Lanztíðindi - 06.10.1850, Blaðsíða 1

Lanztíðindi - 06.10.1850, Blaðsíða 1
LAIVZTIÐirVDI. 1850. S. Ár 6. Október. 27. og 28. Hálfyrði um Arrit prestaskólans. I svari sínu uppá greinina frá „Jeg“ í Jjóðólfi bjetu útgefendur árrits prestaskólans því að gegna honunr ekki optar, þó liann ljeti til sín heyra niefian hann færi í dularbúningi og kom það ekki til af því, sem hann lætur í veðri vaka, að þeir ætluðu sjer með því að ógna honum, eða að þeir fremur mundu játa gall- ana á ritinu fyrir það, þó hann segði til nafns síns, heldur kom það til af hinu, að þeir vildu ekki mannspilla sjer á, að yrðast við þann mann, er væri svo óhlutvandiir að fela sig undir annarlegu nafni og nota sjer það til að geta atyrt nafngreinda menn. Jeg þykist nú ekki breyta útaf þessu á- formi útgefendanna, þó jeg minnist á árritið með nokkurri hliðsjón af því, sein höfundurinn í^þjóð. hefur um það sagt, með þvi jeg bæði skal forðast að meiða hann í orðum, eða gjalda honum líku líkt, og eins að fjölyrða um þetta mál, sem hlýtur að vera almenníngi mjög leiðinlegt. Jiaö er ekki við öðru aö búast en að öll þau rit verði fyrir nokkrum útásetníngum í fyrstunni, sem taka fyrir sig einhverja nýja stefnu, einkum þegar þessi stefna er vísinda- leg, og kemur það til af því að menn skilja ekki hugmyndirnar, sem lagðar eru í orðin fyrr en þær eru orðnar algjörlega þjóðleg- ar og þess vegna finnast þeim orðin óvið- kunnanleg, meðan þeim er ekki orðið full- komlega ljóst, hvað þau eiga að merkja. Sök um þessa þurfa þeir, sem taka fyrir sig að finna að málinu á þessháttar ritgjörðum, ekki einúngis að vera sterkir í málinu, heldur einn- ig þekkja til hlýtar þá vísindagrein, sem rit- að er um, því orðin skapast úr hugmyndun- um og nýjar hugmyndir verða að hafa skap- andi áhrif á orðin. Vanti þá þessa vísinda- legu menntun, verður þeim það á, seni heim- spekíngurinn Kant kvartar um hjá þeim, sem fundu að ritum haris, að þeir blanda saman efninu og málinu og finna að orðunum afþvi þeir skilja ekki hugmyndirnar. En þegar þekking á hugmyndunuin og styrkleiki i mál- inu verða hvort öðru samfara, þá eru útásetn- íngarnar ómissandi hlutur, með því þær þá bæði auðga rnálið og stuðla til þess, að liug- myndirnar geti orðið þjóðlegar. Höfundurinn í $jóðólfi hefur nú tekið fyrir sig að finna að málinu á prestaskólaritinu og í því skyni safnað orðum saman úr þvi, sem liann seg- ir, aö sjeu óviðkunnanleg, illa smíðuð og lýsi veikleika útgefendanna í málinu. J>að er ekki tilgángur minn að verja þessi orð, heldur verð jeg að láta lesendurna sjálfa dæma um, að live miklu leyti höfundurinn muni hafa rjett að mæla; einúngis vil jeg geta þess, að sum orðin eru höfð í útleggíngu „Mynsters hugleiöínga“, sem flestir hal'a kallað gott mál á, eins og t. a. m. tilslápa og tilsetja; sum korna fyrir í gömlum biskupa statútum frá 13. og 14. öld, eins og t. a. m. tilferli; sum í „Árbókunum“ þar sem vitnað er tfl þeirra, eins og t. a. m. prentverk, sjókort o. 11.; um sum- er ekki hægt að eiga orðastað við höfundinn, þar sem hann talar urn, hvað sje óviðkunnanlegt og stirt, því tilfinníng manna í því efni er mjög svo ýmisleg. Hefði höf. búið til ný orð í stað nýgjörvinga þeirra, sem honumþykja óviðfeldnir, lángir ogstirðir, þá hefði verið öðru máli að gegna; heíði hann gjört þetta og það tekist heppilega fyrir hon- um, þá hefði orðið sannarlegt gagn að útá- setningum hans bæði fyrir almenníng og út- gefendur árritsins, sem heíðu kunnað honum þökk fyrir, því að þessháttar orð koma opt fyrir í kennslunni við prestaskólann, svo að

x

Lanztíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lanztíðindi
https://timarit.is/publication/73

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.