Lanztíðindi - 06.09.1850, Blaðsíða 1

Lanztíðindi - 06.09.1850, Blaðsíða 1
LANZTÍÐmDI. 1950. 3. Ár. Dálítið um umburðarbrjef biskups frá S. rnarz 1850. I nifturlagi nefndarálits jiess, er samið var í fyrra um verkefni synodusar eptirleiðis, er komist jtannig að orði: „En af þvi það er enn þá með öllu óljóst, livíiíkt vald alfiíngi muni| fá eða Iivernig sambandi Islands við Danmerk- ur ríki verði fyrirkomið eptirleiðis, þareð þetta verður ræðt á þjóðsamkomu þeirri, sem i ráði er, að komi lijer saman að suniri, þá óttumst vjer fyrir, <að nákvæmari uppástúngur um vald synodusar, bornar upp að sinni, mundu ann- aðhvort koma að ógagni, eða taka fram fyrir hendur á þjóðfundinum, og, ef til vill, kom- ast í bága við írumvarp það til stjórnarskip- unar hjer á landi eptirleiðis, sem að líkind- indum verður af stjórnarinnar hálfu borið undir tjeða þjóðsanikomu. Jareð nú líka íslenzka kyrkjangetur ekki farið svoeinförum, að hún liafi ekki neitt tillit til þeirrar hreif- íngar, sem birtist bæði í hinu prótestantiska kyrkjulífi ytír höfuð, og í hinni dönsku kyrkju sjer í lagi og af því það nú sem stendur litur svoút, semdanska kyrkjan sjeekjii vel búin að átta sig í þeirri stefnu, sein hún muni taka, þá er auðsjeð, að synodus hjer muni meiga fá það eina vald, sein ekki stríði gegn þeim aðalgrundvallarreglum, sem stjórn dönsku kyrkjunnar verður eptirleiðís löguð eptir. Hjer af leiðir nú, að þar eð stjórnarráðunum í Dan- mörku verðurkunnugastum,bæði hvernig frum- varpi til stjórnarskipunar lijer á landi eptir- leiðis verði háttaö og eins, hvaða snið danska kyrkjan murii fá á sig, þá er það eðlilegast, að stjórnarherra sá, sein í Danmörku hefur kyrkjumálin á hendi, vekji fyrst máls á því, hvaða vald synodus hjer geti feingið í geist- legum málum, o. s. frv.“. Af þessu vonum vjer almenníngi verði 25. og 26. fullkomlega Ijóst, með hvílíkri varkárni nefnd- in hefur farið í þetta mál og hvernig hún hefur viljað koma í veg fyriri? að nokkur á- greiníngur gæti risið af tillögum hennar. En þó hún færi því á flot, að synodus fengi at- kvæðisrjett í geitsleguin málum, að svo miklu leyti sem þetta gæti rýinst saman við stjórn- arbót þá, sem hjer yrði lögtekin, mun hverj- um sanngjörnum manni þykja eðlilegt, hvort sem hann er andlegrar eða veraldlegrar stjett- ar. Vjer ætlum það sje ástæðulaust að halda, að þessháttar atkvæðisrjettur synodusar geti valdið ágreiníngi milli andlegrar og veraldlegr- ar stjettar og það byggist á þeirri ímyndun, sem vjer og verðurn að álita ránga, að and- leg og veraldleg málefni sjeu svo ólíks og gagnstæðs eðlis, að erfitt sje að samþýða þau. En hví má þá ekki ræða allt þetta og ráða því öllu til lykta á sama þíngi? segja hin- ir. 3>essu svörumvjer þannig:þó andleg og veraldleg mál sjeu ekki gagnstæðs eðlis og þó kyrkjan sje í þjóðfjelaginu, en ekki fyr- ir utan það, þá má þó ekki rugla öllu þessu saman og það má aldrei gleimast, að and- legu málin og kyrkjan eiga rót sina í trúar- brögðunum, sem ekki eru sprottin af mann- legri tilskipun. Jess vegna verður að skoða öll þau málefni, sem eru eingaungu andleg og snerta kyrkjuna eina saman, þannig, að kröf- um trúarbragðanna verði sem bezt fullnægt. Sumir halda nú, að það muni vera einhlýtt að ræða slik mál ásamt með veraldleguin mál- um á alþíngi af því að alþíngi sje fulltrúaþing allrar þjóðarinnar og allra þeirra mála, sem þjóðina varða og vitna þeir til þess, að þann- ig sje það i Danmörku eptir grundvallarlögun- uin þar og að svo margir prestar muni að líkindum jafnan eiga setu á alþíngi, að þeir geti komið þar við kyrkjulegri skoðun á geist- 6. September.

x

Lanztíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lanztíðindi
https://timarit.is/publication/73

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.