Þjóðólfur - 18.05.1874, Side 4
— 112 —
Ekki var það hamingjuför, er feður vorir kvöddu
Frón og sigldu til Grænlands. Hafgirðingar og
býsnir boðuðu ófarir; af einum flota fórst hálfr
þriði fcugr skipa! og hvernig fór svo? hvernig
fórst frændum vorum á Grænlandi? þegjum um
það, það er hryggðarsaga, en ekki er oss þar um
að kenna. Það var feigð og fyrirmunun vorra
feðra, sem dró þá til þessa fimbullands. En ber-
um líf fslands saman við dauða Grænlands og ját-
um svo, hvað vér höfum Guði að þakka! Land
vort er hart, svo hart, að sá sem ekki hyggr betr
að, spyr ósjálfrátt: hvert má hér meira lif eða
dauði ? En hvort hefir mátt meira? Hafl lifið nokkr-
staðar unnið mikinn sigr, þá er það á þessu landi
um hin liðnu 1000 ár. Veglegra musteri mann-
orðsins á víst ekkert land, jafnhart og mannfátt.
En víst er landið hart og víst hefir mikið yfir það
gengið af harðindum, v(st eru það undr og ógnir,
sem íbúar íslands hafa þolað og geta þolað af mæðu |
og mannraunum. Vér tölum hér ekki um sjálf-
skaparvíti. En vér spyrjum: hafa harðindi lands
vors verið of mikil? Nær eru harðindi of mikil ?
Eru þau of mikil óðar en harðnar í ári, þegar
meðalkuldi stígr á vetrum, þegar hafísar liggja
fram á sumar, þegar peningr hrynr og hungr ber
að dyrum ? Eru þau of mikil þegar slys og stór-
sóttir, jarðeldar og annar voði fer yfir landið? Jú,
svo segja menn i daglegu tali. En réttara er að
segja: harðindi einnar þjóðar eru ekki of mikil,
ekki óþolandi, fyr en hennar andlegi kraptr er í
veði; meðan harðindin herða og brýna egg lífs-
ins, eru þau ekki of mikil; þótt þau deyði líkam-
ann eru þau ekki of mikil, ef þau ekki sigra
manninn, andann, trúna, viljann, lífstáp þjóðar-
innar. Haldi ein þjóð gáfum sínum, — iifi and-
inn æ binn sami, enda þótt framfarir hætti um
stund, eða þótt þeim hnigni um stund af öðrum
orsökum, — heldur hún öllu sínu. Að oss ísl.
heflr farið aptr i mörgu, dylst engurn, en eru
harðindin helzla orsök þess? eða, þótt þau væru,
þá spyrjum samt: hefir oss f rauninni hnignað
svo mikið? höfum vér f rauninni mist mikið, eða
höldum vér enn öllu verulegu, sem vér eins og
þjóð höfum áll? Höfum vér enn mist nokkuð af
þeim skilyrðum til lífs og þroska og framfara, sem
vér áttum? Ekki skal þessu svara beinlínis. En
það segjum vér, að ef vér höfum mist nokkuð
verulegt, þá er það öðrum orsökum fremr að
kenna en harðindum landsins. Fyr en vér kend-
um harðindum ísl. um vorar aptrfarir, skyldum
vér þakka þeim, scm fyrstri náttúrlegri orsök, fyrir
viðrhald vors lífskjarks, fyrir þol og þrek vors þjóð-
ernis. Hafi land þetta verið kalt eins og klaki,
þá hefir sá klakinn verið vorum innri yl hið sama
sem hann er jarðarinnar; bann geymir hans en
grandar honum ekki; og hafi landið verið hrjóstr-
ugt og grýtt, þá hefir það grjót verið gott í brýni
á hinn svefnværa vilja; hafi birtan verið stutt og
nóttin löng, þá hefir líka hvfldin gefist nóg og
næðið hentugt fyrir hugsun og hjarta. Það eru
lil of heit lönd og of frjósöm; þar búa aumingj-
ar innau um gull og rósir, sem ekki þola að vinna
sökum hita, né þurfa fyrir frjósemissakir, og standa
því í stað. Það eru líka til of köld lönd; þar búa
líka fáráðlingar (Lappar og Skrælingar). Þar mein-
ar náttúran mönnum að vinna nema að veíðiskap,
og þvf standa þeir í stað. Þessar þjóðir eiga bágt.
Þær eru eins og fénaðr sem slangrað hefir út á
hjarn og ekki veit fótum sínum forráð. Þe>m þyrft*
að smala og þær nauðugar niðr að setja f betri
lönd. Slík herferð mundi launa ómakið og þó
vera kristileg. Temprun hita og kulda er skil-
yrðið fyrir lifsins þroska, einkum þegar um frum-
þjóðir er að ræða; mentaðar þjóðir þola mikiu
meiri umskipti, því í þeim er hið eiginlega mann-
líf, sálarlifið, komið á legg. Tempruð harðindi
þrýsta til vinnu, vinnan gjörir tvent: hún styrkir
alla krapta og gefr arð; arðrinn eykr metnað; metn-
aðrinn kappsmuni, og kappsmunirnir «reyna og
prófa alla hluti», og þá er rás framfaranna kom-
in, og hver ný framför er viðbót við nýar undir-
stöður, og svo ve\ mentunarbyggingin, því fljótaf
sem hún lengur fær viðstöðuiaust að halda áfratn.
En viss harðindi mega aldrei vanta, heldr en eld-
inn eldivið, annars kafnar atorkan i svíma eða
sællífi. En andinn sefr ekki; þá rísa upp ný urO'
brot, annaðhvort ofsi og óstjórn, sem steypir öllu,
eða þá að þjóðin vaknar tit aftrhvarfs og fer afir
að stríða á vegi framfara. Aldrei er þjóðunuO1
hæltara en á sællífistímabili þeirra, þá doðna þ*r
upp og deyja, eða verða herfang htnna hraustar’-
Fáar þjóðir, sem komnar hafa verið á iegg, haf11
dáið út eða orðið örmagna sakir harðinda, en hóg'
lífi og leti hefir steypt mörgum og miklum þjó^'
um. Of góða daga þolir enginn. Mannlegt e®"
sýnist þola langtum minna af meðlæti en af ua®1
læti. Hve ógrlega mikið þolir ekki maðrinn
þjóðin, þegar hún vill eða má til? Allt ágæti se^
krýnir manninn er blómsveigr unninn í stríði-
hólminum reynast kapparnir en hvergi elia. ^
- I>g( •
fremr: sönn nantn fæst ekki nema í stríði eða
eptir 8trfð. Þetta ervlögmál lifsins. í sæl'o* ,