið er. Þá er í
undirbúningi að stofna þar
sementsverksmiðju og papp-
íi’sverksmiðjur en trjáviður
er yfirfljótandi í landinu.
í sambandi við þessar fram
kvæmd'r er gert ráð fvrir
stórauknu starfi vérkalýðsfé-
laga í Nepal.
Nepalbúar taka iðnvæðing-
una alvarlega. Undanfarin
fjögur ár hefur rikisstjórnin,
unnið að því að fá erlent fjár-
magn inn í landið og orðið
nokkuð ágengt. Kína hefur
lofað að útvega vélar í sem-
entsverksmiðju og Sovétríkin
ætla að sjá þeim fyrir véla-
sams^æðum í pappírsverk-
smiðjur. Bandaríkin hafa þeg
ar útvegað tvær sögunarmvll-
ur. Indland og Bandaríkin
hafa tekið að sér vegalagn-
ingar og í undirbúningi er, að
Indverjax’ og Nenalbúar byggi
saman geysimikla rafstöð,
sem á að sjá Katmandu-hér-
aði öllu fyrir rafmagni.
Nepalbúar vita vel að land
heirra flýtur ekki í mjólk og
bunangi. Þeir eru harðgert
fólk, sem hefur vanizt á að
hafa mikið fyrir lífinu og þeir
eru ólíklegir t'l þess að verða
kommúnistískum hugsunar-
hætti að bráð. Um langan ald-
ur hafa Nepalbúar lifað und-
ir lénsveldi. Nú hafa heir allt
í einu stokkið inn í lýðræðis-
fyrirkomulagið og það merki-
lega hefur gerzt, að verkalýðs
hreyfingin hefur á örfáum ár-
um náS þar öflugri fótfestu.
GAGNRÝNI Krústjovs á
Nikolai I. Belyayev, leiðtoga
kommúnistaflokksins í sovét-
ríkinu Kazakhstan í Asíu, fyr
ir skemmtu, vegna slælegrar
frammistöðu í sambandi við
koi'nsuppskeru ríkisins í
raust hefur nú fengið á sig
skýrara form. Belyayev hefur
verið vikið úr stöðu ritara
kommúnistaflokks Kazakhst-
an, en við hefur tekið Dimmu
khamed A. Kunayev, fyrrum
ritari vísinda-akademíu Kaza
khastans og nú síðast forsætis
ráðherra ríkisins.
Það, sem vekur furðu í
þessu sambandi, er það, að
Kunayay varð fyrir sömu
gagnrýni sömu mánna á fundi
æðsta ráðsins fyrir skemmstu
og fyrir sömu sakir og Belyay
ev. Ekki hefur verið láíið
uppi, þegar þetta er skrifað,
hvað orðið er af Belyayev, eða
hvaða stöðu hann mun fá,
Hefur gengið unx það oi'ðróm-
ur í Moskva, að hann muni
fá stöðu hjá flokknum í Stav-
i'opol. Þá er heldur ekki vitað
hvort Belyayev muni enn
vera meðlimur framkvæmda-
nefndar kommúnistaflokks
Sovéíríkjanna.
Kazakhstan er næst stærsta
ríkið í Sovétríkjunum og þar
ér einmitt þar, sem einni upp
áhalds-áætlunum Krústjovs,
yrkingu ónytjaðs lands, hefur
verið hleypt af stokkunum. Á-
gæt uppskera fékkst þar í
fyrra, en í ár var hún 26%
minni, og af því staf^ði orra-
hríðin, sem kostaði Belyayev
vöklin.
Til þess að yrkja upp slétt-
urnar í Kazakhistan hefur ver
ið flutt um hálf milljón Rússa
austur þangað, og hafa vafa-
laust margir þeirra neyðst til
að gerast sjálfbóðaliðar til að
brjóta þetta ónytjaða land,
enda hafa áður heyrzt þaðan
kvartanir um, að skortur sé
þar tilfinnanlégur á kvenfólki.
Það eru sein sagt ekki aðeins
fluttir Rússar til Eystasalts-
landanna í stgð landsins inn-
hyggiara, seip þaðaxi liafa vev
ið fluttir, ljeldur er þeir einn-
ig fluttir austur í Asíu, meira
og minna að geðþótta vaklhaf
anna.
Það er hollt að hafa þetta
í huga, þegar kommúnistar
hér hrópa í heilagri vandlæt-
ineu pm "vlendukúgun og of-
bgldi lýðræðisþjóðanna *
véstri. Lýðræðisrík.in, hafa
sýnt lit á að leiða nýlendur
sínar til siálfstjórnar og gert'
það með ágætum árangri í
flestum tilféllum. Má benda
á í því sambandi Indland, Pak
istan, Ghana, Nígen'u o. s.
frv. Rússar hins vegar flytja
þjóðirnar hurtu eða yfirbuga
þær með eigin fólksmevgff,
svo að þær tapa sjálfstæðri til
veru sinni.