Lanztíðindi - 06.09.1850, Blaðsíða 4

Lanztíðindi - 06.09.1850, Blaðsíða 4
104 ana má hvorki takmarka við einskorftaða staði eða tíma, heldur hljóta {>eir ætíð að fara eptir hægð og hentugleikum hlutaðeigenda. Jað er nú líka auðsjeð, hversu þessar milli- ferðir og flutningar frá kaupstöðunum hlytu að eíla samgöngur og samneyti allra lands- húa yfirhöfuð, sem mjög er svo ábótavant, eins og nú á stendur og efla hina innlendu verzlan eða gjöra mönnum hægra fyrir að vixla innlendum varningi en verið hefur, þannig mundi það, t. a. m. haganlegt fyrir sjóarmanninn að geta sent skreið sina á skip- um til markaðanna og fengið par aptur, smjör, kjöt, skinn og vefnað. Vjer ætlum ékkert á móti því og álítum það jafnvel nauðsynlegt, að bæði einstakir efnagóðir menn og fjelög keyptu svo mikið af nauðsynjavörum á kaupstefnunum, að þeir gætu aptur hjálpað hinum fátækari, en að eins yrðu menn að reysa sem traustastar skorður við landprángi á óþarfa varníngi. ^að er núlíka auðsjeð, að skipaferðirnar Ifrá kaupstöðunum til markaðanna og annara staða gjöra það nauðsynlegt, að sjómenn þeir, sem til þess væru hafðir, gætu fengið atvinnu þess á milli í landinu sjálfu, sem og lika hlyti að verða því auðfengnari, sem kaup- staðirnir væru stærri, eins og það liggurlíka í augum uppi, að stórir kaupstaðir eru það eina meðal til að koma upp duglegum hand- iðnamönnum og öðrum borgurum, eða þeirri meðalstjett, sem land vort hefur lítið af að segja sem stendur. Menn ættu lika að láta sjer vera umhugað um að gjöra kaupmenn- ina í hinum fáu og stóru kaupstöðum að sannarlega íslenzkum kaupmönnum og tengja þá á sem flestann hátt svo við land vort, að þeir hlypu ekki burt hjeðan óðara en þeirhefðu safnað fáeinum skildíngum í vasa sinn, en á þessu sjáum vjer aungan kost annan en þann, að koma upp stórum kaupstöðum og dugleg- um kaupmönnum, sem hafi nokkuð talsvert undir liendi. jþað er nú auðskilið, að því meiri verzlunar viðskipti sem kaupmaðurinn hefur við landsmenn, því meiri hagnaðarvon lilýtur hann að gjöra sjálfum sjer af allri framför í atorku og velmegun, þessi von hvetur hann aptur til að leggja fje það, er hann gétur án verið í hráð, í ymsar þær stofn- anir, er beinlínis miða til að efla velmegan og vörubirðir landsins, t. a. m. í fiskiveiðar, jarðarrækt og handiðnir, en þegar hann hefði nú kostað nokkru talsverðu til eins eða alls þessa á annað borð, þá yrði honum það auð- sjáanleg nauðsyn að halda hjer kyrru fyrir, til að uppskera ávöxt af fjárstofni sínum. jiannig mundi kaupmaðurinn, hvaðan svo sem liann væri kynjaður, geta orðiö sannur Islend- íngur, eðagagnlegurognauðsynlegur liður í is- lenzku þjóðfjelagi; þá mundi bæði kaup- mönnum og landsmönnum lærast að sjá ogsannfærast um, að liagur og óhagurbeggja þeirra væri óaöskiljanlegur hver frá öðrum. 3?egar vjer tökum nú til greina fólksfjölda og vörumegn í landi voru, þá getum vjer enganveginn sjeö, að kaupstaðirnir gætu feng- ið það aíl og þá þýðíngu, sem vjer óskum eptir, hvað sem að allri aðalverzlun landsins væri skipt niður á fleiri en 5 eða 6 kaup- staði— en vjer bregðumst ekki ókunnuglega við því, þó einhverjum kunni að þykja því- lík fæð kaupstaðanna öfgar nokkrar, þegar hún er lauslega borin saman við tölu þeirra 28 kauptúna, sem nú eru hjer til og þaraðauki við önnur ókominn, sem að öllum líkindum eru nú ekki færri á prjónun- um bæði í bænarskrám frá alþíngi og í uppá- stúngum og óskum einstakra manna; en vjer treystum þvi jafnframf, að allir skynsamir menn muni af ástæðum vorum, sem þeir hljóta að sjá og skilja ekki síður en vjer, fallast á öll aðalatriði sannfæríngar vorrar í þessu efni fyr eður seinna. Jað er og eitt aðalskilyrði fyr- ir því, að verzlan og viðskipti manna geti farið í góðu lagi og gengið nokkurnvegin meinbugalítið, að ætíð sjeu svo miklir pen- íngar til í landinu, að bæði rikur og fátækur geti jafn greiðlega fengið penínga óg hvað annaö fyrir hvern þann hlut, sem hann má án vera og þarf að farga á annað borð, ann- aðhvort til að gjalda með skyhlur sinar og skuldir, eða til annara nauðsynlegra og þarf- legra fyrirtækja; en vjer Islendíngav höfum nú í nokkur ár reynt talsverðan misbrest á þessu og er nokkurnvegin auðsjeð, að pen- ínga skorturinn hjá oss fari því meira vax- andi sem tímar líða; og er þetta mjög eðli- legt, þar vjer liöfum hvorki námur gulls eða silfurs, nje heldur neina innlenda penínga- mynt í landinu sjálfu, en kaupmenn vorir

x

Lanztíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lanztíðindi
https://timarit.is/publication/73

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.