Þjóðólfur - 17.10.1867, Qupperneq 3
— 179 —
að af í þau síðustu forvöð; því flestum var orðið
kvalræði að sitja lengr, komið fram i Ágústmánuð.
Kosníngarlögin urðu að lyktum viðtekin af Ilouse
of Commons, og fóru svo búin npp til lorðanna.
|>ar urðu á ný miklar þíngræður mörg kvöld og
nætr í samfellu. Stundum hefir þíngið staðið 16
stundir samfleytt í House of Commons fyrir utan
stutta matmálsstund, og lángt fram á morgun; og
er það seta fyrir forsetann, sem alla stund verðr
að sitja eins og brúða í sínu sæti; aðrir þíngmenn
eru léttari í sessi og slreyma út og inn. I Lorða-
stofunni urðu nokkrar breytíngar; ein þeirra er
athugaverð og nýmæli í þessu landi, í þá átt að
gefa minni hluta í kjördæmum hæli og þínggrið.
Mr. Lowe, sem er þjóðkunnr maðr hér í landi í
þessu máli öllu , og þar með Islandi vel kunnr,
hefir lesið og þekkir alla Sturlúngu, sem fáir út-
lendir menn þó gjöra, var í House of Commons
fyrsti frumkvöðull að þessu rnáli, og Times studdi
það mál. Mr. Lowe stakk upp á því, að í þeirn
kjördæmum, sem kjósa tvo þingmenn, ef þíng-
mannaefni væri fleiri en tveir í kjöri — þá skyldi
kjósendr eiga heimilt að tvöfalda atkvæði sitt, eða
gefa einum manni bæði sín atkvæði; þetta kölluðu
þeir í þínginu «Cumulative vote»; í fyrri tíð var
að eins leyft að gjöra sem menn kalla «plumd»,
að kjósa einn mann með öðru sínu atkvæði, en
fella niðr annað, til að tviskipta eða ónýta ekki
sitt eigið atkvæði. Mr. Lowe er allra manna snjall-
astr í máli og einn fremstr meðal þíngmanna bér;
en þetta féll þó á þíngi. Tilgángrinn var sá, að
gefa rninni hluta í kjördæmunum, af hverri kreddu
sem þeir kunna að vera eptir sem alþýðuhjólið
veltist nokkurt skjól og farborða. I lávarðarstof-
unni kom ræðan að hinu sama, og þar var gjört
það nýmæli, að í þeim kjördæmum (t. d. Liver-
pool, Birmingham, Manchester &), sem kjósa þrjá
þingmenn (þríhyrnd kjördæmi sem kölluð eru), skuli
bver kjósandi að eins hafa tvö atkvæði, þetta er
nokkuð svipað því, sem Ari getr um í Íslendínga-
bók um dómnefnu og þíngnefnu Norðlendinga. I
annan stað skuli í City í London, sem á að kjósa
fjóra menn á þíng, hver kjósandi að eins að kjósa
3. Af þessu leiðir, að þar sem minni hlutinn er
nokkuð strángr, t. d. tveir fimmtúngar, þá er lík-
legt að einn þíngmaðr af þremr eða einn af fjór-
úm í London verði minni bluta fulltrúi, ef allir
eru samhendir; hér með er þá að nokkrum hluta
brotinn oddr af höfðatölu ofríki, sem ekki er nú
m,ldasta harðstjórn; og þar sem vitrustu og beztu
menn opt eiga því heimsóláni að fagna, að vera í
minni hluta (fáment og góðment sem við mundum
kalla), þá er þeim nú nokkuð skjól búið. Eg get
þessa, því það er hald margra, að þetta muni vera
að eins byrjunin, og nauðsyn muni reka menn til
að fara lengra i þessa stefnu til að milda þessi
nýu lög, sem hleyþa inn í linu reipi mörgum
hundrað þúsundum affátækum ogfákunnandi borga-
múg, af hverjum mikill þorri hvorki er læs né
skrifandi. Annað nýmæli var að gefa heimilt að
gefa atkvæði sitt skriflega. Háskólarnir í Oxford
og Cambridge hafa slík kosníngarlög, en annars
er það gamall landsvani, að hver maðr verði að
mæta á þíngfángi og gefa sjálfr sitt atkvæði; en
þar er heldr svakasamt og illfært nema hraustum
mönnum að sækja þann stað. Að leggja niðr hin
smáu kjördæmi gekk ekki í gegn að þessu sinni;
menn kalla þau hér «vasakjördæmi» «pocket bor-
ravs», en þau hafa sína kosti, segja menn að hafa
nokkur þeirra svona í bland; dæmin eru mörg,
að þegar mikill æsíngr hefir verið og ákafr flokka-
dráttr, þá ber opt svo við, að þjóðkunnir þíng-
menn, sem eru í stórum kjördæmum, komast í
bága við sitt kjördæmi og verða fyrir stundarhatri
opt fyrir litlar sakir; en þá liefir einhver smáhol-
an tekið þá af skipbroti, svo þeir hafa aptrkomizt
í þíng, og landið ekki þannig mist hygginda þeirra,
þegar máske mest hefir á legið. Að bafa höfða-
tölukjördæmi (sem í Hanmörku), einn þingmann
fyrir svo og svo mörg kjörnef, yrði aldrei vinsælt,
né affarasælt hér á Englandi. Á Islandi, þó litlu
sé til að jafna, er það kunnugt, að okkar minnstu
kjördæmi hafa sent beztu menn á þíng; eg tek til
dæmis ísafjarðar- og Strandasýslu, svo okkar ís-
lendínga reynsla leiðir ísömu átt. I mörgum hinna
stærri kjördæma hefði þíngmaðr Ísfirðínga varla
átt þíngvært bin síðustu ár. Málið fór þá svo bú-
ið ofan í House of Commons; J>ar var þíngdeila
einnar nætr; lokin urðu að nýmælið um hin þrí-
hyrndu kjördæmi og City var lögtekið; hitt um
bréflegar kosníngar var felt af þeim rökum, að það
mundi auka mútur og svik og hótanir í kosníng-
um, og muni að lokum leiða til launkosnínga
(með kúlum) svo sem í Ameriku.
það eitt er eptir er, að lávarðarnir stíngi aptr
hendinni í sinn kæra eigin barm ; það trúi eg verði
í nótt; og þá er þetta lánga og í marga staði leið-
inlega þíngþóf á enda, og þetta land er dýrðlegt
gjört í nýum og sem menn kalla mjög frjálsum
kosníngarlögum, og er þar með steini léttaf mörg-
um manni; því þetta mál hefir í mörg þíng staðið
allri löggjöf fyrir þrifum; kvennfólkið er hér enn