Þjóðólfur - 17.08.1869, Blaðsíða 7

Þjóðólfur - 17.08.1869, Blaðsíða 7
grunað það eða tortrygt. Menn gátu vel hugsað ser, að konungr eða stjórn hans mundi máske hika við að fallast á sumar hinar verulegri breyt- ingar Alþingis, en menn höfðu enga ástæðu til að leiða grun að því, að uppleysing þingsins og nýar kosningar, sem varauppástungan fór fram á, yrði notað til þess, að leggja fyrir ný stjórnarlagafrum- vörp, þar sem væri gjör umsteypt allri stjórn- arskipunar-undirstöðunni frá því sem bygt var á í frumvarpinu 1867, til svo freklegs halla á viðr- kendum og sjálfsögðum landsréltindum vorum og atkvæðisrétti í málinu, og að tvö slík stjórnarfrum- vörp yrði svo lögð fyrir hið ntjkosna þing einungi6 til »hlutdeildar til ráðaneytis« undir fullnaðarat- kvæði Ríkisdagsins í Danmörku. Eg skal láta ósagt um það, hvernig þér, vorir nýkosnu alþingismenn, skoðið köllun yðar og stöðu anspænis þessari aðferð ráðgjafastjórnarinnar og þessum llíkisdags lagafrumvörpum hennar, — en hilt veit eg víst, að þeir af kjósendum yðar, sem nokkuð hafa hugsað, að því er snertir stjórnar- skipunarmálið og yðar afskipti af því nú á þingi, hafa ekki kosið yðr til að ræða og gefa ráð um stjórnarskipun íslands undir atkvæði Ríkisþingisins i Danmörku, hafa ekki kosið yðr til þess á Al- þingi, heldr einungis til þess og um það hafa menn fullt traust til yðar allra, eins og nokkrar bænarskrárnar munu sýna bæði úr þessu böraði og fleirum, — að ræða og sam- þykkja það eina stjórnarfyrirkomulag, sem bygt sé á eigi annari eðaþrengri réttarundirstöðu heldr en stjórnarskrárfrumvarpið 1867, að þér eigi gangið að nórýmri stjórnarkostumi> ( því sem nokkru verulegu skiptir, heldr en Alþingi 1867 samþykti. þetta ávarp mitt til yðar, heiðruðu alþingis- menn, kemrþví að eins fyrir yðarog almennings- sjónir, að Alþingi hafi ekki afráðið og samið allra- þegnsamlegast ávarp til konungs nú þegar í upp- hafi þings, sem eg þó vil vona að hafi orðið; því eg hygg, að aldrei liafi nokkurt þjóðþing liaft rík- ari hvatir eða þó heldr augljósari nauðsyn til að hafa fram gagnort og skorinort ávarp til konungs síns, heldr en þetta nýkosna Alþingi 1869, undir eins og þcssi tvö stjórnarlagafrumvörp voru frarn- lögð. Drottinn blessi og farsæli Alþingi og allar yðar tillögur og störf, fóstrjörðu vorri og þjóð til framfara og heilla. Ititab 6. Ágiist 1869. J. /. Skýrslur, bygltar á opinberri skot&un, um rúg hjá W. Fischer og H. Sivertsen, ern sendar oss og skulu koma í næsta bl.; korn W. Fischers alveg mabklaust, gúíir matr, 12 Ipnd tunnan; hjá H. SfVertsen; hérlítill mabkr, gúlhr kjarni, vigt 12 lpnd, —12 Ipnd. 4 pnd.; leirmola- og ruslkent í i'ibrnm byngnum. AUGLÝSINGAR. — Allir þeir, sem telja til skulda í félagsbúi bónda Vigfúsar Erlendssonar og látinnar konu hans Katrínar Halldórsdótt.ur frá Miðeyarhólmi í Austrlandeyahreppi, innkallast hér með, samkvæmt opnu bréfi 4. Janúarl86l til þessinnan 6mán- aða frá birtingu þessarar innköllunar, að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir skiptaráðanda hér í sýslu. Uangárþingsskrifstofu 3. Ágúst 1869. H. E. Johnsson. — Hér með innkallast samkvæmt opnu bréfi 4. Janúar 1861 allir þeir, sem telja til skulda í dán- arbúinu eptir hjónin Einar Petrsson og Margretu Loptsdóttur frá Syðra-Bakkakoti undir Eyafjöllum, til þess innan 6 mánaða frá birtingu þessarar innköllunar að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir skiptaráðanda hér í sýslu. Rangárþingsskrifstofn 3. Agúst 1869. H. E. Johnsson. — Undirskrifaðir kunngjöra hér með, að við í félagskap höfum byrjað verzlun á Vatneyri við Patreksfjörð í Barðastrandasýslu, undir nafni: Tostrup & Bachmann, og að hvor okkar sér- staklega hefir rétt til að innganga skuldbindandi samninga við þriðja mann, tilheyrandi verzlun þessari. Vatneyri, 29. Júlí 1869. J. Christjan Tostrup. Sigurðr Bachmann. — Að eg nú, við burtför mína héðan heim til Lundúna, hafi falið herra kaupmanni Einari Bjarna- syni hér í bænum og af hendi umbjóðenda minna R. B. Symington & Co. Glasgow Skotlandi gefið honum fullt umboð til að krefja og innheimta útislandandi skuldir þeirra við fyrverandi verzlun Sveinb. Jacobsen & Co., »Liverpool» hér í Reykjavík, að semja nákvæmar um greiðslu þeirra m. fl., það auglýsi eg hér með öllum, sem eiga hlut að máli. Reykjavík 11. Ágúst 1869. Thorl. 0. Johnson. — Miðvikudaginn þann 15. Sept. næstk. kl. 12 á hádegi verðr, ef viðunanlegt boð fæst, við eitt uppboð, sem haldið verðr í Kefiavík, seld verzlunarhús, sem tilheyra þrotabúi kaupmanns Svb. ólafsens í Keflavík, og eru þau:

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.