Lanztíðindi - 06.09.1850, Blaðsíða 3

Lanztíðindi - 06.09.1850, Blaðsíða 3
103 um málum eptir ásigkomulagi og þörfum hvers safnaöar sjerilagi, sem oss virðist fullteins [)jóð- legtogáreiðanlegt, ogaðlátaslíkmálvera korn- in undir atkvaeðafjölda á alþíngi. Að Jiessi til- högun miðar ekki til að rífka vald biskups- ins, lieldur þvert á mót til að takmarka það, liggur í augum uppi; því auk þess sem það hlýtur að vera siðferðislegt aðhald fyrir hann að þekkja eindregin vilja allrar andlegu stjett- arinnar og hinna beztu manna í hverri sókn, þá rnisti hann líka beinlínis af því valdi, sem hann nú hefur, ef úrslit málanna væri komið undir atkvæðagreiðslu á synodus og hann fengi þá ekki komið vilja sinum fram, þó hannvildi,ef hann værigagnstæður tillögumandiegu stjettar- innar. En einmiðt af þvíaðöll þessi tilhögun hefur á sjer þjóðstjórnarblæ, búumst vjer ekki við fremur en verkast viil, að stjórnin í Danmörku muni geta fallist á hana. En hvernig svo sem fer urn þetta mál, þá verð- um vjer þó að telja það mjög áríðandi, ekki einúngis fyrir andlegu stjettina, heldur og fyrir þjóðina ýfirhöfuð, að synodus geti orðið þýðíngarmeiri eptirleiðis en að undanförnu og vjer sjáum aungan betri veg til að vekja hjer kyrkjulegan fjeiagsanda, glæða ást til mennta og vísinda og eíla sarntök og ein- drægni í að starfa að kristilegri uppfræðíngu almennings og þannig gjöra andlegu stjett- ina enn þá virðíngarverðari í augum þjóðar- innar; en vírðíng fyrir andlegu stjettinni er vön að vera samfara virðíngu fyrir trúarbrögð- unum, og reynslan sýnir hvervetna, aö án virðíngar fyrir þeim getur [engin stjórnarbót þrifist til lengðar nje borið heillaríka ávexti. Vjer teljum því endurbót synodusar eitthvert hið þarílegasta fyrirtæki, sem um| lángan tírna hefur verið haft hjer fyrir stafni íkyrkjuleg- um málefnurn og hvort sem þvi verður mik- ið eða lítið ágengt í bráð, höldum vjer þó, að hvorki þurfi biskupinn nje nefndin að bera kinnroða fyrir tillögur sínar í því efni. -------------------------------- Fáeinar athuyasemdir um íslenzltu verzlan- ina off penínr/averðið á Islandi. (Framliald). En væru nú kaupstaðirnir færri og stærri, þá væri það aptur sjálfsögð nauðsyn, aö allar þjóðir hefðu þar fullkomið verzlunarfrelsi á hverjum þeim tíma ársins, sem þær gætu komið hjer að landi, og vjer ætlum það lanrli voru í alla staði hentugast, að þær fengju frelsi þetta fyrir mjög litla toll- greiðslu1, því þótt verzlunartollur sje álitleg inntekt fyrir almennann landssjóð, þá verða það landsmenn sjálfir, sem gjalda hann í raun og veru, en ekki aðrir, og að því leyti, sem frjáls og góð verzlan er ein aðalstytta mennt- unar og velmegunar hvers lands, þá mundi hár verzlunartollur verða landinu iniklu skað- legri og að lokunuin tilfinnanlegri, en þótt að hver einstakur gjaldþegn landsins yrði að greiða lítið eitt meiri landskatt til almennra þarfa en ella. Önnur aðalnauðsyn yrði það, ef kaupstaðirnir væru fáir, að bæði kaupmenn- irnir sjálfir, sem í kaupstöðunum búa og aðr- ir landsmenn, sem hefðu efni og tækifæri til, hefðu fullt leyfi til að flytja og sækja vörur á livern þann skipgengan fjörð eða vík, sem vel liggur við landsbúum, og setja þar sem brýna nauðsyn bæri til reglulegar kaupstefn- ur á vissum tímum ársins, og mundi þetta nokkurnvegin til hlýtar geta bætt úr þeim örð- ugleikum, sem af því virðast leiða, ef kaup- staðirnir væru fáir, en landið er strjálbyggt, stórt og ílt yfirferðar; en kaupstefnur þessar utan kaupstaða, viljum vjer binda við vissa tíma, t. a. m. við 1 mánuð um vanalegan lestatíma á sumrum, en hálfanmánuð um slát- ur tíð á haustum, bæði til þess, að gefa ekki kaupmönnuin eða öðrum tækifæri til smá- prángs eða einokunar, einsog viö liefur geng- ist að undanförnu í hinum smáu kauptúnun- um og til að venja landsmenn sjálfa til sam- heldnis og fjelagskapar í verzlunar viðskipt- um, en venja þá af að vera á kaupstefnu í sölubúðinni næstum í hverri viku ár út og ár inn fyrir fárra dala virði; og þegar kaup- menn ættu von á landsmönnum með varníng sinn á kaupstefnurnar á vissum tímum, þá mundu þeir ekki spara að vera þar fyrir sem flestir ineð vörur sínar, og þannig vakna hjá þeim það verzlunarkapp, sem lands- mönnum yrði aífarabetra en verzlan sú í smá kauptúnunum, sem vjer höfum áður ávikið. Eins og vjer viljum takmarka kaupstefnurn- ar við vissan tíma, svo viljum vjer lika binda þær við vissa staði, þar sem vöru flutníng- ‘) Eða þó heldur ineð því að kaupa leyfisbrjef raetin eplir stærð skipanna og ásigkomulagi varníngsíns.

x

Lanztíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lanztíðindi
https://timarit.is/publication/73

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.