Þjóðólfur - 28.03.1871, Page 4

Þjóðólfur - 28.03.1871, Page 4
var á f>orláksmessu. Bardaginn slóð allan daginn og sýndu Frakkar hreystilega framgöngu, og að kveidi þóttust hvorirtveggju eiga sigri að hrósa; en að sigrinn þó í rauninni hetir verið þjóðverja- megin, er auðséð af því, að Frakkar hörfuðu und- an þegar daginn eptir. Eptir þetta varð eigi neinn aðalbardagi milli Faidherbes og ManteuíTels. Nú víkr sögunni til Parísarborgar. f>jóðverjar héldu þangað þegar eptir bardagann við Sedan og höfðu fullkomlega hergirt borgina hinn 19. Sept- ember, svo enginn komst út eða inn nema með þeirra leyfi. París er vel víggirtr bær; fyrst eru miklar girðingar utan um bæinn sjálfan, og þar fyrir utan eru sterk vígi svo nálægt hvert öðru, að fallbyssur þeirra geta hæglega sópað allt sviðið, sem á milli er. Allar þessar víggirðingar voru styrktar sem bezt mátti verða, eptir að ófriðrinn byrjaði og borgarveggirnir hlaðnir með fallbyssum. Auk þessa hafði Trochu mikið varnarlið, er stöð- uglega var vanið við heræfingar frá því fyrst að nokkur von var, að f>jóðverjar mundu nálgast París. Hér var því ekki árennilegt fyrir þjóðverja á að sækja, og ætluðu margir, að borgin væri óvinn- andi. Tóku því f>jóðverjar það ráðs að setja svo ramman hergarð um borgina, að allir aðflutniagar leptist, og að láta liungr þrengja svo að staðar- búum, að þeir vildi fegnir gefast upp. En París var byrgð að vistum áðr en umsátrið byrjaði, svo nægja mátti til nokkurra mánaða. Væntu Frakkar, að þeir mundu fá safnað svo miklu iiði í öðrum hlutum landsins, að þeir gæti neytt f>jóðverja til að létta umsátrinu, áðr en vistirnar þryti. Leið svo September, Október og Nóvember, að hvorigir leituðu mjög á aðra. f>jóðverjar drógu að sér hergögn sín og hlóðu virki, en bæarmenn bjugg- ust við sem bezt þeir máttu, til að taka á móti áhlaupi, ef það yrði gjört. Um mánaðamótin Nó- vember og Desember var Parísarbúum farin að leiðast setan, og, ef til vill, hafa þeir ætlað, að Loireherinn væri nær, en hann var; en þetta var einmitt um sama leyti og Loireherinn var hrakinn út úr Orleans. Parísarmenn gjörðu snarpa atreið að f>jóðverjum í þrjá daga, og fyrsta daginn unnu þeir talsvert á, en hina tvo dagana urðu þeir að hörfa smátt og smátt aptr inn undir borgarvegg- ina. Eptir þetta úthlaup var kyrt um hríð þang- að til 21. Desember. Reyndi þá Trochu annað sinn að rjúfa hergarð þjóðverja, og urðu nokkrar mannskæðar atlögur, en þó fór sem fyrri, að Frakk- ar unnu ekki á og urðu að hörfa aptr við svo búið. Skömmu síðar (hinn 27. Desember) byrjuðu f>jóð- verjar að skjóta á vígin fyrir utan París og hröktu Frakka út úr víginu Mont Avron, en það liggr ut- arlega, og var því lítið unnið, þótt það næðist. Nú varð nokkurt hlé á aðsókninni þangað tii 8. Janúar, þá byrjaði skothríðin fyrir alvöru. f>jóð- verjar sendu fjölda af sprengikúlum inn í París, og gjörðu þær að tiltölu lítinn skaða. Yígi París- arborgar sendu og hið ákafasta eldregn á móti umsátursmönnunum, en það gjörði heldr eigi mjög mikinn skaða. f>essu fór fram nokkra daga. Frakkar kváðu það villimannaæði en ekki siðaðra að skjóta á þvílíka borg sem París, er hefði að geyma slík listaverk, er eigi væri önnur eins í heimi; auk þess sögðu Frakkar, að sprengikúlurjþjóðverja hefði hitt spítala og gjört þar mikinn skaða, en Moltke svaraðl líkt og ætla mætti, að Haraldr Sig- urðarson hefði svarað ( sömu sporum: «Er vér komum nær borginni, skulum vér beina betr kúl- um vorum». Hinn 19. Janúar gjörðu Parísarbúar hina síðustu tilraun að hrinda af sér hergarði ó- vinanna, en svo fór sem fyrri, að ekkert vanst á. Nú var vörn Parísar og Frakklands þrotin. Bær- inn var svo þrotinn að vistnm, að menn höfðu um langan tíma lagt sér til fæðis eigi að eins hrossakjöt, heldr einnig rottur og mýs, og jafnvel þesskonar fæða var svo dýr, að allr þorri bæarbúá ekki var fær um að kaupa. Var því meiri furða, að Parísarborg ekki hafði gefizt upp fyrir löngu, heldr en að hún skyldi gjöra svo nú. Hins vegar voru allar þær hersveitir, sem safnað hafði verið til að hjálpa henni, Loireherinn, sveitir Faidher- bes og Bourbakis svo tvístraðar og dreifðar, að einkis liðs var af þeim að vænta. Ekki vantaði heldr óeirðir og upphlaup í París sjálfri, og fyltu þann flokk hinir svo nefndu «rauðu» lýð- veldismenn. f>ótti þeim of Iinlega að öllu farið, og létu sér mest umhugað um að steypa þeim mönnum, er þá höfðu stjórnina á hendi. Stjórn- inni tókst þó að halda þessum óaldarseggjum í skefjum, er mest hugsuðu um rán og rupl. f>að gegnir furðu, hversu mikla mótstöðu Frakkland veitti eptir að það hafði mist alla sína reglulegu hermenn eptir bardagann við Sedan og eptir að Metz hafði gefizt upp. En þó í þetta óefni væri komið, voru þó sumir, er ekki vildu hætta ófrið- inum, þótt París félli, og þar á meðal var helztr Gambetta, er fór út úr París í loptbát eptir að umsátrið byrjaði, til að herða á bráðabyrgðastjórn- inni í Tours til meiri framkvæmda, og þótti hon- um enn fullfært að halda lengra; hann hefir verið

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.