Lanztíðindi - 06.09.1850, Blaðsíða 6

Lanztíðindi - 06.09.1850, Blaðsíða 6
106 öll þau rjettindi, sem j)jóöf>íng hafa þar sem er takmörkuð konúngsstjórn; að landið eigi erindsreka í Danmörku rnilli konúngs og enn- ar hjerlendu stjórnar; að fjárhagur Islands sje sjerílagi og Island gjaldi að sínum hluta árlega til almennra ríkisnauðsynja að tiltölu. Ætlaðist fundurinn til, að sýslu- nefndir væru kosnar í hverju kjördæmi til að ihuga þessi atriði og önnur þau, er merkileg jþæktu viðvíkjandi stjórnarskipun landsins og að sýslunefndirnar sendu' siðan álitsskjöl sín aðalnefrid þeirri í Reykjavík, sem kosin var þar á fundinum. I þessa aðalnefnd voru kosn- ir: Trampe greifi, þeir Jens Sigurðsson og Haldór Kr. Friðriksson skólakennarar, stúdent Jakob Guðmundsson og prófessor P. Peturs- son. Ætlunarverk aðalnefndarinnar er að birta uppástúngur sýslunefndanna um stjórnarskip- unina og byggja á þeim frumvarp til bænar- skrár til almenns fundar við Oxará að sumri, sem þar á þá að ræða og senda þjóðfundin- um. Á þessum fundi fór allt vel og skipu- lega fram eins og í fyrra og er það gleðilegt að sjá, hve heilbrigða skynsemi bændurhafa til að fallast á hið rjetta þegar atkvæða er leitað um eitthvert mál. í>að er hvorttveggja, að Árnessýsla er fjölbygð og Árnesingar búa næstir fundarstaðnum, enda hafa þeir verið láng fjölmennastir á þessum tveimur seinustu funduni, hafa þeir og sýnt, að þeir eiga rnarga skynsama og gætna merkisbændur. Frá aðalnefndinni er nú þegar komin út 1 örk af „Undirbúníngsblaði undir þjóðfund- inn að sumri 1851“ þessa efnis: 1) jþíngvalia- fundurinn. 2) ávarp til Íslendínga frá liinum almenna fundi að Oxará, 10. —11. d. ágúst- mán. 1850. 3) auglýsíng frá aðalnefndinni í Reykjavík. 4) ávarp til þjóðfundarmanna. 5) grein um „neitunarvakl konúngsins, þar sem einvaldsstjórnin er takmjörkuð, eða um hið svokallaða „veto“. Aðalnefndin hefur af sinum mönnum valið H. Friðriksson og Ja- kob Guðmundsson fyrir ritstjóra „Undirbún- íngsblaðsins“. Stiptamtmaður vor er nú þegar, síðan hann kom til landsins í sumar, búinn að kynna sjer allt suðuramtið, fórhannfyrst á herskip- inu til Vestmannaeya, síðan landveg austur í Skaptafellssýslu og nú seinast um Borgar- fjarðarsýslu. Á fundi þejm, sem haldinn var í Deild hins íslenzka bókmenntafjelags 14^ dag næstl. mánaðar var stiptamtmaðúr kos- inn í einu hljóði fy.rir heibursfjelaga, og munu allir Islendíngar vera oss samdóma um það, að hafi nokkur enria fyrri stiptamtmanna, sem hjer hafa verið, verðskuldað að vera heið- ursfjelagi þess fjelags, sem stofnað er til að við halda islenzkri túngu, þá eigi sá rnaður það eigi sízt skilið, sem fyrstur allra stipt- amtmanna tók það upp hjá sjálfum sjer und- ireins og hann kom híngað til landsins, að rita öll embættisbrjef sín á íslenzku. Biskup H. G. Thordersen er nú lika ný- kouiinn heim aptur úr kyrkjuvitjunarferð sinni austur í Múlasýslur, fór hann snemma í júlí- mán. í sumar austur um Skaptafellssýslur, en suður aptur um norðurland; gekk hon- um ferðin fljótt og vel og kom liann þó við á flestum kyrkjustöðum i Múlasýslunum, nema nokkrum á austfjörðum. Jar hefur nú ekki verið kyrkjuvitjað af biskupunurn síðan þeir Hannes og Finnur biskupar voru uppi; og mælt er, að biskup Thordersen hafi komið á 2 kyrkjur þar sem ekki hafði biskup verið í meir en 100 ár, frá því er Olafur biskup Gíslason koin þángað árið 1748. 23. dag næstl. mán. lagði heiin aptur her- skipið danska, sem nokkurn liluta sumars- ins hefur legið á höfniiini í Reykjavík. j>að mun hafa átt að flytja híngað konúngsfulltrú- ann, og verið búið að ákveða för þess áður en þjóðfundinum var slegið á frest. I sjálfu sjer er það líka fallegt og tiguglegt, að kon- úngur sendi hingað til landsíns lierskip við og við, því ekki þarf að óttast fyrir því, að þessháttar sendíng verði landinu til kostnað- arauka, þar eð hún er borguö úr almennum ríkissjóði. Laus fregn hefur borist með skipi, sem kvað vera nýkomið á Hofsós í Skagafyrði, um að striðið sje byrjað milli Dana og Hol- setumanna og hafi þeir þegar átt tvær orust- ur og Danir urinið sigur í báðum. Um þetta væntum vjer greinilegri frjfetta með skipi, sem von er á til Eyrarbakka í þessurn mán- uði, og skal þá í næstaj blaði verða ýtarlega sagt frá því.

x

Lanztíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lanztíðindi
https://timarit.is/publication/73

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.